Þjóðviljinn - 11.08.1978, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. ágúst 1978
DJOÐVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan Ölafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Katlar
á haröari
viöbrögö
Alþýðubandalagið barðist við hlið verkalýðs-
hreyfingarinnar fyrir því að setja kjarasamningana í
gildi. Alþýðuf lokkurinn drattaðist með í kosningabarátt-
unni undir sama kjörorði. Mánuði eftir kosningarnar og
sigur þessara tveggja f lokka sneri Alþýðuf lokkurinn við
blaðinu og krafðist kauplækkunar. Þess vegna fóru
vinstristjórnarviðræðurnar í sundur. Það var krafa
Alþýðuf lokksins um kauplækkun sem sprengdi viðræð-
urnar — ekkert annað. Alþýðubandalagið stóð og stendur
vörð um hagsmuni launafólks í samræmi við sín
kosningaloforð. Alþýðubandalagið mun ekki hvika frá
þeim fyrirheitum.
Alþýðuflokkurinn gerðist kaupránsflokkur og tók
undir þá stefnu sem f ráfarandi ríkisstjórn framkvæmdi
gagnvart launafólki. Alþýðuf lokkurinn virðist með
öðrum orðum telja að eina leiðin út úr efnahagsvand-
anum sé sú að láta launafólk borga brúsann. Alþýðu-
bandalagið telur hins vegar að aðrir eigi að borga kostn-
aðinn af því að vinna þjóðina út úr hringiðu verðbólg-
unnar, það er þeir menn sem hafa rakað saman milj-
örðum á verðbólgubraski undanfarinna ára. Spurningin
er því einf aldlega um það hver á að borga brúsann fólkið
eða fyrirtækin.
Geir Hallgrímsson gerir nú tilraun til myndunar þri-
flokkastjórnar. Ekkert virðist þvi til fyrirstöðu að slík
stjórnarmyndun takist: spurningin er aðeins um það hve
stórfellt kaupránið eigi að vera. Þessi niðurstaða er
launamönnum alvarlegt íhugunaref ni. Hún kallar á hörð
viðbrögð þeirra: því eindregnari sem viðbrögðin verða
gegn kaupráninu því skemmra þora þríflokkarnir að
ganga. Kjarabaráttan heldur áf ram og kannski af meiri
hörku en nokkru sinni fyrr ef f lokkarnir þrír ná saman í
atlögu gegn verkalýðshreyf ingunni. — s.
Er
forstjórinn
feiminn?
Eftir að slitnaði upp úr viðræðunum um myndun
vinstristjórnar hafa talsmenn Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins haldið þvi fram að einhverjir ,,sér-
fræðingar" hafi fordæmt tillögur Alþýðubandalagsins í
ef nahagsmálum. Þessir ,,sérf ræðingar" hafa hins vegar
ekki stigið fram á sjónarsviðið: það væri þó fróðlegt að
þeir gæf u sig fram. Þá væri unnt að heyja við þá rökræðu
um það hvaða atriði það voru i ef nahagsmálatillögunum
sem þeir ekki þoldu og töldu óraunhæf. Ætli niðurstaðan
verði ekki sú að „sérfræðingarnir" séu fangar hins
breytta ástands. Þeir séu fastir í gömlu íhaldsúrræð-
unum sem þeir hafa sjálfir lagt til um áratugaskeið og
oftast hefur verið fylgt af stjórnarvöldum. Var það
kannski Jón Sigurðsson sem sagði Alþýðuf lokknum að
tillögur Alþýðubandalagsins væru vondar? Ef svo er,
hvers vegna vill þá forstjóri Þjóðhagsstofnunar ekki
kannast við afstöðu sína opinberlega með yf irlýsingum?
Eða er hann feiminn við að láta það koma fram að álits-
gerðir sérf ræðinganna nú eru nákvæmlega þær sömu og
birtust fráfarandi ríkisstjórn í vetur — gömlu íhalds-
úrræðin: Kauplækkun, gengislækkun, verðbólga og
ávísun á nýtt strand eftir þrjá mánuði? — s.
