Þjóðviljinn - 24.09.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.09.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. september 1978 Sandkorn i eilífðinni Langt, langt i burtu handan við sól og mána hlýtur sifellt puð, vil og amstur litilla mann- krila á jarðkúlunni okkar að vera sprenghlægilegt tilsýndar. Við hlaupum hvert um annað þvert, elskumst, hötumst, drep- um, lyftum litlum einræöisherr- um i valdastóla, veltum þeim aftur, búum til tól og appiröt, þykjumst vitur, iýðræðissinnuð, sannleiksleitandi, frelsishetjur, verkalýðssinnar, frjálshyggju- menn, ofurmenni, meinlæta- menn, góðmenni, auðkýfingar, vel klædd eða dáðrik og deyjum siöan. Svona látum við, samtals 4 eða 5 miljarðar mannfólks á jörðinni sem er ekki stærri en sandkorn i eilifðinni. En þó að þetta virðist til- gangslaust tökum við öll þátt i þessu af hjartans lyst, a.m.k. flest okkar, og það geri ég lika. Hvað eru öll þessi andlit að vilja? Einu sinni var ég nokkrar vik- ur i stóra landinu fyrir vestan, Bandarikjunum, og seinna var ég álika lengi i stóra rikinu fyriraustan, Sovétrikjunum. Og hvernig sem á þvi stendur þykir méralltaf meira um vert mann- kynið en kirkjur, torg og súlur. Maöur stendur i brennandi sól i New York eða Moskvu og horfir steini lostinn á ólgandi mann- fijótiö. Hvernig stendur á þess- um griðarlega grúa? Hvað eru öliþessi andlitað vilja? Hvernig lifir John og Ivan af innan um miljón, 10 miijónir, 1000 miljón- ir, Hvernig? Hvernig? Þegar ég kom heim sió þeirri hugsun niöur i koll minn og stóð þar föst aö báðir væru þeir jafn- langt frá valdinu John i New York og Ivan i Moskvu og við nánari umhugsun liklega Jón i Reykjavik lika, allir jafn von- lausir, firrtir og fullir af sjálfs- blekkingum. Jarðkúlunnar aðskiljan- legar náttúrur Aö fenginni þessari niður- stööu hefði ég sennilega átt að skakklappast út og hengja mig, ganga fyrir bil eða skera mig á háls. En þaö gerði ég ekki. Mér þykir nefnilega skratti gaman aö lifa og sætti mig alveg viö aö hverfa seinna úr þessum ófulin- aða heimi ,,án takmarks og til- gangs” eins og Steinn Steinarr foröum. Og dag hvern tek ég þátt i blekkingarvefnum, þrætu- bókarlistinni, puðinu, ástinni og hatrinu af lifi og sál — bara dá- litið utan við mig stundum. Ög meira en það. Ég er ein- lægt þeirrar skoðunar að mér beri skylda til aö reyna aö bæta þetta mannlif vort þangað til mengunin. gerir út af við mig eða eitthvað annaö. Ég hef háleitar hugsjónir þó að mér hætti að visu til að hrasa. Og af þvi aö mannlifið kitlar mig meö öllum þess rifilstigum og ólíklegu útúrdúrum og af þvi að ég hef bara talsverða til- hneigingu til að elska þetta mannkyn — ég segi það hreint og beint út — sérstaklega kven- kyniö, þá grip ég stundum bæk- ur um jarðkúlunnar aðskiljan- legar náttúrur og les þær með áfergju áður en ég fer að sofa á kvöldin. Hvar er nafli heimsins? Nú aö undanförnu hef ég verið að lesa bókina Russia, The People and the Power eftir Ró- bert nokkurn Kaiser, ungan bandariskan blaöamann, sem fór austur, lærði rússnesku (það gerði ég ekki) og dvaldi i iand- inu i 3 ár. Hann fór gagngert til að skrifa bók um Rússland. Þetta er fróðleg bók fyrir margra hluta sakir, ekki sist fyrir hin amerisku gleraugu sem hann setur upp. Allt finnst mér vera satt og rétt i bókinni en þó furðulitil væntumþykja milli lina. Hvernig er hægt að skrifa bók um lif heillar þjóðar án þess aö finna sting i brjósti? Allir hafa sina galla og kosti og uppskera að einhverju ieyti það þjóðfélag sem þeir hafa sáð til. Svo spilar saga og umhverfi Hérna megin vid sól og mána