Þjóðviljinn - 24.09.1978, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN i Sunnudagur 24. september 1978
Sunnudagur 24. september 1978 [ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Undir brynjunni
eru karlmenn
ekki síður kúgaðir
en kvenmenn
Guölaugur Arason er fæddur á
Dalvik áriö 1950 og hefur stundaö
sjó frá barnsaldri. Hann hóf nám
viö Menntaskólann við Tjörnina
19 ára aö aldri og lauk þaöan
stúdentsprófi 1973 en hélt þá til
Danmerkur, fullsaddur af allri
skólagöngu. Guölaugur dvaldist
hiö ytra á árunum 1974-78 og
skrifaöi þá m.a. skátdsöguna
Vindur, vindur, vinur minn, sem
út kom 1975 og Vlkursamfélagið,
sem Sverrir Hólmarssón las i át-
varp 1977.
t siöustu viku gaf Mái og menn-
ing út bókina „Eldhúsmellur”
eftir Guðlaug, en sú bók hlaut
fyrstu verðlaun i verðlaunasam -
keppni Máls og menningar. Þjóð-
viljinn innti Guölaug nánar af
þessari nýjustu bók hans.
— Aðalpersónan er 45 ára
skip'stjórafrú frá Seyðisfirði,
Anna Dóra aö nafni. Lif hennar
hefur veriö „sorgarleikur”, börn-
in eru farin að heiman og hún sit-
ur ein eftir I vegiegu steypuhúsi.
Maðurinn hennar er afiaskip-
stjóri.sem heidursig mest á sjón-
um og sér metnaö sinn i þvi að
hún þurfi ekki að vinna úti.
Frænka skipstjórans. Fanney,
kemur aö sunnan til aö vinna i
frystihúsinu á Seyðisfirði. Hún er
tæplega þritug og gæti kallast
frasakenndur kommúnisti. Hún
gagnrýnir Alþýðubandalags-
prumpið og vill byltingu í
þjóðfélaginu. En koma hennar
verður til að opna heiminn fyrir
önnu Dóru. bær eiga lika margt
sameiginlegt. Báðar hafa átt
brösótt hjónaband og hvorugar
Rætt við
Arason
rithöfund
hafa fundið ást eða hlýju hjá karl-
mönnum.
Þetta veröurmeðalannars þess
valdandi að þær dragast mjög
hvor aö annarri. Samband þeirra
er þó að ýmsuleyti gloppótt, ekki
sist er Fanney yfirborðskennd,
þar sem hún á erfítt meö aö sam-
ræma yfirlýsingar sinar og gerð-
ir. Aðlokum fereinnig svoað hún
flýr af hóimi. Ég ætla ekki aö
útlista efni sögunnar nánar, en
tek það fram að ég læt lesandan-
um þaö eftir að barna söguna.
— Er þetta lykilróman?
— Nei, ekki að því leyti hvað
umhverfi Seyðisfjarðar llður.
Engin persóna I sögunni er
Seyöfirðingur, þótt sagan gerist
þar. Hins vegar hef ég alist upp á
sjávarplássi og þekki vel til Hfs-
ins á þannig plássum. Llf
sjómannskonunnar hefur alltaf
veriðfreistandi verkefni I mínum
augum. En þetta er þó ekki ein-
ungis saga af llfi og vandamálum
sjómannskonunnar, heldur er
bókin fyrst og fremst róman i
kringum hjónabandiö.
— En engu aö sföur viröist mér
af söguþræöinum aö héjr séu
vandamál nútlmakvenna ofar-
lega á baugi?
— Já, vissulega. Hins vegar
verður rithöfundur að geta sett
sig inn i öll þau mál, sem hann
skrifar um. Hann verður að geta
sett sig inn I starfsævi flugmanns,
þótt hann hafi aldrei sjálfur
flogið, ætli hann á annaö borð að
skrifa þannig bók. Nú vill svo tfl,
að ég þekki þessar elskur I gegn-
um lifið, og hef alltaf langað til aö
fjalla um þær. Og ég vil gjarnan
bæta þvi viö, að allt gott sem mig
hefur hent, á ég kvenfólki aö
þakka.
