Þjóðviljinn - 24.09.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 24. scptembcr 1978 .-MODVILJINN — StÐA H
Fjala-
kötturinn:
„Markgreifynjan af O” er byggft
á sögu eftir Heinrich von Kleist.
örvæntingarfullt æskufólk i Bresson-myndinni „Ef til vill djöfullinn”
Stórglæsileg
vetrardagskrá
Nú geta kvikmyndaunn-
endur litið bjartari augum
á tilveruna: Fjalaköttur-
inn er farinn á stjá. Fyrsta
mynd vetrarins er einmitt
sýnd nú um helgina:
,,Höfuð ættarinnar".
(Padre 1 Padrone), ítölsk
mynd sem hlaut gullverð-
laun í Cannes í fyrra. Það
er mjög vel til fallið að
hefja vetrarstarf ið með
því að sýna svo víðfræga
og merkilega mynd. Og
ekki er framhaldið verra,
því segja má að enginn
hortittur sé á þeirri
dagskrá sem fjalakett-
'lingarbera nú á borð fyrir
langsoltna kvikmynda-
áhugamenn höfuðborgar-
innar.
1 næstu viku verður félaga
Chaplins minnst og sýndar eftir
góðar: Innflytjandinn (Immi-
grant), óeirðastræti (Easy
Street) Veðlánabúðin
( One A.M. ).Varla þarf aö kynna
þessa litlu dýrgripi kvikmynda-
listarinnar, en öllum ráðlagt að
missa ekki af þeim.
í október verða fjórar myndir á
dagskrá. „Miðja heimsins” eftir
Alain Tanner verður sýnd 5., 7. og
8. okt. Tanner er einn þeirra
Svisslendinga sem nú gera garð-
inn frægan. Forráðamenn Fjala-
kattarins sögðu á blaðamanna-
fundi i vikunni að upphaflega
hefði ætluninverið að kynna þrjú
lönd i vetur: Sviss, Kanada og
Astraliu, en i öllum þessum lönd-
um er nú mikil gróska og vaxandi
i kvikmyndagerð. Þetta reyndist
þó ekki mögulegt, en i sárabætur
fáum við semsé eitt sýnishorn af
svissneskri kvikmyndalist.
Næst kemur röðin að mynd sem
hlýtur að teljast mikill fengur að:
„Le Diable Probablement” (Ef
til vill djöfullinn) eftir Robert
Bresson. Hún verður sýnd 12., 14.
og 15. okt. Þessi nýjasta mynd
Bressons fjallar um ungan mann
sem fremur sjálfsmorð vegna
þess að honum finnst heimurinn
vera brjálaður og „fjölda-
menningin” um það bil að gera
útaf við einstaklinginn. Áhorfend-
ur geta verið sammála slikri
svartsýni eða ekki (vonandi ekki)
en snilldin verður varla af Bres-
son skafin. Hvað sem um það má
segja er vist, að þarna er verið að
lýsa örvæntingu sem er raun-
veruleg á okkar timum, og
vandamálum sem æskufólk á
Vesturlöndum á við að striða.
A eftir Bresson kemur Orson
gamli Welles með sitt sigilda
meistaraverk: Citizen Kane. Á
áðurnefndum blaðamannafundi
kom fram, að i fyrra var gerð
skoðanakönnun meðal félags-
manna Fjalakattarins og spurt
hvaða myndir menn vildu helst
sjá. Þátttakan i þessari könnun
var að visu nokkuð dræm, en sú
athyglisverða niðurstaða fékkst,
að menn vildu helst sjá gamlar,
sigildar myndir á borð við Citizen
Kane. Töldu þeir fjalakettlingar
að ástæðan hlyti að vera sú, að
kvikmyndagagnrýnendur hér á
landi sinntu ekki sem skyldi þvi
hlutverki sinu að upplýsa fólk um
þær hræringar sem eiga sér stað
úti i löndum, og þessvegna vissu
menn einfaldlega ekki um hvað
þeir ættu að biðja af nýjum
myndum. Areiðanlega er eitthvað
til i þessu, en vér skribentar hljót-
um aö hafa það okkur til málsbót-
ar að við erum hálffeimnir viö að
vera alltaf að skrifa um myndir
sem lesendur fá aldrei að sjá i
kvikmyndahúsunum hér. Einnig
má segja að vart sé um annan
stað að ræða en Fjalaköttinn
vilji menn sjá þessar sigildu
myndir, þvi að sjónvarpið gegnir
mjög illa þeirri sjálfsögðu skyldu
sinni að sýna slikar myndir. En
það er önnur saga.
Á undan myndinni um borgara
Kane er ætlunin að flytja útvarps-
leikritið Dracula, eftir Orson
Welles, en það samdi hann fyrir
bandariska útvarpsstöð á 4. ára-
tugnum. Þá verður einnig flutt
stutt kynning á ferli Welles.
