Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. október 1978
UJODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfirelsis
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiðsla, aug-
lýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Meðvituð breikkun
á forystuvanda?
Geir Hallgrímsson formadur Sjálfstæðisf lokksins spil-
aði út trompi sínu á aukaþingi Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna um síðustu helgi: Með því að setja mig af,
vinna Sjálfstæðismenn það eitt að staðfesta f ullyrðingar
um óeiningu innan flokksins. Þessvegna býður Geir
Hallgrímsson Sjálfstæðismönnum upp á illskárri kost;
það er að segja að hann sitji áfram sem formaður til
þess að hægt sé að sýna einingu útávið að minnsta kosti.
Morgunblaðið sem harla lítið hefur sinnt hugðaref num
ungra Sjálfstæðismanna hefur í vikunni með miklum
fyrirgangi reynt að gefa í skyn að niðurstöður ungliða-
þingsins hafi verið stuðningsyfirlýsing við stjórnarfor-
mann Árvakurs h.f., útgefenda blaðsins.
Sannleikurinn er hinsvegar sá að Geir Hallgrímsson
slapp naumlega undan vantrausti Valhallarþingsins.
Það sést best á þvi að tengdasyni Alberts Guðmundsson-
ar tókst að skapa öruggan meirihluta í allsherjarnefnd
þingsins sem lagði til að í ályktun um starf semi og skipu-
lag Sjálfstæðisflokksins yrði þess krafist að fram færi
„markviss endurnýjun á forystu flokksins".
Á sama hátt komu fram tiilögur á þinginu þar sem
sagt var að forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn
öðlaðist þann sess sem hann ætti skilið væri endurnýjun á
forystunni. Fleiri gagnrýnistillögur á þinginu áttu mik-
inn hljómgrunn en margir þingfulltrúar halda þvi fram
að baráttuhugur ungra Sjálfstæðismanna hafi verið
svæfður með kirkjulegum hátíðastundum og með stað-
hæfingum um að það væri í verkahring landsfundar en
ekki ungra Sjálfstæðismanna að þrýsta á um forystu-
skipti. Auk þess héldu forystumenn Sambands ungra
Sjálfstæðismanna því f ram að þeir yrðu settir í óþolandi
aðstöðu ef aukaþingið ætlaði sér að gera bindandi sam-
þykktir um að fela þeim að berjast opinberlega gegn nú-
verandi f lokksforystu.
Vandi Sjálf stæðisf lokksins er svo margþættur að teikn
eru á lofti um að hnignunarskeiðið geti orðið viðvarandi.
Eins og títt er um f lokka á slíku stigi verður það helst
fyrir í naflaskoðun þeirra sem mesta ábyrgð bera á
ósigrum og upplausnarástandi að krefjast skipulags-
breytinga og nýrra hugmynda. í báðum þessum efnum
virðist Sjálfstæðisf lokkurinn dæmdur til þess að ganga
blindgötuna á enda.
Hugmyndir Geirs Hallgrimssonar og Morgunblaðs-
klíkunnar um þrígreiningu forystunnar og samkosningu
varaformanns og flokksformanns á landsfundi er ekki
annað en meðvituð breikkun á forystuvandamáli. Ljóst
er að Albert Guðmundssyni væri í lófa lagið að tryggja
sér varaformannssætið á næsta landsfundi. Til þess að
setja undir þann leka leggur Geirsklíkan til að kosið
verði sameiginlega um formann og varaformann. Með
þessu lagi er talið einsýnt að Geirsmenn geti orðið í öll-
um þremur virðingar og valdaembættum Sjálfstæðis-
flokksins eftir næsta landsfund sem flokksforystan
ætlar ekki að halda fyrr en þetta markmið er tryggt.
Engin ástæða er þó til að ætla að f lokkadráttum Ijúki
þótt forræði Geirsarmsins yfir Sjálfstæðisflokknum
verði staðfest. Til þess eru önnur viðhorf innan f lokksins
of sterk. Viðhorf sem eru tengd nöfnum Alberts og
Gunnars og málefnum eins og verkalýðsmálum og
aronsku.