— Eru karlmönnum ckki gerö
ósanngjörn skil, þar sem afla-
kóngurinn viröist ekki bcinlinis
veröugur fulltrúi karlkynsins?
— Aflakóngurinn er barn sins
tima og fórnardýr ákveðins
uppeldis og umhverfis. Prósess-
inn byrjar við fæöingu karl-
mannsins. Stelpurnar klæðast
bleiku, strákarnir bláu. Þessi
þróun heldur svo áfram. Þaö er
mikið rætt um þaö og ritað,
hversu kvenmenn eru kúgaðir.
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að i brynjunni eru karlmenn ekki
síður kúgaöir en kvenmenn.
—IM
Hún lá vakandi i rúminu þegar
klukkan á náttborðinu hringdi.
Alla nóttina hafði rigningin lamiö
á gluggann og rænt hana svefni;
hún gleymdi sér kannski svolitla
stund, en hrökk svo upp í einu
svitakófi meö ákafan hjartslátt
og verki i móöurlifinu. Töflurnar
voru hættar að verka á hana.
Það var tæpt ár slðan hún fór
fyrst aö fá þessi svitaköst á næt-
urnar. Þá gat hún ekki sofið og sá
marglita hringi snúast fyrir aug-
unum i' hvert sinn sem hún reyndi
að standa á fætur. Hún sagði
lækninum frá þessuog þá lét hann
hana fá pillurnar. Hann taldi
þetta verabyrjunina á breytinga-
skeiðinu. Nú var hann farinn að
láta hana taka aðrar töflur sem
höfðu svolitið róandi áhrif. Eftir
þaðsvimaði hanaekki eins mikiö,
enda haföi hún litla laungun til
þess aö standa á fætur þegar hún
gleypti þessar töflur. Þá mókti
hún bara i rúminu en gat ekki
sofnað.
Læknirinn sagði að þetta geingi
yfir.
Hún neyddi sjálfa sig til að
standá á fætur. Klukkan var oröin
sex. Hún þurfti ekki aö hafa fyrir
þvi að klæða sig, þvi aö hún haföi
lagt sig útaf I öllum fötunum i
gærkveldi; hún þorði ekki aö
klæöa sig úr. Bara að einhver
væri I húsinu hjá henni, bara aö
hún þyrfti ekki aö vera ein dag
eftir dag og nótt eftir nótt. Þá liði
henni kannski betur. A þessari
stundu fannst henni það eitt
skipta máli að einhver þyrfti á
henniaðhalda.að einhverkallaöi
á hana og lofaði henni að finna að
hún væri einhvers virði.
Þegar hún dró þykk glugga-
tjöldin frá stofuglugganum,
blöstu viö henni grá regnský sem
héngu niður í miöjar fjallshllð-
arnar og mynduðu samfellt þak
yfir þraungan fjörðinn. Olpu-
klæddur maður gekk hálfboginn I
áttina að frystihúsinu, eins og
hann væri hræddur um að reka
sig upp undir þetta litlausa loft.
Rauður fólksbill skaust fram-
undan húsi; óká mikilli ferðofan I
poll og gusaði forinni út I brautar-
kantana.
Bærinn var aö vakna til lifsins.
Ekkert i þessum gráa heimi gaf
til kynna að kona, sem stóö innan
við stofuglugga á heimili sinu,
þyrfti aö kviöa þeim stundum
sem i hönd færu. En þegar hún sá
hvar stefnið á skuttogaranum
skagaöi fram undan frystihús-
veggnum, bað hún guð að hjálpa
sér. Veikur roði færöist í fölar
kinnar hennar. Hún lagði aöra
höndina á ennið og varð að
setjast. Köldum svita sló út um
hana alla.
Sem snöggvast hvörfluðu svip-
laus augu hennar inn eftir firð-
inum, llkt og þau höfðu gert á
hverjum morgni undanfarin ár.
Ekkert haföi breyst frá þvi hún
kom hingað fyrir rúmum þrjátiu
árum; fjöllin, sjórinn og fólkiö.
