Þjóðviljinn - 11.08.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.08.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 7 Hólahátídin n.k. sunnudag Hólahátiöin veröur haldin aö Hólum i Hjaltadal nk. sunnu- dag, 13. ágúst og hefst kl. 2 meö þvi, aöklukkum dómkirkjunnar verður hringt og prestar ganga i skrúðgöngu til kirkju. Þar fer fram hátiöarguös- þjónusta. Sr. Gunnar Gislason, prófastur i Glaumbæ, predikar, en altarisþjónustu annast sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslu- biskup, sr. Hjálmar Jónsson á Bólstað og sr. Sighvatur Birgir Emilsson á Hólum. Kirkjukór Sauöárkrókskirkju syngur undir stjórn Jóns Björnssonár, organista. Klukkan 5 e.h. verður sam- koma i dómkirkjunni, er hefst með ávarpi formanns Hólafé- lagsins, sr. Arna Sigurðssonar. Hljómlistarfólk frá Akureyri leikur á orgel, trompet og flautu. Gyða Halldórsdóttir leikur á orgel. Hjálmar og SVeinn Sigurbjörnssynir leika tvileik á trompet. Rún Halldörs- dóttir leikur á altblokkflautu, Kristján Einarsson skáld frá Djúpalæk flytur ræðu, Kirkju- kór Sauðárkróks syngur. Aö endingu flytur sr. Pétur Sigur- geirsson vigslubiskup lokaorð og bæn. t sambandi viö Hólahátiðina verður aðalfundur Hólafélags- ins haldinn i setustofu Bænda- skólans og hefst hann kl. 10.30 f.h. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf. Fjölmennum ,,heim að Hól- um” á sunnudaginn kemur. —mhg Mjólkursamsalan Nú eru mjólkurflöskurnar ekki lengur viö liöi. Fjölbreyttar mjólkurafuröir Mjólkursamsalan er eitt þeirra afurðasölufyrirtækja landbún- aðarins, sem þátt tekur i sýning- unni á Selfossi. Við verðum þarna með sérstak- an kynningarbás, sagði Oddur Helgason hjá Mjólkursamsöl- unni. Þar munum við kynna okk- ar framleiðsluvörur, sem eru ýmiskonar mjólkurafurðir. Auk þess rekum við isgerð, (Emm-ess is), brauðgerð o.fl. Við munum reyna að kynna þeim, sem sýning una sækja, þessar framleiðslu- vörur okkar og einn liðurinn i þeirri viðleytni verður sá, að við komum lil meö að vera þarna með sérstaka kynningarsölu. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Happ- drætt- isvinn- ingar Starfsemi Þjóðdansafélags Reykjavikur hefur á liðnum vetri veriðmeð nokkuð svipuðum hætti og undanfarin ár. í barnaflokkun- um var kennt i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Lauk námskeiðinu þar með sameiginlegri sýningu barna á Hótel Sögu þann 9. april sl. Námskeið i gömlu dönsunum voru haldin og sóttu þau um 400 manns sl. vetur. Félagar úr Þ.R. tóku þátt i listahátiö með um klukkustundar langri sýningu i sibylju dagskrá listahátiðar þ. 10. júni sl. Þessari sýningu stjórnaði Sigriður Val- geirsdóttir. Auk þess hafa smærri hópar úr Þ.R. sýnt islenska dansa við ýmis tækifæri, svo sem á 17. júni' i' Reykjavik á hestamanna- móti á Þingvöllum, á barnakóra- móti Norðurlanda i Háskólabiói, ánokkrum norrænum eöa alþjóð- legum ráðstefnum i Reykjavik og nágrenni ofl. Hópur dansara, söngvara og hljóðfæraleikara úr Þ.R. tekur um þessar mundir þátt i alþjóö- legu þjóðdansa- og þjóðbúnings- móti i Neustadt i Norður-Þýska- landi. Mótið stendur yfir dagana 28. júli — 5. ágúst og mun hópur- inn sýna fslenska dansa á ýmsum stöðum i borginni alla þessa daga. 1 vor gekkst félagið fyrir happ- drætti.Dregið varþ.lS.júlis.l. og komu vinningar á eftirfarandi miöa, 1. Utanlandsferð nr. 3197 2. Utanlandsferð 1323 3. Tölva 4667 4.Svefnpoki 3601 5. Svefnpoki 725 6. Tréstytta 4960 7. Vasatölva 2698 Vinninga má vitja i sima 44109 til 12. ágúst og i simum 71042 og 75770 eftir 12. ágúst. WfoMkMk, OPNUM í DAG...OPNUM í DAG...OPHUMí DAG.. KL.16:00 Landbúnaðarsýningin á SELFOSSI 1978 Rúmlega 200 sýnendur á 32000m2 sýningarsvæði Vélasýning Blómasýning Búfjárræktarsýning Heimilisiðnaðarsýning Jarðræktarsýning Ga rðyrkjusýn i n g Þróunarsýning Tækjasýning Afurðasýning Byggðasafn NÝIPNC Sýningartorg með sérstökum kynningaratriðum. Dómhringur fyrir búfé. Hestaleiga fyrir unglinga. co Glæsilegar tískusýningar á hverjum degi. Sérstök dagsskrá með fræðslu- og skemmtiefni hvern dag. Veitingasalir. Sérstakt húsvagnastæði. K vikmyndasýningar. Tjaldstæði. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978. \ ) 11.-20. AGUST Ævintýri fyrir alla Ijölskylduna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.