Þjóðviljinn - 01.08.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 01.08.1978, Side 9
Þriðjudagur X. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 af ertendum vettvangi Ráðstefna æðstu manna Bandarikjanna, Vestur- Þiýskalands, F^akklands, Bretlands, ítaliu, Kanada og Japans í Bonn nýverið þótti ekki miklum tíð- indum sæta, að niður- stöðum ráðstefnunnar birtum. Þó má kalla ráðstefnuna nokkuð markverða vegna þess, að hún leiddi i ljós vax- andi styrk Vestur— Þýskalands i hlutfalli við hin rikin sex, sem aðild áttu að ráðstefn- unni, og ekki einungis í efnahagsmálum, heldur og i heimsstjórnmál- unum yfirleitt. Rúmum þremur áratugum eftir lok siðari heimsstyrj- aldar er Vestur-Þýska- ■ ^ ■ L -joP '■ MPfl-" :|k ; JHi. • v 4 HH8 Vesturþýskir og bandariskir ráðamenn, talið frá vinstri: Genscher utanrikisráðherra Vestur-Þýska- lands, Carter Bandarikjaforseti, Schmidt sambandskanslari Vestur-Þýskalands og Vance utanrikis- ráðherra Bandarikjanna. sem þau hafa notið i nokkra ára- tugi i skjóli sérstöðu dollarans. ,,Hugleysi” Callaghans Eftirtektarvert er að Frakkar eru i þessu máli á einum bát og Vestur-Þjóðverjar, þótt ljóst sé að þeir siðarnefndu ráði ferðinni. Það hefði einhverntíma verið tal- ið til frétta og varla hefði de Gaulle likað þetta nógu vel, þvi að hann ætlaði Frökkum forustu- hlutverkið i sameinaðri Vestur-Evrópu. En Frökkum finnst trúlega að þeir hljóti að mega sin meira i félagi við litlu fjölmennara riki eins og Vestur-Þýskaland en risaveldi eins og Bandarikin. Ekki siður athyglisvert er að eitt EBE-rikj- anna tók af áberandi ólund undir tillöguna um sameiningu gjald- miðlanna —BreUand. Schmidt lét ekki á sér standa að bregða koll- ega sinum i Bretlandi, Callaghan, um ragmennsku þess vegna. En þetta undirstrikar hve háðir Bret- ar eru Bandarikjunum, hvað sem liður aðild þeirra að EBE. Eins og nærri má geta brjigðust Banda- rikin kuldalega v\ð fréttinni frá Brima-ráðstefnunni og á sjö- EBE-gjaldmíðill í vændum? land — það þýsku ríkj- anna tveggja sem að eigin mati og annarra er arftaki fyrri þýskra rikja — fariðað hrista af sér þá feimni gagnvart umheiminum, er hryðjuverk „þriðja rikisins” létueftir sig. Á Bonnráðstefnu sjö-veld- 13 Bretón- ar dæmdir til fangelsis- vistar 25/7 — Rúmlega þrítugur kennari, Serge Rojinsky, var i dag dæmdur i Paris til átta ára fangelsisvistar. Yfirvöld sökuðu hann um að vera leiðtoga andspyrnuhóps Bretóna, sem frönsk stjórnarvöld hafa ibanni, og að hafa staðið fyrir sprengjutilræðum við opin- berar byggingar. Tólf menn aðrir, sem sakaðir voru um að vera félagar i hópnum og hlutdeild i sprengju- tilræðunum fengu fangelsis- dóina frá 10 mánuðum upp i sjö ár. Hópur sá sem hér um ræðir heitir Frelsisfylking Bretaniu (Bretagne) og berst fyrir sjálfstjórn fyrir ibúa landshluta þessa, sem tala keltneskt mál. Svoleiðis nokkuð taka frönsk stjórnar- völd ekki i mál. Ekki mun neitt manntjón hafa hlotist af sprengingum Bretónanna. anna var Helmut Schmidt, sambands- kanslari Vestur-Þýska- lands, sá sem mestu réði um gang mála. Carter Bandarikjaforseti og flestir ef ekki allir hinna leiðtog- anna gengu með grasið i skónum 'á eftir Schmidt til þess að fá hann til að hleypa meiri þenslu