Þjóðviljinn - 12.09.1978, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. september 1978
DJOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyflngar og þjóðfirelsis
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug-
lýsingar: Síðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Gegn hœgri þróun
l grein hér í blaðinu á sunnudaginn var segir Ragnar
Arnalds mennta- og samgönguráðherra:
,,Ný vinstri stjórn er orðin til eftir langvinnar fæð-
ingarraunir. Því er ekki að leyna, að andrúmsloftið
umhverf is þessa stjórnarmyndun er óvenjulegt. Enginn
er verulega ánægður með stjórnarsáttmálann. Hann er
bersýnilega takmarkaður og ófullkominn. Loft er lævi
blandið, og óvissa ríkir um framtíðina.
En þrátt fyrir þetta allt eru flestir landsmenn fegnir.
Þrátt f yrir þessar erf iðu aðstæður er ekki minnsti vaf i á,
að allur þorri stuðningsmanna Alþýðubandalagsins taldi
það réttog skylt, að f lokkurinn færi í þessa stjórn. Af 122
fulltrúum á flokksráðsfundi greiddu 104 atkvæði með
stjórnarmyndun. Mönnum var fyllilega Ijóst, að vinstri
stjórn er rökrétt afleiðing og þingkosninganna í sumar
og beinlínis óhjákvæmileg nauðsyn til að staðfesta sigur
verkalýðshreyfingarinnar yfir óvinveittum hægri
öf lum.
Barátta verkalýðshreyf ingar og stjórnarandstöðu
gegn kaupránslögunum á síðastliðnum vetri var upphaf
þessarar rökréttu þróunar. Stuðningur Alþýðuf lokksins
var að visu hálfvolgur, en dugði þó til að skapa breiða
stjórnarandstöðu. Hitt var svo engin tilviljun, að einmitt
sömu öflin í Alþýðuf lokknum, sem Iítilsvirtu mótmæla-
aðgerðir launþegahreyf ingarinnar 1. og 2. mars, skyldu
nú skerast úr leik og skipa sér í andstöðu við vinstri
stjórn.
Það var einmitt sameinuð hreyfing faglegra og póli-
tískra afla, sem felldi hægri stjórnina. Þjóðin þráði
gagngera breytingu og sveif lart yf ir til stjórnarandstöðu
var afgerandi og sterk. Eftir það sem á undan var
gengið voru Alþýðuf lokkur og Alþýðubandalag beinlínis
skuldbundnir að standa saman og mynda saman stjórn.
En það ætlaði ekki að ganga andskotalaust. Þegar að
kosningum loknum var spurningin sú, hvort Alþýðu-
f lokkurinn myndi halla sér til hægri eða vinstri.
Þegar Alþýðubandalagið neitaði tilboði Alþýðu-
f lokksins um ,,nýsköpunarstjórn" með Sjálfstæðisf lokki
var Alþýðuf lokkurinn settur 1 mikinn vanda; flokkurinn
varð að velja milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda-
lags. Það kostaði mikið stríð um sál Alþýðuf lokksins og
ákvörðunin varð gremju blandin, en Alþýðubandalagið
varð fyrir valinu.
Eftir þessa pólitísku sálarflækju þurfti það engum að
koma á óvart, að viðskipti Aljáýðuflokks og Alþýðu-
bandalags yrðu nokkrum duttlungum háð. Upp úr
slitnaði, eins og kunnugt er, þegar Alþýðuflokkurinn
gerði 6% kjaraskerðingu i kjölfar gengisfellingar að
úrslitaskilyrði fyrir samstarfi.
Alþýðuf(okkurinn hallaðist til hægri og flestir töldu
viðreisnarstjórn á næsta leiti. En þegar til kom gátu þeir
Alþýðuflokksmenn ekki hugsað sér hægri samvinnu.
Þeir óttuðust Alþýðubandalagið. Og enn á ný snerist
þróunin við.
Neitun Alþýðuf lokksins á stjórnarforystu Lúðvíks Jós-
epssonar verður lengi í minnum höfð, enda beinlínis rök-
studd af talsmönnum flokksins út frá hagsmunum
NATO. Gremjan í garð forystumanna Alþýðuflokksins
vegna þessa atburðar náði langt út fyrir raðir Alþýðu-
bandalagsmanna og til stuðningsmanna allra flokka.
Hitt stendur eftir óhaggað að samvinna Alþýðubanda-i
lags og Alþýðuf lokks var fagleg og pólitísk nauðsyn.
Samvinna Alþýðuf lokksins við Sjálfstæðisf lokkinn var
að vísu ekki það versta, sem komið gat fyrir. Þeirri
niðurstöðu hefðu vinstri menn tekið sem hverju öðru
hundsbiti og hert róðurinn þeim mun frekar gegn hægri
öflunum. En upplausnarástand á vinstri væng, án þess
að einum yrði frekar um kennt en öðrum, hefði orðið
mikið áfall fyrir vinstri öflin og verkalýðshreyfinguna.