Kominn tími til
Sveinn Ingvason trésmiöur
skrifar ádrepu á Alþýöuílokkinn
i Dagblaöiö i gær og leggur
aöallega út af hræsnisskrifum
Eiðs Guðnasonar og Agústs
Einarssonar i Siödegisblööun-
um 2. ágúst sl. Klipptu og
skornu þykir ærin ástæöa til
þess aö birta meginefni greinar
Sveins hér að neöan. Þaö var
sannarlega kominn timi til aö
einhverjir aörir en kratar not-
færðu sér umræöuvettvang siö-
degisblaöanna til þess aö ræöa
stjórnarmyndunartilraunirnar.
Að þekkja
sjálfan sig
„Framkvæmdastjórinn varp-
ar fram þeirri spurningu
hvort „alla þessa kjósendur
(kjósendur AB) skyldi hafa óraö
fyrir aö flokkurinn þeirra á ekki
skilið aö eiga mann á þingi”.
Djarflega mælt, en þarna varö
framkvæmdastjóranum á stór
skyssa. Hann „gleymdi” þeim
sem kusu „nýju andlitin” á
gamla fúasprekinu. Þeir kjós-
endur voru aö mótmæla kaup-
ráni fráfarandi stjórnar, efna-
hagsstefnu hennar og almennri
óstjórn. Með öörum oröum,
kjósendur vildu ótvirætt breytta
stjórnarstefnu. Þaö vildu kra-
tarlika fyrir kosningar, en þeg-
ar ailt kom til alls voru tillögur
þeirragamla ihaldslumman, nú
Framkvæmdastjórinn gleymdi
kröfu kjósenda.
var hún bara meö rjóma. Fyrir
okkur verkafólkiö eru ihaldsúr-
ræöin jafnbragövond hvort sem
þau eru framkvæmd af ihalds-
stjórn eöa stjórn meö vinstri
stimpil.
A þeim grundvelli neitaöi
Alþýöubandalagiö aö beita þeirru
þaö var ljóst allan timann. En
nú getiö þiö kratar hlaupiö i út-
breiddan ihaldsfaöminn og
leikiö ykkur meö afkomu launa-
fólks. Ykkur verður vel tekiö:
„Velkomnir I hópinn, nýi kaup-
ránsflokkur! ”
„Skyldur viö
kjósendur”
Megininntak blaöaskrifa
hægrikratanna er aö Alþýöu-
bandalagiö hafi brugöist skyld-
um viö kjósendur og „eyöilagt”
tvær tilraunir Benedikts
Gröndal til aö mynda stjórn.
Aumingja Benni.
Kommarnir skemmdu allt og
hannsem ætlaöi aö baöa sig og
flokkinn I sviösljósi forsætisráö-
herraembættisins eftir allan
þennan tima úti i kuldanum!
Þvi'lik móöursýkisskrif. (Ég
segi nú bara eins og skáldiö:
„Fyrirgefiði meöanaö ég æli”.)
Sem betur fer eru ekki allir
flokkar svo siölausir aö mynda
stjórnútaf ráöherrastólunum og
sitja i þeim á kosningaloforöun-
um. Sumir hafa skyldum að
gegna viö kjóséndur — en krat-
ar, þeir eru kartar.
Sveinn Ingvason
Áfram meö
hálfsannleikann
Agúst og fleiri benda á aö
kjósendur hafi viljaö samstarf
Alþýöuflokks og Alþýöubanda-
lags. Þaöer rétt. En bara hálfur
sannleikur.
Kjósendur höfnuöu kaupráns-
leiöinni og öörum árásum á
launþega og samtök þeirra. Viö
kusum samvinnu flokkanna á
grundvelli samstarfsins i verö-
bólgunefnd. Það vita allir en
Alþýöuflokkurinn sveik allt
launafólk i landinu gróflega
meö þvi aö hlaupa frá þvi sam-
starfi eftir kosningar.
„Heigulsháttur Alþýöubanda-
lagsins, þeir þora ekki i
stjórn”, syngja Alþýðuflokks-
menn nú.
Auðvitaö má flokka þaö undir
heigulsháttaö þora ekki aö setja
upp jafnhrikalega svikamyllu
og Alþfl. gerði fyrir kosningar.
