Þjóðviljinn - 19.09.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.09.1978, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. september 1978 Jón Viðar Jónsson skrifar um leikhns ISonur skóarans Edda Björgvinsdóttir (Fleur), Emil Gu&mundsson (óli) og Kristin Bjarnadóttir (Disa) I leikriti Jökuls Jakobssonar Sonur skóarans og dóttir barkarans eöa söngurinn frá My Lai. lýöræðis og frelsis. Kap hrindir af staðefnalegri viðreisn i þorpinu, þar sem allt hefur veriö i eymd og volæði siðan fabrikkan lokaði. Hann kaupir verksmiðjuna og hefur þar framleiðslu á efni, sem „getur breytt ásýnd heils byggðarlags”, einsogþað heitir á tviræðu máli leikritsins. Loks þegar Jói áttar sig á hvers konar eiturefni á að fara að framleiða grþur hann til þess örþrifaráðs að reyna að sanna fyrir þorpsbú- um með hjálp spiladósarinnar og Fleurs hver hér sé á ferðinni, en auðvitað sannar hann aðeins sök úr hlutverki Disu. Hún mun aldrei hafa leikið hér á landið áður, og þetta er i fyrsta skipti sem ég sé hana á sviði, það er engin ástæða til að efast um að hún sé ágæt leikkona, en kostir hennar nýtast ekki i þessu hlutverki. Tvö plön Eittaf því sem gerir þetta leik- rit óvenju erfitt i uppsetningu er að fá hin tvö „plön” þess, sögu þorpsbúa og táknleikinn, tíl að mynda eina heild. Meginaöferö höfundar til að leysa þennan Heildarsýn Erlingur Gislason (Kap), Róbert Arnfinsson (oddvitinn) og nokkrir þorpsbúar (Jóhanna Norðfjörð, Þórunn Magnúsdóttir og Briet Héðinsdóttir). og dóttir bakarans Eftir JÖKUL JAKOBSSON Leikstjóri: Helgi Skúlason Leikmynd: Magnús Tómasson Leikrit Jökuls Jakobssonar fjalla gjarnan um einstaklinga sem lifa i veröld sjálfsblekkingar og tálsýna, meira og minna úr tengslum við þann veruleika, sem lætur enga drauma rætast. Stund- um hefur manm virst sem verk hans værulitið annað en samsafn af skipreika fólki, sem nær engu sambandi hvert við annað vegna þess að það righeldur i firrur ■ sinar af ótta viö að veruleikinn brjótí það niður. 1 síðasta leikriti Jökuls, Syni skóarans og dótt- ur bakarans eða Söngnum frá My Lai, gegnir fólk af þessu tagi enn þá veigamiklu hlut- verki, en við sjáum það i öðru ljósi en áður. Þetta fólk er ekki lenguraumkunarvertvegna þess að það nær ekki sambandi við aöra menn, heldur vegna þess að það hefur ekkert samband við þá veröld sem þaö lifir i. Sjálfs- blekking og falskar hugmyndir eru ekki aðeins böl einstakra manna, þær eru bölvun heildar- innar, alls mannkyns og þeir sem gerast boðberar þeirra bera þunga sekt á heröum sér. Albjart- ur, gamli þorpskennarinn, sem biður eftir skeyti frá frönsku aka- demiunni um að hún hafi sam- þykkt doktorsritgerö hans, ein háðskasta skopmynd Jökuls af borgaralegum menntamanni, er slikur maður; hann innrætti Jóa, syni skóarans, ungum trú á gull- aldarhetjur, sem berjast fyrir frelsi og manndáð og fórna lifi sinu fyrir göfugar hugsjónir. sæis. Hér segir vissulega frá lifi og örlögum vanalegs fólks i islensku sjávarplássi, en leikritið er einnig táknleikur, þar sem óhlutkennd fyrirbæri á borð við kapitalismann (Kap) og striðs- hrjáðar þjóðir þriðja heimsins (Fleur) birtast holdi klæddar. Aðalpersóna leiksins er Jói, sem Þessi hugsjónamennska