sina rullu og menn verða að leit- ast við að skilja. Róbert segir að Rússar hafi tilhneigingu til að lita á Rúss- land sem nafla heimsins og þær lifsvenjur sem þar tiðkist þær einu sönnu og réttu. Þetta er nákvæmlega það sem mér finnst skina i gegnum skrif Ró- berts sjálfs. Allt er vegið og metið á bandariska vog eins og bandariskir siðir séu fullkom- lega til fyrirmyndar og Banda- rikin naflinn sjálfur. Svona naflaskoðun á sjálfum sér er i raun og veru ósköp eðlileg og hefur verið við lýði i öllum heimsveldum fyrr og siðar. M.a.s. við Islendingar, sem erum smæstir allra, teljum okk- ur trú um að við séum ansi mikilvægir og heilbrigðir i hvi- vetna þó að efasemdir leiti frek- ar á vegna fámennis. Ég man hvað ég var hissa þegar ég var 6 ára og maður nokkur kom gang- andi niður Skólavörðuholtið og spuröi mig hvar Barónsstigur væri. Þann dag ruglaðist heimsmynd min alvarlega. Ég átti nefnilega heima á Baróns- stig 57 og átti sist von á þvi að þessi miöja alheimsins væri mönnum ókunn. Bjáikinn og flísin Robert Kaiser sér fátt gott við Sovétrikin og það sé ég ekki heldur. Það væri þá helst þetta iöandi mannlif sem þar þrifst. Ég sé lika fátt gott við Banda- rikin nema þessar 200 miljónir sem þar búa og hef á tilfinning- unni aö ég gæti skrifað 447 blað- siöna bók um Sovétrikin. Robert tekur Sovétrikin i gegn — eins og rétt er og skylt — lið fyrir lið. Hann skrifar t.d. um hversu læknisþjónustan sé slöpp, sérstaklega fyrir venju- legt fólk og hversu mikið ó- öryggi fólk búi við þrátt fyrir ó- keypis þjónustu. Og eins og alltaf i bók hans finnur maður undir niöri að þaö sé nú eitthvað annaö i heimalandinu. Ég bjó á heimili islensks læknis i Bandarikjunum um tima. Eitt kvöldiö komu 4 eða 5 aðrir islenskir læknar úr ná- grenninu til að borða hangikjöt og hákarl að heiman. Ég var eins og illa gerður hlutur þvi að tal þeirra snerist að mestu um læknisfræöileg efni sem ég kunni litil skil á. Þar kom þeirra tali að þeir fóru að minnast á gamalt fólk og bandariska læknisþjónustu. Sögurnar voru svo ömurlegar að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. I Bandarikjunum er ekki ókeypis læknisþjónusta, en flest fólk tryggir sig gegn veikindum og slysum. Þessar tryggingar ná yfirleitt ekki til langrar sjúkra- húsvistar. En þannig endar gamalt fólk einmitt oft hérvist sina. Gömul hjón áttu ekkert nema litla húsið sitt og hvort annað og lifðu á knöppum eftirlaunum. Svo fór annað á spitala og legan varð svo löng að tryggingin rann út. Hitt sat i húsinu sinu og kaldur sviti spratt fram á ennið. Svo varð aö selja húsið til að hafa upp i kostnað. Þaö sem lá á spitalan- um vildi deyja hið snarasta til að bjarga hinu frá vonar- velinum og endirinn varð sá að bæði dóu af armæðu, slypp og snauö. Þetta er grimmileg saga og heföi sómt sér vel i bók Kais- ers ef hún heföi gerst i Sovét- rikjunum. John# Ivan og valdhaf- arnir Og þá er ég kominn aftur aö þeim nöfnum, John og Ivan, sem báðir eru ósköp venjulegir menn, hvor i sinu heimalandi. Kaiser lýsir vei i bók sinni um Sovétrikin hvernig valdhafarnir hafa byggt upp kerfi stighækk- andi forréttinda þar sem öll gagnrýni er stranglega bönnuð og refsiverö. Ef Ivan vill klifa upp virðingarstigann verður hann að temja sér nákvæmlega tungutak valdhafanna og þá getur hann kannski smám sam- an brotiö sér leið inn i hina nýju stéttog honum verður umbunað rikulega með betri mat, þjón- ustu, húsnæði og ferðalögum. I Bandarikjunum er þetta allt öðru visi. John hefur málfrelsi, ritfrelsi og hvers konar frelsi eins og tryggt er i stjórnar- skránni (það