Þjóðviljinn - 19.08.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. ágúst 1978jÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Verkalýdshreyfingin barf aö standa vörð
um jafnrétti á öllum sviöum til handa
fötluðu fólki. Annað er ekki samrýmanlegt
sögu hennar og markmiðum
Sigursveinn D.
Kristinsson
verkalýös-
Bréf til
félaga
Verkalýöshreyfingin hefur frá
upphafi vega sinna veriö for-
ustuafl i hvers konar baráttu
fyrir auknu jafnrétti i þjóöfélag-
inu. Þeir hópar, sem búiö hafa
viö skaröastan hlut hafa jafnan
notiö stuönings hennar, er þeir
hófu baráttu fyrir rétti sinum.
A þessum forsendum var ný-
lega leitaö upplýsinga hjá
verkalýösfélögum innan Al-
þýðusambands Islands og hjá
Bandalagi starfsmanna rikis og
bæja um orlofshúsahverfi þess-
ara aðila, sem reist hafa verið á
siðari árum viöa um land. Spurt
var um hvort húsin væru byggð
þannig að fatlaö fólk eigi þar
jafngreiðan aðgang og hinir,
sem i svipinn þurfa ekki að tak-
ast á viö þann vanda, sem af
fötlun leiöir?
Niðurstaða þessara upplýs-
inga er sú að i fimm orlofshverf-
um, sem verkalýðsfélögin hafa
látið reisa, eru samtals um það
bil eitt hundrað hús. Ekkert
þeirra er búið nauösynlegri að-
stöðu fyrir fólk i hjólastólum.
Þessi niðurstaöa olli von-
brigðum. Þeir sem við var rætt,
höfðu þó skilning á þvi að hér
þyrfti úrbóta við. En svo
skammt er slðan vandamál fatl-
aðra komust á dagskrá að þau
höfðu verið utan sjóndeildar-
hrings þegar bygging orlofs-
húsahverfanna var hafin. Hins
vegar hafa þau mál verið rædd
nokkuð á allra siðustu árum og
þar sem byggingaframkvæmdir
standa yfir, svo sem á Norður-
landi og á Austurlandi, er þess
vænst að nokkur þeirra húsa,
sem eru i smiðum verði að-
gengileg fyrir hjólastólafólk.
I Munaðarnesi, orlofshúsa-
hverfi Bandalags starfsmanna
rikis og bæja, er eitt hús, sem
fullnægir þessum kröfum. Þar
er einnig fyrirhuguð bygging
aðalinngangs i matsölu og fé-
lagsmiðstöö, sem opnar fötluö-
um greiðan aðgang.
Þvi má ekki gleyma að fjöl-
margir félagar i verkalýðssam-
tökunum vinna við.erfiðar að-
stæður, þar sem tiðni slysa og
atvinnusjúkdóma er hærri en á
öðrum sviöum þjóðlifsins. Þvi
má búast við að hlutfallstala ör-
yrkja sé hærri meðal þessa fólks
en annarra þjóöfélagsþegna.
Meðal annars þess vegna þyrftu
orlofsheimili verkalýðsfélag-
anna að vera sem allra best út-
búin til hvildar og hressingar,
einnig fyrir þá, sem um stund-
arsakir falla út af launaskrán-
um.
Það er augljós skerðing á
jafnrétti, ef vinnufélagi, sem
lengri eða skemmri tíma fatlast
af slysi eða veikindum, getur
ekki notið dvalar á orlofsheimili
stéttarfélags sins einungis
vegna þess að byggingin er
þannig úr garði gerð, að hún er
ónofhæf fyrir þá sem fatlast.
Sama gildir um aðra meölimi
fjölskyldunnar, þar sem afnot af
orlofshúsum miðast við fjöl-
skyldur jafnt og einstaklinga.
Hér skal minnt á nokkur atr-
iði, sem tiðast valda fötluðu
fólki erfiðleikum i húsnæöis-
málum:
1. Sle'tt þarf að vera að útidyr-
um (ekki tröppur eöa þrep).
2. lbúðin sé þröskuldalaus
þegar inn er komið.
3. Salernisdyr þurfa aö vera
jafnbreiðar og aðrar dyr ibúð-
arinnar og nægilegt gólfrými til
að snúa hjólastól þegar inn er
komið. (Þröngar dyr og litið
gólfrými á salerni eru mjög oft
erfiðustu húsnæöisvandamál
fatlaðra.)
