Þjóðviljinn - 12.09.1978, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 12.09.1978, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þribjudagur 12. september 1978 Carl Hbnggi og Slmon H. tvarsson. Samleíkur á Skák Framhald af 2 siöu 53. He4 (Þú ferð ekki langt, góurinn.) 53. .. KfC 54. Hxa4 Ke7 55. Hxh4 Kxd7 56. Hf4 KdC 57. Hb4+ Kc7 58. HC4+ Kd7 59. Bg4+ Ke8 60. He4+ KÍ8 61. Bd7 (Karpov hefur enn örlitið betri stöðaog þessi leikur telst hans siðasta vinningstilraun. Ef nú 61. — Rxb7 þá 62. Hb4 ásamt 63. Bc6 og riddarinn fellur. En Kortsnoj hefur ráð undir rifi hverju.) 61. .. Hxb7! (Snilldarlegur varnarleikur. Nú koönar skákin niður i jafntefli.) 62. He8+ Kg7 63. Hxd8 Hb2+ — Og hér sömdu keppendur jafntefli. Eftir 64. Kf3 Hd2 eru hvitu mennirnir illa leppaðir og svarti kóngurinn er i þokkabót á leiðinni til e7 „via” f6. Staðan: Karpov 4 (11 1/2) Kortsnoj 1 (8 1/2) Næsta skák verður tefld i dag. bá hefur Kortsnoj hvitt. Ibsen- sýning Opnuð hefur verið i anddyri Safnahússins við Hverfisgötu sýning á verkum Henriks Ibsens i tílefni af 150 ára afmæli skáldsins á þessu ári. Sýningin er opin virka daga kl. 9-19 nema á laugardögum kl. 9-16. Gitarleikararnir Símon H. ivarsson og Carl R. Hánggi frá Sviss munu á næstunni leggja upp í tón- leikaferð um landið. Fyrstu tónleikarnir verða i Vestmannaeyjum fimmtudaginn 14. september. Siðan verða þeir i Njarðvik 16. sept., á Húsavik þann 19. og á Akureyri 20. sept. A BEIRUT 11/9 (Reuter) — Samtök kristinna manna i Libanon hvöttu i dag til allsherjarverkfalls á miðvikudaginn til að mótmæla skothrið sýrlensks herliðs á krist- in hverfi i austurhluta Beirut um heigina. Var það útvarpsstöð falangista, sem birti þessa áskor- un, en fyrir henni stóðu sex fé- lagssamtök kristinna manna. Ákærðu þau Sýrlendinga fyrir að „þurrka út kristna menn i Liban- siðastnefnda staönum munu þeir leika bæði i skólum og i Akur- eyrarkirkju. Þá halda þeir til Isa- fjarðar, þar sem þeir spila 21. sept. og loks koma þeir fram i Bú- staðakirkju i Reykjavik föstudag- inn 22. sept. Efnisskráin er fjölbreytt. bar má finna tónskáld eins og J.S. Bach, Villa Lobos, Mauel de Falla o.fl. on”, og „fremja fjöldamorð á sakleysingjum.”. Þessi hvatning var lesin upp i útvarpinu örfáum klukku- stundum eftir aö ró komst á i suö- austur-hverfum Beirút, en þar höfðu sýrlenskir hermenn og deildir kristinna manna skipst á skotum án afláts aðfaranótt mánudags. Rikisstjórn Libanons kom saman til sérstaks aukafundar i dag til að ræða ástandið, og til- kynnti Salim al-Hoss forsætisráð- herra eftir fundinn að stjórnin hefði einnig fjallað um framleng- ingu á umboði sýrlensku friðar- gæslusveitanna. Umboðið rennur út 26. október og hafa kristnir Minning Framhald af 12 siðu vildi verða. Þá tók Guðjón og móðir hans, sem þá var orðin gömul kona og ellilúin, einn drenginn, Hannes Þórólfsson, 6 ára gamlan. Þar sem er hjarta- rúm, þar er einnig húsrúm sannaðist þar. Missir Guðbjargar var þyngri sorg en orðum taki fyrir Litlu-Á- vikurheimilið. Systkinin voru mjög samrýmd. Sum él birtir aldrei upp. Sum sár gróa ekki þó að yfir þau hemi. Þetta skarð varð aldrei fyllt Þar kom löngu siðar að Guðjón gekk að eiga Þórdisi Guðjónsdótt- ur, ekkju með fimm börn. Þá tók hann enn þunga ábyrgð á herðar sér að ganga þeim i föðurstað. bann veg þræddi hann af sam- viskusemi og umhyggju. Þau hjón eignuðust tvo drengi, annar dó við fæöingu, en Jón Guðbjörn er uppkominn efnispiltur. Sigriður, stjúpdóttir