Þjóðviljinn - 11.08.1978, Side 5
Föstudagur 11. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Stafar minni hætta af innflutningi
á kengúrum en kynbötagripum?
Nautgriparækt til kjöt-
framleiöslu hefur ekki átt upp á
pallborðiö hjá stjórnvöldum.
Vissar útbótaráðstafanir eru þó I
gangi, en menn eru siður en svo á
eitt sáttir um ágæti þeirra eða
frammistöðu stjórnvalda á þessu
sviði yfirleitt. Til að forvitnast
um afstöðu þeirra bænda sem
hafa afkomu sina að verulegu
leyti af nautakjötsframleið'slu
fékk Þjóðviljinn Gunnar Jónsson
frá félagsbúinu að Egilsstöðum til
að spjalla um málefni búgreinar-
innar og hvaða leiðir hann teldi til
úrbóta. En Gunnar hefur kynnt
sér þessi mál við erlenda land-
búnaðarháskóla og er að ganga
inn i félagsbúið að Egilsstöðum,
sem er umfangsmikill aðili I hér-
lendri nautgriparæktun. Við báð-
um Gunnar fyrst að greina okkur
frá bústofni Egilsstaðabúsins.
Eru meö
340 holdakálfa
,,Við erum með um 300 kindur
og talsvert af svinum”, sagði
Gunnar, ,,en aðalátakið er þó á
nautgripunum. Eins og sakir
standa erum við með 60 mjólkur-
kýr og höfum jafnframt mikið af
holdablendingskálfum i uppeldi.
Þeir eru núna 340 talsins og af
þeim slátrum við 100 árlega. Við
erum svona heldur að fjöiga
þeim, þvi kjötið er gifurlega eftir-
sótt”.
— Hvernig aflið þiö ykkur
holdablendinganna?
„Við látum kelfa mjólkur-
kýrnar með sæði úr holdanautum.
Það háir þessari búgrein hins
vegar mjög, að upphaflegi holda-
stofninn er orðinn mjög bland-
aður og holdafar kálfanna rýrnar
auðvitað að sama skapi. Enda eru
þessir islensku blendingar orðnir
hálfónýtir til kjötframleiðslu. Við
sem erum að leggja okkur fram
við að byggja upp nautgriparækt
á Islandi erum þvi fremur þungir
yfir þvi að fá ekki að flytja inn
gripi, sem gerðu reksturinn mun
arðvænlegri fyrir okkur sem
framleiðendur og vöruna betri
fyrir neytendur”.
Misræmi hjá
yfirvöldum
— Hversvegna fást ekki slik
leyfi?
„Páll A. Pálsson yfirdýra-
læknir hefur haldið þessum
málum i heljargreipum og lagst
harkalega gegn sllkum inn-
flutningi. Það hefur hann gert á
þeim forsendum að hætta sé á að
sjúkdómar flytjist inn i landiö i
kjölfar slikra gripaflutninga. Og
auðvitaö er slik hætta alltaf fyrir
hendi og sist skal ég verða til að
draga úr henni. En hvers vegna
er þá leyft að flytja inn hunda
sem geta borið i sér hvers kyns
stórhættulega sjúkdóma? Nýleg-
asta og jafnframt hlálegasta
dæmið um frammistöðu yfirvalda
i þessum málum er svo innflutn-
ingur á kengúru sem Sædýra-
safnið i Hafnarfirði stóð fyrir,
vafalaust meö leyfi frá tilskildum
yfirvöldum. En mér er spurn, er
minni hætta af að flytja inn
kengúrur en kynbótagripi?
