Þjóðviljinn - 11.08.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.08.1978, Blaðsíða 16
16S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. ágúst 1978 Framsóknarmenn töldu annars aö þessu framboöi okkar væri einkum stefnt aö sér og voru sárir yfir þvi.” — En hvernig tóku sósialistarn- ir ykkur? „Sósialistarnir létu okkur aö mestu leyti i friöi og Jóhannes Stefánsson var góöur félagi enda risti karpiö á framboösfundum ekki djúpt. Hann var nú erki bolsi sjálfur en mér fannst hann oft bera takmarkaöa viröingu fyrir teoriukommunum. Ég var svo á sameiginlegum lista Alþýöubandalagsins og Þjóövarnar áriö 1963 þegar Gils komst inn. Þá var flokkurinn nán- ast i dauöateygjunum. Svona eftirá er nokkur ávinn- ingur i þeirri reynslu aö flokkur- inn dó útfrá manni, maöur skildi betur aö flokkur er bara samtök manna til aö koma ákveöinni stefnu á framfæri. Félagarnir þurfa aö tengjast sterkum félags- legum böndum og hafa likan bak- grunn til aö gefa honum lif.” — Hvernig finnst þér stefna Alþb. upp á siðkastið? „Mér sárnaöi heldur útflutn- ingsbannið. Ég held aö gjald- eyrissöfnun heföi tekist betur með innflutningsbanni. Og mér finnst skorta á raunverulegan vilja verkalýðsforystunnar i Al- þýðubandalaginu til tekjujöfnun- ar sem væri meira en orðin tóm. Ef á aö færa meiri fjármuni til launamanna i þjóöfélaginu verö- ur að ná góðum tökum á efna- hagslifinu, þaö eru veröbólgu- braskararnir sem eru hinir raun- verulegu arðránsmenn. Annars kom kverið hans Ólafs Ragnars Grimssonar hér niður i miöjum sauðburði svo mér gafst ekki tóm til að kanna það til hlitar. Ég sá hins vegar menn bera þetta með sér einsog þar væri kominn visir að sjálfu rauða kverinu.Hins veg- ar eru landbúnaðarmálin aö mörgu leyti í góöu lagi hjá Al- þýbubandalaginu. ’ ’ — Hvernig finnst þér vinstri hreyfingin hafa þróast undan- farna áratugi? „Þetta er nú allt gjörbreytt frá þvi að menn trúðu á byltinguna og Jóhannes úr Kötlum kvað „Sovét Island, sovét Island, óskalandiö, hvenær kemur þú”. Ég er ákaf- lega þakklátur tærum hugsjóna- mönnum einsog Jóhannesi þvi við eignumst aldrei betri heim nema við trúum á hann. Hver manns- ævi er bara svo stutt að árangur- inn verður oft rýr. Viö vestur- landabúar eigum ógreidda skuld við þær þjóðir sem brotist hafa i gegnum byltinguna. Þær félags- legu framfarir sem orðið hafa i þessum svonefndu velferðarþjóð- félögum eru nefnilega að mestu að þakka óttanum við byltinguna. Rússneska þjóðin hefur brotist i gegnum margt á sinni leið frá byltingunni, hún hefur leitt yfir sig stalinisma og fleiri hörmung- ar. Ég held samt að hún hafi haft mikil áhrif til góðs með sinum stórátökum, og mér finnst ég skilja hana. Það var raunar bók sem ég las, Dr. Zivagó sem skerpti skilning minn á þeim fórnum sem byltingarmenn færðu fyrir málstaðinn. Og það er kannski einkennandi fyrir ástandið i Rússlandi i dag, að nú er þessi athyglisverða bók bönn- uð.” — Hver eru viðhorf þin til sam- vinnuhreyfingarinnar? „Ég er samvinnumaður og veit ekki hvernig landið liti út ef sam- vinnustefnunnar hefði ekki notið við. Og sem heiðarlegum sam- vinnumanni sárnar mér hlutdeild samvinnuhreyfingarinnar i her- manginu. Kannski er það helst til skýringar að íslendingar halda alltaf að þeir geti snúið á kölska. Sæmundi frtíiða tókst það en mér er til efs að samvinnuhreyfing- unni takist það.” — Þú ert mikill herstöðvaand- stæðingur. Hvers vegna? „Friður verður aldrei tryggður með hernaði. Heimurinn biður eftir þeim öflum sem fordæma hernað skilyrðislaust og ég held að friðlýsing ákveðinna svæða sé áfangi á friðarbrautinni. Það á að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn. Það sem skiptir höfuö- máli er að stöðva hernaðarvit- leysuna. Þar á frumkvæðið að koma frá smáþjóðunum. Við ts- lendingar höfðum frumkvæði að þvi að bjarga þorskinum úr sjón- um — nú þarf að bjarga mann- kyninu frá hernaðarbrjálæðinu.” ös/öt hinn bóginn ekki gert með lög- regluvaldi einsog reynslan sýnir glöggt. Sú skipulagning veröur að vera i höndum samtaka bænda sjálfra. Það kvótakerfi sem nú er við lýði er að visu fráhrindandi en ég vil ekki fordæma það alfarið. Ég vil þó fremur fara leið skipu- lagningar á þann hátt að t.d. sé metið hvað hver jörð ber og sam- göngur teknar inn i dæmið. Það á ekki að byggja á óhagkvæmum stöðum og þvi getur ríkisvaldið stýrt með lánveitingum.” — Hvað með sameignarbú- skap? „Ég vil að rikisvaldið stuðli að möguleikanum á samvinnu og sameign, ég hef ekki trú að sam- eign með valdboði. Það má margt gott segja um félagsbú, þau heyra til framtiðinni, einkum i mjólkur- framleiðslui’ — Svo við vikjum að afskiptum þinum af pólitik. Þú varst á sin- um tima þjóðvarnarmaður? „Já, ég var efsti maður á lista flokksins árið 1956.” — Hvernig var ykkur þjóð- varnarmönnum tekið? „OkKur var vel tekið held ég. Við Sigmar Ingvarsson ferðuð- umst hér um, við vorum bara stráklingar og ég hugsa að það hafi þótt nýnæmi af okkur.” — Geturðu ekki sagt okkur eitt- hvað frá framboðsfundum? „Ég veit nú ekki hvort ég er rétti maðurinn til að fara aö segja slikar sögur. Það var oft gam- an að honum Páli heitnum Zophaniassyni. Einu sinni var til að mynda fundur i Fellunum og Jóhannes Stefánsson frá Nes- kaupstað (frambjóðandi sósial- ista) var i ræðustól. Páll sat þá á áheyrendabekkjunum aldrei öðru vant þvi venjulega tók hann bændur undir arminn út undir vegg að spjalla við þá meðan aðr- ir frambjóðendur voru að tala. Páll heyrist hrjóta á bekkjunum og brýndi þá Jóhannes raust og bað hann vakna, sagðist ekki geta talað hér yfir sofandi mönnum. Þá litur Páll upp og segir djúpri röddu: „Ég sit oft lengi með lokuð augu”. 1 annað sinn var fundur I Hjaltalundi og var sviðsbúnaður- inn á þá lund að strigatjald var fyrir sviðinu, sem þá var óklárt. Ræðustóllinn var svo fyrir fram- an tjaldið. Heimamaður var i pontu að tala, en Páll sást hvergi. Kom þar að ræðumaður gat sér þess til að liklega heföi Páll lagt niður rófuna og látið fætur forða sér af staðnum. Myndaðist þá rifa á tjaldinu og gleraugu Páls koma i ljós og hann segir: „Ég heyri hvert orð”. Páll var geysilega vel liðinn hér um slóðir og vel kunnugur. Ég hef heyrt þá sögu til staöfestingar þvi hve mannglöggur hann hefur ver- ið að eiriú sinni hafi hann verið á siglingu hér úti fyrir á fióanum með öðrum frambjóöanda. Sá sagði þegar þeir sigldu fyrir utan Hjaltastaðaþinghána að hér ætti hann atkvæði. Gall þá við i Páli: „Hann hét nú Þórarinn og er dauður.” Rauðholt er myndarbýli i Hjaltastaöaþinghá á Héraöi miöju. Þar búa Sævar Sigbjörns- son og Asa Hafliðadóttir. Búiö er ekki langt frá þvi svonefnda visi- tölubúi aö stærö, yfir 250 kindur og 11 kýr. Þó heyskapur væri i fullum gangi tókst okkur aö tæla bónda til aö spjalla viö okkur stutta stund um landbúnaöarmál- in, pólitikina og veraldargengiö yfirleitt. Viö hófum spjalliö á landbúnaðinum og málefnum hans. „Sú þverstæða einkennir svo oft tal manna um landbúnaöinn, að annars vegar á að efla byggð i landinu en hins vegar á aö minnka framleiösluna. Mér hafa komið helst i hug tvær leiðir til að leysa þaö vandamál á skynsam- legan hátt. t fyrsta lagi að efla nýjar búgreinar til sveita, til dæmis fiskeldi. Lika kemur til álita útflutningur á fóðri, t.d. graskögglum. 1 annan stað á að gera mönnum kleift að búa i sveit án þess að stunda endilega búskap sér til framfæris, með þvi að efla léttan iðnað og þjónustu i dreiföri byggð. Mér hefur skilist að i Hornafirði muni vera i gangi til- raun meö það að dreifa sauma- verkstofum um byggðina. Ég þekki þó ekki það vel til þess máls til að fjölyröa um það, en veit að þaö eru sveitarfélög, kaupfélag og einstaklingar sem að standa. Umræöa um þessi mál hefur ekki verið mikil meöal bænda, hún er rétt að fara i gang. Varöandi þjónustuna er þaö afar mikilvægt að þeir sem henni sinna séu bú- settir i hreppnum. Það má kannski benda á þriöju leiðina. Ef bændum væri greitt betur fyrir þá vöru sem þeir framleiða gætu þeir minnkað framleiðsluna, þyrftu ekki að framleiða jafn mikið.” — Nú er mikið talað um oífram - leiðslu i landbúnaði og leiðir til úrbóta. Ert þú hlynntur fóður- bætisskatti? „ElnahagsDanaaiagio nytur ut hingað niðurgreitt korn, nánast gjafakorn sem innlendur fóður- iðnaður getur vitaskuld ekki keppt við. Þessi innflutningur hvatarauk þess framleiösluna og leiðir til offramleiðslu. Ég er þvi ekki fráhverfur að leggja skatt á innflutning á korni til bráða- birgða, sem svo gengi aftur til bænda á annan hátt, til dæmis með þvi að styðja við bakið á inn- lendum fóðuriðnaði. Skatturinn gæti verið allt að 100%”. — Hvernig á að vinna að skipu- lagningu landbúnaðarins? „Það er ljóst að landbúnaðar- framleiðsluna verður að skipu- leggja, öðru visi verður landinu ekki haldið i byggð. Þaö verður á ★ Fjórsídrif ★ Hótt og lágt drif ★ 4 cyl. 86 ha. ★ 16" felgur ★ Þriggja dyra Tekist heffur að útvega viðbótarmagn til afgreiðslu seint i haust Pöntunum veitt móttaka Ad snúa á kölska Við vesturlandabúar eigum ógreidda skuld við þær þjóðir sem brotist hafa gegnum byltinguna Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hi. Sudurlandsbraut 14 - Heykjavik - Sími IltllMNt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.