Þjóðviljinn - 01.08.1978, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. ágúst 1978
Þingflokkur Alþýöuflokksins er veikburfta og ósjálfstæftur. — Mynd: Framkvæmdastjóri Alþýftuflokksins.
Gylfi Þ. Glslason ræftur enn
mestu um stefnu Alþýftuflokksins
i efnahagsmálum.
Af hverju mistókst ad
mynda vinstristjórn?
Ástæðurnar til þess að
myndun vinstristjórnar
mistókst eru margar.
Veigamesta ástæðan og
sú sem úrslitum réði að
lokum 'var þó krafa
Alþýðuf lokksins um
gengislækkun og síðan 7%
kauplækkun. Þessari
kröfu hafnaði Alþýðu-
bandalagiðað sjálfsögðu.
En rætur þess að Alþýðu-
flokkurinn tók þessá
afstöðu að lokum liggja
víða bæði í sögu flokks-
ins/ gerð, stefnu og síðast
en ekki síst núverandi
mannvali í forystu.
Þegar Alþýöuflokkurinn loks
skaust upp á yfirborðið með
kauplækkunarstefnu sina var
aðeins réttur mánuður liöinn frá
þvi aö hann vann stærsta kosn-
ingasigur sinn undir kjörorðinu
„Samningana i gildi”. Aldrei
hefur einn flokkur á jafn-
skömmum tima snúið viö blað-
inu eftir jafnstóran kosninga-
sigur. Staðreyndin var nefni-
lega sú að kosningasigur
Alþýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins skapaði þeim i sam-
einingu yfirburðaaðstöðu til
þess að knýja Framsóknar-
flokkinn til þess að éta ofan i sig
kaupránið i heilu lagi. Þar brást
Alþýöuflokkurinn.
Hvað gerðist? Hvernig stend-
ur á þvi að einn stjórnmála-
flokkur hagar sér meö þessum
hætti? Hverjar eru skýringarn-
ar á pólitiskum loftfimleikum
Alþýðuflokksins eftir stærsta
kosningasigur eins flokks i sögu
lýðveldisins.
Með íhaldinu í áratug
Til aö svara þessum spurn-
ingum er nauðsynlegt að lita
nokkuð til baka og virða fyrir
sér aödragandann, næstu fortið
Alþýðuflokksins.
í heilan áratug frá 1960 til 1971
var Alþýðuflokkurinn i rikis-
stjórn meö Sjálfstæðisflokkn-
um, viðreisnarstjórninni svo-
nefndu, sem er eitthvert arg-
asta öfugmæli um eina rikis-
stjórn sem þekkist fyrr og siöar.
Atvinnuleysi varö landlægt.
Sjötti til sjöundi hver félags-
maður Alþýöusamtakanna var
um tima atvinnulaus. Atvinnu-
leysi var árvisst i mörgum
byggðarlögum landsins. Kaup
var lækkað svo landflótti brast
á. Atvinnutæki landsmanna
sjálfra grotnuðu niöur, tog-
araflotinn breyttist i brotajárn.
Erlend mengunarstóriðja hélt
innreið sina, aðgangseyrir
hennar varð smánarverö fyrir
raforkuna sem neytendur þurfa
að borga með. Erlendir fiski-
skipaflotar flykktust á Isiands-
mið i vaxandi mæli. Samt mátti
ekki heyra á það minnst aö
landhelgin yrði færð út vegna
þess að viðreisnarstjórnin gerði
samning um að Bretar og Vest-
ur-Þjóöverjar yröu að
samþykkja Utfærslu landhelg-
innarúr 12milum. Alþýöuflokk-
urinn kallaði tillögu Alþýðu-
bandalagsins um útfærslu land-
helginnar i 50 sjómilur siðlausa
ævintýrapólitik! Hernámiö varð
stöðugt umsvifameira, banda-
riskt hermannasjónvarp var
inni á öðru hverju heimili hér i
þéttbýlasta landshlutanum.
Kjör aldraðra og öryrkja voru
smánarblettur á þjóðfélaginu,
blöðin birtu viðtöl við aldraða
sem þjáðust af næringarskorti.
Svavar Gestsson
Svavar
Gestsson
skrifar
Viðreisnarstjórnin varö háska-
ieg efnahagslegu og stjórn-
málalegu sjálfstæöi landsins.
