Þjóðviljinn - 12.09.1978, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. september 1978
Minning
Sálfræðíngar
Fræðsluráð Norðurlandsumdæmanna
eystra og vestra óska eftir að ráða tvo sál-
fræðinga — annan sem forstöðumann — til
starfa við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu
umdæmanna. Aðsetur þjónustunnar verð-
ur á Akureyri. Umsóknum skal skilað til
færðslustjóra, sem veita allar nánari upp-
lýsingar.
Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis
vestra sími 95-4369
Bókhlöðunni 540 Blönduósi
Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis
eystra simi 96-24655
Glerárgötu 24 600 Akureyri
Fulltrúastaða í
utanríkisþ j ónustunni
Staða fulltrúa i utanrikisþjónustunni er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt
launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist utanrikisráðu-
neytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir
25. september 1978.
Utanrikisráðuneytið,
Reykjavik, 8. september 1978.
ENSKAN
Kennslan í hinum vinsælu enskunámskeiðum
fyrir f ullorðna hefst f immtudag 22. september
Byrjendaf lokkar
Framhaldsf lokkar
Samtalsflokkar hjá Englendingum
Ferða lög
Smásögur
Bygging málsins
Verslunarenska
Síðdegistimar — kvöldtímar
Símar 10004 og 11109
(kl. 1 — 7 e.h.)
Málaskólinn Mimir
Brautarholti 4
Þurrkaður harðviður
Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik
og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir
parket. Sendum i póstkröfu um allt land.
HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK
Sími: 22184 (3 Knur)
k
Auglýsingasíminn er
81333
lVlIIlIUIlg
Jónas Ásgrímsson
rafyirkjameistari
Við andlát Jónasar hef ég misst
góðan dreng og vin. Vinátta okkar
hélst frá fyrstu kynnum til siðustu
stundar, er ég kvaddi hann á
Borgarspitalanum.
Ég vissi að hann hafði ekki
gengið heill til skógar lengi, þó
hannléti ekki á þvi bera, enda litt
um það gefið að flika tilfinningum
sinum.
Jónas var fæddur á Brimnesi
við Fáskrúðsfjörð 16. október
1907. Foreldrar hans voru As-
grimur Vigfússon og Maria Jón-
asdóttir, sem þar bjuggu þá. Auk
Jónasar áttu þau tvær dætur,
ölöfu, sem dó ung að árum,og
Sveinbjörgu, sem er gift kona i
Reykjavik. Þau hjónin Asgrimur
og Maria fluttust ásamt börnum
sinum i Búðakauptún árið 1924, og
varég tiður gestur á heimili þess-
ara ágætu hjóna.
Fyrstu kynniokkar Jónasar eru
þau að hann, þá 8 ára gamall,
hafði verið sendur frá Brimnesi
inn i kaupstað eins og það var
kallað, að ég hitti hann i hópi
nokkurra krakka, sem honum
fannst eitthvað uppáþrengjandi.
Við gengum þaðan á brott tveir
einir. Hvað okkur fór milli man
ég nú ekki, en við minntumst þó
báðir þessara fyrstu kynna siðar
á ævi okkar, og töldum þau upp-
haf að vináttu okkar.
Bernskuárin liða fljótt og við
tekur alvara lifsins. 1 fyrstu
stundaði Jónas sjómennsku á vél-
bátum, sem þá voru litlar fleytur.
Þeir stækkuðu þó nokkuð ört og
þörf varð fyrir sérstaka vélgæslu-
menn; þvi brá hann sér ungur til
Norðf jarðar, en þar var þá haldið
námskeið i vélgæslu og stundaði
hann sjóinn sem slikur um nokk-
urn tima.
Það mun hafa verið um 1932 að
hann leggur upp i ferð til Siglu-
fjarðar og þá til að !æra rafvirkj-
un.
Ef ég man rétt mætast leiðir
okkar i Reykjavik árið 1936, þá er
hann orðinn sveinn i rafvirkjun,
og fékk vinnu hjá fyrirtækinu
Ljósafoss, sem þá starfaði hér
sem rafverktakafyrirtæki.
