Þjóðviljinn - 01.08.1978, Side 11
Þriðjudagur 1. ágúst 1978|ÞJÓÐVILJINN — 11 SÍÐA
Oddvitar vinstri stjórnar viðræönanna á einum af sfðustu fundum þeirra.
þingmanni til og var nú með
fimm manna þingflokk, minni
en nokkru sinni fyrr, en i sömu
kosningum varð Sjálfstæðis-
flokkurinn stærri en nokkru
sinnifyrr. Alþýöuflokkurinn var
þvi enn i sárum og treysti sér
ekki til stjórnarþátttöku. „Farið
hefur fé betra”, sagði þáverandi
ritstjóri Alþýðublaðsins,
Sighvatur Björgvinsson, nú
alþingismaður, þegar vinstri-
stjórnarviöræðurnar sprungu
sumarið 1974.
Undarleg blanda
bar með hófst rikisstjórn
ihaldsflokkanna til valda, en
Alþýðubandalagiö og Alþýðu-
flokkurinn eru sömu megin lín-
unnar ef svo mætti að oröi kveða
I fyrsta sinn siðan 1958. t stjórn-
arandstöðu náðu flokkarnir oft
vel saman bæði á alþingi og i
verkalýðshreyfingunni. Innan
verkalýðshreyfingarinnar tókst
gott og farsælt samstarf með
forystumönnum úr þessum
tveimur flokkum þar sem Björn
Jónsson var i fyrirrúmi.
Alþýöuflokkurinn sneri baki við
ihaldinu i verkalýðshreyfing-
unni að þvi er ætla mátti og
þannig virtist margt benda til
þess að hann næði að sækja
fram á ný. Jafnframt urðu
forystubreytingar i Alþýöu-
flokknum. Gylfi Þ. Gislason lét
af formennsku, Benedikt
Gröndal varð formaður flokks-
ins, en Kjartan varaformaður
og Björn Jónsson varð ritari
flokksins. Eins og fyrr segir var
Alþýöuflokkurinn i sárum eftir
kosnigarnar 1971 og 1974. Hann
gerði þvi örvæntingarfullar til-
raunir til þess að ná sér upp á ný
og beitti til þess aðferðum sem
ekki hefðu alltaf þótt gæfulegar
þar á bæ. Hann opnaði ákvarö-
anir um skipan framboðslista
fyrir allra flokka mönnum og
niðurstaðan varð sú að Sjálf-
stæðisflokksmenn réðu i raun-
inni framboöum Alþýðuflokks-
ins I flestum kjördæmum. Þar
hófust til vegs fjölmiðlungar
siðdegisblaðanna. Stjórnmála-
afstaða þeirra liktist um margt
Mogens Glistrup þeim danska,
en þeir voru kynbornir
sósialdemókratar. Þannig varö
framboðssveit Alþýðuflokksins
fyrir kosningarnar 1974 undar-
leg blanda af ættarlaukum
Alþýðuflokksins, háborgaraleg-
um fjölmiðlungum undir gunn-
fána Vilmundar Gylfasonar — á
sama tima og afstaða Alþýðu-
flokksins I verkalýðshreyfing-
unni hafði breyst. Þar voru þó
einnig undarlegir firar, ekki sist
fyrsti sjálfkjörinn þingmaður
hernámsins á Islandi, Karl
Steinar Guðnason.
1 kosningabaráttunni lagöi
Alþýðuflokkurinn áherslu á að
hann væri nýr flokkur á gömlum
grunni, að hann berðist fyrir
kjarasáttmála. öll voru þessi
slagorð þó óskýr og óljós, en i
kosningabaráttunni hafði eitt
baráttumál þó skýrt inntak:
Krafan um samningana i gildi.
A grundvelli þeirrar stefnu sem
i þvi fólst hafði Alþýðuflokkur-
inn tekið þátt i störfum verö-
bólgunefndarinnar við hlið
Alþýöubandalagsins, Alþýðu-
sambandsins og Bandalags
starfsmanna rikis og bæja. Það
mátti þvi ætla að innan Alþýðu-
flokksins væru öfl sem heilshug-
ar heföu kastaö viðreisnarstefn-
unni fyrir róöa og ætluðu að
starfa með verkalýðshreyfing-
unni að hagsmunum launafólks
af heilindum. En það skyggði
mjög á þá vonarglætu sem
þarna birtist að frambjóðendur
Alþýðuflokksins og nú þing-
menn virtust allirt — nema
kannski einn eða tveir — skiln-
ingslausir á lögmál stétta-
baráttunnar, þar sem annars
vegar takast á hagsmunir auð-
magnseigenda en hins vegar
þeirra sem lifa af þvi einu að
selja vinnuafl sitt. Ekki bætti
heldur úr skák að frambjóðend-
ur þessir virtust algerlega firrt-
ir skilningsglætu á nauðsyn þess
að litil þjóð verður að heyja
sjálfstæðisbaráttu hvern ein-
asta dag til þess að lenda ekki i
úlfskjafti stórvelda eða alþjóð-
legra peningastofnana.
