Þjóðviljinn - 01.08.1978, Qupperneq 20
ÞJODVIUINN
Þriðjudagur 1. ágúst 1978
Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tlma er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs-
menn blaðsins f þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Skipholti 19, R. I BÚÐlKÍ
sfmi 29800, (5 iinurN^^^"
Verslið í sérverslun
með litasjónvörp
og hljómtæki
Blaðamannafundur Alþýðubandalagsins:
GEN GISFELLIN G ARKR AF AN
SPRENGDI VIÐRÆÐURNAR
er um það hver á að
— Viðræðurnar um
myndun vinstri stjórnar
strönduðu ekki á tillögum
Alþýðubandalagsins um
niðurfærslu og millifærslu.
Þær tillögur voru ekki sett-
ar fram sem úrslitaatriði
og við vorum til viðtals um
breytingar.
Viðræðurnar strönduðu á
tillögum Alþýðuf lokksins
um 15% gengisfellingu#
sem þeir töldu með öllu ó-
hjákvæmilega og að 7%
verðhækkanir sem af því
myndu leiða yrðu í engu
bættar launþegum.
Viðræðunefnd Alþýðu-
bandalagsins neitaði að
fallast á þessar tillögur# og
gerði þaðað höfðu samráði
við þingflokk og þá for-
ystumenn verkalýðshreyf-
ingarinnar sem i Alþýðu-
bandalaginu eru. Þá taldi
Benedikt Gröndal að þýð-
ingarlaust væri að halda á-
fram viðræðum.
Þetta sagði Lúðvík Jósepsson á
blaðamannafundi sem Abl. hélt i
gærmorgun. A fundinum voru
auk hans þeir Svavar Gestsson,
Kjartan Olafsson og Olafur Ragn-
ar Grimsson.
LUðvik kvaðst einnig vilja leið-
rétta þær rangtUlkanir sem væri
reynt að breiða Ut um tillögur Al-
þýðubandalagsins.
I fyrsta lagi væri það hreinn Ut-
UrsnUningur að segja að „milli-
færsluleiðin” fæli i sér afturhvarf
til gamla uppbótakerfisins. Þessi
millifærsla væri i gangi i augna-
blikinu, og núverandi rikisstjórn
hefði ákveðið aö viðhalda henni til
ágUstloka, en Alþýðubandalagið
vildi halda henni Ut árið. Og <A1-
þýðubandalagið vildi afla fjár til
að standa undir þessu, veltu-
skatti á fyrirtæki, nema þau sem
eru i Utflutningsframleiðslu.
Einnig taldi LUðvik það UtUr-
Tillögur Alþýðuflokksins framhald núverandi stjórnarstefnu
borga brúsann”, segja forystumenn
Alþýðubandalagsins
„Deilan
Þaðsprakk á gengislækkunarkröfu AlþýðufIokks,sögöu forystumenn Alþýðubandalagsins á fundinum.
snUning að Alþýðubandalagið
væri með vitlausar tölur varðandi
niðurfærsluleiðina. Þeir hefðu
sjálfir bent á að tölurnar gætu
verið eitthvað of lágar, en það
heföi allt verib til umræöu um
annað hvort aðeins meiri tekju-
öflun eða aðeins minni verðlækk-
un.
LUðvik lagði fram Utreikninga
með samanburöi á tillögum Al-
þýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins og eru þær birtar á bls.
11 i dag. Þar sem fram kemur að
tillögur Alþýðuflokksins ganga
ekki upp.