Allt var þeitta eins. Jafnvel hún
sjálf. Jafnvel hún sjálf var ein-
mana eins og þegar hún sá
þennan kaupstaö i fyrsta sinn
ofan af heiðarbrúninni. Þá fannst
henni eins og húsin væru litlir
ullarhnoðrar niðri i stórum potti,
alveg eins og þegar verið var aö
sjóöa ullina heima hjá henni. Það
vantaöi barahlemminn tilþess aö
setjaofan á. Þá hét hún sjálfri sér
þvl aö flytjast I burtu frá þessum
hræðilega stað undir eins og hún
hefði tækifæri til.
Siöan voru liðin meira en
þrjátiu ár og enn þá var hún ekki
flutt frá Seyðisfirði.
Hún stóð hægt á fætur og gekk
fram i eldhúsið. Út úr einum eld-
hússkápnum tök hún lltiö meöala-
glas, setti eina töflu á túngu-
broddinn og skolaöi henni niöur
með vatni. Valium. Það minnti
hana alltaf svo mikið á Valiant;
prinsinn Valiant; svarta hárið,
augun, varirnar og alla þessa
úngu fegurð sem rikti í kringum
hann.
Auðvitaö vissi hún að þetta
voru eiturlyf. En hvaö átti hún að
gera? Aöur en hún fékk töflurnar
æddi hún fram og aftur um húsiö
eins og ljón i gryfju sinni, ýmist
hágrátandi eða gráti nær, taut-
andi við sjálfa sig óráöshjal sem
hún mundi svo ekki daginn eftir.
Svo komu svitaköstin, og einu
Eldhúsmellur
sinni hafði liöið yfir hana þegar
hún var aö gánga upp kjallara-
tröppurnar. Hún fékk marbletti
út um allah likamann. Þegar
Guömundur kom i land nokkrum
dögum seinna, sagði hún honum
frá þvi hvað hafði gerst. Hann hló
aðhenni og sagði að þaö þýddi nú
lítiö fyrir hana aö ljúga að sér.
Henni væri bara nær aö drekka
aðeins minna.
A eftir bölvaði hann henni fyrir
matinn, fórútog skellti á eftir sér
hurðinni.
Næsta dag fór hún til læknisins
og komst þá I kynni við prinsinn
Valiant.
Um siðustu mánaðamót hafði
hún heitið sjálfri sér þvi að hætta
að taka töflurnar. Ein vika leið.
En þá þurftu þau Solla og Steini
endiiega að fá eitt brjálæöis-
kastiö; Steini fór á fjögurra daga
fylliri upp á Hérað, en Solla flutti
meö krakkana heim til hennar.
Eftir þaö hafði hún ekki haft
kjark i' sér til að reyna að hætta
aftur.
Hún hugsaði sig um dáhtla
stund. Hana lángaði til þess að
kveikja sér i sigarettu, en þorði
þaö ekki ef hann skyldi koma
heim á meðan. Ot um stofu-
gluggannsá hún að byrjaö var að
landa úr togaranum.
— Heldur þú að karlmaöur geti
nauögaö eiginkonu sinni? spurði
Anna Dóra allt I einu.
Þær Fanney sátu fyrir framan
sjónvarpið og drukku úr martini-
flösku sem Fanney haföi keypt á
leiöinni heim úr vinnunni. Þaö
var orðið áliðið kvölds og Guö-
mundur ekki látið sjá sig frá þvi i
hádeginu. Maturinn beið eftir
honum frammi á eldhúsborði.
— Ja, hvar eru takmörkin hjá
giftu fólki? svaraöi Fanney eftir
dálitlaumhugsun. Minreynsla af
karlmönnum er sú, að þeir séu
ekki til annars nýtir en að
nauðga. Þeirra hugsun snýst um
það eitt aö neyöa lifsöflin inn á
þær brautir sem þeim einum
hentar. Ef þeir geta ekki nauðgað
konunum sinum likamlega, þá
gera þeir þaö andlega. Sumir
vilja helst gera hvort tveggja. En
þvi miður eru allt of margar
konur sem telja þetta sjálfsagðan
hlut, og finnst það jafnvel gott.
