Þjóðviljinn - 01.08.1978, Qupperneq 15
Þriöjudagur 1. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
KA úr fall-
hættu?
Aöal fallkandidatarnir i 1. deild
i ár KA frá Akureyri eru á góöri
leiö meö aö gera allar hrakspár
að engu. A laugardaginn unnu
þeir afar mikilvægan sigur I falk
baráttunni yfir Fram. Leiknum
lauk 3:0, og sýna þær tölur á
óyggjandi hátt að KA — menn eru
til alls visir i þeim leikjum sem
eftir eru i mótinu. Haldi KA sæti
sinu i deildinni i ár og Þór endur-
heimti sitt sæti i 1. deild væri hér
um meiriháttar afrek aö ræöa hjá
norðanmönnum.
En heppnin er mikilvægur hluti
ef árangur á að nást og hún var
svo sannarlega á bandi KA i
leiknum gegn Fram. Er aðeins
var búið að leika i 3 minútur var
staðan 2:0 KA i hag. Sigurbjörn
Guðmundsson skoraði úr vita-
spyrnu strax i upphafi og nokkr-
um sekúndum siðar bætti óskar
Ingimundarson öðru marki við.
A 23. min skoruðu þeir svo sitt
þriðja mark og þar var að verki
Gunnar Blöndal markakóngur
liðsins.
Fleiri urðu mörkin ekki, enda
Framarar algerlega að niður-
lotum komnir eftir þessa hrika-
legu byrjun. —hól.
Lánleysi hjá
Breiðabliki
Breiöablik var svo til endan-
lega sent niöur i 2. deild á sunnu-
daginn þegar liöiö tapaöi fyrir
Viking 2:1 á Kópavogsveliinum.
Breiöabliksmenn sem hafa tap-
aö næstum öllum sinum leikjum i
deildinni i ár hafa veriö svo
hrikalega óheppnir aö næstum
grátlegt er á aö horfa. t leiknum
gegn Viking gekk lánleysiö þó
útfyrir allan þjófabálk.
Eftir slakan fyrri hálfleik þar
sem staðan var 1:0 fyrir Viking,
en mark þeirra Vikingsmanna
skoraði Viðar Eliasson, sóttu
blikar mun meira. Attu þeir ófá
tækifærin og snemma i hálf-
leiknum skoraði Sveinn Ottósson.
Vikingar voru þó ekki á þeim
buxunum að gefa sig, og stuttu
siðar skoraði Isfiröingurinn
Jóhann Torfason með skalla eftir
fyrirgjöf Viðars. Eftir markið
sóttu blikar ákaft og uppskáru
m.a. vitaspyrnu sem Diðrik gerö-
ist svo djarfur að verja.
Við þessi ósköp var blikum aö
sjálfsögöu öllum lokiö) og þrátt
fyrir hetjulegar tilraunir til aö
harka af sér tókst þeim ekki aö
jafna metin. —hól.
ÍBK
af hættu-
svæðinu
Keflvíkingar eru nú úr mestu
hættunni i 1. deild. Þeir unnu á
Þrótturum á Laugardaisvell-
inum á sunnudaginn og enn er
ekki örgrannt á möguleikum
Þróttara til að pompa f 2. deild
að ári.
Sigurinn var verðskuldaður
enda átti IBK — menn mestan
part þeirrar knattspyrnu sem
sást i leiknum. Sigurður Björg-
vinsson kom Keflvikingum yfir
á 26 min. með skalla eftir send-
ingu ólafs Júliussonar úr auka-
spyrnu. Þróttarar jöfnuðu meö
marki Jóhanns Hreiöarssonar,
og enn var höfuðiö að verki.
Þegar jafnteflið blasti viö
skoraði svo Einar A Ólafsson
gott mark aðeins 4 minútum
fyrir leikslok. Þar við sat, 2:1
sigur IBK. —hól.
Staðan
í 1. deild
Crslit leikja I 1. deild:
1A — FH 2-0
KA — Fram 3-0
Valur — IBV 1-0
Þróttur — Keflavlk 1-2
Breiöablik — Vlkingur 1-2
Staðan I 1. deild er nú:
Valur 13 13 0 0 35-5 26
Akranes 13 11 1 1 38-10 23
Fram 13 7 1 5 16-16 15
Vikingur 13 6 1 6 21-23 13
ÍBV 12 5 2 5 16-16 12
KA 13 3 4 6 12-25 10
Þróttur 13 2 5 G 16-20 9
Kefla vik 12 3 3 6 13-19 9
FH 13 2 4 7 17-27 8
Breiðablik 13 1 1 11 í 10-33 3
Pétur Pétursson er nú marka
hæstur i 1. deild.