Sjúkdómshætta af
herstöðinni
Fyrst á annað borð er farið að
ræða um hættu á sjúkdómum þá
get ég ekki stillt mig um aö nefna,
aö árlega fer fjöldi bænda á er-
lendar landbúnaðarsýningar og
auðvitað er ekki nema gott eitt að
segja um slikt. En þar troöa þeir
náttúrlega f skit frá þarlendum
skepnum og mér vitanlega eru
engin skilyrði um sótthreinsun
t.d. á skófatnaöi manna sem
koma af slikum sýningum til
Islands. Sfðan fara þeir heim á
sin býli og geta sem hægast borið
smit milli landa á þann hátt. Þá
er rétt að geta þess, að Kaninn á
Keflavikurvelli flytur inn nauta-
kjöt handa sér, og til skamms
tima a.m.k. var úrganginum
fleygt i svinin hans Þorvaldar i
Slld og Fisk. Ætli það sé hægt aö
finna mikið öruggari leið til að
flytja inn gin- og klaufaveiki til
dæmis? Og svo má ekki flytja inn
sæði til að kynbæta islens’k holda-
naut.
Galloway hentar illa
— Yfirvöld hafa þó sett upp
ræktunarstöð i Hrisey er það
ekki?
„Að visu en að þeirri tilraun er'
illa staðið. Nefna má, að kýrnar
sem voru valdar til sæðingar voru
ekki teknár úr Gunnarsholti,
þarsem eru þó Galloway-bland-
aðar kýr, heldur fundnar suöur i
Mýrdal. Svo var bara leyfður
innflutningur á einu kyni, og þeir
þurftu endilega að velja Gallo-
way. Ólafur E Stefánsson ráðu-
nautur stóð fyrir því, og sagöi að
„það hefði gefið svo góða raun”.
Þetta er mikill misskilningur.
Erlendis hafa verið geröar
samanburðartilraunir á kynjum,
og þar kemur fram, að Galloway
er slakt kyn og kemst ekki i sam-
jöfnuð við t.d. Hereford og Aberd-
een Angus kynin, að ekki sé nú
minnst á frönsku Charolais
nautin. Galloway eru nefnilega
seinþroska og lengi að komast á
legg. Hereford aftur er fljótvaxið
kyn og mun þyngra en Galloway,
að auki blandast það vel við
mjólkurkýr en satt að segja veit
ég ekki til þess að Galloway sé
einu sinni notað til þess ytra.
Staðreyndin er nefnilega sú, aö
Galloway er orðinn hálfgerður
forngripur.”
— En hvernig vilt þú standa að
kynbótum á holdanautum okkar i
dag?
„Ég tel að svo mikið liggi á, að
við þurfum umsvifalaust að færa
okkur I nyt nýlega tækni á þessu
sviði. Hér á ég við innflutning á
frjóvguöum eggjum. Þannig hafa
t.d. kanada- og ástraliumenn
flutt inn kynbótagripi frá Bret-
landi, sem er eins konar miðstöð 1
ræktun holdanauta. Þessi aðferð
er þannig, að egg úr úrvalskúm
eru sædd með sæði úr kynbóta-
nautum og flutt fryst milli landa.
Þau eru svo sett i fósturmóðir
sem fæðir kálf, og á þann hátt
má ná upp toppgrip á 2 árum.
Með þessari aöferð væri reyndar
hægt að flytja inn mörg kyn sam-
timis, og á sama tima og það
tekur Hriseyjarstöðina að rækta
hreinan grip, væri með þessari
aðferö hægt að gera saman-
burðarrannsóknir á mörgum
kynjum og velja það sem best
hentar okkur. Og ég hef orð
erlends sérfræðings fyrir þvi, aö
þessu fylgi ekki telja'ndi
sjúkdómshætta.”
ös/öt
Hér er stunduð einhver umsvifa-
mesta nautgriparækt i landinu.
„Staðreyndin er sú að Galloway
er orðinn hálfgerður forngripur”
r
r
Komdu og. f inndu. þorðið
sem hentar þer
Borð við allra hæfi. sporöskjulöguð, hring-
formuð og ferkönntuð.
Margar stærðir og fjölbreytt litaúrval.
Komdu og finndu borðið sem hentar þér. ____
Hringið eða skrifið eftir myndalista. Sendum í póstkröfu.
STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF.
,j , SKEIFUNNI 8 REYKJAVIK SIMAR: 33 5 90 S 35110