— Ha, hvaö segirðu?
— Þetta er alveg satt. Fram aö
þessu hefur heimurinn verið til
fyrir karlmenn með nauðgunar-
móral. 1 bibliunni er okkur kon-
unum kennt að lita á karlmanninn
sem staðgengil guðs almáttugs
hér á jöröinni. Og frá þeim degi
sem við játumst undir hjóna-
bandið, höfum við samþykkt
skriflega að gera okkur að eld-
húsmellum, hvort sem við viljum
viðurkenna það eða ekki. Auð-
vitaö eru til heiðarlegar undan-
tekningar, en grundvallarregla
hjónabandsins et svona: Karl-
maöurinn ræður, konan er gæs.
Þess vegna held égað eiginmaöur
geti auðveldlega nauðgað konu
sinni, þvi það er hans eðli.
— Er það kannski þess vegna
sem þú hefur aldrei gifst? spurði
Anna Dóra og brosti striðnislega.
— Já, i og með. Við vitum að
hjónabandiö er ekkert annað en
kaupsamningur og hefur aldrei
verið annaö. Þar er verslað með
öryggi, tryggð og peninga. Sá
sem verri vöru hefur fram aö
bjóða verður undir, og undan-
tekningalitiö erum þaö viö kon-
urnar. Hjónabandið er i eöli sinu
smáborgaralegt fyrirtæki, þar
sem karlmaðurinn ræður yfir
konunni. í þetta eina ár sem ég
bjó með honum Baldri sáluga,
sællar minningar, fannst mér ég
ekki vera annað en mella, hrein
og bein mella. Ég lét af hendi
kynlif mitt, matseld og þvotta;
hann átti ibúð og veitti mér fjár-
hagslegt öryggi. I rauninni hafði
hann miklu meiri þörf fyrir mig
heldur en ég nokkurn timann
fyrir hann, og ég hugsa að karl-
menn eigi yfirleitt erfiðara með
aö vera einir heldur en við kon-
urnar. En okkar samband var
eins og venjulegt fyrirtæki, sem
hafði bókhaldið á milli fótanna á
mér; þar voru allir hlutir annaö-
hvort skrifaöir á debet eða kredit,
þar var ávisanareikningurinn
sem tekið var út af ef hrikti I stoð-
um fyrirtækisins; forstjórinn
hafði tækifæri til að fylgjast náið
meörekstrinum.og þarfóru fram
hin mánaðarlegu uppgjör... sem
fóru alltaf ákaflega I taugarnar á
forstjóranum. Ég þekki konur
sem gánga hreint til verks og
selja sig karlmönnum fyrir bein-
harða peninga. Þær eru flestar
ógiftar. En meirihluti giftra
kvenna lifir á þvi að búa meö
karlmönnum og selja sig undir
þvi yfirskini að þær séu giftar
þeim.
— Mér finnst að við konur séum
ekki aö selja éitt eða neitt þótt viö
séum giftar, svaraði Anna Dóra.
Við vinnum okkar vinnu innan
heimilsins og fáum greitt fyrir
hana, þótt það sé kannski ekki
alltaf eftir Dagbrdnartaxta.
— Veistu það, sagði Fanney, að
suður I Arabalöndum geta karl-
menn keypt sér finustu eiginkonu
fyrir eitt kameldýr. Ein mella I
Reykjavik kostar það sama i
krónutölu, ef hún tekur þá pen-
inga fyrir. Og hver er munurinn?
Hanner sá, að i Arabalandinu fær
konan ekki kameldýrið, heldur
faðir hennar. t Reykjavik fær
konanpeningana. 1 Arabalandinu
eru þaö bara hinir riku sem eiga
kameldýr. t Reykjavik geta allir
karlmenn keypt sér mellu.
Anna Dóra fór að hlæja.
— A ég að skilja þetta sem svo
að ég sé búin aö vera eldhúsmella
V æntan-
legar
bækur á
haust-
markaði
hjá Guðmundi i rúm tuttugu ár,
eða guð veit hvað?
— Niutiú og niu prósent af gift-
um konum á tslandi eru eldhús-
mellur, svaraði Fanney ákveNð,
ég fer ekki ofan af þvi.
