Þjóðviljinn - 26.07.1978, Qupperneq 16
UOBVIUINN
Miövikudagur 26. júli 1978
Aöalstmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
Verslið í sérverslun
með litasjónvörp
og hljómtœki
Skipholti 19, R. I BÚÐIIU
simi 29800, (5 linur)^-—
„Framkvæmda
stjórnin
skiptir
mestu máli”
segir vœntanlegur borgarstjóri Reykja-
vikur, Egill Skúli Ingibergsson
Fulltrúar meirihluta-
flokkanna i borgarstjórn
hafa gert sameiginlega
tillögu um ráðningu
Egils Skúla Ingibergs-
sonar verkfræðings i
embætti borgarstjóra
Reykjavikurborgar. Til-
lögunni verður beint til
borgarstjórnar, sem
mun taka hæna til
afgreiðslu á aukafundi
borgarstjórnar á
fimmtudag. Segja má
þvi, að sú afgreiðsla sé
einungis formsatriði.
Þ jóðviljinn kom að máli
við hinn væntanlega
borgarstjóra á dögunum
og drakk með honum
morgunkaffi.
Eginlega kom Egill Skúli
blaðamanni I opna skjöldu með
þvi aö borga fyrir hann kaffiö,
þegar viö tvistigum fyrir framan
kassadömuna á Esjubergi. Þaö
hefur nefnilega þótt siöur blaöa-
manna aö fá aö bjóöa tilvonandi
fórnarlömbum ipp á smávægi-
legar góögeröir, áöur en spurn-
ingaárásin hefst. Þegar viö höfö-
um komiö okkur fyrir við eitt
boröanna var Egill Skúlispurður,
hvernig þaö legöist I hann aö taka
viö borgarstjóraembættinu næstu
daga.
— Mér er þaö engan veginn
ljóst ennþá, segir hann hlæjandi.
Enn sem komið er hef ég mjög
óljósar hugmyndir um hvað
þarna er á feröinni. Hins vegar er
ljóst, aö oröiö hefur veruleg
breyting á starfi borgarstjóra eft-
ir kosningar. Aöur var borgar-
stjóri pólitiskur leiðtogi jafn-
framt vanalegum embættisstörf-
um, en nú er ráðinn framkvæmd-
arstjóri I starf borgarstjóra, og
stendur hann utan við alla pólitik.
— Ilver veröa helstu starfssviö
þín sem borgarstjóri?
— Þvl á ég erfitt meö aö svara
aösvo komnu máli. Ég verö fyrst
aö ræöa viö mina yfirboðara um
einstök málefni, áöur en ég get
fariö aö gefa út beinar yfirlýsing-
ar. Hins vegar er hér um glögga
verkaskiptingu aö ræða. Borgar-
stjórn mun marka stefnur i
ákveönum málum, og þaö verður
siöanokkar aö fylgja þvi eftir. Og
þarna koma f jármálin mjög inn I.
Fyrsta verkefni mitt veröur
eflaust aö sjá um framkvæmd
fjármála borgarinnar.
— Má þá segja aö þú takir viö
borginni fjárhagslega?
— Borgin er ekki nýtt fyrir-
tæki, og sem hefur veriö I miklum
rekstri. Þaö veröur þvl aö
tryggja, aö ekkert detti niöur, svo
reksturinn getihaldiö áfram. Þaö
liggur enn ekki ljóst fyrir, hvern-
ig bregöast á viö einstökum mál-
um, en ýmsar hugmyndir eru á
lofti, hvernig glima eigi við hinn
timabundna vanda.
— Telur þú æskilegra, aö borg-
arstjóri sé ráöinn sem ópólitiskur
framkvæmdarstjóri?
— Reynslan á eftir aö skera úr
um þaö. Sjálfstæöisflokkurinn
hefur haft þá pólitlsku stefnu, aö
borgarstjóri eigi jafnframt aö
vera stjórnmálaleiötogi. Þetta
nýja fyrirkomulag hefur enn ekki
veriðreynt, og þvl erfitt aö tjá sig
um þaö. Ég vil taka fram, aö ég
er ekki aö setja út á stjórn borg-
arinnar hingað til. Ég tel, aö
Reykjavlk hafi verið stjórnaö
meö miklum sóma og margt vel
gertlborgarmálum. Núhafa hins
vegar ný viðhorf komiö upp.
Arangurinn af þeirri ákvöröun aö
gera starf borgarstjóra aö ópóli-
tlsku framkvæmdarstarfi, fer
auövitaö eftir þeim mönnum sem
þarna standa aö verki. Og þaö
hlýtur framtiöin aö skera úr um.
— Nú ert þú verkfræöingur aö
mennt. Telur þú aö menntun og
starfsreynsla þin samræmist
starfi borgarstjóra?
— Verkfræöin er vfsindagrein
sem inniheldur margar sérgrein-
ar. Nú búum viö íslendingar hins
vegar viö þær aöstæöur, aö fáir
verkfræöingar geta helgaö sig
sinum sérgreinum einungis.
Þarafleiöandi lenda flestir verk-
fræöingar tiltölulega snemma I
stjórnarstörfum. Sjálfur hef ég
fengist viö stjórnarstörf bæöi viö
Búrfell og siöar Sigöldu. Starf
borgarstjóra er fyrst og fremst
Hinn nýi borgarstjóri Reykjavikur Egill Skúli Ingibergsson
Mynd og texti: IM
framkvæmdarstarf og stjórnun-
arstarf. Égtel mig hafa reynslu I
þeim efnum, og því er ekki óeðli-
legt aö starfsreynsla min sem
verkfræðings hafi tengst komandi
verkefnum borgarst jóra -
embættisins. Hins vegar hef ég
kannski ekki haft þau kynni af
borginni sem skyldi. Ég hef verið
mest uppi á hálendi tslands sfö-
astliöin ár. Ég byrjaöi á Búrfelli
áriö 1969 og hef starfað viö
umræddar tvær virkjanir eftir
það á vegum Landsvirkjunar og
kom ekki aftur til borgarinnar
fyrr en 1976.
