Þjóðviljinn - 24.09.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.09.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 ________________SVAVAR GESTSSON: / Aætlunarstjóm eða aukin VERÐB ÓLGA Þegar rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar settist við stjórnvöl- inn fyrir aðeins þremur vikum blöstu við hvarvetna i þjóðfélag- inu óleyst meginvandamál. I fyrsta lagi lá fyrir að mikill hluti undirstöðuatvinnugreinanna var aðstöðvast. Þessar greinar höfðu þá um þriggja mánaða skeið ver- ið reknar að hluta til á ábyrgð rikissjóðs. Þessa ábyrgð varð að greiða er gengið var fellt með miljörðum króna. Þá lá einnig fyrir óleyst, alvarleg kjaradeila sem staðið haföi frá þvi að kaup- ránslögin voru sett sl. vetur. Þessideila hafði veruleg pólitisk áhrif og það var rökrétt pólitiskt framhald hennar að Verka- mannasamband tslands krafðist þess af Alþýðubandalaginu og Al- þýðuflokknum að þeir freistuðu þess að reyna að mynda rikis- stjórn. Geir Hallgrimsson og forystu- menn Sjálfstæðisflokksins höfðu alveg fastmótaða hugmynd um það hvernig ætti að leysa vand- ann: Með þvi að fella gengið án þess að áhrif gengislækkunnar á verðlagið yrðu bætt i kaupinu. Jafnframt töldu forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins aö réttast væri að h öggva alveg á samhengi verðlags og launa og að fella nið- ur 3% grunnkaupshækkunina 1. sept. Þessi var þeirra aðferð til þess að tryggja gang atvinnuveg- anna — þetta var gamla kaup- lækkunaraðferðin sem jafnan hefurveriðbeittaf borgaralegum flokkum þegar eitthvaö hefur bjátað á i efnahagsmálum. Verkalýðshreyfing gegn gróðavaldi Þegar rikisstjórn Geirs Hall- grímssonar yfirgaf sjónarsviöið skildi hún eftir sig stærri og erfið- ari efnahagsleg vandamál en nokkur rflússtjórn hefur gert á Isfandi eftir heimsstyrjöldina sið- ari. Grundvallaratvinnuvegirnir voru reknir á ábyrgö rikissjóðs. Alls staöarblasa vandamálin við. Það er sannfæring ihaldsmanna og efnahagssérfræðinga þeirra sem starfað hafa á snærum frá- farandi rikisstjórnar að engin leiðsé til önnur en kauplækkunar- leiðin. Aðild Alþýðubandalagsins að rikisstjórn hefur hins vegar þann tilgang og markmið að sanna fyrir auðstéttinni sem öllu hefur ráðið hér um fjögurra ára skeið, að hún hafi fengið nægilega mikið i sinn hlut svoekki sé fastar að oröi kveðið. Frekja hennar i aukinn gróða á kostnaö launa- fólks hefur verið stöðvuð aö hluta til,að sinni. En verkalýðshreyf- ingin á tslandi gerir sér áreiðan- lega vel Ijóst að þó að i bráðar- birgðalögum rikisstjórnarinnar felistáfangasigur,þýðir það ekki, aðunnt séaðsetjasti helgan stein og treysta því að stjórnarvöld leysi allan va'ndann. Staðreyndin er vitaskuld sú, að kauplækk- unaröflin eru enn aö störfum og þau munu einskis láta ófreistað til þess að ná vilja sinum fram. Þess vegna er aðild Alþýöu- bandalagsins að núverandi rikis- stjórn ekki neinn endanlegur friðarsamningur heldur verður látlaust að heyja kjarabaráttu og þá tala ég um ,,kjör” i allra við- tækustumerkingu. Þaðer afstaða Alþýðubandalagsins i rikisstjórn að nú þurfi á næstu vikum aö móta launastefnu sem fylgt verð- ur i framkvæmd á næsta ári. Sú launastefna verður ekki mótuð án samráðs við verkalýöshreyfing- una. Nauðsyn heildarstefnu hagsstefnunnar. Frammi fyrir verðbólguvandanum verður hins vegar að móta heildarstefnu sem nær til allra þátta efnahagshfs- ins. Stærsti þátturinn þar er áreiðanlega fjárfestingarstefnan. A undanförnum árum og áratug- um hefur verðbólgan stýrt fjár- festingunni i landinu: stjórnar- völd hafaþarenga tilburði hafttil heildarstjórnar. Þar hefur sund- urvirkni gróðakerfisins komiö betur fram en nokkurs staðar annars staðar. Þegar móta skal fjárfestingar- stefnu er nauðsynlegt aö hafa allt i huga i senn: fjármál rikisins, fjármál sveitarfélaga, fjárfest- ingu