Um leið og Anna Dóra heyrði i
flugvélinni, varð henni hugsaö til
þess þegar hún kom til Seyöis-
fjarðar i fyrsta sinn, þá tiu ára
gömul. Pabbi hennar hafði fengiö
vörubil til þessað aka búslóðinni.
Þegar þau komu niður heiðina,
urðu þau aðfara út af veginum og
vikja fyrir herbilum sem komu á
móti þeim. Bretarnir höfðu reist
bragga sina um allan bæinn,
hermennirnir gengu um göturnar
með byssur, litu hvorki til hægri
né vinstri og breyttu aldrei um
svip. Fyrirskipanir voru hrópað-
ar á túngumáli sem hún hafði
aldrei áður heyrt, allt var fram-
andi og henni fannst þessi bær
ekki vera islenskur. Hún sá fyrir
sér litlar flugvélar sem flugu
hátt upp i loftinu, mamma henn-
ar skipaði henni að koma inn, og
svo byrjuöu þeir að skjóta ...
hún stalst til þess að líta út
um gluggann og sá allt i einu
hvar sjórinn ýfðist upp rétt
aftan viö gráa herskipiö sem
var úti á firðinum. Þaö var
strið. En svo fóru bretarnir og
kanarnir komu i staðinn, með all-
ar bolsiurnar og súkkulaðiö, hún
mátti aldrei taka við sælgæti af
hermönnum...Hún er að leika sér
viö vinkonu sina sunnan við húsið
þegar þær heyra i flugvélum. Allt
i einu sér hún þrjár flugvélar
fljúga inn fjörðinn og bera við
snæviþaktar fjallshliðarnar...
þær þjóta áfram og áður en hún
veit af, sér hún kolsvartan reykj-
armökk stiga upp frá stóra oliu-
skipinu sem liggur úti á firöin-
um... andartaki siðar heyra þær
ógurlegar drunur... vinkona
hennar fer að gráta, þær gripa
hver I aðraoghlaupa inn i húsið...
út um gluggann fylgjast þær meö
þvi hvernig skipið sigur hægt nið-
ur i sjóinn þar til afturendinn
stendur einn upp úr. Mamma
hennar kemur hlaupandi inn og
segir að það hafi orðið slys...
Hún sá flugvélar hverfa inn i
skýin og öfundaði flugmennina að
geta flogið svona um loftið. Hún
ákvað sjálf að verða flugmaður
þegar hún yrði stór.
En fyrst ætlaði hún að verða
duglegasta húsmóöirin á öllu Is-
landi.
Stundum vaknaði hún um miðj-
ar nætur oglæddist fram i eldhús-
ið til þess að æfa sig. Hún batt
svuntu yfir náttklukkuna, ýfði á
sér hárið og setti upp stóra pott-
inn sem pabbi hennar haföi stoliö
frá bretanum. Siðan byrjaöi hún
að hnoða i jólaköku, samtimis
þvi sem hún skammaði krakkana
fyrir að koma svona seint heim.
Þegarhúnkom fram i þvottahús-
iö, hleypti hún I brýnnar og fórn-
aði höndum yfir öllum breta-
þvottirium sem lá óþveginn úti I
horni.
Allir draumar hennar frá þess-
um árum endurspegluðust i hugs-
anagángi móðurhennar. Þaðsem
fulloröin kona gat varð hún sjálf
aögeta; það sem mömmu hennar
fannst gott hlaut henni sjálfri lika
að finnast gott.
Þegar hún var á þessum heim-
ilisæfingum sinum, reiknaði hún
aldrei með þvi að karlmaður væri
á heimilinu. Hann hlaut að vera
úti aö vinna. Heimilisverkin og
börnin voru hennar.
Þessi börn, hugsaði hún á með-
an hún var aö búa um rúmið. 1
rúm tuttugu ár höfðu þau rænt
hana öllum tima og kröftum. A
meðan þau voru úng, hafði hún oft
verið örg út af þvi að eiga aldrei
neinar fristundir, — hafa aldrei
tima til aö setjast niður og lesa i
bók, hvað þá að fara út aö
skemmta sér eöa taka þátt i fé-
lagslifi. Þótt þau flyttu i þetta
stóra hús, gat hún ekki einu sinni
haft sitt eigið herbergi fyrir
saumavélina og annaö dót.