Staðan
i 2. deUd
Úrslit leikja I 2. deild:
Fylkir — Austri 1-2
tsafjörður — Þróttur 3-1
Reynir — Armann 2-0
Þór — Völsungur 2-1
Staðan i 2. deild er nú:
KR 10 7 2 1 25-3 16
Þór 13 6 4 3 14-12 16
IBÍ 13 5 5 3 19-14 15
Austri 12 5 3 4 10-10 13
Reynir 14 5 3 6 15-18 13
Ilaukar 11 4 4 3 13-8 12
Árinann 12 2 6 14-17 10
Þróttur 12 3 4 5 13 20 10
Fylkir 12 4 1 7 11-17 9
Völsungur 11 2 2 7 10-24 6
íslandsmótið 1. deild: Valur — ÍBV 1:0
Ljósmyndari Þjóðviljans, Einar
Karlsson, átti fótum sinum fjör aö
launa er boltinn kom æöandi aö
honum i leik Vals og IBV á inn, annars heföi þessi ágæta
laugardaginn. Bæöi hann og mynd heldur ekki oröiö til.
myndavélin sluppu meö skrekk-
Valur er enn
við það sama
— og vann sinn
13. leik í röð.
Sigurður
Haraldsson hélt
markinu hreinu
Valsmenn héldu sínu
striki með sigri yfir IBV á
Laugardalsvellinum síð-
astliðinn laugardag. Enn
heldur því Valur fullu húsi
stiga og nú hefur hvert
metið fallið þeim i skaut :
Þeir hafa unnið flesta
leiki í röð í einu islands-
móti. Þeir hafa haldið
markinu hreinu í 7 leiki í
röð og auk þess tvo bikar-
leiki. Islandsmeistaratitill-
inn er þó enn ekki öruggur.
Skagamenn hafa ekkert
gefið eftir í baráttunni og
vist er að þegar þessi lið
eigast við í síðasta leik
mótsins i september verð-
ur Islandsmeistaratitillinn
undir, nema þá ef annað
hvort liðið verður búið að
tryggja sér sigur.
Valsmenn voru þó langt frá að
vera sannfærandi i leik sinum
gegn IBV. Eftir tvo góða leiki i
Eyjum, var sem leikmenn van-
mætu hina harðskeyttu Eyja-
menn sem voru án sins besta
manns, Karls Sveinssonar. Slikt
vanmat kann ekki góðri lukku aö
stýra og vissulega voru menn
heppnir að hljóta bæði stigin.
Leikurinn á laugardaginn ein-
kenndist mjög af góöum varnar-
leik sem og varfærni beggja liða.
Ef eitthvað var, þá sóttu Eyja-
menn meira en komust litið áleiö-
is gegn sterkri vörn Vals. Sigur-
lás Þorleifsson olli þó nokkrum
sinnum miklum ursla og a.m.k.
varð Siguröur Haraldsson að taka
á öllu sinu til að firra marki.
Fyrri hálfleikur var annars hálf
bragðdaufur og litið um
skemmtileg atvik. Leikurinn fór
að mestu fram á miðju vallarins
en einstaka sinnum brá fyrir
skemmtilegum samleiksköflum.
1 seinni hálfleik varð leikurinn
hinsvegar snemma fjörugur, t.d.
munaði engu aö Sigurlási tækist
að skora á 2. min. er hann tætti
vörn Vals i sig og skaut á markið
en Sigurður bjargaði naumlega
með fæti. Valsmenn reyndu að
sækja en vörn IBV með Orn
Óskarsson og Friðfinn Finnboga-
son sem bestu menn gaf ekkert
eftir. Það var ekki fyrr en Ingi
Björn Albertsson var tekinn útaf
um miöjan hálfleikinn að eitthvað
fór að gerast. Ingi Björn sem
varla hafði sést i leiknum skipti
við Magnús Bergs sem strax kom
friskleika i spil Vals. Og á 23 min.
kom eina mark leiksins. Guð-
mundur Þorbjörnsson gaf
skemmtilega sendingu inni vita-
teig IBV, boltinn hrökk fyrir fæt-
ur Alberts Guömundssonar sem
skoraði með glæsilegu þrumu-
skoti, 1:0. Markiö kom á besta
tima fyrir Valsmenn sem sóttu
sig mjög i veöriö. Attu þeir nokkr-
ar hættulegar sóknarlotur en ann-
að mark kom ekki. Eyjamenn
reyndu mikið að jafna metin en
allt kom fyrir ekki, enda byggðust
sóknir þeirra mest á að láta
Siguriás böölast hvað mest hann
mátti fyrir framan vitateig. Tóm-
ast Pálsson þeirra hættulegasti
sóknarmaður var farinn útaf
nokkru áöur og munar um minna.
Valsmenn unnu þennan leik
fyrst og fremst á góðri vörn og
markvörslu samfara allmikilli
heppni. Sóknarmennirnir voru
flestir frá sinu besta ef frá er skil-
inn Albert sem var hreinlega alls-
staðar á vellinum.
Eyjamenn sýndu svo ekki verð-
ur um villst aöþarna fer 3ja besta
lið landsins. I liðinu eru margir
frábærir einstaklingar en ein-
hvern veginn virðist þjálfara þess
ekki hafa tekist að fá eins mikið
úr liðsmönnum og efni standa til.
Dómari var Rafn Hjaltalin.
Dæmdi hann þolanlega en mætti
staðsetja sig betur á vellinum.
—hól.