Þjóðviljinn - 12.09.1978, Page 1
HÆKKUN VORUGJALDS
UOBVIUINN
Þriðjudagur 12. september 1978 —197. tbl. 43. árg.
Þýðir 11,5-12% hækkun
Með bráðabirgðalögum rikisstjórnarinnar er vörugjald
hækkað úr 16% i 30% á ýmsum vörum. Gjaldið leggst á vöruna
eftir aö CIF-verð hennar og tollur hefur verið reiknaður út og
þýðir 11,5-12% hækkun að sögn Friðbjörns Bergs hjá Verðlags-
skrifstofunni.
Helstu vörur sem vörugjald hækkar á eru hljóöfæri, plötuspil-
arar, hljómplötur, snyrtivörur, byssur, reiöhjól, hjólhýsi, sendi-
tæki, sjónvarpsloftnet og hreyflar. —GFr
Vísitöluþakið er nú
við 262.605 krónur
Opinberir starfs-
menn þurfa ekki aö
endurgreiöa af
septemberlaunum
Kauplagsnefnd tilkynnti
i gær útreikning nýrrar
verðbótavisitölu, sem tók
gildi þá þegar. Visitala
þessi er 142,29 stig, eða hin
sama og gilti fyrir tíma-
bilið frá 1. júní til 31. ágúst
s.l. Áður tilkynnt visitala
fyrir september fellur úr
gildi, en hún var 153,82 stig.
— Ástæðan til þessarar
lækkunar eru niðurfærslu-
aðgerðir stjórnvalda.
Með bráðabirgðalögum frá S.l.
föstudegi voru felld úr gildi
ákvæði laga um skerðingu visi-
tölubóta. Þar með er greidd full
visitala á öll laun sem voru 200
þúsund krónur 1. desember s.l.,
eða lægri, en á laun þar fyrir ofan
kemur i verðbætur sama krónu-
tala og 200 þús. króna launin fá.
Miðað við kauptaxta i dag, eftir
afnám visitöluskerðingarinnar og
útreikning nýrra verðbóta, nema
þessi laun 262,605 krónum hjá
launþegum innan Alþýðusam-
bands Islands og 264,788 króna
mánaðarlaunum hjá launþegum
innan BSRB og BHM.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði
i lögunum frá s.l. föstudegi skulu
laun fyrir dagana 1 .-10. septemb-
er greiðast samkvæmt þeim
kauptöxtum sem nú taka gildi.
Hjá þeim aðilum sem fá laun sin
greidd fyrirfram, svo sem opin-
berum starfsmönnum, skulu
launin haldast óbreytt, þótt þau
hafi verið greidd samkvæmt
hærri visitölu. Þannig þurfa þeir
launþegar sem fengu fyrirfram-
laun ekki að greiða til baka þá
lækkun visitölunnar sem leiðir af
niðurfærslu verðlags. —hm
F erðag j aldeyrisskatturinn:
7
Menskt mnanríkfsmál
Það er ekki sótt um leyfi til Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins þegar sett eru
íslensk lög um innanríkismál
Hrafn Bachmann
kaupmaður í
Kjötmiöstöðinni um
lækkun matvöru:
Stórauknar niðurgreiðslur á
kjöti og mjólkurvörum og niður-
felling söluskatts á matvörum
verður geysimikil búbót fyrir
stór heimili en veldur versl-
unum auknum kostnaöi. Sjálfur
er ég með 6 manna fjölskyldu og
reikna mcö þvi að úttekt min I
versluninni lækki um 35 þúsund
krónur miðað við 120-140 þúsund
króna úttekt á mánuði, sagði
Hrafn Bachmann kaupmaður I
Kjötmiðstöðinni i samtali við
Þjóðviljann i gær.
,,Ég cr sjálfur með 6 manna fjölskyldu og reikna með þvi að úttekt
min i versluninni lækki um 35 þúsund krónur miðað við 120 til 140
þúsund króna úttekt á mánuði”, sagði Hrafn Bachmann kaupmaður
i Kjötmiðstööinni I gær. Ljósm. Leifur.
Uttekt min lækkar
um 35.000 á mán.
Miðað við 120-140 þúsund króna úttekt
Fólk er nú að biða eftir
lækkuninni og fyrir helgina var
salan 2 miljónum krónum minni
hjá mér en venjulega og munar
þar helmingi, sagði Hrafn. A
föstudaginn þegar lækkunin
verður komin til framkvæmda
býst ég hins vegar við að allt
verði vitlaust að gera og þá hafi
tveir menn ekki við að saga
niður kjöt hjá mér. Svona stökk
eru ákaflega óhagkvæm fyrir
verslunina.
Ég hafði samband við við-
skiptaráðuneytiö og fékk þær
upplýsingar að viðyrðum sjálfir
að bera tjón af innkaupum, sem
gerð eru fyrir lækkunina, sagði
Hrafn, og ennfremur býst ég við
aö bókhaldskostnaður hækki um
helming og verði 6-700 þúsund á
ári. 1 stað 15 tegunda sem áður
voru undanþegnar söluskatti
verða þær 30-40 núna. Ég sé ekki
fram á annað en ég verði að fá
mér tölvukassa sem stimplar
inn hvað er greitt inn fyrir
mjólkurvörur, hvað fyrir kjöt
o.s.frv. til að auðvelda sölu-
skattsuppgjörið.