Kosningasigurinn hefði reynst til einskis, og afleiðingin
vafalaust orðið hægri þróun í íslenskum stjórnmálum.
Sennilegast hefði dulbúin hægri stjórn komið til valda
skipuð utanþingsmönnum en studd af Sjálfstæðisflokki
og hægri öflum Alþýðuflokks.
Mergurinn málsins er sá, að hefði ekki tekist að hnoða
saman starf hæf ri ríkisstjórn nú um mánaðamótin, hefði
skollið yfir stórfellt atvinnuleysi um land allt og alger
stöðvun í helstu framleiðslugreinum landsmanna. Ríkis-
stjórn sem komið hefði til valda eftir almenna stöðvun
atvinnulífsins í eina eða tvær vikur hefði vafalaust orðið
hatrömm hægri stjórn með góðan byr til að knýja fram
einföldustu lausnina á efnahagsvanda landsmanna:
skerðingu lífskjara láglaunamanna um 20-30%."
Undarlegur
misskilningur
Skattheimta rikissjóös er á-
1 vallt umdeild og er ekki viö þvi
■ að búast að skattlagning núver-
I andi rikisstjórnar mælist betur
■ fyrir en skattheimta forvera
| hennar.
■ Þó er ástæða til þess aö mæl-
I ast til að ekki sé veriö aö gera
| hana tortryggilegri en efni
■ standa til.
Þannig slæddist sá misskiln-
■ ingur inn i fréttir útvarps og
| sjónvarps um helgina aö 30%
■ vörugjaldiö myndi leggj-
I ast á iþróttavörur, sjón-
! varps- og útvarpstæki. Af öllu
■ aö dæma viröist sá misskiln-
I ingur eiga rót sina aö rekja til
■ frétta i Morgunblaöinu sem
| varla getur talist óhlutdræg
• heimild um athafnir rikis-
stjórnarinnar eins og allt er i
pottinn búiö. Þessi tiöindi ullu
talsveröri óánægju, m.a. meðal
forystumanna iþrótta-
hreyfingarinnar, og eru ó-
ánægjuefni útaf skattlagning-
unni áreiðanlega nógu mörg,
þótt ekki sé verið aö fjölga þeim
með staölausum stöfum.
Seinheppni
Ekki bætti Dagblaðið úr skák
með þvi aö upplýsa að 30%
vörugjaldiö legöist og á mynda-
vélar. úr þvi varö að visu ágæt-
t is fyrirsögn i blaöinu, en það dró
úr heimildagildi fréttarinnar,
að vörugjaldið legst ekki á
myndavélar heldur á ljós-
myndapappir og filmur.
Það var heldur enginn fótur
fyrir þvi aö 30% vörugjáldiö
legðist á hjólbarða iþróttavörur
og sjónvarpstæki, Viögeröar-
vörur i viðtæki útvarps og sjón-
varps verða hinsvegar meö 30%
vörugjaldi.
Astæöan til þess aö þessir fjöl-
miölar hafa gert sér far um aö
rugla fólk i riminu i staö þess aö
skýra hlutina út fyrir þvi getur
að sjálfsögöu verið af ýmsum
toga. Liklegasta skýringin þarf
þó ekki aö vera nein sérstök ill-
girni I garö stjórnarinnar,
heldur einfaldlega að blaöa-
mennirnir hafa verið meö frum-
gögn i höndunum, sem ein-
hversstaöar hafa lekið út, en
siöan hafa veriö strikaöir út af
þessum frumlista ýmsir vöru-
flokkar. Og þó aö bráöabirgöa-
lögin hafi verið gefin út sl. föstu-
dag hafa rannsóknarblaöa-
mennirnir ekki hirt um aö bera
saman listann i lögunum yfir
30% vörurnar og sinar eigin
upplýsingar.
Hljómplötu-
skattur;
Annars er þetta 30% vöru-
gjald hinn mesti vandræðaskatt*
ur því seint munu menn veröa
sammála um hvaö teljast eigi til
munaöarvara i þessu sambandi.
„ANDLEGT NÁTT-
ÚRULEYSIOG
RASSAKÖST RÍKIS
STJÓRNARINNAR”
— segir Hilmar Helgason um vörugjaldið
á myndavélar
,.í:g hélt að viðskiptaráðhcrra vicri
hugsandi maður og lcti hag láglatina
l'ólks sig nokkru varóa.' sagói Hilmar
Helgason framkvæmdastjóri cr hækk
un vcrós á myndavélum var borin
undii hann.
.1 'n þaó cr ckki langt sióan hann
Ivsti þvi yfir aó har.n væri andlcga
natlúrulaus pannig ló hann hcfur
áhyggilega ckki áhuga á myndatökum.
Hcr hcggur sá cr hlila skyldi. |ni um
70% af öllum myndatokum cru fiol
ytra fyrir cina hcr.