Guðjóns, lét fyrsta barn sitt bera nafn hans. Sigursteinn Sveinbjörns- son, stjúpsonur hans, hefur alla tið frá þvi hann komst til þroska verið hægri hönd fóstra sins viö búskapinn og ræktun jarðarinnar, sem er til fyrirmyndar i hvivetna enda voru hjónin samhent i öllu sem vel fór fyrir heimiliö og var gestrisni þeirra rómuð. Enn er það ósagt að mörg börn fjarlægari en getið hefur verið nutu skemmri eöa lengri dvalar á heimili Guðjóns, en það mun ágreiningslaust talinn góður þátt- ur i uppeldi þeirra og mótun. Og frá systurbörnunum, sem nú starfa í fjarlægum löndum, Sveinbjörgu Alexanders og gítara Simon og Carl hafa undanfarin þrjú ár stundað nám hjá hinum fræga prófesor i gitarleik Karl Scheit i Vinarborg, og lauk Carl prófi þaðan siðastliðið haust með mjög góðum vitnisburði. Hann hefur komið fram á tónleikum viöa i Austurriki og Sviss. Simon þarf varla að kynna, þar sem hann hefur oft leikið á tónleikum um allt land, og einnig i sjónvarp og útvarp. menn i Líbanon krafist þess að það verði ekki framlengt, þar sem friöargæslusveitirnar hagi sér nú eins og hernámslið. Yfir- gnæfandi meirihluti hermanna i þessum friðargæslusveitum eru Sýrlendingar, og telja flestir fréttaskýrendur að sýrlensku sveitirnar verði áfram i landinu hvort sem Arababandalagið framlengir umboð þeirra eða ekki. Fréttamenn i Beirút töldu aö allsherjarverkfall kristinna manna myndi ekki hafa mikil áhrif, þvi að öll starfsemi hefur legið niðri i kristnum hverfum I Beirút siðan bardagarnir urðu þar i júli. Björgvini Óskarssyni lækni, ber- ast hlýjar kveðjur vermdar ljúf- um minningum. Að leiðarlokum hugsa ég til þin inn fyrir tjaldið, sem fallið er, bróðir, og þakka þér það, sem aldrei verður fullþakkað, alla umhyggju þina og fórn fyrir for- eldra okkar. Ég minnist þess hve heill þú varst i starfi og dagfari, til orðs og verka, öllum einlægur og holl- ur. Þú kastaðir aldrei steini i ann- arra garð. Ólöf Jónsdóttir Haustið 1938 — eða fyrir réttum fjörutiu árum tók ég við starfi skólastjóra við heimavistar- skólann á Finnbogastöðum i Tré- kyllisvik. Byggðin lá þá utan alfaraleiðar og fáar götur greiðar heim og heiman. Það var þvi ekki liklegt að sá hlyti góðan kost sem hugsaði þar til staðfestu. Þetta fór þó á annan veg. Eftir fimm ára starf þar norður frá kvöddum við hjónin byggðina með mikilli eftirsjá og seinna á ævinni, þegar við litum um öxl til liðins tima, voru kannske minn- ingar frá dvölinni þar, besti yl- gjafinn og skemmtilegast að rekja. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp nú, fjörutiu árum seinna? Sú fregn barst á öldum ljósvak- ans mildan og sólrikan haustdag, aö einn af bændum byggðarinnar þar norður frá væri látinn. „Um héraðsbrest ei getur þó hrökkvi sprek í tvennt” kvað Guðmundur skáld Friðjónsson. En nú var það ekki ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SONUR SKÓARANS OG IIÓTTIR BAKARANS efitr Jökul Jakobsson. Leikmynd: Magnús Tómasson Leikstjóri: Helgi Skúlason. Frumsýning föstudag kl. 20. 2. sýning laugardag kl. 20. 3. sýning sunnudag kl. 20. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. sprek sem hrökk, heldur stofn af sterkri rót. Stofn, sem hafði stað- ið beinn og óbugaður i öldukasti áranna. Maður sem breytt hafði grýttum karga i gróinn völl og litlu kotbýli i myndarlegt sveitar- setur. Guðjón Jónsson, bóndinn i Litlu-Avik, var fyrst og fremst stór af sjálfum sér, en hann hafði lika heimanfylgju góða — sterka ættarþræði. Foreldrar hans voru Jón Magnússon bóndi og bátasmiður i Litlu-Avik og kona hans Sigriður Ágústina Jónsdóttir. Þær ættir liggja til þjóðkunnra, svipmikilla manna, svo sem Torfa Einars- sonar á Þingeyrum i Húnaþingi og Hergilseyjarsystkina Þuriðar og Eggerts Ólafssonar. Faðir Guðjóns og einnig afi hans, voru miklir bátasmiðir og var á orði haft, að hver sá far- kostur sem þeir leggðu hönd að mundi vel reynast. Hann læröi einnig þessa iðn og þótti vel tak- ast. Ég kynntist Guðjóni ekki mikið þau ár sem ég var i Trékyllisvik, en mér er minnisstætt þegar ég sá hann i fyrsta skipti, það var á gleðisamkomu i Árnesi. Hann vakti eftirtekt vegna þess hve framkoma hans var látlaus og hógvær. Þegar hann gekk á vit gleðinnar var það án alls hávaða — en svipurinn hlýnaði og brosið var milt. I afmælisgrein, sem Sigmundur Guðmundsson fyrrum bóndi á Melum skrifaði um Guðjón sextugan segir svo: „Guðjón er maður dulur i skapi og fer ekki troðnar slóðir fjöld- ans. Hann er litt gefinn fyrir að trana sér fram og mörgum finnst hann helst til hlédrægur, en þeim sem tekist hefur að ná vináttu hans fyrir hittir mikið tryggða- tröll, sem hefur öðrum miklu að miðla. Slika menn er gott að eiga að vini.” Hér talar maður, sem gjörst þekkir. Það nálgast héraðsbrest i fámennri byggð þegar menn eins og bóndinn i Litlu-Avik hverfa af vettvangi. Með þessum lfnum vil ég votta sveitungum Guðjóns samúð vegna fallins félaga, félaga sem var minni i orði en mikill á borði. Það er skarð fyrir skildi hjá fjölskyldunni i Litlu-Avik. — En eitt sinn skal hver deyja — og orðstirlifir um mætan mann. Það er huggun harmi gegn. Systir Guðjóns er Ólöf Jóns- dóttir skáldkona. Hún hefur fylgt bróður sinum trúlega siðustu fót- málin. Ólöf min, — ég sendi þér inni- lega samúðarkveðju. Þ.M. Góö þátttaka Framhald af 11 2. Sigurður Sigurðsson GS. 167 högg. 3. Gunnar Ólafsson, GR. 169högg. 2. fl. karla: 1. Ingólfur Bárðarson, GOS. 172 högg. 2. Asgeir Nikulásson GK. 176 högg 3. Reynir Þorsteinsson, GL: 179 högg. 3. fl. karla: 1. Gunnar Haraldsson, GR. 172 högg. 2. Þorsteinn Þorsteinsson GR. 176 högg 3. Björgúlfur Lúöviksson, GR. 179 högg. Eins og sést á þessum tölum er árangurinn i 3. flokki ekkert siðri en 2. flokki, og má þaö teljast gott. S.S. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinnáttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, Margrétar Halldórsdóttur frá Hjallalandi, Alftamýri 50. Þóra Þorleifsdóttir, Helgi Jóhannesson Höröur Þorleifsson, Hulda Tryggvadóttir, Laufey Þorleifsdóttir, Albert Þorbjörnsson, Nanna S. Þorleifsdóttir, Helgi Ingvar Guömundsson Guölaug Þorleifsdóttir, óskar V. Friöriksson, Leifur Þorleifsson, Marta Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. V Viö sendum öllum hjartans þakkir, er sýndu samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengda- móöur, systur, ömmu og langömmu, Valgerðar Bjarnadóttur frá Hreggsstöðum Margrét Sturludóttir, Gunnar Bjargmundsson Unnur Sturludóttir, Svanur Skæringsson Kristjana Sturludóttir, Sigurbergur Andrésson Kristin Andrésdóttir, Efnar Sturluson Einar Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát eiginmanns mins, fööur okkar, sonar mins og bróð- ur, Ómars Braga Ingasonar Skólabraut 18, Akranesi Bára K. Guömundsdóttir, Bára Eyfjörö Höröur Baldvin ómarsson, Ingibjörg K. Ingadóttir Júlianna ómarsdóttir, Magnús I. Ingason Ingi Magnús ómarsson, Sævar F. Ingason BEIRÚT: Boðað tíl verkfalls

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.