Þann 3. mai sl. voru sam-
þykkt á Alþingi ný byggingar-
lög. Fjórða grein laganna endar
á þessari málsgrein:
,,1 byggingarreglugerö skal
setja ákvæði varðandi umbúnað
bygginga til þess að auðvelda
ellihrumu og fötluöu fólki að
komast leiðar sinnar”. Lögin
taka gildi 1. janúar 1979 og þrem
mánuðum siðar reglugerð sú er
að ofan getur.
Þó fatlað fólk sé á hverjum
tima tiltekinn fjöldi einstak-
linga, verður ekki of rækilega á
það minnt að næstum daglega
bætast nýir einstaklingar i
þennan hóp.
Það er hægt að tryggja sig
gegn slysum, þannig að fébætur
komi fyrir ef slys ber að hönd-
um. En þaö er ekki hægt að
kaupa af sér fötlun hvort sem
hún stafar af slysi eða sjúk-
dómi. Þvi er hyggilegt vegna
allra þjóðfélagsþegna — án und-
antekninga að réttur fatlaðra
verði sem best tryggður. Hver
veit hvernig málum kann að
verða háttað aö ári, hver þá
hefur rikasta þörf fyrir að njóta
þeirra réttinda?
Aö lokum:
Verkalýðshreyfingin þarf að
standa vörð um jafnrétti á öll-
um sviðum til handa fötluöu
fólki. Annað er ekki samrýman-
legt sögu hennar og markmið-
um. Einn þáttur þess máls er að
orlofshúsabyggingar og félags-
miðstöðvar samtakanna séu öll-
um jafn aðgengilegar.
Með félagskveðju
Reykjavik, 15.8.1978
Sigursveinn D. Kristinsson.
Hólar 1 Hjaltadal
Menntun bænda: Aðsóki n l lefur mii nnkað á
r * Sl( ius ;tu tveim árum
,,A undanförnum árum
hefur skólaganga og
menntun yfirleitt aukist
mjög hér á landi. Hefur
þaö tvímælalaust skipað
okkur á bekk með öðrum
menningarþjóðum. Þrátt
fyrir þennan sess eru sum-
ir starfshópar nokkuð mik-
ið á eftir hvað þetta snert-
ir, og má þar taka sem
dæmi bændastéttina. Að
vísu eru þar nú margir vel
menntaðir menn, en í heild
er hún alltof lítið mennt-
uð...."
Þessi orð ritaði Ólafur Geir
Vagnsson búfræðingur i grein
fyrir 10 árum. Margt getur breyst
á skemmri tima og Þjóðviljinn á-
kvað að gera könnun á ástandi
menntamála bændastéttarinnar,
hvernig menntuninni væri háttað
og hversu mikill fjöldi bænda
væri „lærður”. Til þess að kom-
ast til botns i þvi, hringdum við i
þá Matthias Eggertsson á Hólum
i Hjaltadal og Magnús B. Jónsson
skólastjóra á Hvanneyri.
Ný lög í
menntunarmálum bænda
— Til þess að geta hafið nám
hér á Hólum þarf viðkomandi að
hafa náð 17 ára aldri og hafa lokið
grunnskólaprófi, auk þess að
vinna i eitt ár við búskap, sagði
Matthias Eggertsson, þegar við
spurðum hann hverjar kröfurnar
væru um undirbúningsmenntun
þeirra sem hyggðíTá bændaskóla-
nám. — Námið hefur til þessa
verið eins árs nám, en það á að
breytast með tilkomu nýrra laga
um búnaðarfræðslu sem undirrit-
uð voru i mai i vor. Samkvæmt
þeim á námið að verða tveggja
ára framvegis, auk þess sem efla
á hlut verkmenntunarinnar.
Það er aö visu ljóst, að við get-
um ekki keyrt samkvæmt þessum
lögum næsta vetur, þar sem
svona -breyting þarfnast tals-
verðs undirbúnings, en haustið
1979 ætlum við að vera tilbúnir, en
þó þannig, að nemendum verði
boðið upp á hvort tveggja skipu-
lagið ef þeir vilja velja.
Eins og ég sagði áðan er það
gert að skilyrði núna, að umsækj-
andi um skólavist hafi starfað við
landbúnað i 1 ár. Með nýju lögun-
um er þvi bætt við, að nemendur
verða að vinna meðal bænda I 13
vikur hvorn vetur, þannig að auk-
in verkmenntun fáist.