Krakkarnir urðu aö sitja fyrir.
En nú stóöu þrjú herbergi auð
oghúnhafði nægantima. Enhvaö
áttihún að gera með allan þennan
tima, konan sem var fyrir laungu
oröin vön því að haga lifi sinu eft-
ir þörfum annarra, búin að
afneita sjálfstæði sinu, eða
kannski selja það, eins og Fanney
vildi halda fram?
Núna hafði hún nægan tima til
þess að setjast niöur og lesa bók,
en hvaða bók átti hún að lesa? Af
hverju lángaöi hana ekki leingur
til að lesa einhverja ákveðna
bók... af hverju var ekki einhver
sem kallaöi á hana, einhver sem
skipaði henni að gera hitt eða
þetta, svo að hún feingi laungun
til að gera eitthvaö allt annað?
Hún gat svo sem notað timanntil
að þurrka af og laga svolitið til.
En ekki einu sinni það skipti
leingur máli. Það var enginn sem
gat ruslað til.
Hún var óánægð með sjálfa sig
út af þvi að geta ekki notfært sér
tækifærin þegar þau buöust. I
gærkveldi hafði Fanney beðiö
hana að koma með sér á ball, en
hún vildi það ekki þótt hana láng-
aði til þess, — sagöist þurfa að
passa fyrir Sollu...
En svo sá hún eftir þvi núna að
hafa ekki farið með henni... En
hvaö kom henni þetta við? Hvað
varðaði hana um þótt Fanney
færiá ball ogkæmisvoheim með
einhvern strák á eftir? Hún var
sjálfráö geröa sinna og ekkert var
eölilegra en stelpur á hennar
aldrei væru að slá sér upp...
kannski lægju þau bæði uppi i
rúminu á þessu augnabliki...
Hún flýtti sér fram á baðher-
bergið og horfði á sjálfa sig i
speglinum. Þetta gerði hún oft
þegarhúnvissiekki hvað húnátti
að gera af sér. I kvöld ætlaöi hún
aö halda upp á það að hún væri
orðin fjörutiu og fimm ára... hún
var oröin fjörutiu og fimm ára, en
fannst eins og hún ætti einga
framtið fyrir sér. Bara fortið...
sem fólst i þvi að fæða af sér þrjú
börn sem nú voru fullorðin og far-
in að heiman.
— Nei þetta geingur ekki Anna
Dóra, tautaði hún framan i speg-
ilinn. Þú ertkona á besta aldri og
i kvöld ætlarðu aö skemmta þér
og láta þér liöa vel...
Birtar glefsur úr nýrri
skáldsögu Guðlaugs
Arasonar, sem hlaut
fyrstu verðlaun i
skáldsagnakeppni
Máls og menningar
Allt I einu datt henni i hug að
vera ekki I neinum brjóstahald-
ara i dag VITA HVORT Fanney
tæki eftir þvi. En svo komst hún
aö þvi, aö hún væri oröin of göm-
ul. Það hefði kannski veriö i lagi
ef hún hefði haft falleg brjóst, en
ekki þessi kaninueyru hángandi
undir höndunum... ef hún heföi
haft brjóst eins og Fanney...
t gamla daga voru allar vinkon-
ur hennar farnar að nota brjósta-
haldara á undan henni. Hún var
orðin sextán ára þegar hún fékk
fyrstu brjóstahaldarana og strax
fyrsta daginn laumaðist hún til aö
stoppa skálarnar upp meö bóm-
ull.En þáfannsthenni allir horfa
á sig svo að hún tók bómullina úr.
Hún læddist aö herbergisdyrun-
um hjá Fanneyju og hlustaöi.
Ekkert hljóð. Hún þorði ekki aö
opna eins og hún var vön að gera,
heldur fór fram i eldhús og fékk
sér kaffi.
