Þjóðviljinn - 19.08.1978, Blaðsíða 6
I
, 6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN j Laugardagur 19. ágúst
1978
NOTAÐ
¥• •
IDIOT!
Þióðviliinn
fyrir 40 árum
Þaö er á vitund allra hér I
Reykjavik, aö KRON hefir
lækkaö mjög vöruveröiö —
ekki aöeins hjá sér — heldur
hafa kaupmenn oröiö aö gera
slikt hiö sama. Allir muna
eftir kolamálinu frá þvi i vet-
ur — þegar KRON lækkaöi
veröiö og neyddi Kol & Salt
til aö gera þaö lika.
Þaö biöa ennþá ótal óileyst
verkefni. Kaupfélagsskapur-
inn þarf aö aukast og eflast
enn meir. Þaö veröur aö
slööva snikjullf heildsala-
klikunnar á þjóöarlikanian-
uni. Þaö veröur aö taka þær
3-4 rnilj. kr., sem þessir herr-
ar græöa árlega og verja
þeim til eflingar atvinnulifi
þjóöarinnar. Aöeins þannig
veröur dýrtiöin verulega
minkuö, heildsalaokrinu létt
af smákaupmönnum og
smáútvegsmönnum og þeim
gefinn kostur á aö skapa sin
eigin innkaupafélög. Slikar
aögeröir mundu jafnframt
tákna minkandi dýrtiö og
vaxandi atvinnu fyrir alla al-
þýöu þessa lands.
(Þjóöviljinn. 18ágúst 1938.)
Smáatriði
Heyrt á hluthafafundi hjá
Flugleiöum:
— Hérna, afsakiö, ég kæri
mignú eiginlega ekki um aö
vera aö fetta fingur út i smá-
atriöi, en hérna stendur aö 37
miljaröar og 43 miljaröar
,séu samtals 70 miljaröar.
lEiga þaö ekki aö vera 80 mii-
jjaröar?
Ég fer nær aldrei I bió. Þó
gæti mér fundist notalegt aö
bregöa mér inn i kvikmynda-
myrkriö, þegar sjónvarpiö er í
frii, og maöur er ekki hlekkjaö-
ur öll kvöld fyrir framan skjá-
inn heimska. Þetta heitir á góöri
gamalli islensku aö lyfta sér
upp eöa gera sér dagamun. Þvi
miöur hefur aldrei oröiö úr
þessu.
Um daginn ætlaöi eg aö bæta
úr þessu og brá mér i kvik-
myndahús svona rétt til aö
flikka upp á gamlar minningar,
þegar maöur var strákur og fór
¥
Þaö er sennilega ekki nema
eölilegt, aö notuö eru mörg mis-
munandi orö til aö tákna and-
lega vankanta, flest skammar-
yröi. Sálfræöingar hafa þó reynt
aö nota aö minnsta kosti þrjú
þeirra i ákveöinni merkingu til
aö tákna þrjú stig mismunandi
vangefni.
Moron er notaö um kjána.
Hann getur leyst af hendi gagn-
leg verk undireftirliti. Þetta orö
var tekiö i notkun áriö 1910 af
sálfræöingum, og er leitt af
griska oröinu „moros”
(heimskur).
öllu vangefnari er imbecile,
hálfviti, (imbi) sem naumast er
hægt aö láta gera gagn, jafnvel
undireftirliti. Imbecile táknaöi
upphaflega likamlega vangetu,
þvi oröiö er komiö Ur latinu
,,in-” ekki og „baculum”, staf-
ur.maöur, sem ekki er feröafær
staflaus. NU merkir þaö mann-
eskju, sem ekki er sjálfbjarga
vegna andlegrar vangetu.
Vangefnastur allra er idiot,
fábjáni, san ekki getur talaö I
samhengi eöa gætt sjálfs sin
fyrir hættum daglegs lifs. Saga
þessa orös er harla kynleg.
Forngrikkir voru allra manna
mest stjórnmálalega sinnaöir.
Afskipti af opinberum málum
var hiö mesta keppikefli og
allra yndi. Griska oröiö ,,idios”
þýöir „einka-”, svo Grikki, sem
hugsaöi einungis um sin einka-
mál, en kæröi sig kollóttan um
öll opinber mál , var „idiotes”.
Þeim þótti sem slikur maöur
hlyti aö vera i meira lagi van-
gefinn og undarlegur.
I minningu Bogarts
á fimm-bió i Trlpoli hérna áöur
fyrr. Myndin, sem hét ,,Kór-
félagarnir” lofaöi góöu i gler-
rammanum niöri miöbæ.
Lögreglumynd, fylleri og slags-
mál. Þetta minnti mig á den tid,
þegar maöur fór og horföi á
Bogart og Cagney rifa kjaft og
löörunga vondu gæjana á hvita
tjaldinu alveg eins og aö drekka
vatn. (Yfirleitt drukku þeir eitt-
hvaö sterkara). Ég dreif mig á
fimm bió, og laumaöist meira
aö segja hálftima fyrr úr vinn-
unni. Eg komst bráölega aö þvi
aö þaö var harla lengi siöan ég
hef fariö á almennilegt fimm-
bió. Þegar ég haföi komiö mér
fyrir i sætinu og bjóst viö aö
áhorfendur héldu niöri sér
andanum af spennu, komst ég
að raun hiö gagnstæða. Þeir,
sem voru ekki að troöa i sig
poppkorni og lindubuffi lágu
meölappirnar fram á stólbakiö
fyrir framan og blistruöu
hástöfum. Eg komst dálitið
óþægilega aö þvi, hve borgarbú-
ar veröa fótalúnir, þegar þeir
sækja kvikmyndahús. Skyndi-
lega skaut tveimur skitugum
fótleggjum sitt hvoru megin viö
hausinná mér. Ég snéri mér viö
og horföi ásakandi á slánann,
sem teygöi svona rækilega úr
skaufunum.