er reyndar lika tryggt i stjórnarskrá Sovétrikj- anna) en til þess aö geta notaö þetta frelsi með einhverjum á- rangri veröur hann að útvega mikla peninga. Annaöhvort verður hann aö reyna að gerast kapitalisti sjálfur eða afla sér stuðnings kapitaiistanna. Bandariska kerfið . tryggir nefnilega aðeins að John hafi þetta frelsi en ekki að hann geti notfært sér það. Hann getur ekki komið skoðunum sinum á fram- færi nema borga stórfé fyrir og það getur enginn nema hann sé kapitalisti. Svona einfalt er það. John verður að temja sér ná- kvæmlega tungutak -valdhaf- anna og þá getur hann kannski brotið sér leiö til valda. Enginn auðmaður er svo vitlaus að styðja sósialista til valda eða þann sem á annan hátt vill betrumbæta þjóðfélagið meö þvi að breyta þvi. Leiðirnar og markmiðið John i New York og Ivan i Moskvu eru þvi jafnnær þvi marki að geta á eigin visu látið i sér heyra og haft áhrif þó aö þeir búi við gjörólfkt stjórn- skipulag. Báðir verða að vera valdastéttinni þóknanlegir til aö komast til valda. Dubsjekk i Tékkóslóvakiu kaus þá leiö að þegja og vera góður þangað til hann var kominn i æðsta valda- stól og ætlaöi að breyta kerfinu þaðan. Það er seinleg aðferð fyrir John og Ivan og tvisýn til árangurs eins og dæmið sannar. Nú kynnu sumir að segja að John gæti safnað um sig flokki manna til að berjast fyrir hug- sjónum sinum og vakiö á sér athygli með margs konar hætti. Þetta er rétt en reynslan sýnir að um leið og flokkurinn er far- inn að ógna tilveru rikjandi stéttar fer hún á stúfana með bolabrögöum, skemmdarverk- um og mannsmorðum og beitir óspart fyrir sig rikisvaldinu, t.a.m. alrikislögregiu og CIA, til slikra myrkraverka. Leiöir valdastéttanna i Sovétrikjunum og Bandarikjunum eru kannski ekki nákvæmlega þær sömu að settu marki en þó mjög svipað- ar. Lýðræðiö og aumingja Jón En hvernig fer þá blessað iýöræðið með aumingja Jón i Reykjavik? A hann ekki miklu betri möguleika á að ná til þjóðarinnar? Hún er svo fá- menn að ekki þarf að kosta mikið að koma boðskapnum til allra og hér eru blöð opin flest- um og frambjóðendur eiga aö eiga jafnan rétt i rikisfjölmiðl- unum. Þetta er allt rétt og þarna stendur Jón miklu fram- ar nöfnum sinum austan hafs og vestan. Gallinn er bara sá að smáþjóð eins og íslendingar er sennilega i mun minna mæli frjáls að gerðum sinum en flestar aðrar þjóöir. Við erum klafabundin utanrikisverslun- inni og erlend fjárfesting er að flækja okkur i net alheimsauð- valdsins. Auk þess erum við svo óheppin að vera i N-Atlantshafi . þar sem annað risaveldið telur áhrifasvæði sitt. Það er þvi spurning hversu lengi við fengj- um að sprikla. Og ekki má gleyma þvi að viö búum við stéttskipt þjóðfélag þó að and- stæðurnar séu kannski ekki eins hrikalegar og i stærri auðvalds- þjóðfélögum. Rjóminn fer aldrei upp í mann Þetta vort jarðlif er þvi ekkert grin eða kannski öllu heldur ein- tómt grin. Valdhafarnir mata okkur sýknt og heilagt á slag- orðum eins og frelsi, jafnrétti bræðralag og lýðræði og telja okkur trú um að við búum við allt þetta eða eitthvað af þvi. Þetta er eins og að sletta rjóma i allar áttir en aldrei upp i mann. Samt finnst mér afskaplega notalegt að vera maður og vita af kvenmanni og þó að þeir kunni að hlæja i stjörnuþykkn- inu Cassipeia að öllu þessu ves- eni og flaustri á jarðkringlunni ætla ég að halda minu striki eins og ekkert sé og reyna að leggja mittfram (1/5000.000.000) til að berjast fyrir frelsinu, ekki sist hinu efnahagslega. I þvi felst vonin blið. sunnudagspistHI |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.