Verkalýðsklúbburinn eins og ungir Sjálfstæðismenn
nefna forystumenn flokksins í verkalýðshreyfingunni
mun til að mynda varla una því að verða settur til hliðar
nú þegar það er yfirlýst stefna f lokksforystunnar að
beita honum í auknum mæli sem Trójuhesti í samtökum
launafólks.
Forystumenn ungra Sjálfstæðismanna hafa haft á
orði að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki nýtt skipulag
heldur nýjar hugmyndir og baráttumál. Það er átakan-
legt dæmi um vesöld f lokksins í dag að í stað raunsæis-
hyggju og framfarastefnu í atvinnumálum sem Sjálf-
stæðismenn með jarðsamband í atvinnulíf inu hafa fylgt
vilja ungliðarnir snúa aftur til frjálshyggjuhugmynda
nítjándu aldar. Hugmynda sem íhaldsf lokkar í nálægum
velferðarríkjum hafa fyrir löngu snúið baki við. Slíkt
afturhvarf yrði vinstri mönnum fagnaðarefni með þvi
að það drægi enn úr fylgi og áhrifum Sjálfstæðisflokks-
ins í landsmálunum.
fslendingur berst Þeir lögðu á flótta og fengu
með Ródesíuher r r - * ■
gegn skæruhöum: kulumar i bakið eða rassinn
>• hcppmr iAirrj wlmn
>1 prwjfjr fjur [riu snru frlturr
i vel skipuUgón jógerðir 141 vliióu
■ slrr 1 fjeir* >Uu segu ungur I'
)in|iur Hjrjklur SigurAvym 1 hrefi
>j|iMjA.itis rn Hjtalúu' hervi meó
KiHleMuliei (Xgn skrrulióum Nknnm
:m \kvri >ar frk 1 frfiium fvrir
nokkru \kutu skrrrulkUr niAur
rtvlCMskj íjrpegjílugvei 1 kzllurur
flugi uf herferAan. tem Heraklur
nefmr her ið ufjn. *jr hefmUraðgeró
hersms tegru pest
..Minnfjll tjr gifurlegl hji skjcru
liAum þfti t*>' 'irtusi *er» tiðhunir
okkur ng hiðu heinlinis 1 tkocgrofum
Þeir tnru með skotfcn og maur
hirgðu M margra daga. h J m ilanskar
sjrdmur sem *ið lókum rtokkra kataa
af nf nuium *el "
f r Haraklur þarna að Ivu ai
hurðum. vem aiiu sír Uað um 70 km
landarruera granmikrsint
n þar eiga skmiliðar
— tetur ad 400 til 500 skatmliiar haf i f allió í Mosambique
Nkiunie. griðund N jr hcrfkikknum
fkigið mn tfir Undið og tarpað ut I
fjllhlifuni
Hirjklur hekiur afrjm ,,l m leið
ng herfkikkjr nkkar nklguðusl skol
grifirrur logðu ..heljurnar" á flðlla og
fengu kulurnar 1 hakið cða rasainn
Pað er ekki huið að biru neinar tölur
um hd vem sið felkium. en tg reikna
með að það hafi ekki »erið frrn en
400 nl S00 Einu áfðll okkar voru að
iveir ungir menn fellu og iveir
uerðusl Eg gel ekki senl ykkur nemar
myndir þvi okkur er ilrangiega
bannað að hafa með okkur Ijóamynda
Til skyringar skal þesa getið að
Nkomo og tvarur liðamenn hana berj
asi gegn sijOm hvttra marma I land
inu. en nu sunda yfir umrungar um
Viðtoku svaru meirihluuns á sljðm
landsins I áfðngum ■ G5.
