Þjóðviljinn - 07.10.1978, Page 1
UÚÐVIUINN
Laugardagur 7. október 1978—219. tbl. 43. árg.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra um
vandamál húsgagnaiðnaðarins:
F or gangs verkefni
iðnþróunamefhdar
„Söngfuglarnir hugöust hreiöur sér byggja”. Naumast þarf aö óttast,
aö nokkur hrafn komi og rffi þaö hreiöur. Hitt mun væntanlega fremur
reynast, aö þeir veröi ekki látnir einir um hreiöurbygginguna. — A
fundi meö fréttamönnum i gær „tók Söngskólafólk nokkur lög á gang-
stéttinni framan viö hiö nýja heimili sitt. — Mynd: Leifur.
Söngskólinn í Reykjavík:
Flytur í eigið hús
Söngskóiinn I Reykjavik hefur
nú starfaö i fimm ár. Til þessa
hefur hann rekiö starfsemi sina i
leiguhúsnæði viö Laufásveg,
(Laufásvegur 8), en nú hefur
hann fest kaup á eigin ibúö, húsi
norska sendiráösins, Hverfisgötu
45.
Húsið kostaöi 45 milj. kr.
Greiösluskilmálar eru þeir, aö 2
miljónir greiöast viö undirritun
kaupsamnings, 18 milj. I febrúar
á næsta ári og 20 milj. i lok næsta
árs. Hér er þvi ekki i litið ráðist af
fólki, sem á nánast ekkert nema
áhugann, þegar staöiö er gagn-
vart svona stórfelldu viöfangs-
efni.
En bjartsýni fylgir söngfólki og
bregst þvi sjaldan. Eru þegar
ýmis spjót höfö úti til aö afla fjár.
Framhald á bls. 18.
,/Ég tel aö það þurfi að
fara ofan i málefni hús-
gagnaiðnaðarins nú á
næstunni og samstarfs-
nefnd um iðnþróun er
ætlað að hafa það eitt af
sinum forgangs-
verkefnum, " sagði Hjör-
leifur Guttormsson
iðnaðarráðherra í samtali
við Þjóðviljann i gær.
Hann sagði að unnið hefði verið
aö ýmsum úttektum i sambandi
viö húsgagnaiðnaðinn og eitt af
þvi sem þurfi að athuga, sé hvort
veruleg brögð séu að þvi að sömu
aöilar standi i innflutningi og
framleiðslu, hugsanlega til tjóns
fyrir iðngreinina. „Það þarf að
reyna að tryggja að islensk hús-
gagnaframleiðsla verði sam-
keppnisfær við innfluttar vörur og
að æskileg hagræðing náist innan
iðngreinarinnar. Það er eðlilegt
að stjórnvöld styðji að þvi,” sagði
iðnaðarráðherra.
Hann sagði að takmörkun á
innflutningi hefði ekki verið rædd
enn á milli ráðuneyta. Trésmiðir
hafa sem kunnugt er krafist þess
nýlega , að hömlulaus inn-
flutningur húsgagna og innrétt-
inga verði stöðvaður. „Þaö er
málefni viðskiptaráðuneytisins
að taka á þvi,en það tengist auð-
vitað friverslunarmálunum og
niðurfellingu tolla á innfluttum
iðnvarningi,” sagði iðnaðarráð-
herra að lokum.
-eös
Hjörleifur Guttormsson: Athuga
þarf hvort veruleg brögð séu að
þvi að sömu aðilar flytji inn og
framleiði húsgögn.
Neínd um
eitt lands-
fyrirtæki
Iðnaðarráðherra hefur skipað
nefnd sem á að gera tillögur um
það, með hvaða hætti vænlegast
er að framkvæma yfirlýsta stefnu
rikisstjórnarinnar i orkumálum.
einkum að þvi er varðar það, að
koma á fót einu landsfyrirtæki,
sem annist meginraforkufram-
leiðslu og raforkuflutning og
frygg* sama heildsöluverð á raf-
orku i öllum landshlutum. Er
þess óskað i skipunarbréfi að
nefndin ljúki störfum fyrir næstu
áramót.
Formaður nefndarinnar er
Tryggvi Sigurbjarnason raf-
magnsverkfræðingur en varafor-
maður Helgi Bergs bankastjóri.
Aðrir i nefndinni eru Egill
Skúli Ingibergsson borgarstjóri,
Jakob Björnsson orkumálastjóri,
Jóhannes Nordal stjórnarfor-
maður Landsvirkjunar, Kristján
Jónsson Rafmagnsveitustjóri
rikisins, Magnús E. Guðjónsson
framkvæmdastjóri Sambands isl.
sveitarfélaga og Valur Arnþórs-
son stjórnarformaður Laxár-
virkjunar.