sem fjárfestingarsjóðir lána til og siðast en ekki sist fjárfest- ingu einkaaðila. A undanförnum árum hefur veriö eytt miljörðum ogaftur miijörðum i steinsteypu gjörsamlega án tillits til þjóðar- heildarinnar. Þetta vandamál blasir við um ailt land, en sér- staklega á þéttbýlissvæöinu. Þaö birtist hverjum manni sem ekur um götur höfuðborgarinnar þar sem steinkassarnir hrúgast upp — sumir rástir fyrir fé sem átti að nota til þess að efla framleiðsl- una sjálfa. Þessa verðbólgufjár- festingu verður að stööva. Það verður ekki gert nema með virkri áætlanastjórn þar sem allir veigamestu þættir hagkerfisins eru felldir inn i heildarmynd. Slik fjárfestingarstjórn er erfið ekki sistvegna þeirrar miklu andstöðu sem-hun myndi mæta hjá þeim sem hafa rakaö saman verð- bólgugröða. Slik fjárfestingar- stefna er þvi fyrst og siðast spurningin um pólitiskan kjark til þess aö stjórna — eða kjarkleysi þar sem verðbólgan situr i hús- bóndastól stjórnarráðsins. Tillögur Alþýðubanda- lagsins t þeim tillögum sem Alþýöu- bandalagið kynnti fyrir alþingis- kosningar var áætlanagerð og fjárfestingarstjórn eitt meginatr- iði nýrrar stjórnarstefnu. 1 tillög- um sem Alþýðubandalagiö lagði fram i vinstristjórnarviðræðun- um 26. júli segir um þennan þátt efnahagsmálanna. a. „Gerðar verða þjóöhags- og framkvæmdaáætlanir til langs tima sem verði grund- völlur meginákvarðanatöku i efnahagsmálum, og taki þær mið af framleiðslugetu þjóðar- búsins, byggðastefnu, hóflegri nýtingu auölinda og félagsleg- um markpiiðum i umsköpun þjóöfélagsins i samræmi við hagsmuni launafólks. b. Innanramma þessara áætlana verði geröar árlegar fjárfest- ingaráætlanir fyrir allar höfuð- greinar atvinnulifsins og opin- bera starfsemi og miöist fjár- festingin einkum við gjald- eyrisskapandi greinar. c. Allar meiriháttar lánveitingar skulu metnar i ljósi fjárfest- ingaráætlana i viökomandi at- vinnugreinum. Félagsleg eignarform, samruni fyrir- tækja og ný samvinnuform verði meginþættir í bættum rekstri atvinnuveganna.” Það er alveg augljóst að takist núverandi rikisstjórn að móta fjárfestingarstefnu i þeim anda sem kemurframi efnahagsmálatil lögum Alþýðubandalagsins væri þaö einn meginþátturinn i þvi að hægja verulega á verðbólgu- hraðianum. Innan ramma slikrar fjárfestingarstefnu er unnt að halda áfram og . auka ýmisskon- ar samfélagslegar framkvæmdir. Verði slik stefna ekki mótuð og framkvæmd, gerist það eitt að verðbólguhagsmunirnir setjast við stjórnvölinn áfram á tslandi og þá verður enn erfiðara að verja kaup og kjör verkafólksins fyrir ránfyglunum sem hvar- vetna sitja á fleti fyrir, reiöubúin aðhremma bráöina verði ekki að gert. Hér hefur i greinarkorni verið drepið á tvö meginatriði þeirrar nýju efnahagsstefnu sem nú verð- ur að marka og hrinda i fram- kvæmd. Tíminn er naumur þvi veröbólgubáliö æöir yfir akurinn og brennir upp þann árangur sem nú hefur náðst af skammtimaráð- stöfunum þeim sem rikisstjórnin greip til i upphafi tilvistar sinnar. Þær skammtimaráðstafanir eru vegvisir á rétta leið. Leikllstamámskeið Námskeið fyrir börn og unglinga i leik- rænni tjáningu og leiklist hefst þriðjudag- inn 3. október að Frikirkjuvegi 11. Upplýsingar gefur Sigriður Eyþórsdóttir i sima 29445. Garðbæingar sundlaugin verður opnuð á ný mánudaginn 25. september F orstöðumaður 0 PÓLÝFÓNKÓRINN Ungt fólk með góða söngrödd næmt tón- eyra og helst nokkra tónlistarmenntun óskast i allar raddir kórsins. Næsta viðfangsefni J:S. Bach jólaóra- toria. Æfingar hefjast sem hér segir: Altó þriðjudaginn 3/10 kl. 20.00 sópran þriðjudaginn 3/10 kl. 21.00 tenór miðvikudaginn 4/10 kl. 20.00 bassi miðvikudaginn 4/10 kl. 21.30 Skráning nýrra félaga i simum 43740, 17008, 72037 og 71536 eftir kl. 18.00. Launastefnan er hluti efna-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.