Undarlegt bréf
Undarlegt bréf verður tilefni
forsiðuuppsláttar Dagblaðsins i
fyrradag. Það er frá ungum Is-
lendingi sem Haraldur heitir
Sigurðsson, og hefur hann gerst
málaliði i her þeirra sem
stjórna Ródesiu með meira en
vafasömu umboði, að ekki sé
meira sagt. Haraldur þessi er
að lýsa þátttöku sinni i áhlaupi
inn fyrir stöðvar grannrikisins
Mosambique, þar á sveit hans
að leita uppi skæruliða úr þjóð-
frelsishreyfiingu þeirri sem
Nkomo stjórnar. Glefsurnar úr
bréfi hins islenska málaliða eru
á þessa leið:
Kúlur í bakið
,,Ég var svo heppinn að vera
valinn til þessarar farar, þetta
voru frábærlega vel skipulagðar
aðgerðir og stóðu þær yfir i f jóra
daga.. Mannfall var gifurlegt
hjá skæruliöum þótt þeir birtust
viðbúnir okkur og biðu veinlinis
i skotgröfum. Þeir voru með
skotfæri og matarbirgðir til
margra daga, þ.á.m. danskar
sardinur, sem við tókum nokkra
kassa af og nutum vel...
Um leið og herflokkar okkar
nálguðust lögðu „hetjurnar” á
flótta og fengu kúlurnar i bakið
eða rassinn. Það er ekki búið að
birta neinar tölur um þá sem við
felldum, en ég reikna með að
það hafi ekki verið færri en 400-
500. Einu áföll okkar voru að
tveir ungir menn féllu og tveir
særöust.”
Fáránleiki
og alvara
Fyrstu áhrif slikrar lesningar
gætu verið þau, að mönnum
finnist þeir hafi fyrir framan sig
bréf manns sem haldinn er
sibernsku og heldur áfram að
lifa i dagdraumum um indijána-
leiki von úr viti. Þarna er allt
sem þarf: Það er stórkostleg
skemmtun að lenda i þessu
ævintýri (,,ég var svo heppinn
að vera valinn”). Alit gengur
eins og i sögu, hetjurnar hvitu
þurfa ekki annað en að sýna sig,
þá flýja þeir innfæddu eins og
fætur toga (þeir geta ekki verið
hetjur nema innan gæsalappa,
enda miklu ómerkilegri menn),
það er tekið herfang (danskar
sardinur), og siðan kemur
drjúgur fögnuður og stolt yfir
þvi hve marga hefur tekist að
drepa — þeir misstu 400-500
manns, við þrjá.
En þaö er ekki hlæjandi að
þessu, þvi miður. Við höfum
fyrir okkur afskaplega dapur-
legt dæmi um ungan mann
islenskan, sem hefur undarlega
brenglaðar hugmyndir um það
hvað er lofsvert i mannlegri
framgöngu og gengur i lið með
málaliðum þeim, sem hafa
komið við sögu viða i Afriku
undanfarin ár, og eru almennt
taldir eitthvert lakasta hyski i
manna tölu. Málaliðar þessir
hafa eins og kunnugt er lýst þvi
við mörg tækifæri hve skemmti-
leg iþrótt það sé að drepa fólk.
og margt bendir til þess
að þeir hafi einmitt sérstaka
ánægju af þvi að drepa Afriku-
menn — þeir eru svartir og
heimskir og eiga ekki 'betra
skiliö en að fá kúlu i bakið ef
þeir reyna i verki að efast um
forsjá þeirra sem vilja eiga
þeirra land. Haraldur er
bersýnilega alveg á sömu
nótum — og við vitum vel að
þessi hugsunarháttur er engin
sérviska einstaklinga, hann
hefur ráðið atferli hvitra manna
um sunnanverða Afriku og
viðar. Það er eins með sjálf-
umgleði hins skotglaða islenska
málaliða i Ródesiu og t.a.m.
skrif Viggós Oddssonar i Visi:
báðir sýnast mennirnir „fárán-
legir” eins og krakkarnir segja,
en viðhorf þeirra og framganga
er römm alvara i afrisku sam-
hengi.
