Þjóðviljinn - 19.08.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. ágúst 1978 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hafréttarráöstefnan 11 fulltrúar á 7. fundinum Sjöunda fundi þriðju hafréttar- n.k. Fyrri hluti fundarins var frá ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna '28. mars til 19. mai s.l. i Genf. verður fram haldið i New York Fulltrúar Islands á framhalds- dagana 21. ágúst til 15. september fundinum verða: Hans G. Andersen sendiherra, formaður sendinefndarinnar, Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Már Elisson fiskimálastjóri, Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, Guömundur Eiriksson aðstoðarþjóðréttarfræðingur utanrikisráðu- neytisins, Dr. Gunnar G. Schram prófessor, Eggert G. Þorsteinsson fyrrv. sjávarútvegsráöherra, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Jónas Arnason alþingismaður, Magnús Torfi ólafsson fyrrv. menntamálaráðherra, bórarinn Þórarinsson ritstjóri. Stóri messudagur í Skálholti Stóri messudagur, sem tiðkast hefur i Skálholti i nokkur ár, verður að þessu sinni haldinn n.k. sunnudag, 20. ágúst. Hefst helgi- hald á staðnum meö samkomu i kirkjunni kl. 17 laugardaginn 19. ágúst. Verður þar á ferö 30 manna hópur djáknasystra og kristniboðsnema frá Danmörku og Noregi undir fararstjórn sr. Felixar Ólafssonar, prests við Sankt Lukas Stiftelsen i Hellerup. Meö hópnum verður kunnur, sænskur söngvari og predikari, Arthur Erikson, sem bæði mun tala og syngja á samkomunni. Mál hans verður túlkað. A sunnudeginum verður dag- skrá áþekk þvi, sem verið hefur. Þann dag hefst einnig námskeiö organista og söngstjóra á staðn- um á vegum söngmálastjóra. Mun söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson, og fleiri organistar leika kirkjutónlist i Skálholts- kirkju kl. 16. Messur verða kl. 11, 14 og 17.30. Prófastur Árnesinga, Sira Eirikur J. Eiriksson á Þing- völlum predikar við siðustu messuna. Kl.. 20 verður staðurinn kynntur þátttakendum i nám- skeiðinu og öðrum gestum, en Stóra messudegi lýkur með nátt- söng kl. 21 um kvöldið. Kaffi verður á boöstólum á staðnum. Byggingarsamvinnufélagid Vinnan bodar til kynningarfundar Nýstárleg byggd í Mikil áhusi fyrir 1 ÍJClJ d.11 V tl 11 starfi félagsins A byggingarreit Vinnunnar I Seljahverfi i Breiðholti eru nú fjórtán fbúðarhús I byggingu. Nú fyrir nokkrum dögum voru reistar sperrur á fyrsta húsi, sem byggt er á vegum Bygg- ingarsamvinnufélagsins Vinn- unnar, á byggingarreit félags- ins i Seljahverfi i Breiðholti, þar sem 14 ibúðarhús eru i bygg- ingu. Framkvæmdir þessar, sem eru hinar fyrstu á vegum félagsins, hófust i mars s.l., en áætlað er að öll húsin verði fokheld, með fullfrágengnu þaki og tilbúin að utan fyrir árslok. Nú siðsumars bendir allt til, að áætlun þessi muni standast. Að framkvæmdum félagsins er staðið með nokkuð nýstárlegum hætti. Þannig var skipulag húsa og lóðar unnið i samstarfi ibúðareigenda og arkitekts ásamt fulltrúum borgaryfir- valda. 011 eru húsin einbýlishús, skipulögð i þéttri byggö, með litlum eiginlóðum og bilskúr, en stórri sameiginlegri lóö. Með þessum hætti hefur tekist að nýta landið i svipuðu hlutfalli og algengt er við byggingu fjöl- býlishúsa. Hönnuður húsanna er Hjör- leifur Stefánsson, en Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen hef- ur annast verkfræðivinnu. Ekki liggja enn' fyrir kostnaðartölur um fram- kvæmdirnar, en stefnt er að þvi að skilaverö húsanna verði íylli- lega samkeppnisfært við verð blokkaribúöa af sömu stærð, byggðum á frjálsum markaði. Vart hefur orðið við mikinn áhuga meöal almennings á starfi félagsins, einkum meðal ungs fólks. Þess vegna hefur nú verið ákveðiö að boða til fundar mánudaginn 21. ágúst kl. 20.30 i Hamragörðum, þar sem mark- mið félagsins veröa kynnt, svo og framkvæmdir þess i Selja- hverfi, jafnframt þvi sem boðað er til stofnunar nýs byggingar- hóps. Fundurinn er öllum opinn og allir sem áhuga hafa hvattir til að koma. Flugleidir: Leyfi fengiö til tfl Baltimore Að undanförnu hefur verið rætt um nýja viðkomustaði Flugleiða i Bandarikjunum. Allt frá árinu 1948 flugu Loftleiðir til New York og reglulega frá ár- inu 1952. Arið 1973 var tekið upp flug til Chicago. Skemmst er frá að segja