Þjóðviljinn - 01.08.1978, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. ágúst 1978
Viðbrögð við viðræðuslitum um myndun vinstri stjórnar
Hið raunverulega eðli
Alþýðuflokksins
er nú komið í ljós
— segir Svava Jakobsdóttir í samtali við Þjóðviljann
— Það hljóta að vera
mikil vonbrigði öllum
einlægum vinstrimönn-
um að ekki skyldi tak-
ast að koma saman
vinstri stjórn þessara
flokka, sagði Svava
Jakobsdóttir alþingis-
maður er leitað var á-
lits hennar á þvi af
Ég tel það mjög miður,
að ekki skuli hafa tekist
samningar um vinstri
stjórn. Ég tel þó betra að
Alþýðubandalagið standi
utan stjórnar, heldur en
flokkurinn fari inní ríkis-
stjórn, sem stefnir að allt
öðrum markmiðum en
þeim, sem flokkurinn hef-
ur sett sér. Við neituðum
að setjast að samninga-
borði með Sjálfstæðis-
flokknum, en vildum láta
hverju vinstri stjórnar
viðræðurnar fóru út um
þúfur.
— Það er ef til vill eftirtektar-
verðast þegar maður fer að
velta þessu fyrir sér, að þetta er
i þriðja sinn á þessum áratug,
sem Alþýðuflokkurinn hafnar
þátttöku i vinstri stjórn. 1971
vildi hann ekki vera meö. Ariö
1974 slitnaði upp úr vinstri-
stjórnarviðræðum vegna þess,
reyna á, hvort hægt væri að
semja um málefnagrund-
völl til að mynda stjórn
með Alþýðuflokknum og
Framsóknarflokknum, —
sagði Kjartan ólafsson er
Þjóðviljinn bað hann að
segja álit sitt á því hvernig
fór með viðræðurnar um
vinstri stjórn.
Astæðan fyrir þvi að þetta tókst
ekki er fyrst og fremst sú, að bæði
Alþýðuflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn neituðu að vikja frá
að þá gerði hann að úrslitaatriöi
ákveðna kröfu um samráð við
verkalýðshreyfinguna þó svo að
vitað væri að Framsóknarflokk-
urinn myndi aldrei fallast á það
samkomulag og nú slitur Al-
þýðuflokkurinn viðræðunum á
beinharðri kröfu um gengisfell-
ingu og kauplækkun, enda þótt
vitað væri að Alþýðubandalagið
myndi aldrei fallast á gengis-
lækkun og kauprán.
Niðurstaðan af þessari pólitik
Alþýðuflokksins hlýtur að vekja
stefnu fráfarandi rikisstjórnar i
efnahagsmálum og kjaramálum.
Alþýðubandalagið var reiðubú-
ið að halda viðræðunum áfram,
en formaður Alþýðuflokksins sleit
þeim, þegar Alþýðubandalagið
neitaði að standa að tilmælum til
verkalýðshreyfingarinnar um að
hún féllist á „kjarasáttmála”,
sem fæli i sér enn meira kauprán,
en bráðabirgðalögin frá þvi i mai
gera ráð fyrir.
Rikisstjórn, sem þannig hefði
hafið feril sinn, gat með engu
móti kallast vinstri stjórn, og sá
hluti þjóðarinnar, sem studdi Al-
þýðubandalagið i siðustu kosn-
■ingum var ekki að biðja um slika
stjórnarstefnu.
Svava Jakobsdóttir.
allt fólk, sem af alhug vin
vinstri stjórn og studdi flokkinn
á þeim forsendum, til umhugs-
unar um eðli flokksins og heil-
indi. Alþýðuflokkurinn kom sér
t.d. undan þvi alla kosningabar-
Kjartan Ólafsson
Við teljum að verðbólgustefn-
an, gengislækkunarstefnan,
kaupránsstefnan, sem fráfarandi
stjórnarflokkar hafa haldið uppi i
áttuna að útskýra hvað hann
átti við með hugtakinu kjara-
sáttmáli. Nú er hins vegar kom-
ið i ljós að það, sem hann átti
raunverulega við, var að þeir
krefjast þess að verkalýðs-
hreyfingin legði blessun sina
yfir kaupránið, en hugmyndin
er nákvæmlega sú sama og hjá
ihaldinu.
Eftir þvi sem ég get metið
þessar viðræður þá virðist mér
að forystumenn Framsóknar-
flokksins hefðu getað lagt meira
á sig hefðu þeir virkilega viljað
vinstri stjórn, en þeir héldu öll-
um leiðum opnum, en studdu þó
Alþýðuflokkinn frekar en hitt,
þannig að Alþýðubandalagið
hafði ekki- mikinn stuðning frá
Framsóknarflokknum nema þá
siður væri.