Hlutur
Dagblaðsins
Halldór Laxness segir á þá
leið i Yfirskyggðir staöir.að svo
virðist sem menn hafi jafnan
haft mestu skemmtun af stríði
— nema þá sá maður sem
skatinn er og ef til vill móðir
hans. Og hér er rétt að vikja
nokkrum orðum að þætti Dag-
blaðsins. Það er rétt, að strið er
frétt, og þátttaka Islendings i
styrjöld er lika^ frétt, þvi ekki
það? En mannvíg þrælvopnaðra
málaliða i skógum Afriku eru
þess eðlis, að það virðist hæpið
siðgæði að taka þátttöku
Haralds Sigurðssonar i þeim
sem sjálfsögðum hlut. Það gerir
blaðið — það gerir i frásögn og
uppsetningu ekkert það sem
skapi minnstu fjarlægð milli
blaðs og sögumanns, lesandi fær
ekki betur séð en sami rass sé
undir báöum. Hafi fréttamenn
Dagblaðsins viljað ná fram ein-
hverjum öðrum áhrifum, þá
hefur þeim láðst aö reyna við
þann möguleika.
Pólitískir
þjófnaðir |
Fátt er jafn skemmtilegt og !
deilur um höfundarrétt i stjórn- I
málum. Sjálfsstæðismenn hafa I
nú um hrið haldið uppi skothrið ■
á Alþýðuflokkinn fyrir að reyna !
að stela stefnu þeirra — þetta
kemur mörgum að þvi leyti
spánskt fyrir sjónir, að kannski '
var ekki öðru að stela en stefnu- |
leysinu. Um þetta efni eiga
Timinn og Benedikt Gröndal
svofelld orðaskipti i gær:
,, — Sjálfstæðismenn segja, að !
þið Alþýðuflokksmenn hafið I
stolið stefnu þeirra og siðan
svikið hana.“
„Það má segja, að siðan !
Ólafur Thors sneri Sjálfstæðis- I
flokknum við, þannig að hann I
fór að ganga inn á hugmyndir I
velferðarrikisins, þá hafi Sjálf- ]
stæðisflokkurinn verið að
hamast við að stela málefnum I
jafnaðarmanna, en siðan oft I
verið fljótur að bregðast þeim, ]
þegar vindurinn blés á annan
hátt. Þetta er stjórnmáladeilu-
efni sem hefur fleiri en eina *
hlið”
Skyldleikinn
Það er nokkuð til i þessu hjá
Benedikt, islenskir sósialdemó-
kratar urðu veikur flokkur m.a.
vegna þess, að ólafur Thors sá
það fyrr en margir erlendir
ihaldsforingjar, að hagkvæmt
var að fallast á ýmislegt af þeim
umbótum sem höfðu eflt verka-
lýðsflokka allt um kring — enda
þótt sú málamiðlun væri af
hálfu hans flokks jafnan i anda
formúlunnar of litið of seint.
Hitt er svo lika rétt, að oft
hefur verið erfitt að greina á
milli efnahagsmálahugmynda
Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks, sem hafa þá mótast
fyrst og fremst af viðhorfum
hins siðarnefnda. Það er af
þessum sökum, að mikill fjöldi
kjósenda gengur fyrirhafnar-
litið á milli þessara tveggja
flokka i kosningum — og ræður
þá mestu hvor þeirra hefur
verið í stjórn rétt áður. Það er
lika af þessum sökum, að vinni
þessir tveir flokkar saman, þá
hverfa öll sérkenni Alþýöu-
flokksins úr vitund almennings,
með þeim afleiðingum fyrir
fylgi flokksins sem allir þekkja.
áb
Fonnaöur Alþýðuflokksins:
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hamast við að stela
málefnum jafnaðarmanna
— slöan Olafur Thors snéri honum viö.
L_.,