— Þú ert fæddur og uppalinn
Vestmannaeyingur. Stúdent áriö
1948 frá Verslunarskóla tslands
og eftir fyrri hluta verkfræðiprófs
hér heima, heldur þú til Kaup-
mannahafnar og lýkur prófi i
raforkufræöi. Þig óraöi sennilega
ekki fyrir þvl aö veröa borgar-
stjóri í Reykjavfk að lokum?
— Nei, ekki get ég sagt þaö.
Mig langaði alltaf aftur til Vest-
mannaeyja, en þar voru ekki
mörg verkefni fyrir verkfræö-
inga. Ég flutti til Reykjavfkur
1954 og hefur ávallt liðiö vel hér.
Sama verð ég að segja um Kaup-
mannahöfn. Eftir aö hafa verið
þar finnst mér alltaf eins og ég sé
að koma heim, þegar ég kem
þangað aftur.
— Þú hefur rekiö eigiö verk-
fræöifyrirtæki ásamt öörum hér i
Reykjavik. Hefur þú i hyggju aö
veita þvl áfram forstööu, eftir að
þú tekur viö embætti borgar-
stjóra?
— Ég hef rætt þetta við félaga
mfna á Rafteikningu h/f, en svo
heitir fyrirtækið okkar, og þeir
hafa sýnt mér mikinn skilning.
Ég tel, að borgarstjóraembættiö
kalli á það mikinn tima og þrek,
að óhæft sé að halda áfram i
framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Viö höfum veriö meö mörg ágæt
verkefni, og þaö er alltaf gaman
aöfást viö þaö, sem maöur þekk-
ir, og veit hvaöa tökum á aö taka.
En þaö er einnig spennandi aö
fást viö eitthvaö nýtt. Þaö er nú
einusinni þannig hjá mörgum af
minum kollegum,aö vinnan hefur
veriö bæði lifibrauö og „hobbý!1
Enginn fritimi hefur komist aö.
Aö taka við borgarstjóraembætti
veröa þvf mikil viöbrigöi fyrir
mig.
— Gengiö verður formlega frá
málinu á fundi borgarstjórnar á
fimmtudag, en ég mun taka til
starfa um miöjan ágúst. Þaö er
vissulega ekki nægur timi til aö
ganga frá öllum þeim verkefnum,
sem ég hef verið meö. En félagar
minir á fyrirtækinu hafa veriö
mjög hjálplegir, þó ekki séu þeir
kannski ánægöir meö það, aö
maður hlaupi svona út undan sér.
Hins vegar hlakka ég tilaðfást
viö verkefni á vegum Reykjavík-
urborgar og i þessu sambandi
skiptir framkvæmdastjórnin
mestu máli.
Alþýdubandaíagið:
Miöstjórnarfund-
ur föstudag
Fundur I miöstjórn Alþýðu-
bandalagsins veröur haldinn
næstkomandi föstudag, 28. júU, aö
Hallveigarstig 1 I Reykjavlk.
Hefst klukkan 5 siödegis.
Fundarefni: Stjórnar-
myndunarviöræöurnar.
Framsögu hefur Lúövik
Jósepsson formaöur Alþýöu-
bandalagsins.
Miö-Noröurlandi og fékkst þessi
afli I 19 köstum. Mest hefur Sig-
uröur RE komiö meö áöur aö
landi 1360 tonn af loönu. Skipstjóri
á Siguröi er Kristbjörn Arnason.
Ný þurrdæla
eykur nýtingu
1 gær var veriö aö landa loönu
úr Siguröi RE inni I Sundahöfn
meb nýrri dælu sem Landvélar
hf. hafa hafið framleiöslu á I
samráöi við þýskt fyrirtæki.
Aö sögn Hreins Hjartarsonar
hjá Landvélum hf. mun þessi
dæla valda byltingu bæði á
löndunarhraöa og nýtingu hrá-
efnis til vinnslu. Sem dæmi nefndi
Hreinn aö I gær, þegar veriö var
aö landa upp úr Siguröi, náöust
250 tn. afköst á klst., en verk-
smiðjurnar geta ekki tekið hraöar
viö efninu. Um meiri nýtni sagöi
Hreinn aö hún væri 5-7% meiri
meö tilkomu dælunnar sem þá
þýöir um 100 tn aukningu af farmi
eins og Siguröur var með. Þá er
þaö kostur viö þessa dælu aö hægt
er aö flytja hana til i lestum skip-
anna og þannig hreinsa þær án
þess aö moka loönunni til.
Einn af erfiöleikum viö aö
vinna sumarloönuna er sá aö
vegna þess aö hún er svo þunn-
fljótandi þá er erfitt að koma
henni úr þróm fiskvinnslustöðv-
anna I suöu.
Nú hefur Lýsi og mjöl hf. I
Hafnarfirði tekiö I notkun dælu
sem er eins upp byggð og
löndunardælan.
ÞIG
lodnuveiðunum
Sigurður RE sem nú stundar kom ,anö> meö um 1400 tonn af
loðnuveiöar fyrir noröan landloönu.
setti aflamet I fyrradag er hann Loðnan var veidd djúpt út af
Unniö aö löndun úr Siguröi RE meö nýrri þurrdælu sem Landvélar hafa
hafiö framleiöslu á i samráöi viö þýskt fyrirtæki.
Sigurður RE setti aflamet á