Þjóðviljinn - 19.09.1978, Page 3

Þjóðviljinn - 19.09.1978, Page 3
HERLÖG í ÍRAN TEHERAN, 18/9 (Reuter) — 1 gær samþykkti þing trans herlög sem gilda eiga i tólf borgum landsins næstu sex mánuöi. Hundraö fimmtiu og tveir þing- menn greiddu atkvæöi meö til- lögunni, en tuttugu og tveir á móti. Atján þeirra sem á móti voru, gengu Ut úr þingsal i mót- mælaskyni. Þeir sögöu forsætis- ráöherra landsins vera ósam- kvæman sjálfum sér, þar sem hann hefur lýst þvi yfir aö hann væri fylgjandi frjálsri stjórn- málastarfsemi i Iandinu. Hann svaraöi þvi til aö herlögin séu nauösynleg eins og nú er ástatt, en þau muni tekin Ur gildi þegar ástæöa þykir tii. Upplýsingaráö- herra trans ásakaöi kommUnista- leiötoga i Vestur-Evrópu um aö styöja mótmælaaögeröirnar sem veriö hafa i landinu aö undan- förnu. Yfirvöld segja aö ró sé aö færast yfir landiö á ný. Andstæöingar stjórnarinnar gagnrýna að hermenn hafi verið látnir skjóta á mannfjöldann föstudaginn 8. september, en þann dag voru herlögin sett á. Búist er við að handtökur haldi áfram i þessari viku I kjölfar mótmælaaðgerðanna, en i siðustu viku voru margir handteknir, þar á meðal þrir fyrrverandi ráð- herrar. Fjöldi fólks sem óttast að veröa handtekið, hefur leitab skjóls á heimili trúarleiðtoga eins i heilögu borginni Qom. Meðal þeirra eru fimm starfsmenn mannréttindahreyfingarinnar, en forseti hennar, Hahdi Bzargan, var handtekinn i siðustu viku. Erlendar fréttir rs I stuttu máli v _____________ Haröir jaröskjálftar i íran TEHERAN, 18/9 (Reuter) — Miklir jarðskjálftar sem urðu I Iran á laugardag lögðu borgina Tabas gersamlega i rúst. Enn er ekki vitað hve margir létust, en giskað er á ellefu þúsundir manna. Lik flestra þeirra sem fórust liggja enn undir rústum húsa, en yfirvöld telja að tvö af fimmtán þúsundum bæjarbúa hafi komist lifs af. Jarðskjálftinn er talinn sá versti I Iran á þessari öld, en fyrir sextán árum fórust þrettán þúsundir manna i slikum hamförum. Jarðskjálftinn á laugardag mæltist sjö stig á Richter-kvarða. Auk hermanna, lögreglumanna og hjálparsveita aðstoða ibúar nálægra bæja við björgunarstarfið I Tabas. Indjánar mótmœla meöferö á fóngum SIOUX FALLS, 18/9 (Reuter) — t gær héldu foringjar Amerisku indiánahreyfingarinnar (AIM) fund i fylkisfangelsinu f Sioux Falls til aö mótmæla aöstæöum pólitiskra fanga af indiánaættum. Sams konar fundur var haldinn daginn áöur og mebal þeirra sem mættu, voru leik- arinn Marlon Brando, söngvarinn Harry Belafonte og lögfræöingurinn William Kunstler sem ávarpaöi viöstadda. A fundinum I gær mætti einnig foringi hreyfingarinnar, Russel Means, þrátt fyrir meiösli sem hann hlaut þegar hvitur meöfangi hans réöst á hann i fyrradag. Means afplánar nU fjögurra ára fangelsisdóm, fyrir aö efna til óeiröa. Yfirmenn fangelsisins halda þvi fram að meiðsl Means séu látalæti ein, en segja að málið sé i rannsókn. í fangelsinu i Sioux Falls eru fimm hundruð og sextiu fangar og er fjórðungur þeirra amerlskir indiánar. Lögreglumenn í gíslingu og fangelsi NICOSIA, 18/9 (Reuter) —Forseti Kýpur, Spyros Kyprianou neitar aö veröa viö kröfum sjö manna sem halda jafn mörgum lögreglumönnum og fangavöröum i gislingu i stærsta fangelsi Kýpur. Foringi hópsins er talinn vera Vassos Pavlides en hann skipulagði ránið á syni forsetans i fyrra. Hann situr nú i fangelsi ásamt fimm öðrum föngum, sem þátt taka i bessum aðgerðum. en siöunda mann- eskjan er unnusta hans, Androula Neocleous sem smyglaði skamm- byssu inn i fangelsið. Fangarnir reyndu fyrst aö flýja, en þegar það mistókst tóku þeir