1 Framsóknarflokknum eiga
sér stað miklar innanflokkserj-
ur eins og i öllum hinum flokk-
unum og mikið ósamkomulag
um leiðir svo að það er mjög
erfitt að spá um framhaldiö, en
allir verkalýðssinnar hljóta að
sjá æ betur, að sterk vinstri
stjórn kemur ekki til nema með
auknum styrk Alþýðubanda-
lagsins.
—Þig
fjögur ár, hafi fallið i kosningun-
um og nú þurfi að gripa til ann-
arra úrræða með hagsmuni al-
þýðustéttanna að leiðarljósi. tJt
frá þvi sjónarmiði hefur Alþýðu-
bandalgaið mótað sinar tillögur.
Forystumenn Alþýðuflokksins
virðast vera þarna á allt annarri
skoðun. Þeir reynast ekki geta
hugsað sér neina leiö, nema
margtroðnar slóðir ihaldsins,
sem viö öll þekkjum. 011 loforðin
um stuðning við baráttumál
verkalýsðhreyfingarinnar, sem
þeir gáfu fyrir kosningar hika
þeir ekki við að svikja eftir kosn-
ingar. 1 stað kjarabóta vilja þeir
nú setja fram tilmæli um kaup-
lækkun hjá lágtekjufólkinu.
Á þessu brast 1 viðræðunum.
Alþýðubandalagið taldi sig hafa
annað erindi i rikisstjórn og setti
fram skýrar tillögur, sem kynnt-
ar hafa verið alþjóð.
Um það hvort samkomulag
hefði tekist um önnur efni, ef tek-
ist hefði að leysa þennan hnút,
skal ósagt látið. Á það fékk ekki
að reyna.
—þíg
Kjartan Ólafsson alþingismaður:
Neitudu ad víkja frá stefnu
núverandi stjórnar
Öskar Garibaldason
sjötugur í dag
Óskar Garibaldason, vinur
minn og félagi, er sjötugur i dag.
Við kynntumst fyrst að ráði fyrir
svo sem 20 árum og siðan hafa
leiðir okkar verið samstiga i
verkalýösmálum og stjórnmál-
um. Ekkert annað hefur veitt lifi
minu jafnmikið gildi og innihald
eins og þau störf, sem mér hafa
verið falin á vettvangi verkalýðs-
hreyfingarinnar, hinnar faglegu
og hinnar pólitisku. Og engum
manni á ég eins mikið að þakka á
þvi sviöi eins og Óskari.
Hann dró mig fyrst til starfa á
þessum vettvangi. I upphafi hik-
andi og hálfnauðugan. Magnaði
áhuga minn með sinum eiginn
dugnaði og áhuga, og kenndi mér
til verka. Hann umbar og van-
kunnáttu mina og glappaskot með
þvi einstaka jafnaðargeði sem
forsjónin hefur gætt hann.
Af nokkrum kunnugleika til—'
málefna islenskrar verkalýðs-
hreyfingar tel ég mig geta sagt
með fullum sanni, að Iif Óskars
Garibaldasonar og starf hans allt
hafi verið samofið baráttu is-
lensks verkafólks fyrir betra og
fegurra mannlifi. Og að hann hafi
átt sinn verðuga hlut i hverjum
þeim áfangasigri þessarar bar-
áttu sem náðst hefur siðustu ára-
tugi.
Oftast er það svo að baráttu-
þrek og baráttugleöi manna
minnkar nokkuð þegar árin taka
að færast yfir. Þessu er ekki
þannig farið með óskar Gari-
baldason. Sjötugur er hann i dag
sami baráttumaðurinn og hann
var i Dettifoss-slagnum og öðrum
helstu stéttaátökum fjórða ára-
tugsins.
Ég veit að mikið umtal og lof er
félaga minum Óskari Garibalda-
syni ógeðþekkt, og ætla þvi að
enda þessar fáu linur minar með
einlægum hamingjuóskum til
hans á sjötugsafmælinu frá mér
og fjölskyldu minni.
Kolbeinn Friðbjarnarson.
Kirkjubækur segja okkur að
Óskar Garibaldason sé sjötugur i
dag og þvi verður maður að trúa
þótt útlit og dugnaður mannsins
beri frekar vitni um fimmtugs-
aldur.
Óskar varð snemma að læra að
standa á eigin fótum. Hann missti
föður sinn 1918 og móður sina og
þrjú systkin vorið eftir i snjóflóð-
unum miklu er bærinn á Engidal
grófst undir snjó. Siðan hefur
hann átt heima hér i bænum.