Þaó cr nán'ast útilokaó fyrir lág
launamann aó ná scr i sæmilcga
myndavcl. Scm dæmi má taka aó mest
selda myndavclin af alvöruvclum hcr
lcndis hcfur vcrió Canon Al I Hún
kostaói fvrir gcngisfellingu 175 fms
und. F.ftir gcngisfellingu og scrstakt
vörugjald kostar sama vcl 257 þúsund.
I \rir ari sióan kostaöi |x>ss' vcl i
þúsund krónur.
Hafi mcnn aóstöóu nl aö kaupa
Þó virðist hafa veriö reynt að
sneiða hjá þvl að 30% vöru-
gjaldiö legöist á hráefni til inn-
lendrar framleiöslu.
Sjálfsagt mun 30% gjaldið á
hljómplötur verða afar umdeilt
þvi að meðal æskufólks og á
fjölmörgum heimilum eru þær
orðnar daglegt brauð ef svo má
segja.
Þess er einnig að gæta aö
hljómplötuframleiðsla hér
hefur veriö I örum vexti
og upp á siðkastið hefur
oröiö vart meiri breiddar i
útgáfunni en áöur. Grundvöllur
hefur myndast fyrir útgáfu á
veigameiri tónlist heldur en si-
felldum slagarasamsetningi, og
ýmis útgáfufyrirtæki fariö út i
útgáfu á sérstæöum tónlistar-
mönnum, slgildri tónlist, leiklist
og ýmsu ööru menningarlegu
efni.
Áhyggjuefni
Nú óttast margir aö 30% vöru-
gjaldiö á hljómplötur muni
stemma stigu við þessari þróun
og þaö veröi ekki poppiö sem
veröi fyrir baröinu á fyrirsjáan-
legum samdrætti heldur einmitt
sú menningarviðleitni sem
bryddað hefur á i hljómplötuút-
gáfu hér upp á síðkastiö.
Þetta er skiljanlegt áhyggju-
efni og hér hafa væntanlega átt
sér stað mistök i vali á vöru-
flokki til aukaskattlagningar,
hugsanlega vegna þess aö þeir
sem að valinu stóðu hafa ekki
hugleitt menningarleg áhrif
ákvörðunar sinnar.
Vert er að minna á að bráða-
birgöalögin veröa lögð fyrir
Alþingi strax i upphafi þings i
haust og ætti þvi aö vera kleift
að leiðrétta þetta atriði og af-
nema aukagjaldiö af hljómplöt-
um, ef svo fer að þaö hefur þessi
neikvæðu áhrif sem hér hafa
verið gerö að umtalsefni.
nauðsyn
Kynningin á bráöabirgöalög-
unum um ráðstafanir i kjara-
málum ætti annars aö vera ráö-
herrum rikisstjórnarinnar um-
hugsunarefni. Það mun á flestra
vitoröi að fólki er tamara aö
tala um árstekjur sinar sem
brúttólaun frekar heldur en
skattskyldar tekjur. t bráöa-
birgöalögunum er talaö um aö
leggja afturvirkan skatt á
skattgjaldstekjur einstaklinga
og samskattaöra hjóna við á-
kveðið mark. Eins og vænta
mátti notar Morgunblaöið þetta
til þess aö rugla fólk I riminu og
gefur i skyn aö hér sé lagöur
aukaskattur á 3.7 miljón króna
árstekjur barnlausra hjóna og
2,8 miljón króna tekjur ein-
staklinga. Væntanlega hefur
mörgum létt þegar i ljós kom aö
brúttólaunamarkið hjá hjónum
er uþb 4.5 miljónir en ekki 3.7.
En stjórnin getur ekki vænst
annars en að Morgunblaðiö not-
færi sér allar þær veilur sem
vera kunna á kynningu ráöstaf-
ana frá henni. —ekh
Betri kynning
MORGUNBLAÐIU, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978
(•Tekjuskattsauka. 6% á tekjur irsifjs 1977 yfir 2,8
milljónum hjá einstaklingum og 3.7 milljónum hjá hjónum.
Við hvert harn eykst frádrátturinn um 220 þúsund krónur.
r
Askorun
Ég heiti hérmeð á
þann, sem skrapp nýárs-
nótt eina niöur að Tjörn
meö púður og tundurþráð
en brá sér seinna með
pokaskjatta inn i Krist-
alssai Þjóðleikhússins, að
hann liti endilega við á
Hviids Vinstue við Kóngs-
ins nýjatorg næst þegar
hann á leið til Kaup-
mannahafnar, sem ég
vona að verði mjög bráð-
lega.
Bj. Th. Björnsson
, IÞLEHZkritC a
SKAIO JoH«NNSir,UPlOMtSO#í f^ALp 'asm. ?ALN\Jf4 rsvrr
HVIDS VINSTUt
N.. v\X U v