lögreglumennina. i glslingu gegn þvi að þeir fengju aö fara úr landi. Fangarnir eru sagöir vera félagar i öfgasinnuðum hægri samtökum, Eoka, en talið var að þau hefðu verið leyst upp i byrjun þessa árs. Námsmenn i hœttu LONDON, 18/9 (Reuter) —I dag sendi Amnesty International áskorun til Leonid Brésnéfs, um aö senda ekki heim námsmenn frá Eþiópiu, sem eru viö nám I iSovétrikjunum , þar sem þeir gætu átt á hættu aö vera pyntaöir og jafnvel drepnir eftir heimkomuna. Minnst var á fjóra námsmenn sem komu frá ódessa og voru handteknir viö komuna til Addis Ababa þann 23. ágúst. Einnig var tveggja Eritreumanna getiö, sem eru nU I felum i Ódessa, af ótta viö aö veröa sendir heim. Amnesty skýrði frá þvl að margir námsmenn I Eþióplu hefðu verið drepnir fyrir stjórnmálastarfsemi. , Samtökin skoruðu einnig á þjóðhöfðingja Eþiópiu, Mengistu Haile Marjam að tryggja öryggi námsmanna er heim kæmu. Franskir fimmburar NANCY, Frakklandi, 18/9 (Reuter) — t gærmorgun fæddi frönsk kona aö nafni Francine Huber fimmbura. Börnin fæddust sjö vikum fyrir timann, og voru samstundis sett I sUrefniskassa. Tvö barnanna eiga vist viööndunarerfiöleika aöstriöa, en hin eru viö bestu heilsu. Móöirin sagöist hafa bUist viö þriburum, en fæöingin heföi gengiö vel og aöeins fimm minUtur liöiö á milli barna. Þriöjudagur 19. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Camp DaYÍd-YÍðræöur WASHINGTON, 18/9 (Reuter) — Fundi ráðamanna lsraels, Egyptalands og Bandarikjanna lauk I gærkveldi, með þvi að þremenningarnir undirrituðu samninga, sem voru svohljóö- andi: Ráöamenn Egyptalands, Israels, Jórdaniu og fulltrúar Palestinumanna semji um lausn vandamála Palestinu- araba. Samningar varðandi vesturbakka Jordanár og Gaza-svæðið fari fram I þremur skrefum: a. Egyptar og ísraelsmenn samþykki ráðstafanir á svæð- unum næstu fimm árin. tsra- elsher fari af svæðinu, þegar ibúarnir hafa kosið sjálfs- stjórn sem leysa á herstjórn- ina af. Ráöamönnum Jódaniu verði boðin þátttaka i samn- ingagerðinni. b. Egyptar, tsraelsmenn og Jórdanir samþykki sjálfs- stjórnina, og mega Palestinu- menn vera meðal fulltrúa Egypta og Jórdana. Gerðar verði ráðstafanir til aö tryggja öryggi og ró. Sterku lögregluliði verði komið á fót og geta Jórdanir verið i þvi liði. Asamt tsraelsmönnum muni þeir hafa eftirlit til að tryggja öryggi á landamær- unum. c. Eftir að sjálfsstjórn verður komin á, byrjar umrættfimm ára timabil. Ekki seinna en á þriöja ári verði samið um endanlega framtið vestur- bakkans og Gaza. Samningurinn á að vera i samræmi við ályktun öryggis- ráðs S.Þ. númer 242 og á að tryggja réttindi Palestinu- manna. Allt skal gert til að tryggja öryggi tsraelsmanna á timabilinu. Til að svo megi vera, verði öflugu lögregluliöi komið á. A timabilihu ræði full- trúar Jódaniu, Egyptalands, tsraels og ibúa á svæöunum um framtiö fólks þess sem flúöi um- rædd svæði árið 1967. Egyptar, tsraelsmenn og aðrir sem hags- muna eiga að gæta hafi náiö samstarf um lausn á vandamál- um flóttamanna. Þannig hljóðaði sá hluti samningsins sem snertir Palestinumenn, en eftirfarandi eru aðalatriði samningsins um aðaideiiumál tsraelsmanna og Egypta: Þessi tvö lönd gripi ekki til hótana eða vopna til að jafna deilumál sin, heldur veröi þau leystá friðsamleganhátt. ihnan þriggja mánaða frá undirritun þessa samnings, fallist þjóðirn- ar á undirritun friðarsáttmála. öðrum deiluaðilum verði gefinn kostur á svipuðum friðarsamn- ingum. Egyptar og lsraelsmenn erusammálaum aö hinir siðar- nefndu semji um eftirfarandi atriði við alla nágranna sina, þ.e. Egypta, Jórdani, Sýrlend- inga og Libani. Samningsaðilar komi á eölilegum samskiptum sin ámilli, þeir viðurkenni hver annan, forðist fjarhagslegar refsiaðgerðir og tryggi að borg- arar i þessum löndum njóti sannmælis I skjóli settra laga. Samningsaðilar stuöli að fjár- hagslegr i uppbyggingu i löndum sinum sem miði aö friöi, sam- vinnu og vináttu. Bandarikjamönnum verði gefinn kostur á að taka þátt i viöræðum um framkvæmd samninganna. öryggisráð S.