Lofaöi ekki góöu
t kosningabaráttunni lagði
Þjóðviljinn áherslu á það að
beina spjótum sinum gegn rikis-
stjórninni og stjórnarflokkunum
en Alþýöuflokkurinn var aö
mestu látinn i friði. Til þess lágu
ýmsar ástæður, en ein var sú að
Þjóðviljinn taldi rétt að undir-
búa jarðveginn fyrir samstarf
við Alþýöuflokkinn eftir kosn-
ingarnar. Alþýðuflokkurinn för
öðruvisi að i kosningabarátt-
unni. Hann beindi spjótum sin-
um gegn Alþýöubandalaginu og
sérstaklega gegn forystumönn-
um þeim i verkaiýðshreyfing-
unni sem jafnframt eru forystu-
menn i Alþýðubandalaginu. Það
lofaði ekki góðu um framhaldiö.
Hafði engar tillögur í
efnahagsmálum
Ekki skal fjölyrt um kosn-
ingaúrslitin hér á þessum blöð-
um, en Alþýðubandalagið taldi
að sjálfsögðu augljóst mál að
hefja þegar i stað tilraunir til
samstarfs við Alþýðuflokkinn er
úrslitin lágu fyrir. Augljóst var
að meginágreiningur var milli
flokkanna i mörgum málum en
afstaða flokkanna t.il kröfu
verkalýðshreyfingarinnar um
kjarasamningana i gildi hlaut
að draga flokkana saman. Við
túikuðum kosningaúrslitin
þannig meðal annars að þau
bæru vott um óánægju launa-
fólks með rikisstjórnina og þar
með að til þess væri ætlast að
flokkarnir sameinuðust um að
verða við kröfum launafólks. 1
könnunarviðræðum við Alþýðu-
flokkinn hreyfði Alþýðubanda-
lagið þegar i stað kröfunni um
samninga i gildi og fulltrúar
Alþýðuflokksins tóku þá tillögu
Alþýðubandalagsins. Hið sama
var reyndar að segja um aörar
tillögur sem Alþýðubandalagið
hreyfði i efnahagsmálum. Þeim
var öllurn heldur vel tekiö af
fulltrúum Alþýðuflokksins, en
það var athyglisvert aö Alþýðu-
flokkurinn virtist enn ekki hafa
neinar sérstakar tillögur fram
að færa fyrir utan kosningaslag-
orðiö „kjarasáttmáli” sem enn
var óskilgreint meö öllu.
Niðurstaða könnunarviðræön-
anna virtist okkur svo jákvæð
að ástæða væri til þess að hefja
tilraunir til myndunar vinstri-
stjórnar. Alþýðuflokkurinn fékk
umboð til þess að reynda stjórn-
armyndun — og byrjaöi á þvi að
reyna að koma saman stjórn
meö ihaldinu. Ekki bætti það úr
skák. Þeirri stjórnarmyndun
hafnaði Alþýðubandalagið og
hafði raunar þegar gert i könn-
unarviöræðunum. Tilraun
Alþýðuflokksins var hins vegar
mjög alvarleg visbending um að
andi Gylfa Þ. Gislasonar svifi
enn yfir vötnunum og að flokk-
urinn sæti enn i festum viðreisn-
arstjórnarinnar. Þegar neitun
Alþýðubandalagsins lá fyrir
drattaðist Benedikt til þess að
reyna að koma á vinstristjórn.
Meginskýringar
Og þá var sest við að ræða
málefnin. Viðræðurnar um
myndun vinstristjórnar mistók-
ust eins og alþjóð er kunnugt og
skýringanna er fyrst og fremst
að leita i þvi sem hér hefur verið
rakiö:
1. Alþýðuflokkurinn er tengd-
ur Sjálfstæðisflokknum pólitiskt
eftir samstarfið i viðreisnar-
stjórninni. Gylfi Þ. Gislason
ræður enn úrslitum um afstöðu
flokksins i efnahagsmálum.
2. Alþýðuflokkurinn er and-
vígur vinstristjórnarþátttöku nú
eins og 1971 og 1974 og i vinstri-
stjórninni 1956-1958 sat hann
stöðugt á svikráðum við stefnu
rikisstjórnarinnar.