i þjóðarbúskap Vestur-Þjóðverja en hann sjálfur taldi vogandi, stórauka innflutning, blása nýju lfi i millirikjaverslun i heiminum yfirleitt og hætta á endurnýjaða verðbólgu i Vestur-Þýskalandi. En Schmidt visaði þessari bæna- skrá mestanpart á bug og sam- þykkti aðeins takmarkaða efna- hagsþenslu. Hann sér enga telj- andi ástæðu til að hjálpa Banda- rikjamönnum við að rétta af doll- arann og draga úr hrikalega óhagstæðum viðskiptajöfnuði. bólgan er 3%, sem er ekki um- talsvert á Vesturlandamæli- kvarða, hvað þá ef miðað er við heiminn allan. Og vesturþýskir ráðamenn sjá enga ástæðu til þess að leggja á sig neinar fórnir til þess að bjarga Bandarikjunum frá þeirra efnahagsvandræðum. Brimaráðstefnan Af þessu leiðir að leiðtogaráð- stefnur sjö-veldanna hafa sett niður sem slikar. Áður bundu margir við þær fremur barnaleg- ar vonir til lausnar á efnahags- vanda heimsins, en nú sjá flestir að þær eru aðeins viðleitni til að telja fólki trú um, að leiðtogar þessara sjö öflugu iðnrikja vilji gerasitt besta. Þaðer takmörkuð huggun fyrir 17 miljónir atvinnu- leysingja i vestrænum iðnrikjum, og þann mikla fjölda ungmenna, sem bætist við á vinnumarkaðinn ár hvert og er ekki boðið upp á neitt nema vonleysi atvinnu- leysisins. „Gjaldkeri Evrópu” Þess i stað vill Schmidt styrkja stöðu Vestur-Þýskalands sem „gjaldkera Evrópu” og auka þar með efnahagsleg og póliti'sk áhrif þess bæði I Evrópu og heiminum yfirleitt. Hann hefur þegar ákveðið að beita hagstæðum við- skiptajöfnuði Vestúr-Þjóðver ja til þess að stuðla að frekari einingu Vestur-Evrópu. Sex þeirra sjö rlkisleiðtoga, sem hittust i Bonn, báru fyrir sig það sjónarmið að stórauknar fjárveitingar til atvinnulifsins væru besta ráðið til að rifa Vesturlönd upp úr kreppu at- vinnuleysis og stöðnunar i' efna- hagslifi. Schmidt hélt þvi' fram að þetta myndi með tið og tima leys- ast með stöðugleika i efnahags- málum. Frá sjónarhól Vestur-Þjóðverja borgar sig best að halda sér við það viðhorf, þvl aðilandi þeirra er „aðeins” milj- ón atvinnuleysingja,sem er færra hlutfallslega en viða annars- staðar á Vesturlöndum, og verð- Önnur ráðstefna, sem haldin var tveimur vikum fyrr en Bonn- ráðstefnan og fékk ivið minni pressu, er þó sýnu markverðari. Það var ráðstefna leiðtoga hinna niu rikja Efnahagsbandalags Evrópu i þeirri fprnu biskupsborg Brimum. Báðar leiðtogaráðstefn- urnar voru sem sé haldnar i Vestur-Þýskalandi, sem hefur trúlega verið tilviljun, en má þó táknrænt kallast. I Brimum fengu Vestur-Þjóðverjar með stuðningi Frakka samþykkt að stefnt skyldi að þvi, að hafa gjaldmiðla Vestur-Evrópurikja innan ramma „stöðugleika i gjald- eyrismálum.” Meiningin er með þessu að vernda Vestur-Evrópu fyrir skakkaföllum, sem fylgja kynnu hraðferð Bandarikjadoll- arans niður á við. Timamót? Þetta gæti markað talsverð timamót i sögunni. Allt frá þvi I siðari heimsstyrjöld hefur doll- arinn verið rikjandi I fjármála- Fylgdi skipi sínu í hafid teygandi bjór 26/7 — Norskur skipstjóri á hol- lensku hvalveiðiskipi hvarf i djúpið með skipinu og hafði bjór- flösku á munni sér, þegar skipið sökk eftir að hafa farið á hliðina við það að verið var að tosa stór- eflis hval um borð. Þetta átti sér stað á laugardaginn