HUn gróf undan trú fólksins á
getu Islendinga til þess aö búa
sem sjálfstæð þjóð i þessu landi.
Viðreisnarstjórnin tefldi raun-
verulegu sjálfstæöi þjóðarinnar
i tvisýnu.
Endurreisnarstarf
vinstristjórnarinnar
Þaö tókst ekki fyrr en i kosn-
ingunum 1971 að koma viðreisn-
arstjórninni frá. Astæðan var sú
aö hinn róttæki armur Islenskr-
ar verkalýðshreyfingar var
meira og minna lamaöur vegna
innbyrðis átaka á sjöunda ára-
tugnum. 1971 reis Alþýðubanda-
lagið upp eftir margra ára innri
vandamál og bætti við sig þrem-
ur þingsætum. Vinstristjórnin
var mynduð. Alþýöuflokkurinn
hafnaði þátttöku i þessari stjórn
vegna þess að flokkarnir þrir
sem unnu nýjan meirihluta
settu þaö skilyrði að landhelgin
yrði færð Ut i 50 sjómilur.
Vinstristjórnin komst vel af án
Alþýðuflokksins, sem haföi tap-
að öðru hverju atkvæði og var
kominn niður i sex manna þing-
flokk. Vinstristjórnin færði
landhelgina út i 50 sjómilur og
lagöi grundvöllinn aö útfærsl-
unni i 200 milur. Hún lokaði
bandariska hermannasjónvarp-
inu. HUn beitti sér fyrir þvi að
kaupmáttur launa efldist um
20%, um leið og elli- og örorku-
lifeyrir tvöfaldaðist að kaup-
mætti. Vinstri stjórnin beitti sér
fyrir framkvæmd nýrrar
islenskrar atvinnustefnu:
Endurskipulagning iðnaöarins
hófst, islensk orkustefna var
hafin til vegs, fiskiskipaflotinn
endurnýjaður og fiskvinnslan i
landi var bætt að tækni og nýt-
ingarmöguleikum. Umbætur
vinstristjórnarinnar og endur-
reisnarstarf hennar mætti lengi
telja. Þær setja mark sitt á allt
islenskt þjóðlif og munu gera
um ókomin ár hvaö svo sem
vondar rikisstjórnir komast til
valda i landinu. Með vinstri-
stjórninni 1971-1974 urðu
straumhvörf: Þjóðin öðlaðist á
ný trú á afl sitt og auðlindir
til þess aö hér væri unnt að lifa
mannsæmandi lifi. Það er reisn
yfir stjórnartima vinstristjórn-
arinnar 1971-1974.
„Farið hefur fé betra"
Vinstristjórnin bjó við ósvifna
og sterka stjórnarandstöðu
Sjálfstæöisflokksins sem hafði
þá sem fyrr og siöar Urslitavald
I atvinnurekendasamtökum og
vaxandi itök i verkalýðshreyf-
ingunni sjálfri. Einn þriggja
flokka vinstristjórnarinnar
samtök frjálslyndra og vinstri-
manna komst inn með 5 manna
þingflokk 1971: vorið 1974 höfðu
þingmennirnir fimm skipt sér i
jafnmarga hópa. En það er
athyglisvert að þeir þrir þing-
menn SFV sem harðast beittu
sér gegn vinstristjórninni vorið
1974 eru nú allir I Alþýðuflokkn-
um. Vinstristjórnarflokkarnir
þrir töpuðu tveimur þingsætum
i kosningunum 1971 og þar með
möguleikum til þess að stjórna
án viöbótarstyrks. Leitað var til
Alþýöuflokksins, sem hóf þátt-
töku i viðræðum viö flokkana
þrjá hangandi hendi. Tilraunin
1974 mistókst i fyrsta lagi vegna
andstöðu Framsóknarflokksins
viö að leita samráös viö verka-
lýöshreyfinguna og i öðru lagi
vegna óheilinda Alþýðuflokks-
ins. Hann hafði tapaö einum
í heilan áratug var Alþýftuflokkurinn i rikisstjórn meft Sjálfstæftisflokknum. Sfftan eru liftin 7 ár, en samt
eru enn greinileg pólitisk tengsl milli þessara tveggja flokka. Mynd: Viftreisnarstjórnin.