ÞORSKKLAKIÐ 1978 TÓKST VEL:
Hiö ýjóróa besta
síðan áriö 1970
Mikið hcfur verið rætt um
loðnuna og hvernig klaki hennar
reiddi af sl. vetur. Minna hefur
verið rætt um þorsk og ýsu-
ktakið og þvi snérum við okkur
til Hjálntars Vilhjálmssonar
fiskifræðings, en hann, ásamt
Eyjólfi Friðgeirssyni og
Vilhelminu Vilhjálmsdóttur
fiskifræöingum, annaðist rann-
sóknir á þorsk, ýsu, karfa og
loönuklakinu i ágúst sl.
„Samkvæmt okkar niður-
stöðum viröist sem þorsk og
ýsuklakið sl. vetur hafi tekist i
meðallagi vel og okkur sýnist
sem klakið i ár sé það 4. besta
frá þvi rannsóknir okkar hófust
1970”, sagði Hjálmar.
Frá þvi 1970 hafa komið 3
mjög góðir árgangar en 5 lélegir
en útlit er fyrir að árgangurinn i
ár verði sterkur. Hjálmar sagöi
að þetta hefði ekki komið svo.
mjög á óvart, en væri gleöiefni,
þar sem hrygningarstofninn hjá
Ysuklakið
í ár hið 2. besta,
að sögn
Hjálmars
Vilhjálmssonar
fískifræðings
þessum fisktegundum væri svo
litill. Þvi væri það svo mikils
virði ef utanaðkomandi skilyrði
i sjónum væru með þeim hætti
að klakið tækist vel, en svo
virðist hafa verið sl. vetur og
vor.
Hjálmar sagði að útlit væri
fyrir að klak ýsunnar hefði
tekist svo vel s.l. vetur, að sá
árgangur yrði 2. besti frá þvi
1970. Greinilegt er að sögn
Hjálmars, að ýsustofninn er á
uppleið hér við land og hann
benti á, að 1976 hefði ýsuklak
tekist með afbrigðum vel.
Aftur á móti er minna vitað
um karfann. Hann er mjög sein-
vaxta og þvi liða svo mörg ár
þar til hann kemur i gagnið. Og
þar sem seiðarannsóknir hófust
ekki fyrr en 1970, er svo litið til
að miða við. Þó væri ijóst, að nú
væri ekki nema 10-20% af þvi
seiðamagni af karfa i sjónum,
sem var á árunum 1972 til 1975.
Annars er karfinn á svo dreiföu
svæði i hafinu að erfiðara er að
átta sig á honum en þorsk og
ýsu, sagöi Hjálmar.
-S.dór
Hjálmar Vilhjálmssson.
Sjálfstæöis-
flokkurinn
snýr
viö blaöinu
Villfulla
aöild
starfs-
manna að
stjórnum
fyrirtœkja
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur skyndilega snúiö við blað-
inu og tekið þá afstöðu tii
aðildar starfsmanna að
stjórnun fyrirtækja borgar-
innar að þeir eigi að sitja i
stjórnunum með fullum rétt-
indum, þ.á.m. atkvæðisrétti.
Þessum sinnaskiptum var
fagnað i borgarstjórn
Reykjavikur s.l. fimmtudag,
en árum saman hafa borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins kolfellt allar tillögur nú-
verandi meirihlutaflokka um
samstarf og samráð við
starfsmenn borgarinnar.
Tilefni umræðnanna var til-
laga meirihlutans um að
starfsmenn borgarbókasafns
og strætisvagnanna til-
nefndu 1 fulltrúa i stjórnir
þessara stofnana og skyldi
hann hafa málfrelsi og til-
lögurétt. Er það i fullu sam-
ræmi við samstarfssamning
meirihlutaflokkanna og lýstu
borgarfulltrúar þeirra þvi
yfir á fundinum að svipuðu
fyrirkomulagi yrði komið á i
sem flestum stjórnum fyrir-
tækja og stofnana borgarinn-
ar. Jafnframt lýstu þeir þvi
yfir að þeir væru hlynntir
fullum réttindum til handa
starfsmönnum, eins og raun-
ar borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins hafa itrekað
flutt tillögur um i borgar-
stjórn og að lagalegur
grundvöllur fyrir sliku yrði
kannaður svo og áhugi
starfsmannafélagsins á sliku
fyrirkomulagi. Sjá nánar frá
umræðunum á siðu 9.
—AI
SJÁ 9. SÍÐU
Fram-
kvæmda-
ráð stofn-
að í
Reykjavík
Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti s.l. fimmtudag að
stofna sérstakt fram-
kvæmdaráð sem fara skai
með framkvæmda verkefni,
sem ekki heyra sérstaklega
undir aðrar stjórnarnefndir
borgarinnar.
Sigurjón Pétursson sagði i
framsögu sinni meö tillög-
unni að á þessu ári verði
varið um 8 miljörðum króna
til verklegra framkvæmda á
vegum borgarinnar, en öll
þessi verkefni heyra beint
undir embætti borgarverk-
fræðings og ekki undir stjórn
kjörinna fulltrúa borgar-
stjórnar.
Ráðið verður skipað 7
fulltrúum, kosnum af
borgarstjórn og verður
liklega kosið i það á næsta
borgarstjórnarfundi.
—AI
SJÁ 9. SÍÐU