Þjóðviljinn - 11.08.1978, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. ágúst 1978
Þetta hlytur að vera mikiö góðmeti eftir svipnum á konunum að dæma.
Afurðasala SÍS
Nýjung, sem
sparar tæki og
mannafla
A landbúnaðarsýningunni á
Selfossi mun kjötiðnaðarstöð
Sambandsins kynna hið mikla
úrval af framleiðsluvörum sin-
um, sem framleiddar eru undir
vörumerkinu GODI.
Sérstök áhersla verður lögð á
kynningu á frystum tilbúnum
réttum, sem framleiðsla er haf-
in á fyrir nokkru. Sifellt er verið
að þróa þá framleiðslu og auka
fjölbreytni með nýjum réttum.
Réttirnir eru i tvenns konar
umbúðum, GOÐA-réttir ætlaðir
fyrir mötuneyti. Þeim er pakk-
að I 6-10 manna öskjur sem
skammtað er upp úr i mötu-
neytunum. Hugmyndin að baki
þessarar framleiðslu er að
spara vinnukraft hjá mötuneyt-
um svo og tækjakost. Einnig á
þetta að geta aukið fjölbreytni
matseðilsins. GOÐA-hraöréttir
eru seldir i eins manns skömmt-
um og eru ætlaöir litlum sumar-
veitingastöðum og söluskálum,
sem hafa takmarkaða aðstöðu
til matreiðslu. Ætlast er til að
réttanna sé neytt úr bökkunum,
þannig að litinn tilkostnað þarf
við framreiðslu þessara rétta.
A sýningunni mun starfsfólk
stöðvarinnar, kjöt-
iðnaðarmenn og húsamæðra-
kennari, kynna vörurnar, svara
fyrirspurnum og fræða gesti um
hina miklu fjölbreytni sem
GOÐA-vörurnar bjóða upp á.
—mhg
ZINC
182
RYÐVARNAREFNI
Myndar sterka húð, sem
lokar yfirborðinu og stöðvar
frekari ryðmyndun.
Zinc. 182 er einnig ágætur
grunnur undirlakk.
Zinc 182 er frábært efni.
Framleiðendur þeir sömu
og framleiða hið vel þekkta
Isopon og P-38 viðgerðar-og
fyllingarefni. Þeir þekkja
vandamálin.
(fflmnausth.f
SlOUMULA 7—9 - SlMI 62722 ýf
REYKJAVlK
International
kraftlipurð
NÍU — NÝIR
TRAKTORAR:
Byggðir eftir kröfum bænda um
KRAFT og LIPURÐ.
— Öryggi og þœgindi ökumanns eru
meiri en áður hefur þekkst.
Stærðir 45-80 hestöfl.
Litið inn á Landbúnaðarsýninguna
og kynnist þeim KRAFTLIPRU.
Meiri ánœgja — minna strit
— meiri afköst.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
Byggingastofnun landbúnaðarins
Fyrst og fremst útihús
Fóður- og fræframleiðslan er
með sérstakan bás á Landbún-
aðarsýningunni.
Við-spurðum Stefán H. Sigfús-
son, framkvæmdastjóra i hverju
þáttur fyrirtækisins i sýningunni
væri einkum fólginn og sagði
hann, að graskögglaverksmiðj-
urnar allar hefðu sameiginlegan
bás, enda að sjálfsögðu með sömu
vöru. Þarna yrði um að ræða
sýnishorn af graskögglafram-
leiðslunni, umbúðum um hana,
myndir af sláttuvélum og öðrum
tækjum, sem notuð væru við
graskögglagerðina, myndir af
graskögglaverksmiðjunum o.s.frv
o.s.frv. Reynt verður og að kynna
þessa starfsemi með töflum og
myndum.
Landgræðslan er þarna og með
kynningu á sinni starfsemi. Sýnd-
ur verður árangur af þvi að sá i
beran grjótmel og hvernig farið
er að þvi að græða upp rofabörð.
Er ekki óliklegt að mörgum muni
þykja árangur sáningarinnar
undraverður.
—mhg
Vélsmiðjan Héöinn
/ í r
Sennilega eru þeir að sjóða saman sperrur i stálgrindahús.
r r '
SYNIR STALGRINDAHUS
— Okkar hlutur I Landbúnaðar-
sýningunni er nú einkum I þvi
fólginn, að við eigum þarna tvo
stóra skála, stálgrindahús, sem
sýningin er til húsa I, sagði Sveinn
Guðmundsson, forstjóri Héðins
hf.
Þó að hús þessi séu að sjálf-
sögðu ærið við vöxt þegar miðað
er við þarfir venjulegra bænda þá
eru þau samt sem áður sýnishorn
þeirrar húsagerðar, sem við höf-
um haft á boðstólum undanfarið,
en þau eru auðvitað fáanleg af
ýmsum stærðum, eftir þvi sem
hentar einstökum bændum.
Sala okkar á þessum stál-
grindahúsum bendir til þess, að
bændum liki þau vel og einkum
munu þau þykja hentugar hey-
geymslur en einnig til ýmissa
annarra nota.
Svo höfum við þarna opna dá-
litla skrifstofu þar sem fyrir
verður maður frá okkur, sem
veitir upplýsingar um þessi hús
og væntum við þess, að það verði
vel þegið.
—mhg
Mjólkurfélag Reykjavíkur
FÓÐURVÖRUR, GRAS-
FRÆ, GIRÐINGAREFNI
— Við sýnum nú þarna á Land-
búnaðarsýningunni þessar
„klassísku” vöru okkar, sagði
Leifur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Mjólkurfélagi
Reykjavikur.
Við höfum til margra ára cink-
um verslað með fóðurvörur ýmiss
konar, grasfræ og girðingarefni.
Auk þess erum við með ýmis
smærri tæki, sem notuð eru við
svina- og alifuglarækt og myndir
af nýtisku hænsnabúri.
Að öðru leyti, eins og fyrr segir,
eru þetta vörur, sem við höfum
lengi verslað með og eru þvi vel
þekktar ep þar sem þetta er nú
landbúnaðarsýning og við versl-
um með vörur, sem landbúnaður-
inn notar þá töldum við sjálfsagt
að taka þátt i sýningunni.
(Blaðamaður minnist þess frá
þvi hann var barn að aldri að
hann sá i blöðum auglýsingar frá
Mjólkurfélaginu, þar sem öðru
megin virnetsgirðingar var bölv-
andi og illúðlegt blótneyti en
hinumegin eldri maður, prunkinn
og snöggklæddur með pipu i
munni og alls óhræddur. Hann
hefur talið sig geta treyst á vir-
netið frá Mjólkurfélaginu enda
hefur ekki af þvi frést, að nautið
sé ennþá komið i gegnum girðing-
una).
—mhg