að þessi flugleið hefur gefist mjög vel. Miklar athug- anir hafa farið fram á hvort til- tækilegt og rétt væri að hefja flug til annarra staða og hvort flugs leyfi fengist til þess hjá banda- riskum yfirvöldum. Utanrikis- og Samgönguráðuneytin hafa undanfarið unnið að þessu máli. 1 gær barst tilkynning um að fé- lagið hafi fengið leyfi til að hef ja flug til Baltimore. Ekki hefir ennþá verið ákveðið hvenær flug þangaö hefst. Sem stendur hefur ekkert flugfélag beinar ferðir til Baltimore og Evrópu. Fleiri viðkomustaðir hafa kom- ið til athugunar, en á þessu stigi veröur ekki sagt um hvort af flugi þangaö verður eða um þaö verði sótt. bridge Evrópumót landsliða i yngri flokk Um næstu helgi hefst Evrópumót i flokki yngri manna i bridge, og veröur það haldið i háskólabænum Stirling i Skot- landi. Alls munu vera 18 þjóðir á mótinu, sem er svipað og und- anfarin ár. Lið Islands er þannig skipað: Sigurður Sverrisson, marg- reyndur landsliðsmaður og nv. isl. meistari i bridge, tvimenn- ing. Skúli Einarsson i annaö (2.) skipti i landsliði, en áreiðanlega ekki það siöasta. Hann er einnig nv. isl. meistari i tvimenning, á móti Sigurði. Guðmundur S. Hermannsson, i fyrsta skipti i landsliði, yngsti maöur liðsins, Ný andlit... aðeins 21 árs. Og Sævar Þor- björnsson, einnig ifyrsta skipti i landsliði. Hann er einn alefni- legasti spilari, sem fram hefur komið hin siðari ár og saman hafa þeir Guðmundur staðið sig ágætlega sl. keppnisár. Fyrirliði liðsins er svo Sverrir Armannsson, þaulreyndur spil- ari gegnum árin og gjörþekk- irsina menn. Einsog sjá má, er liðið fátækt af reynslu, en rikt af árangri. Þetta lið náöi 2. sæti á sl. isl. móti i sveitakeppni i bridge, auk þess sem Sigurður og Skúli sigruðu landsmótið i tvimenning. Engu skal spáð hér um árang- ur liðsins, en þá trú hef ég, að hann veröur ekki lakari en ann- arra liða sem farið hafa héðan við lúðrablástur og húrrahróp. Birtar verða fréttir frá mótinu, og munu þeir senda það sjálfir i gegnum telex. Að svo mæltu og skrifuðu, vill þáttur- inn óska liðinu sem allra besta gengis, og ef þeir ná verðlauna- sæti, að hafa það no. 1 en ekki 3. Hvað segið þið um það? Frá bikarkeppni BSÍ Nokkur úrslit hafa borist þættinum úr 2. umferð mótsins, sem lýkur um þessa helgi. Sveit Þórarins Sigþórssonar vann sveit Ólafs Lárussonar, eftir harðan leik. Sveit Guðmundar Páls Arnarsonar vann sveit Boga Sigurbjörns- sonar frá Siglufiröi, einnig eftir mikla baráttu. Sveit Jóns As- björnssonar vann sveit Alla rika frá Eskifirði, meö nokkrum mun og sveit Vigfúsar Pálssonar sló út sveit Georgs Sverrissonar frá As- unum. Nokkuð naumt að visu. Einnig herma fréttir, að sveit Pálma Lórens frá Vest- mannaeyjum hafi slegið út sveit Jóhannesar Sigurðssonar frá Kelavik. Er þá aðeins ólokið einum leik i 2. umferð mótsins, en þaö er leikur Hjalta Elias- sonar gegn sveit Hauks Guð- jónssonar úr Vestm.eyjum. Sennilega verður hann i dag eða á morgun. Nv. bikarmeistari, er sveit Armanns J. Lárussonar. Frá Ásunum Gó þátttaka var sl. mánu- dagskvöld, en alls mættu 26 pör til keppni. Spilað var i 1x12 og 1x14 para riðlum. Orslit urðu þessi: A-riðill: 1. Hjörleifur Jakobsson-Þor- lákur Jónsson 197 stig 2. Guömundur Pétursson- Esther Jakobsdórrir 196 st. 3. Einar Þorfinnsson-Sigtrygg- ur Sigurðsson 184 st 4. Helgi Sigurðsson-Skafti Jóns- son 176 stig 5. Óli Már Guðmundsson-Þórar- inn Sigþórsson 174 st. B-riðill: 1. Gisli Hafliðason-Þorsteinn Erlingsson 188 stig 2. Armann J. Lárusson-Guð- laugur Nielsen 187 stig 3. Jón Páll Sigurjónsson-Oddur Hjaltason 168 stig 4. Björn Halldórsson-Jörundur Þórðarson 167 stig 5. Jón Þorvaröarson-Ómar Jónsson 166 stig Meðalskor i A var 165 sten 156 st. i B riðli Nýr bridgeþáttur Astæöa er til aö vekja athygli á þvi, aö nýr bridgeþáttur hefur hafið göngu sina i dagblööum landsins, i Timanum. Umsjón með þeim, mun Guðmundur Páll Arnarson annast. Guðmundur Páll er marg- ;reyndur ul-landsliðsmaöur i bridge, auk þess að vera með efnilegri yngir mönnum i iþrótt- inni i dag. Guömundur Páll er sonur hins kunna keppnismanns hér fyrr á árum, Arnar Guðmundssonar. Mega bridgemenn vænta mikils af Guðmundi i framtið-- inni. Velkominn i hópinn!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.