Þá sagði Hrafn að eiginlega
þyrfti að lögskipa lokunardag
meðan verið væri að;ganga frá
þeim breytingum sem nú þarf
að gera.
Ekki kvaðst Hrafn óttast
minnkaða veltu vegna lækkunar
á matvöru þvi að hún hlyti ab
segja til sin i auknum kaupum.
— GFr.
Framfærslu-
kostnaður
heimilanna:
Lækkar
um 7%
viö niöurfœrslu
verölags
7,5% niðurfærsla á verð-
lagi með lækkun á matvör-
um samsvarar um 6,9%
lækkun á framfærslu-
kostnaði visitölufjölskyld-
unnar, sagði Hrólfur As-
valdsson, deildarstjóri i Hag-
stofunni, þegar Þjóðviljinn
spurði i gær um áhrif verð-
lækkana á fjárhag heimil-
aniia.
Verðbótavisitalan var
greidd niður um 7,5% þ.e.
niður i sömu tölu og gilti á
siðasta verðtimabili, júni til
ágúst. Útgjöld visitölufjöl-
skyldunnar munu þvi
minnka um tæp 7% vegna
þessara ráðstafana, og þótt
sú fjölskylda sé eingöngu
mælikvarði, má búast við að
það sama gildi um flest
heimili i landinu.
—AI.
Söluskattur
af matvælum:
Fellur niður
frá og
með
íöstudegi
t frétt frá fjármálaráöu-
neytinu segir að söluskattur
verði felldur niður af öllum
þeim matvælum sem ekki
eru þegar undanþegnar sölu-
skatti frá og meö föstudeg-
inum 15. september. Gos-
drykkir, öl, sælgæti og
súkkulaðikex eru einu vöru-
tegundirnar sem eru undan-
þegnar. Þeir aðilar sem selja
vörur, sem eru undanþegnar
söluskatti, skulu skila tveim-
ur söluskattsskýrslum fyrir
septembermánuð. en engar
birgðatalningar þurfa að
fara fram vegna skilanna.
—GFr
Forseti islands hefur ný-
lega að tilhlutan rikis-
st jórnar innar gefið út
bráðabirgðalög um að-
gerðir i efnahags- og
kjaramálum. Þar er m.a.
kveðið á um að 10% gjald
skuli lagt á andvirði ferða-
mannagjaldeyris. Þetta
eru lögmætar aðgerðir af
hálfu æðstu stjórnvalda
fullvalda rikis.
| Það er meira en litið undarlegt
I að lesa það i dagblaðinu Visi i
gær, að skrifstofumenn hjá stofn-
un vestur i Bandarikjunum væru
nú að ihuga það, hvort tslend-
ingar fengju leyfi hjá sér tii að
leggja þetta gjald á ferðamanna-
gjaldeyri. Islendingar hafa að
sjálfsögðu ekki afsalað sér
neinum hluta fullveldis sins i
hendur þeirra manna sem stýra
skrifstofum Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins. Ef islenska rikisstjórnin
telur það nauðsynlega ráðstöfun i
gjaldeyrismálum að'leggja á sér-
stakan gjaldeyrisskatt og lög-
gjafarvaldið staðfestir lagaboð
um það, þá er aðeins um það að
ræða að þetta sé tilkynnt þeim
erlendu aðilum sem um það vilja
vita, en ihlutun af þeirra hálfu
verður ekki þoluð.
Gjaldeyrisbankarnir innheimta
ferðagjaldeyrisskattinn eftir
þeim regium sem fjármálaráð-
herra setur. Starfsmenn gjald-
eyrisbankanna eru skyldugir til
að beygja sig undir lögin, og er
ekki ástæða til að ætla annað en
þeir muni framkvæma þau af
fyllstu trúmennsku. Það er svo
hlutverk Seðlabankans að hafa
eftirlit með þessu eins og annarri
starfsemi viðskiptabankanna.
Það er litilfjörlegt mál hvernig
og hvenær þetta er tilkynnt utan-
aðkomandi aðilum eins og Al-
þjóða gjaldeyrissjóðnum, en eng-
inn islenskur þegn hefur leyfi til
að lita á umsögn skrifstofumanna
sjóðsins sem bindandi eða heft-
andi ákvörðun. Hér gilda ósköp
einfaldlega islensk lög yfir
islenskum þegnum. __h.
Rétt hlutfall
yfirvinnu og
vaktaálags
á ný
t sambandi við hin nýju bráöa-
birgöalög rikisstjórnarinnar um
launahækkanir munar mestu
fyrir verkamenn aö yfirvinna og
vaktaálag fær rétt hlutfall á ný, en
skv. lögunum frá i mai heföi mis-
munur dagvinnu og yfirvinnu
smám saman þurrkast út. Þetta
er grundvallaratriði, sagöi Þórir
Danielsson framkvæmdastjóri
Verkamannasambandsins i sam-
tali við Þjóðviljann I gær.