Þ. verði beðið um að staðfes ta samningana og sjá til þess að þeir verði ekki slitnir. Þremenningarnir voru heldur hressir yfir afrekum sinum og minntustá hve mikil vinna hefði farið i viðræðurnar. Sadat og Begin töluðu hlýlega um Carter og kváðu hann hafa unnið gott verk og mikið. Begin skýrði frá þvi að Bandarikjamenn myndu byggja tvo herflugvelli I Negev-eyðimörkinni handa tsraelsmönnum til að bæta þeim upp aðra sem þeir munuláta af hendi á vesturbakka Jódanár. Viðbrögö manna við úrsiitum Camp David-viöræðnanna hafa verið mjög mismunandi og þyk- ir sumum aö gengið hafi verið fram hjá Palestinu-aröbum. 1 ísraei sagði náinn samstarfs- maður Begins, Shmuel Katz, að varnir lands hans myndu veikj-, ast mikið ef Israelsmenn létu flugvelli af hendi. Geula Cohen sem situr i ráðuneyti Begins sagði samningana vera þjóðar- sjálfsmorð og lagöi til að van- traustsyfirlýsing yrði samþykkt á hendur Begin. Iönaðarráð- herra landsins segist efast um að Sadat vilji friö. Borgarstjór- inn I Betlehem segist þó vera ánægður með árangurinn sem náðist. Fjármálaráðherra Isra- els taldi aö samningarnir gætu stuðiað að fjárhagslegu sjálf- stæði Israels og ekki siöur Egyptalands. Tillögur Begins munu koma fyrir Israelska þingiö innan skamms og er enn óvist hve mikils stuðnings hann muni njóta þar. Sumir búast við að tveir þriðjungar þingsins muni samþykkja samningana. Begin gaf I skyn aö brottflutn- ingur tsraelsmanna frá Sinai myndi hefjast þremur til niu mánuðum eftir að undirritun samninga myndi eiga sér stað, en það yröi liklega i lok þessa árs. Sýrlendingar og Palestinu- arabar (PLO) hafa mótmælt samningunum harðlega og telja þá skerða rétt Araba, og auka striðshættuna fyrir botni Mið- jarðarha f s. Þeir hy ggjast halda fund Arabarikjanna og útiloka ekki möguleika á samvinnu við Sovétmenn. Fundurinn verður haldinn á miðvikudag, en auk Sýrlendinga og Palestinuaraba munu sitja fundinn fulltrúar frá Alsír, Suöur-Jemen og Libýu en þessar fimm þjóöir hafa komið tvisvar saman til fundar eftir óvænta heimsókn Sadats Egyptalandsforseta til lsraels fyrir tæpu ári. Palestinu-arabar lýstu þvi yfir i dag, að þeir viðurkenndu enga samninga sem forseti Egyptalands gerði i þeirra nafni. Yfirmaður hers Palestinuaraba, Zoheir Mohsen, sagði að atburöirnir i Camp David væru aðeins enn ein svik af hálfu Sadats. Hann sagði fólk sitt ekki hafa áhuga á atriðum samningsins. þar sem það for- dæmdi svik og frábyði sér allt sllkt. Hann sagði ennfremur aö samningurinn kæmi ekki i veg fyrir áframhaldandi baráttu Palestinumanna og að þeir myndu ekki beygja sig fyrir samsæri Bandarikjamanna, Zionista og Sadats. Að lokum sagði hann að sigurinn væri Paiestinumanna en Sadat myndi biða ósigur. XUNS Kenndir verða Barnadansar Táningadansar Djass-dansar Stepp Samkvœmisdansar Tjútt, Rock og Gömlu dansarnir Innritunarsímar: 84750 kl. 10-12 og 13-19, 53158 kl. 14-18, 66469 kl. 14-18. Verið ávallt velkomin. Innritun stendur yfir Kennslustaðir Reykjavík, Kópavogur, Breiðholt II, Hafnarfjörður a Mosfellssveit. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.