Hún var eirðarlaus. Hvernig
sem hún reyndi að berjast á móti
þvi, kom Fanney upp i huga henn-
ar.
Hún stillti útvarpið hærra en
hún var vön að gera og fór svo aö
ryksuga, þótt hún hefði gert það i
gær.
Og nú opnuöust herbergisdyrn-
ar og Fanney kom fram. Hún var
á nærbuxunum einum fata og
brosti syfjulega framan i önnu
Dóru.
— Var ég að vekja þig með lát-
unum? spurði Anna Dóra.
— Það er allt i lagi... mikið fer-
lega er ég timbruð...
Þegar skuttogarinn kom nýr til
Seyöisfjarðar, ákvað Aslaug hans
Bjössa að stofna saumaklúbb. A
fyrsta fundinum var samþykkt,
að þær konur einar feingju inn-
gaungu sem áttu menn sina á
skuttogaranum. Klúbburinn hlaut
nafnið „Nálin” og var Aslaug ein-
róma kjörin formaður til eins árs.
En þetta átti ekki aðeins að
vera saumaklúbbur, heldur lika
menningar- og fræðsluklúbbur,
sem átti að veita bæði læon og
kivanis harða samkeppni. Og
fyrsta verkefnið sem tekiö var
fyrir i „Nálinni” voru dönsku
biöðin. Slikan varning þurftu kon-
ur að panta alla leið frá Reykja-
vik, og nú var kosin nefnd sem
fékk það hlutverk að fara til Dóra
bók og fá hann til að versla með
dönsk vikublöð. Eftir það komu
dönsku blöðin reglulega til
Seyöisfjarðar.
„Nálin” hafði lika látið til sin
taka á öðrum sviðum menningar-
mála. Meðal annars var efnt til
kökuuppboðs á sjómannadaginn,
og ágóðinn látinn renna i sjóö sem
hafði það markmið að kaupa jóla-
seríu handa kirkjunni.
Aö sjálfsögöu var Anna Dóra
meðlimur I ,,Nálinni”,og nú haföi
hún ákveöið að bjóöa klúbbsystr-
um sinum I afmælið.
Fyrstu gestirnir komu eftir
kvöldmatinn. Það var Þóra hans
Arna og Áslaug formaður. Þóra
hans Arna var ættuð frá Reykja-
vik; Arni haföi kynnst henni á
meðan hann var i Stýrimanna-
skólanum. Þau voru nýflutt aust-
ur og voru nú aö byggja einbýlis-
hús upp með ánni.
Aslaug var gift Bjössa i
Brennu, sem var kokkur á skut-
togaranum. Hún varö fimmtug i
fyrra og var i Grikklandi á
afmælisdaginn sinn. Þau Bjössi
áttu sex uppkomin börn.
Varla voru konurnar sestar inn,
þegar Lisabirtist i dyrunum. Hún
var á inniskónum og hafði brugö-
ið golftreyju yfir axlir sinar, eins
og hún var vön að gera þegar hún
skaust til Onnu Dóru. Þær höfðu
verið miklar vinkonur frá barn-
æsku og voru jafnaldrar.
Rétt á eftir var bil ekið upp að
húsinuog ihonum voru þrjár kon-
ur, og ein þeirra ákafiega feit.
Fanney fékk að vita að þetta væri
Sigga, konan hans Kalia stýrsa.
Sigga skellihló þegar hún var aö
klaungrast út úr bilrum. Litil og
djúpstæö augu hem <r ljómuöu
inn I spikuðu andlitinu.
— Aumingja Sigga, sagöi Lisa.
En Sigga virtist skemmta sér
hálfu betur eftir aö henni hafði
tekist aðsmokra sér út úr bilnum.
Hún hló skærum hlátri um leiö og
hún veifaöi sverum handieggjun-
um til Onnu Dóru. Sigga þótti
ómissandi i hverju samkvæmi og
var hrókur alls fagnaðar, eins og
titt er um feitt fólk.