Siðasta myndin i október er
indversk og heitir Skógurinn, eða
Kaadu. Leikstjóri er Girish
Karnad. Þetta er ein af þremur
indverskum myndum sem
klúbburinn sýnir i vetur. Hinar
eru Ógnarmáttur striðsins (Dist-
ant Thunder) eftir Satyaijit Ray,
sem er frægasti kvikmyndastjóri
Indverja, og Frækornið (Ankur)
eftir Shyam Benegal.
Nóvembermánuður er til-
einkaðurSpáni. Þar var lengi fátt
um fina drætti i kvikmyndalist
sem öðrum listum, en nú er að
birta til, vonandi til langframa.
Við fáum að sjá tvær myndir sem
komnar eru nokkuð til ára sinna
og teljast sigildar: Böðulinn.eftir
Berlanga og Veiðiferðina eftir
Carlos Saura. Og svoeru það tvær
nýrri myndir: Andinn I býflugna-
búinu eftir Victor Erize og Þjóf-
arnireftir José Luis Borau. Þess-
um spönsku myndum verða gerð
betri skil hér i kompunni þegar
nær dregur sýningardögunum.
Fjalakettlingar hafa einnig lofað
fyrirlestri um spánska kvik-
myndagerð i tengslum við þessar
sýningar.
Verður nú farið hratt yfir sögu
og aðeins taldar upp þær myndir
sem eftir eru, en lofað að fjalla
ýtarlega um þær flestar, ef ekki
allar, þegar þar að kemur. Upp-
talningin nú þjónar þeim tilgangi
fyrst og fremst að sýna mönnum
hvað þeir geta fengið fyrir litlar
5.500 islenskar álkrónur, ef þeir
fjárfesta i Fjalakattarskirteini.
Desembermyndirnar eru:
„Eins synd, annars dyggð” (Vizi
Privati, publice virtu), sem er
nýjasta mynd Ungverjans Miklos
Jancso, „Stækkun” (Blow-up)
eftir Antonioni, og „Baráttan um
Chile”,l. og 2. hluti. Baráttan um
Chile er éftir' Patricio Guzmán,
chilenskan kvikmyndastjóra sem
nú er landflótta og hefur lokiö við
þessar myndir á Kúbu, en efnið er
mest allt tekið i Chile, fyrir og eft-
ir valdarán.
t jandar sjáum við marg-
rómaða mynd Erics Rohmers,
„Markgreifynjan af O” (Die
Marquise von O), „Ferðaleikhús-
ið” (O thiasos) eftir Thodoros
Angelopoulos frá Grikklandi,
„Sléttuúlfinn” eftir Fred Haines
(byggð á sögunni éftir Hermann
Hesse) og stgildu myndina Karin
Ingmarsdotter, sem Victor Sjö-
ström gerði árið 1919.
Ifebrúar koma svo „Lifsmark”
eftir Werner Herzog, sem átti að
sýna i fyrra en tókst ekki,
„Satyricon” eftir Fellini, Ógnar-
máttur striðsins, sem áður var
getið, og „Viðundrn” (Freaks)
eftir Tod Browning, furðuleg
mynd sem gerð var i USA 1932.
„Amin hershöfðingi”eftir Bar-
bet Schröder —mynd sem fróðir
menn likja við „Einræðisherra”
Chaplins, veröur sýnd i mars, og
einnig „Dulbúningur” (Camou-
flage) eftir Pólverjann Zanussi,
„Seint kemur sunnudagur” (Sun-
day too far away) eftir Ken Hann-
am, og „Stúlkurnar frá Chelsea”
eftir Andy Warhol.
lapril: „Alfameyjarnar” eftir
Veru Chytilovu, sem var einn
þekktasti kvikmyndastjóri Tékka
fyrir innrásina 1968, en litið hefur
frést af siðan, „Popp-hátiðin I
Monterey” eftir Pennebaker &
Lealock, „Henging”eftir Nagima
Oshima (þann sem gerði Veldi til-
finninganna) og „Blindgata”
(Cul-de-sac) eftir hryllings-
meistarann Polanski.
Þá er það mai: önnur Orson
Welles mynd, sem heitir „F fyrir
fölsun” (F for Fake), indverska
myndin Frækornið, sem áður var
getið, „Xala” eftir Sembene Ous-
mane frá Senegal og loks „Kjarn-
orkukjúklingurinn” eftir Ernest
Pintoff.
Kvikmyndakompan mun á
næstunni fjalla nánar um aðra
þætti i starfsemi Fjalakattarins i
vetur, svo sem kvikmyndasafnið:
aukasýningar og barnasýningar,
sem fyrirhugaðar eru I vetur, og
ýmislegt fleira.
Hörkulegar uppeldisaðferðir eru gagnrýndar I ftölsku myndinni „Padre Padrone”
Veiðiþjófur á ferð I spönsku myndinni „Þjófarnir”