um 350 Kilómetra út af strönd portúgals. Skipið var 543 smálestir, skráð i hollensku Antillum, og áhöfnin 42 menn, Portúgalar, Suður-Afríku- menn, Japanir, Nýsjálendingar ogSpánver jar. Þeir komust allir i báta að skipstjóranum undan- teknum. Griskt vöruflutningaskip fann þá og fór með þá til Funchal á portúgölsku eynni Madeira. Þeir sögðu svo frá að skip- stjórinn, sem var rúmlega fimmtugur að aldri, hefði vel getað bjargað sér ef hann hefði viljað. Þeir hvöttu hann til þéss að yfirgefa skipið, ■ en hann tók það ekki i mál. Það siðasta sem þeir sáu til hans var að hannhélt sér i brúnni og teygaði bjór af stút. Hvalurinn sem varð skipinu að grandi, var tuttugu metra langur. Skipið hafði í lestinni 450 smálestir af freðnu hvalkjöti. heiminum og haft sérstöðu sem alþjóðlegur gjaldmiðill, sem eðli- legthefur mátt kalla vegna efna- hagslegra yfirburða Bandarikj-' anna á þvi timabili. Nú telja ráðamenn Vestur-Þjóðverja og Frakka að ekki sé lengur á dollar- anum að byggja miðað við það, sem áður var, og oliurikin virðast nokkuðsama sinnis. Kreppa und- anfarinna ára hefur komið mjög illa niður á sumum Vestur-Evrópurikjum — einkum Bretlandi og Italiu — og Schmidt telur að þeim málum verði ekki bjargað nema með auknum stöðugleika gjaldmiðla þeirra. Vestur-Þjóðverjiar koma til með að leggja : mest af mörkum i 50 miljón dollara sjóð, sem á að koma á stöðugleikanum. Þetta gæti leitt til þess að EBE-rikin öll hefðu i ekki mjög fjarlægri fram- tið einn og sama gjaldmiðilinn. Það yrði mikilvægur áfangi tii sameiningar EBE-landa ieitt riki — einskonar nútimagáfu af veldi Karlamagnúsar. Þessi nýi Vestur-Evrópugjaldmiðill gæti auðveldlega orðið sá sterkasti i heimi og tekið sæti Bandarikja- dollarans sem alþjóðlegur gjald- miðill. Þar með yrðu Bandarikin að mjög miklu leyti svipt þeim yfirburðum i alþjóðaverslun, veldaráðstefnunni i Bonn neitaði Carter að svo komnu máli að lýsa yfir velþóknun sinni á fyrirætl- unum um einingu EBE-rikja i gjaldeyrismálum. Sú var tiðin að Bandarikin ráku á eftir Vestur-Evrópumönnum að sam- einast, en nú sjá þeir betur og bet- ur að sameinuð Vestur-Evrópa getur átt það til að sparka frá sér i vestur ekki siður en I austur. Dvínandi „feimni” Ennþá eru endurminningarnar um „þúsund ára riki” Hitlers það ferskar að Vestur-Þjóðverjar eru talsvert feimnir við að láta mikið á sér bera sumsstaðar á alþjóða- vettvangi, til dæmis I Afriku. En þar styðja þeir Frakka kappsam- lega, stjórninni iParis til mikillar ánægju. Það á trúlega sinn þátt i þvi, að Frakkar styðja Vestur- -Þjóðverja i gjaldeyrismálum. En einnig i Afriku ber meira á erindrekum Bonn-stjórnarinnar meðhverjum deginum sem liður, eins og var undirstrikað nýlega með heimsókn sjálfs Schmidts þangað suður. Og Vestur-Þýska- land stóreykur nú efnahagslega aðstoð við riki eins og Zaire og Sambiu, sem Vesturveldin telja sig eiga sem hauka i horni. dþ. phyris snyrtivörurnar verða sifellt vinsælli. phyTlS er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða phyris f ynr ^ ' húð viðkvsema phyris fyrir allar . húðgerðir Fæst í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum. Tökum að okkur smiðs á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.