Asa og Jóna hans Tona komu
með henni i bfinum. Asa var gift
Sigga Lóu, sem var háseti á tog-
aranum. Hún var liölega tvitug,
mjaðmamikil meö sver læri og
digra fætur, en ákaflega mjó um
mittið. Hún var smáfrið og með
iitiö höfuð. Þessa stundina gekk
hún meöfjórða barniö. Asa haföi
verið i Danmörku i þrjá mánuði
og var þess vegna sérfræðingur
„Nálarinnar” i dönsku blöðun-
um.
Þegar ailir gestirnir voru sest-
ir, tók Aslaug skrautlegan pakka
upp úr tösku sinni og rétti Onnu
Dóru. Þetta var afmælisgjöfin frá
„Nálinni”. Anna Dóra reif n>p
pakkann og i Ijós kom postulins-
stytta af skeggjuðum sjómanni
sem hélt á brúnni pipu i hendinni.
Bing og Gröndahl.
Hannyröadótiö var nú tekiö upp
úr töskunum, meðlimirnir komu
sér þægilega fyrir og tóku til
verka sinna. Fanney sá um aö
hella i glösin, en þegar rööin kom
að Siggu, afþakkaöi hún áfengið.
— Neinei elskan min ég drekk
aldrei, sagöi hún og hló.
— Hvaö er þetta manneskja,
helduröu að þú fáir þér ekki eitt
staup og skálir við okkur, sagði
Lisa. Svona, blessuö helltu i' glas-
ið handa henni.
Nú fóru konurnar að tala um
daginn og veginn, um fiskiriið hjá
togurunum, um Soffiu i Steinholti,
sem þótti vi'st hafa þurft að þrifa
óeðlilegaofthjáhonum Gvendi B.
ámeöan Öla var á sjúkrahúsinu;
það var talað um lækninn, um
bæjarstjórann sem fótbrotnaði i
tröppunum hjá kaupfélagsstjór-
anum um daginn... sumir héldu
þvi fram að kaupfélagsstjórinn
heföi hrint honum niöur tröppurn-
ar; það varrætt um Gerðu hennar
Geröu, sem mátti ékki íerma
vegna þess aö hún var ófrisk, og
það var lika minnst svolitið á
prestinn.
Konunum kom saman um að
aldrei hefðu þær lifaö annan eins
vetur og þann sem nú var að
kveðja. Aftur á móti haföi vist
ekki sést snjókorn fyrir sunnan.
Aslaug sagðist hafa hlustað á
messu I útvarpinu á sumardagin
fyrsta, þar sem séra Kári Thor-
oddsen lofaöi Drottin almáttugan
og þakkað honum þennan yndis-
lega vetur sem hann haföi gefið
islendingum.
— Samthefuraldreiannareins
rosavetur riðið húsum á Norður-
og Austurlandi, að maður tali nú
ekki um Vestfirðina sem drukkna
árvisst I snjé og hafis.
— Það er alltaf eins og fólkiö
úti á landi skipti eingu máli, sagði
Lisa og lagði frá sér prjónana.
Þaö þykir bara sjáifsagt aö við
ferðumst i önnur byggöarlög, til
dæmis ef viö þurfum aö fara á
sjúkrahús. Við þurfum aö borga
fleiri tugi þúsunda i ferðakostnað,
á meðan fólk fyrir sunnan getur
kannski geingið þetta i rólegheit-
um eða keypt sér leigubil. Það er
öllu sleingt niður fyrir sunnan.
— Ekki Alþýðuleikhúsinu,
skaut Fanney inn i.
— Nei, en ég meina nú ekki
svoleiðis, sagöi Lisa og hélt
áfram aö prjóna.
— Vitiöi það, að danir hugsa
allt öðruvisi en við, sagöi Asa og
greip andann á lofti. Þeir eru
miklu meira fyrir að vera úti á
landi heldur en viö. Um daginn
las ég viðtal viö leikkonu i dönsku
blaði, og hún sagöist ekki geta
hugsað sér að búa i borg, hún yröi
bara að eiga heima úðe po landet,
eins og hún orðaði það. Þess
vegna keypti hún gamlan bónda-
bæ og gerði hann upp.
Þetta gátu konurnar vel skiliö,
og nú var farið að tala um gamla
bóndabæi.