— Hvaöerrttamar. Geturöu
ekki flutt þig framar?
Ég varð alveg orölaus og fluttí
mig framar. Rétt á eftir
hlammaöi hálfþritug skrifstofu-
mær sér niður viö hliöina á mér
og tók að gæöa sér á jiopppokan-
um eins og hún haföi ekki
bragðaö mat i fleiri vikur.
Nú byrjaöi myndin. Sem bet-
ur fer eru bæöi Bogart og
Cagney komnir undir græna
torfu. Svona ósköp myndu þeir
aldrei geta horft upp á. Töffarn-
ir eru ekki lengur neinir töffar,
bara blindfullir, afbrigöilegir
eöjótar, sem hugsa meö lifrinni
ogeistunum. Og engar almenni-
legar setningar eru lagöar i
munn gæjanna. Ég man þá tið,
þegar Cagney sagöi: —Sure kid.
you got some hot stoff. Núna er
bara talaö um þaö, sem hreyfist
fyrir neöan beltisstaö.
Skvisurnar eru ekki lengur
neinar skvisur, eöa brúöur, sem
gæjarnir umgengust eins og
heföardömur, nei og aftur nei.
Þegar Bogart sagöi foröum: —
My bird is sure some lady, segja
afturúrkreistingar hvíta tjalds-
ins I dag: — She’s a real cunt.
Mér bauö alveg viö þessu.
1 hléi gekk ég út. Þegar ég
kom heim, sá konan aö mér var
mjög brugöiö. Hún bjó strax til
heitt kaffi og spuröi mig hvaö
haföi gerst. Ég svaraöi ekki
spurningunni, en sagöi hljóö-
lega:
— Ég er glaöur yfir þviaö viö
eigum sjónvarp.
Dagbjartur.
Spurning
dagsins
Tekst Lúdvík ad mynda stjórn?
Waldorff Schtunk:
— Dasweiss ich nicht. Ich
bin ein Turist. Wo kann
Mann bier kaufen?
Sigriöur Svlnfells, hús-
freyja:
— Nei, þaö held ég ekki.
Það yröi gasalegt aö fá
komma sem forsætisráö-
herra. Er Lúlli ekki I
Kommúnistaflokknum, ha?
Eöa var hann i Framsókn?
Maöur er alltaf aö rugla
þessu.
Hólmgeir Baröason, heild-
sali:
— Þaö yröi mjög slæmt ef
Lúövik og kommarnir
kæmust i stjðrn. Ég vona til
Guös og Geirs, aö þaö takist
ekki. Þaö myndi þýöa höft.
Hallmar Þórólfsson, leyni-
vinsali:
— Þaö yröi mikiö hótun
gegn frjálsum atvinnu-
rekstri i landinu. Ég vona
bara aö Geir veröi forsætis-
ráöherra. Ég vil annars ekk-
ert segja um þetta.
Hrolllaugur Glaumfjörö,
nemi:
— Hvaöa Lúövik? Hefur
hann veriö I sjónvarpinu?
Umsækjandinn i dag heitir
Hrefna Tynes. Umsókn
hennar flokkast undir frá-
bærar ferðasögur, þótt vikiö
sé aö fjölþættari athugunum
á eðli og hegöun
mannskepnunnar. Hér er
umsóknin:
5?
Að nota
höfuðið
5?
Hjá manninum, sem er
stærsta rándýriö, þegar allt
kemur til alls, veröur sú
hugarfarsbreyting aö verða,
aö þaö sé honum ekki einu
sinni samboöiö aö henda frá
sér rusli á almanna færi eöa
úti á viðavangi, heldur beri
aö loröast alla rányrkju og
skemmdarstarfsemi, hvort
heldur þaö sé á láöi, legi eöa
lofti. Allt lif á jöröinni er
undir þvi komiö, aö þessi
mál þróist i rétta átt.
...Sviar höföu lagt mikla
vinnu i ailan undirbúning og
skipulagt vel. Eitt er okkur
öllum Ijóst, en þaö er, að viö
verðum aö sameinast um
vandamál og verkefni og
styöja hvert annað, og aö
ekkert fæst fyrírhafnarlaust,
eöa eins og prófessor Riesen-
feldt komst aö oröi: „Engin
framtið án fórnar af ein-
hverju tagi. Maður má ekki
gera ráö fyrir þvi, aö allt fá-
ist fyrirhafnarlaust meö þvi
að styðja á einhvern takka.
Nei — höfuö og huga þarf aö
nota, maður þarf aö hugsa,
standa á veröi — vera frjáls
— lifa — hafa sjálfstæðar
skoöanir — halda vörö um
frelsiö og friðinn — ekki hvað
sist um friðinn hiö innra.
Varast kapphlaupið við tim-
ann og vélamenninguna,
sem liindrar okkur i þvi aö
vera manneskjur.”
Viö fengum eflaust nóg aö
hugsa um, en við erum bjart-
sýn og hiökkum tii aö undir-
búa næsta Noröurlandamót I
Reykjavik. 1980.”
Skrifaö I Noregi
Ilrefna Tynes.
( Morgunblaðiö 18/8)
Alyktun: Umsóknirnar
gerastekki betri. Formaöur-
inn biöur Hrefnu um aö
senda sér heimilisfang
prófessors Riesenfeldts, og
óskar umsækjanda velkom-
inn i klúbbinn.
Meö gildri kveöju,
Hannibal ö. Fannberg
formaöur.