Hins vegar flokkast þaö undir
pólitiskt ofurhugrekki aö villa á
sér heimildir á jafnsviviröileg-
an hátt og þeir gerðu. Aldrei
fyrr hefur stjórnmálaflokkur
tekiðannaöeins pólitiskt heljar-
stökk og snúiö baki viö kjósend-
um sinum á jafnskömmum tfma
og Alþýöuflokkurinn hefur nú
gert, — eftir kosningar!
Nú skilja allir hvað Vilmund-
ur átti viö er hann sagði: „Hinu
falska verkalýösdekri verður að
ljúka”.
Lýöskrum
„Nýju andlitunum” hefur orð-
íö tiörætt úm lýöskrum Alþýöu-
bandalagsins. Þannig ætlar
Agúst framkvæmdastjóri ekki i
stjórnmeö „óábyrgum flokki og
lýðskrumaraklúbbi” eins og
hann orðar þaö.
Svartir eru púkarnir I smáum
kratasálunum.
Framkvæmdastjórann get ég
frætt um þaö hvaö er lýöskrum I
augum verkafólks. Lýöskrum
er þaö aö lofa upp i vinstri erm-
ina á sér fyrir kosningar en slá
okkur utanundir meö þeirri
hægri eftir kosningar.Einnig aö
láta kjósa sig á grundvelli stefn-
unnar sem mörkuö var i verö-
bólgunefndínní (og bæöi Alþfl.
og Abl. stóðu aö) en hlaupa svo
undan henni nú og heimta
gömlu ihaldsúrræöin. Þannig
ert þú og þinn flokkur orönir
lýöskrumarar.
Fleira má benda á. Hvaö
þýddi hiö fræga slagorð „Kjara-
sáttmáli”? Fallegt orö fyrir
kosningar— kauprán á kauprán
ofan eftir kosningar. Lýö-
skrum? Ekki I augum sjúkra
krata sem skoöa máliö meö lit-
uöum gleraugum „jafnaöar-
mennskunnar”.
Þaö er sorglegt aö eini virki-
legi baráttumaöur verkalýös-
hreyfingarinnar i forystu
Alþýöuflokksins sé fjarri nú.
Hætt er viö aö hann hefði ekki
kvittaö undir jafnódýra synda-
aflausn fyrir fráfarandi stjórn
sem Alþýöuflokkurinn leggur til
aö gert veröi.
Hér hefur veriö stiklaö á stóru
um blaöaskrif sendisveina
ihaldsins upp á siðkastið. Grein-
ar þær tvær sem lagt er út frá
eru ekkert einsdæmi heldur
teknar til viömibunar þar sem
þær birtust samdægurs sin i
hvoru siðdegisblaöanna.
Ástæðan fyrir þvi aö leikmaö-
ur eins og ég sest niöur og skrifa
þetta er einfaldlega sú að mér
ofbýður hræsnin og lygin sem
vellur úr pennum strengbrúö-
anna sem dag eftir dag dansa á
siöum dagblaöanna, hinna nýju
verkalýösvina sem ekkert
þekkja til verkalýðsbaráttu
hvorki fyrr né nú, en fengu i
Fréttamaöurinn tók pólitiskt
heljarstökk eftir kosningar.
vöggugjöf resept upp á það aö
Alþýöubandalagið væri óvinur
verkalýðsins númer 1.
En verkafólk veit betur, og
aldrei betur en nú eftir opinber-
un Alþfl., og innan Alþýöu-
bandalagsins sameinast þaö
gegn hinum eina raunverulega
óvini, Ihaldinu, hvort heldur þaö
er ódulbúiö eöa faliö bak við al-
þýðunafn.
En strengbrúöur halda áfram
aö dansa....”
777
umhugsunar
Viö birtum hér úrklippur úr
Alþýbublaöinu 1 gær og nýút-
kominni Viku sem boöar vibtai
viö Vilmund Gylfason undir
fyrirsögn sem lofar góöri sölu.
Er ekki annaö sýnna en hér sé
komiö æriö umhugsunarefni
fyrir jafnaöarmenn.
„Efpabhi hefði
fasisti, þá hefði eg
verið fasisti”
segir VILMUNDUR GYLFASON í ffóðlegu
viðtali við VIKUNA 1 ; y- í