gerði Jóa siðar aö fjöldamoröingja i fjarlægu landi, þar sem hann hélt sig vera að verja vestrænt frelsi ogmenningu. Þaðsem gerir þetta leikrit svo frábrugðið öðrum verkum Jökuls er tilraun þess til að bregöa upp heildarsýn, sýna hversu samtengd örlög allra manna eru og minna okkur á að við berum ábyrgð hvert á öðru. Það leynir sér ekki að höfundin- um hefur legiö mikiö á hjarta og sums staöar virðist mér löngun hans til aö setja rétt yfir verstu bölvöldum mannkyns hafi veikt verkið. Jökull reyndi sjaldan að móralisera yfir mönnum, gaman- semi og háö voru hans tæki til að stínga á kýlunum. Til þess að koma boðskap sin- um á framfæri sprengir höfundur flesta ramma hefðbundins raun- snýr aftur til heimaþorps slns, forframaður heimsborgari og striðshetja. Eina herfangið, sem hanntók i þorpinu i landinu „hinu megin i heiminum”, þar sem hann tók þátt i aö drepa fólkið, er spiladós, sem hann tók úr hnefum litillar stúlku, slitnum frá llkam- anum. Um svipað leyti og Jói kemur birtíst dularfull stúlka, austræn i yfirbragöi, „Fleur” eins og Albjartur nefnir hana, og segist vera að leita að spiladós- inni sinni. Hún er i fylgd meö tveimur grunsamlegum náung- um, sem ætla greinilega að koma réttlæti yfir morðingja ættmenna hennar. Jói er hins vegar i för meðauðugum kapteini, Kap, sem hann hefur þjónað lengi og dyggi- lega; m.a. voru fjöldamorðin framin fyrir tilstílli Kaps i nafni á sig einan. Náungarnir tveir stiga nú fram og refsa honum á hæfilegaógeðsleganhátt.en áður en allt er um seinan tekst honum þó aö koma verksmiðjunni fyrir kattarnef. Inn i þennan söguþráð fléttast dálltil ástarsaga, Jói hittír gömlu kærustuna sina, Disu, dóttur bakarans, sem er nú kona lyf- salans. Heldur lltið virðist mér i þessa sögu spunniö frá hendi höfundar og ég get ekki séö aö hún standi undir þvi hlutverki sem hún færi seinni hluta leiksins þegar Disa hvetur Jóa óbeint til þess að fara og eyöileggja verk- smiðjuna. Að minnsta kosti verður ekki ljóst I sýningu Þjóð- leikhússins hver er tílgangur þessa ástarævintýris og Kristinu Bjarnadóttur verður ekki mikið vanda er aö beita ýkingu, einföld- un og skopstælingu I lýsingu sinni á þvi fólki sem byggir heim hversdagsveruleikans. Þetta er svipuð aðferð og Laxness beitir viða, t.d. I Heimsljósi, og óneitan- lega er margt i þorpslýsingu Jök- uls sem á sér hliðstæöu á Sviðins- vik undir Óþveginsenni. Þannig tekst að brúa bilið milli tákn- hyggju og raunsæis, hefja veru- leikalýsingu verksins yfir eftir- öpun á hlutunum og ljá táknræn- um þáttum þess yfirbragð hins raunverulega. Þvl miður er þessari aðferð ekki beitt I sýningu Þjóðleikhúss- ins. Afleiöinginersú,að I stað tví- ræðni og spennu leikritsins kemur stllleysi og afkáraskapur. Þar sem umhverfislýsingarnar ein- kennast mjög af útvötnuöum natúralisma verða þær persónur sem gegna táknrænu hlutverki ankannalegar og utangátta. Ég get ekki komið auga á neina grundvallarstefnu sem fylgt hafi verið og sums staðar er engu lik- ara en leikarar og leikstjóri hafi beinlínis forðast að lesa á milli llnanna ogleggjaframmeðvitaða túlkun á þvl sem fram fer. Ahorf- andi, sem aðeins sér sýninguna, — og því miður er leikritið enn ekki