3. Alþýöuflokksforystan,
þingflokkurinn, er skipuð nýjum
mönnum sem hafa engan skiln-
ing á lögmálum stéttaþjóðfé-
lagsins. Hugmyndafræði þess-
ara manna ræður rikjum, þeir
eru hugsjónalega bandingjar
ihaldsstefnunnar. Þess vegna
taka þeir afstööu meö auð-
magningu gegn launafólki og
krefjast 7% kauplækkunar.
4. Hin nýja forysta Alþýðu-
flokksins er veik. Þingflokkur-
inn ósjálfstæður gagnvart sér-
fræðingaveldinu og haldinn
kaldastriðsandúð á Alþýðu-
bandalaginu. Margir hinna nýju
þingmanna flokksins hafa feng-
ið andúð á sósialistum i vöggu-
gjöf.
5. Krafa Alþýöuflokksins fyrir
kosningar um „kjarasamning-
ana i gildi” reyndist vera lýö-
skrum en ekki stefnumark. Það
réð úrslitum að lokum.
Leiðarahöfundur Visis segir
að Alþýðuflokkurinn hafi stolið
stefnumálum Sjálfstæðisflokks-
ins. Þetta er misskilningur:
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
stolið Alþýðuflokknum i heilu
lagi — þvi miður. Þær almennu
skýringar sem hér hafa birst á
afstöðu Alþýðuflokksins sanna
það — en i blaöinu á morgun
verður sýnt fram á þetta meö
þviað gera grein fyrir viðbrögð-
um hins nýja flokks á gamla
grunninum til efnahagsmálatil-
lagna Alþýöubandalagsins.
Jafnframt verða þær tillögur
skýrðar nokkru nánar en gert
hefur verið. —s.
Efnahagstillögur Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
Samanburc )ur á úrræðum
Tillögur Tillögur
Alþýðubandalagsins. Alþýðuflokksins.
Þróun kaups til áramóta.Niðurgreiösla vöruverðs oe millifærsla: Þróun kaups til áramóta. Gengislækkunarleið og nokkur niöurgreiðsla:
Hækkun
Kaup- hækkun 1. Afleiðingar af 15% %
% gengislækkun 7
2. Visitöluhækkun 1/9
áætluð 10% en niöur- greiðslur yrðu 6% 4
1. Visitöluhækkun 1/9
er áætluð 10% en með niðurfærslu 3. Grunnkaupshækkun 1/9 3
verðlags um 10% yrði engin hækkun 4. Samningarnir i gildi 3
af þeirri ástæðu 0 5. Visitöluhækkun 1/12 5
2. Grunnkaupshækkun Samtals hækkun i krónum 22%
l/9samkv.samn. 3 Þennan vanda vill Alþýðu-
3. Samningarnir i gildi flokkurinn leysa með:
myndu nema i almennum a) Eftirgjöf i kaupi 7%
iðnaði og fiskiðnaði, b) Óleystur vandi 15%
; meöaltalslaunah. 3 Einhver vaxtalækk- un kemur þó til greina.
4. Visitöluhækkun 1/12 Þessari leið myndi óhjákvæmi-
áætluð 3 lega fylgja um 10% fiskverðs-
Samt. kauph. 9% hækkun, sem auka myndi út- gjöld fiskiðnaðar jafnmikið
tJtgjaldahækkun útflutnings- og 20% i kaupi.
atvinnuvega af þessum ástæö- Þetta dæmi gengur þvi ekki upp
um yrði mætt með vaxtalækk- Kauphækkun samkv. tillögum Alþýðubandalagsins
un á rekstrar- og afurða- er minni i krónum, en kaupmáttaraukning er meiri
lánum, sem jafngilti um og I fullu samræmi við kjarasamninga.
8-9% I kaupi Kauphækkun samkv. tillögum Alþýðuflokksins er meiri i krónum en kaupmátturinn rýrnarog er 7%
undir þvi sem kjarasamningar gerðu ráð fy nr.
Tillögur Tillögur
Alþýðubandalagsins Alþýðuflokksins Ahrif á
Áhrif á verðbólgu
-verðbólgu % i
1. Visitöluhækkun 1/9 % 1. Ahrif af gengislækkun 2. Visitöluhækkun 7 1 ■
1/9 áætluð 10% i
10% yrðu jöfnuð með verðlækkun -r niðurgreiðslur 6% 4 |
áhrifin þvi 0 3. Hækkun vísitölu 8
2. Hækkun visitölu 1/12 (meiri vegna meiri hækkunar áður) 5
l/12áætluð 3 4. Ahrif af þvi að
3. Ahrif af þvi að samn- samningar ganga
ingar ganga i gildi 2 i gildi 2
Verðbólga til áramóta 5% Verðbólga til áramóta 18%