Jónas var áhugasamur um fé-
lagsmál og var um árabil for-
maður sveinafélags rafvirkja.
Arið 1942 er Jónas búinn að fá
meistararéttindi i fagi sinu og
uppúr þvi áttum við langa og góða
samvinnu, ég sem húsasmiður og
hannsem rafvirki. Minningar frá
þeim árum eru margar og góðar.
Alls staðar, þar sem ég stóð fyrir
verki og réði tilhögun á vinnu-
skiptingu, réði ég hann að sam-
starfsmanni, þvi hann var vand-
virkur og hagsýnn í starfi sinu,
dr júgur verkmaður og sýnt um að
ráða fram úr hverskonar vand-
ræðum sem upp kunnu að koma, i
umgengni sinni við aðra var hann
fáorður að jafnaði, hafði gaman
af hnyttnum tilsvörum og var
sjálfur kjarnyrtur í svörum, ef á
hann var yrt.
11. nóv. 1939 giftist Jónas eftir-
lifandi konu sinni, Hönnu
Kristjánsdóttur. Það varð honum
gæfu spor að fá hana að ævifé-
laga, það sannaði þeirra góða
hjónaband með gagnkvæmu
trausti hvors til annars.
Fyrstu 16 búskaparár sin
bjuggu þau i þröngu húsnæði að
Laugavegi 27. Þar heimsóttum
við hjónin þau mörgum sinnum
og þrengslin hurfu fyrir góðum
félagsskap i návist þeirra. Arið
1957 fluttust þau aðSkeiðarvogi 71
og bjuggu þar æ siðan.
Þau Hanna og Jónas eignuðust
fjögur mannvænleg börn, Asgrim
nú rafvirkjameistara, Mariu,
gifta konu i Bandarikjunum,
Eddu. nú gifta konu i Hafnarfirði,
og ölöfu, sem er i foreldrahúsum,
ógift, en á einn dreng ungan sem
var augasteinn afa sins.
Ég kýs að ljúka þessum fátæk-
leguminningum um vin minn, er
ég var staddur i sjötugs afmæli
hans á s,l. ári. Þar var saman-
komið mikið af kunningjum hans,
frændum og vinum að ógleymd-
um börnum hans og barnabörn-
um, sem öll vildu gera honum
daginn sem eftirminnilegastan
með góðum gjöfum og elskulegu
viðmóti, en éger viss um að besta
gjöfin var á fá Mariu dóttur si'na,
komna alla leið frá Bandarikjun-
um, i heimsókn af tilefni dagsins.
Aðendingu þakka ég þér, Jónas
minn, þina góðu samfylgd í lifinu.
Eftirlifandi eiginkonu og börn-
um þeirra og barnabörnum flyt
ég minar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Benedikt Sveinsson.
1 gær var til moldar borinn
einn af þeim ágætu mönnum, sem
Þjóðviljinn er i stórri þakkar-
skuld við. Sá maður er Jónas Ás-
grimsson, rafvirkjameistari,
Skeiðarvogi 71.
Meðan blaðið var með alla sina
starfsemi á Skólavörðustig 19,
þar á meðal rekstur prentsmiðju,
var ósjaldan leitað til Jónasar,
þegar vélabilanir og rafmagns-
truflanir steðjuðu að, sem gerðist
alltof oft. Til einskis manns var
jafngott að leita, hvort sem var á
nótt eða degi. Hann kom ævinlega
strax til hjálpar þegar til hans
náðist. Og aldrei varð ég var við
annað en að sú ágæta þjónusta
væri leyst af hendi með ljúfu geði.
Slikir menn eru sjaldgæfir og
dýrmætt að hafa átt þá að starfs-
félögum.
