Þjóðviljinn - 01.08.1978, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur I. ágúst 1978
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Útgefandi: tltgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Vinstri gaf
— en hœgri tók
l plaggi því, sem Alþýðuf lokkurinn lagði siðast fram í
viðræðunum um myndun vinstri stjórnar, þar segir í
fyrstu grein, að kjarasamningar launafólks skuli taka
gildi að fullu þann 1. september n.k.
I annarri grein þessa sama plaggs er þetta fallega boð
hins vegar tekið til baka og reyndar meira til.því að þar
segir orðrétt: ,,Viðurkennd verði óhjákvæmileg gengis-
breyting (ca. 15% lækkun). Áhrifum af erlendri kostn-
aðarhækkun á vísitölu vegna gengisbreytingarinnar
verði frestað."
Sú gengislækkun, sem Alþýðuf lokkurinn þarna lagði
til, hefði þýtt um 7% hækkun framfærsluvísitölu á
skömmum tíma. Þessa hækkun framfærslukostnaðar
átti láglaunafólkið að bera bótalaust um óákveðinn
tíma samkvæmt siðustu tillögu Alþýðuflokksins í við-
ræðunum.
Nú liggur fyrir að krafan um kjarasamningana í gildi
þýðir t.d. hjá fiskvinnslunni og almennum iðnaði ekki
nema um 3% hækkun heildarlauna, og fer það þó auðvit-
að eftir því, hvað hluti yf irvinnunnar er mikill \ heildar-
laununum.
Meðfyrstu greininni í sínu úrslitaplaggi bauð Alþýðu-
flokkurinn fram 3-4% launahækkun, en með annarri
greininni krafðist hann þess að síðan fylgdi hins vegar
7% launalækkun strax í kjölfarið.
Benedikt Gröndal býðst sem sagt til að rétta mönnum
1000,- krónur með vinstri hendinni gegn þvi að fá í stað-
inn að taka af þeim 2000,- krónur með hægri hendinni.
Þegar Alþýðubandalagið neitaði að standa að slíkum
tilmælum til verkalýðshreyfingarinnar, þá sleit Bene-
dikt Gröndal stjórnarmyndunarviðræðunum; þá taldi
hann, að ekkert þýddi f rekar um vinstri stjórn að tala!! (
Sá ætti ekki að verða í vandræðum að mynda stjórn
með íhaldinu.
Gengislækkunarleiðin, sem Alþýðuf lokkurinn lagði til
er verðhækkunarleið, og hún kemur því aðeins að ein-
hverjum ,,notum", ef verðlagið fær að hækka meðan
kaupið er bundið fast. Samkva^mt tillögum Alþýðu-
flokksins hefði framfærslukostnaðurinn enn átt að
hækka um 15-20% fram til áramóta, þrátt fyrir þær
niðurgreiðslur sem talað var um í tillögum Alþýðu-
f lokksins.
Tillögur Alþýðubandalagsins miðuðu hins vegar að
því, að draga mjög verulega úr snúningshraða verð-
bólguhjólsins. Samkvæmt þeim átti verðiag ekki að
hækka nema um 5% fram til áramóta.
Alþýðubandalagið krafðist ráðstafana er dugað gætu
til að lækka framfærslukostnaðinn um svo sem 10%
þannig að vísitöluhækkunin þann 1. september n.k. yrði
ekki um 10% eins og nú horf ir,heldur í krngum núllið. í
þessu skyni vildi Alþýðubandalagið m.a. að söluskattur
yrði lækkaður verulega, að niðurgreiðslur yrðu auknar
nokkuð og að verslunarálagning yrði lækkuð. Alþýðu-
bandalagið setti einnig fram skýrar tillögur um hvernig
mæta skyldi tekjutapi ríkissjóðs vegna þessara ráðstaf-
ana, og var þar gert ráð fyrir auknum sköttum á háar
tekjur og miklar eignir, nokkrum niðurskurði ríkisút-
gjalda, svo og sérstakri skattlagningu á ýmsar vörur og
þjónustu, sem ekki flokkast til nauðsynja. Með þessu
móti væri hægt að keyra verðbóigudrauginn niður, en
taka þó kjarasamningana í gildi að fullu.
Þetta var sú leið, sem sérhver vinstri stjórn hlaut að
velja,í stað þess að magna enn verðbólgudrauginn og
skera af kaupi láglaunafólksins, eins og tillögur Alþýðu-
flokksins miðuðu að.
Tillögur Alþýðubandalagsins miðuðu að því að verja
og bæta kaupmátt launanna án þess að f jölga verulega
krónunum.
Tillögur Alþýðuf lokksins miðuðu hins vegar að þvi, að
f jölga krónunum enn meir, en rýra kaupmáttinn um 7%
frá ákvæðum kjarasamninganna.
— k.
r
Adrepa um
„hanagal99
Lagt ta aö hættir Lenins veröi
teknir upp l Sjálfstæöis-
flokknum.
Timarit Máls og menningar á
sér langa sögu og litrika. Um
það og starfsemi Máls og menn-
ingar hefur talsvert verið ritað i
Þjóöviljann á þessu ári og þvi
næstliðna. Vésteinn LUðviksson
rithöfundur skrifaði magnaða
ádrepu i siöasta hefti timarits-
ins sem Magnús Kjartansson
svarar i besta Austrastfl i 2.
hefti ’78 nýútkomnu. Þeir sem
láta sig varöa útgáfustarf Máls
og menningar ættu að ná sér i
heftiö ef þeir hafa ekki þegar
látið veröa af því.