Aðsókn fer minnkandi
— Hefur fækkun bænda haft
einhver áhrif á aðsókn að skólan-
um?
— Aðsóknin hér hefur að visu
minnkað siðustu tvö árin, en ég er
ekki tilbúinn til að skrifa undir að
það sé vegna fækkunar bænda. Að
minnsta kosti held ég að seint
verði hægt aö benda á hana sem
meginorsök. Hins vegar hefur bú-
skapur átt ákaflega erfitt upp-
Matthias Eggertsson
dráttar undanfarin ár og þess
vegna kann að vera einhver óhug-
ur i krökkum við að fara i slíkt
nám. Þeir fara frekar i eitthvað
annað, þar sem um fleiri náms-
brautir er að velja.
Nei, ég get ekki nefnt fækkun-
ina i tölum. Hér hafa alltaf allir
komist að sem sótt hafa um, —
aðeins verið misjafnlega rúmt
•um þá innan skólans.
— Leggja allir sem útskrifast
fyrir sig búskap?
— Nei. En með þessu eina orði
er auðvitað ekki öll sagan sögð.
Þeir sem útskrifast héðan eru um
19 ára að aldri og það gefur auga
leið að á þeim aldri eru menn ekki
reiðubúnir að byrja búskap. Sum-
ir fara i eitthvað annað og koma
jafnvel aldrei nálægt búskap það
sem eftir er ævinnar. Aðrir biða
átekta og taka siðar við búum for-
eldra sinna, og énn aðrir fara i
framhaldsnám, gerast sæðingar-
menn o.s.frv.
Búfræðipróf veitir eiginlega
engin réttindi önnur en réttinn til
að fara i framhaldsnám. Hins
vegar hefur mikið veirið um það
rætt að lán til bænda tækju að ein-
hverju leyti mið af menntun
þeirra, en um þau mál eru afar
skiptar skoðanir.
— Hve stór hluti bændastéttar-
innar er með búfræðimenntun?
— Samkvæmt könnun sem gerð
var vegna setningar nýju laganna
eru þeir um tuttugu prósent allra
bænda á landinu.
— Er aðstaða skólanna nægi-
lega góð?
— Nei, það er óhætt að segja aö
svo sé ekki. Verknámskennslan
þyrfti að breytast til batnaðar, en
uppbygging tækjabúnaðar hefur
gengið ákaflega seint vegna fjár-
skorts.
Þessir skólar hafa verið af-
skaplega miklir bóknámsskólar,
enda er slikt nám miklu ódýrara
en hið verklega. Þannig geta ekki
verið nema 4-7 nemendur i hverj-
um bekk i verklegu námi, meðan
20-30 nemendur geta verið i
hverjum bekk i bóknámi. Verk-
lega kennslan þarfnast þannig
margfalt fleiri kennara. Auk svo
kostnaðarins við tækjakaup og
við að fylgjast með öllum fram-
förum i tæknivæðingu búreksturs.
— Er tæknivæðingin kannski of
mikii?
— Ég held þvi fram, að tækni-
Tæknivæðing í
landbúnaði er
að verða umtals-
vert vandamál,
segir Matthías
Eggertsson
væöingin sé að verða umtalsvert
vandamál og sé að skapa mikla
erfiðleika i islenskum landbún-
"aði. Bændur virðast nefnilega
ekki gera sér grein fyrir þvi að
tæknivæðingin gerir það að verk-
um að vinnukraftinum verður of-
aukið. Við erum að berjast við aö
halda fólkinu i sveitunum, en á
sama tima er það fælt i burtu með
þvi að láta tæknina taka að sér öll
störf.
Svo er bændum ráölagt að
stækka búin til að nota tæknina og
afla meiri tekna, en þá kemur
vaxandi framleiðslukostnaður af-
urðanna i hausinn á þeim.
Bændasamtökin hafa ekki borið
gæfu til að ná samstöðu um að
bregðast við þessu á gagnlegan
hátt.
Auk þess má svo benda á það,
að þessi aukna tæknivæðing kall-
ar á aukna orkunotkun sem
hreinlega stenst ekki til lengdar.
Við nálgumst orkuskort innan
margra ára og þá sitjum við uppi
með mikla tækni sem verður okk-
ur fjötur um fót. Og slikt bitnar
vitanlega mest á stærstu búun-
um. —hm