Sagði LUðvik að er þetta var
borið undir Alþýðuflokksmenn
hefðu þeir sagt að einhver vaxta-
lækkun kæmi til greina svo að
Framhald á 18. siðu
Þau afla vel líka
Þessa glæsilegu lúðu veiddu strákarnir á Haftindi, en báturinn er gerður út frá Upptökuheimilinu i
Kópavogi.Krakkarnir á heimilinu eru hásetar og einnig hefur starfsfólk farið einn og einn túr, en oft
hafa krakkarnir farið ein með skipstjóra og velstjóra. Þau hafa fiskað allvel frá þvi f júníbyrjun, er
byrjað var að fara á skakið. Lúðan, sem þau veiddu I siðustu ferð, og sést hér á myndinni, er óvanalega
stór, eða um einn og hálfur meter að lengd. (Mynd-eik-)
Ákvörðun loðnunefndar:
13 bátar í eina ferð
Loðnunefnd ákvað i gær að 13
bátar gætu hafið veiðar á mið-
nætti sl. nótt. Bátarnir sem heim-
ild fengu til einnar veiðiferðar eru
Albert, Gullberg, Helga II, Helga
Guðmundsdóttir, Hrafn, Huginn,
Húnaröst, Kap lí, Magnús, Ljós-
fari, Skarðsvfk, Helga og Skirnir.
Allir aðrir bátar eru I loðnuveiði-
banni a.m.k. til 3. ágúst.
Skömmtun loðnunefndar tekur
við af vikulöngu loönuveiðibanni
sem sett var vegna vinnsluerfið-
leika er mikil áta I loðnunni olli.
NU hefur móttökugeta verk-
smiðja i landi takmarkast enn
vegna yfirvinnu- og vaktávinnu-
banns verkalýðsfélaganna á
Siglufirði og i Vestmannaeyjum.
Þrjár afkastamestu loðnuverk-
smiðjur landsins eru af þessum
sökum óvirkar. Þær afkasta milli
3 og 4 þUsund lestum á sólarhring
og vegna góðs tækjabUnaðar hef-
ur átan ekki hindrað eðlilega
vinnslu.
Það voru Félag fiskmjölsfram-
leiðenda og Llú sem fólu loðnu-
nefnd að annast stjórnun á loðnu-
veiðunum meðan þetta ástand
varir.
—ekh.
„Atvinnurekendur
eru ekki einir í
heiminum”
— rætt við Jón
Kjartansson, form.
Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja
vegna
fjöidauppsagna
atvinnurekenda
I tilefni af því, aö nær
allar vinnslustöövar í Vest-
mannaeyjum hafa sent
starfsfólki sínu uppsagn-
arbréf sem svar viö á-
framhaldandi útflutnings-
banni starfsfólksins, hafði
Þjóðviljinn samband við
Jón Kjartansson, formann
Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja. Hann hafði
eftirfarandi um málið að
segja:
„Við fréttum nU ekkert af þessu
fyrr en fólk fór að segja okkur, að
það hefði fengið uppsagnarbréf
frá atvinnurekendum. Það virðist
vera orðið nokkuð mikið sam-
bandsleysið milli aðila vinnu-
markaðarins, eins og það er
orðað svo hátlðlega. Við-
brögð okkar voru einfaldlega
þau að setja á yfirvinnubann
á öll hUsin, sem sagt höfðu
upp fólki, en eitt hUsið hefur ekki
sagt upp, og var þvi undanþegið.
Hins vegar hefur þvi verið fleygt,
að það muni ekki hefja vinnslu
eftir þjóðhátíð. Þetta svar okkar
var ákveðið á sameiginlegum
fundi stjórna og trUnaðarráða
Jón Kjartansson, formaður
Verkalýösfélags Vestmannaeyja.
Verkakvennafélagsins Snótar og
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja.
NU, eftir að atvinnurekendur
höfðu haldið á fund bæjarráðs og
kvartað undan okkur, voru
stjórnir félaganna sem i hlut eiga,
Snótar og Verkalýðsfélagsins,
boðaðar á fund bæjarráðs. Þar
lýstum við þvi yfir, að aðgerðir
okkar væru svör einhliða
ákvörðun atvinnurekenda.
Persónulega finnst mér. á-
kvarðanir atvinnurekenda i þessu
máli einkennilegar, þar sem ráð-
stafanir, sem gerðar hafa verið af
hálfu hins opinbera, eru þær
sömu hér og gerðar hafa verið
annars staðar. Og ekki virðist
betur séð, en að þær ráðstafanir
a.m.k. dugi annars staðar. En
það er nU svo, að atvinnurekend-
ur, hvort heldur er hér I Eyjum
Framhald á 18. siðu.