Sem nasasjón af innihaldinu i
ádrepu Magnúsar birtum við
niðurlagið hér:
Sjálfstœðis-
flokkur
að hœtti Leníns
NU þenja ungu mennirnir i
Sjálfstæöisflokknum kjaft,enda
viðrar til þess vel eftir
kosningaósigur sem skilið hefur
flokksforingjana eftir i póli-
tiskum sárum. Margar tillögur
eru uppi um hvernig flokkurinn
eigi að rétta úr kútnum. Sumir
minna á aö nýir vendir sópi best
og aðrir leggja til að Alþýðu-
flokkurinn veröi pindur til þess
að skila aftur „sjálfstæðis-
stefnunni” sem hann stal fyrir
kosningar. Frumlegastur er þó
Einar K. Guðfinnsson Ur
Bolungarvik sem leggur til aö
Sjálfstæðisflokkurinn taki upp
ieninsk vinnubrögö:
,,Nú er komið að því aö viö
sjálfstæöismenn spyrjum okkur
aö hætti Lenins sáluga: Hvaö
ber aö gera? Þegar viö teljum
okkur hafa fundiö svarið er
(yrst „veöur til aö skapa”.”
Magnús skrifar ádrepu i Tima-
ritið.
Þaö kemursér vel fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn þegar hann
hneigist nú til leninskra vinnu-
bragða að eiga sérfræöing i
skrifum Lenins Hvað ber nú að
gera, Hannes Hólmsteinn
Gizurarson?
Var þaö hanagai?
„Þessar athugasemdir eru
orðnar lengri en ég ætlaði mér,
og vakti þó grein Vésteins hjá
mér margfalt fleiri hugsanir en
ég hef drepiö á. Vésteinn viröist
bera sérstakan óvildarhug til
saiptaka Islenskra sósialista, en
ég hef tekið þátt i störfum
þeirra i aldarþriðjung.
Mismunurinn á afstööu okkar
vekur upp hjá mér bernsku-
minningu. Ég var I sveit og
gegndi meðal annars þvi
trúnaöarstarfi aö moka flórinn I
fjósinu. Ég tók þá reku, hirti
upp kúadellurnar og arkaöi meö
þær út á fjóshaug. Þar stóö
venjulega reigingslegur hani,
sperrti upp marglitar stél-
fjaörirnar og gól. Kannski hefur
hann verið aö gala um þaö aö ég
væri orðinn skitugur af þvi aö
moka flórinn, ég veit þaö ekki,
af þviég skil ekki hanagal. Ég
skil ekki heldur Véstein
Lúöviksson.**"
Svigrám til að
greiða gott kaup
Tveir hagfræðingar eru i Visi
spurðir að þvi i gær, hvort hægt
séaö tryggja rekstrargrundvöll
vel rekinna fyrirtækja án þess
að skerða kaupmátt launa.
Ólafur Björnsson prófessor
telur þaö vafasamt og segir:
„Þaö tel ég mjög vafasamt. i
Það væri kannski hægt meö
nægilega miklum niðurskurði á
fjárfestinguaö tryggja óskertan
kaupmátt launa en afleiðingin
yrði meira eða minna atvinnu-
leysi. Það er atriði sem við
veröum að sjálfsögðu aö taka
tillit til einnig”.
Ólafur Björnsson
Asmundur Stefánsson, hag-
fræöingur ASl, er á allt annari
skoöun. Hann segiri sinu svari:
„Ég held að það sé enginn
vafi. Hins vegar eru málin
komin i þann hnút að það eru
erfiðleikar á að ná öllum mark-
miöum i einu. Efnahagsástand
okkar nú er ekkert kreppu-
ástand i venjulegum skUningi.
Þaö er algjörtsvigrúm hérna til
aö borga gott kaup. Með
skikkanlegum aðgeröum er
hægt að hamla á móti þessari
stigmagnandi verðbólguþróun,
sem verið hefur undanfarið.”
Fjáifestingar-
skipulag og
betri nýting
1 viðtalinu leggur Asmundur
áherslu á að „sú efnahags-
stjórn sem verið hefur undan-
farin ár hefur verið eindæma
léleg. Þaö veldur þvi náttúrlega
að þar þurfa aö veröa brýn
umskipti á.”
Asmundur Stefánsson
Siðan segir:
„Rekstrargrundvöllur helstu
atvinnugreina okkar er að
mörgu leyti mjög erfiður vegna
þeirrar stefnu i efnahagsmálum
sem rekin hefur verið”, sagöi
Ásmundur. „Þar er ekki allt
auðleyst og lausnin sem eitt-
hvertraunhæft gildi hefur tekur
að sjálfsögðu töluverðan tima.
En þarmábenda á aðskipulag i
fjárfestingarmálum hefur ekki
verið nógu mikið.
Nýting á hráefni er geysilega
misjöfn ef frystihúsin eru tekin
til dæmis. Þaö er enginn vafi á
þvi, aö með samræmdu skipu-
lagi á þeim hlutum má ná
mikilli afkastaaukningu miðaö
við þaðsem i þetta er lagt. Með
þvl má leysa einhvern vanda.
Miðaö við ástandiö i dag verður
þó að gera einhverjar aðrar
ráðstafanir en þessar hag-
ræðingarráðstafanir til þess aö
leysa þann hnút sem þessi fyrir-
tæki erukomin iaugnablikinu.”
—e.k.h.