Svo góður drengur ætti skilið
lengri eftirmæli. En þessum sið-
búnu og fátæklegu kveðjuorðum
er ætlað að votta þakklæti og hlý-
hug okkar Þjóðviljamanna — og
undirritaðs sérstaklega — til góðs
félaga og vinar. Við sendum eftir-
lifandi eiginkonu hans, börnum
þeirra og öörum aðstandendum
hugheilar samúðarkveðjur.
Eiður Bergmann.
Minning
Guðjón Jónsson
bóndi í Litlu-Ávík
Allra faðir, örlög veist þú min.
1 angist hrópa ég i bæn til þin.
Þú, sem skilur duiinn hugar-
harm,
hjarta minu lyft að þinum barm.
Leiði mig þin blessuð hjálpar-
hönd
heim á bjarta ódauðleikans
strönd.
Þar er hvildin þreyttu barni vis
þegar sól á efsta degi ris.
ó.J.
Bróðirminn, Guðjón Jónsson i
Litlu-Avik, Ströndum, hefur lotið
hinu mikla valdi. Hann hefur unn-
ið sinn æviþátt til enda.
Hann mat það mest að vera
trúr hinu góða i sjálfum sér. Hann
var sérstæður persónuleiki, sem
gleymist ekki þeim, er best
þekktu. Dulur i skapi, fór ekki
troðnar slóðir.
Hann var afburða verkmaður
og höfðingi i lund.
Þetta er það sem mér er rikast i
huga að segja um Guðjón að
leiðarlokum.
Fyrst minnist ég Guðjóns er
hann var ungur drengur. óhörðn-
uð höndin fór með orf og ljá.
Myrkranna á miili hjálpaði hann
föður sinum við búskapinn og
smiðarnar. Hann var svo lágur i
lofti að hann varð að standa á
kassa til þess að geta dregið lang-
viðarsögina nógu hátt á móti full-
orönum manni þegar langviðnum
var flett i þunnar fjalir sem smiða
skyldi úr báta, likkistur eða aðra
muni.
Æskuárin liðu i stöðugu striti.
Kannski hefur hann átt ýmsar
bestu og ljúfustu stundirnar með
skepnunum sem hann annaðist og
umgekkst af umhyggju og
nærgætni.
Enn liður timinn. Maður um
tvitugt hyggst hleypa heimdrag-
anum, sjá meira fyrir sér, vikka
sjóndeildarhringinn. Það er
haustkvöld og hann er ferðbúinn.
Ferðakistan stendur opin á gólf-
inu, hlaðin hlýlegum ullarfötum,
sem móðurhöndin hafði lagt þar.
Það er hljótt og þungi i lofti.
Allir eru þögulir. Það er alltaf
eitthvað sérstakt við kveðju-
stund.
Gamall maður situr hugsi með
hönd undir kinn. Loks segir hann:
„Teningunum hefur verið kast-
að. Þú ferð, sonur minn, en
hvernig fer ég að án þin?”
Það er eins og allir standi á
öndinni og biði eftir einhverju.
Hverju?
Um háttamál gengur ungi
maðurinn til föður sins, tekur um
herðar honum og segir:
,,Ég verð hér kyrr hjá þér, faðir
minn”.
Gamla manninum létti fyrir
brjósti. Þeir féllust i faðma.
Þetta var ekki siðasta fórnin,
heldur hin fyrsta.
Eftir þessa ákvörðun vann
hann og var foreldrum sinum allt
meðan þau lifðu.
Eitt sinn mun dögg ástarinnar
hafa fallið að hjarta hins unga
manns og fagrir draumar borið
hann upp i ljósið — en ljósið
hvarf. Blómið yndislega fölnaði
og hneig til jarðar.
Þjáningin og lifið eru
óaðskiljanleg heild. Dýpsta sorg-
in er þögul.
Sjaldan er ein báran stök. Enn
barði sorg að dyrum. Systir hans,
Guðbjörg, var skyndilega burt-
kölluð og eftir stóðu sex
munaðarlaus börn á aldrinum 1-9
ára. Þau tvistruðust eins og oft
Framhald á 14. siðu