Hann kvæntist ungur Anneyj'u Óh
fjörö Jónsdóttur, mikilli dugnað-
ar- og myndarkonu. Anney starf-
aði mikið aö félagsmálum, var
m.a. formaöur Verkakvennafé-
lagsins Brynju um skeið, starfaði
i kórum og annaöist stórt heimili.
Hún var sköruleg kona til orðs og
æðis og var að henni mikill sjón-
arsviptir er hún lést 1975, 63ja
ára að aldri. Þau eignuðust 6
börn, dugmikið og glæsilegt fólk
eins og þau eiga kyn til. Yngsta
soninn, Sigurð misstu þau. Hin
eru Erla, hjúkrunarkona, Hörður,
iþróttakennari, Hlynur, tónlistar-
kennari, Hólmgeir, húsameistari,
og Hallvarður, málari. öll eru
þau gift og eiga börn.
Ekki veit ég með vissu hvenær
Óskar byrjaði að skipta sér af
verkalýðsmálum og pólitík, en
þegar ég heyrði hann fyrst nefnd-
an var það fyrir drengilega fram-
göngu i Dettifossslagnum 1934.
Liklega hefur hann fengið áhug-
ann strax á unglingsárunum og
víst er að siðan ég kom hingað
fyrir 34 árum, hefur hann verið i
forystuliði verkalýössamtakanna
i bænum og haföi raunar veriö
það þá i mörg ár. Einnig hefur
hann jafnan verið einn af helstu
forystumönnum hinna róttæku
verkalýðsflokka.
1 raun og veru er ekki hægt að
segja neina sögu af Óskari nema
greina um leið frá heistu dráttun-
um i stjórnmálasögu bæjarins og
sögu verkalýðssamtakanna á
Siglufirði. A þeim vettvangi hefur
hann alltaf verið i forystu og beitt
sér af fullri atorku og er þá nokk-
uð sagt, þvi hann er a.m.k.
tveggja venjulegra manna jafn-
ingi til starfá, að hverju sem hann
gengur og i þvi felst skýringin á
þvi hve miklu hann heíur afkast-
að á sviði félagsmála jafnframt
þvi að vera um langt árabil
heimilisfaðir á stóru heimili. Ég
hef oft velt þvi fyrir mér hvort
Óskar fengi aldrei leti. og leið-
indaköst i öllum eldinum og óskað
öllum félagsstörfum norður og
niður. Ég hef aldrei fengið það
svar sem mér hefur fundist eðli-
legast við þessari spurningu þvi
það er eins og Óskar hafi alltaf
tima til alls og hegðar sér eins og
honum hafi verið geröur stór-
greiði, þegar sem mestu hefur
verið hlaöið á hann. Mér er t.d.
illskiljanlegt hvernig hann hefur
haft tima til að læra erlend tungu-
mál, bókhald og öll þau margvis-
legu störf sem hann hefur fengist
við og allt það innt af hendi með
prýði.
Eitt verður þó að nefna sem
ekki heyrir undir verkalýðsmál,
pólitik og venjulegt félagsmála-
þvarg, en það eru afskipti hans af
tónlistarmálum bæjarins. Það
mun hafa verið fyrir persónulegt
frumkvæði hans sem Sigursveinn
D,Kristinsson setti hér á fót tón-
skóla sinn fyrir um 20 árum, og
Óskar var alltaf öflugasti stuðn-
ingsmaður þess skóla en þar var
grunnurinn lagður að menntun
margra góðra tónlistarmanna,
kennara og hljóðfæraleikara. An
forgöngu og öflugs starfs Óskars
hefði þessi skóli ekki verið stofn-
aður og þau spor.sem hann mark-
aði i tónlistarlifi bæjarins og per-
sónulegu lifi margra einstak-
linga, væru þá óstigin.
Ætlunin með þessum linum er
ekki að segja ævisögu Óskars,
enda væri hún efni i langa bók,
svo afkastamikill og athafna-
samur hefur hann alltaf verið.
Tilgangurinn er fyrst og fremst
sá að þakka honum fyrir að hafa
sýnt mér með fordæmi sinu
hvernig góðir menn og dreng-
lyndir starfa að mannfélagsheill-
um. I öðru lagi fyrir vináttu og
samstarf sem aldrei hefur borið
skugga á og i þriðja lagi að bera
fram þá ósk að honum megi end-
ast heilsa og þrek sem lengst til
að starfa að áhugamálum sinum,
glaður, hress og reifur eins og æ-
tið áður.
Benedikt Sigurðsson
óskar Gariba Idason,
verkalýðsleiðtogi á Siglu-
firði/ er sjötugur í dag.
Þjóðviljinn færir honum
bestu árnaðaróskir og
baráttukveðjur i tilefni
dagsins. — Ritstj.