komið út, þannig að hún er ein til vitnis um það gagnvart al- menningi, — hlýtur að draga þá ályktun að hér sé um óvenju sundurlaust og tætingslegt leikrit aö ræða. Það vottar ekki fyrir þeirri tilraun til að afhjúpa or- sakasamhengi og sýna hversu samtvinnuð örlög einstaklinga og þjóða eru sem blasir við I texta Jökuls. Góð efni í sviðspersónur Hefðbundinn sálfræðilegur leikur eyðileggur i mörgum til- vikum táknrænt og pólitlskt hlut- verk einstakra persóna. Sam- félagslegt eðli þeirra hverfur fyrir einstaklingsbundnum sér- einkennum, sem aðeins geta átt upptök sin i skapgerð hvers og eins. Glöggt dæmi er meðferð Róberts Arnfinnssonar á oddvit- anum. Oddviti Jökuls er kaldrifj- aður gróðahyggjumaður, lýð- skrumari og bragöarefur sem svífst einskis til að mata krókinn, náskyldur Pétri þrihross i Heims- ljósi. I lýsingu Róberts fer harla litið fyrir þessum eiginleikum. Hann gerir oddvitann að jarð- bundnum bóndakalli, stað- föstum og hagsýnum búsýslu- manni, sem erhreintekkilaus við velvild og góðgirni, þó að hann sé Soldiö rustafenginn I fasi og sérsinna. Sömu sögu er að segja um parið Albjart og Matlhildi, sem Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir leika. Pariö lifir I gylltri veröld smáborgara- skaparins, þar sem allar um- gengnisvenjur eru lögnu orðnar tómur skripaleikur og karlinn á aö vera riddari og kavalér sem ber brothætta kvenpersónuna á höndum sér. En á bak við þessi ritúöl hnignandi stéttar leynist örvænting, lifsleiði, hatur og kvalalosti. Frá hendi höfundarins hygg ég að þarna séu góð efni i snjallar sviðspersónur, þó að þeim Rúrik og Þóru verði harla litið úr því. Matthildur verður aö einhvers konar stllfærðu af- skræmi og litlu betur fer fyrir Al- bjarti i höndum Rúriks. Að visu tekst leikaranum að koma von- leysi og eymd persónunnar til skila I stuttu rúmsstokksatriði, þar sem þau skötuhjú eru ein, ai sú hlið hverfur alveg þegar Albjartur setur upp grímu klassikersins og húmanistans, þar drukknar allt I persónulegum skringilegheitum. Engum áhorf- anda gæti dottið I hug aö mark sé takandi á lifsviöhorfum þessa fólks. Þetta er mjög slæmt, þvi að það er nú einu sinni Albjartur sem kemur innhjá Jóa þeim hug- myndum sem gera hann slðar aö morðingja. Túlkun Rúriks rýfur þannig rökhugsun leikritsins og drepur á dreif þeirri siðrænu á- byrgð sem höfundur leggur Al- bjarti á herðar. Stefnuleysið og Jói Stefnuleysi sýningarinnar kemur einna verst niður á Jóa, sem mér virðist raunar vera nokkuð þokukennd persóna frá hendi höfundarins. Arnari Jóns- syni tekst ekki heldur að leiða okkur i sannleika um hver Jói sé né hvaðfyrir honum vaki.enda er það nánast ógerningur liggi merking annarra þátta sýningar- innarekki ljós fyrir. Arnar gerir Jóá að glæsilegum heimsmanni, en það er erfitt að kyngja þvi að jafn veraldarvanur maður skuli vera annar eins vingull oe ein- feldningur og Jói reynist vera. Jói þekkir til 4æmis ekki húsbónda sinn betur en svo, að það rennur ekki upp fyrir honum fyrr en seint og um siðir hvaö á að fara aö framleiöa i verksmiðjunni. Og honum ætlar aldrei að skiljast að samkvæmt reglum hefðbundinnar Réttvisi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.