Þjóðviljinn - 07.10.1978, Page 6
6 SJÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Laugardagur 7. oktdber 1978
Samskiptamál ríkisins og dagbladanna
Boðiö til viðræðna
í næstu viku
segir yidskiptaráðherra
— Á fund ríkisstjórnar-
innar í fyrradag barst bréf
frá útgefendum fjögurra
dagblaöa, Morgunblaðsins#
Tímans/ Þjóðviljans og
Alþýðublaðsins/ þar sem
lýst var áhuga á því að
hefja viðræður við stjórn-
ina um málefni blaðanna.
Þetta mál verður afgreitt á
stjórnarfundi á þriðju-
daginn kemur og ég vænti
þess að hægt verði að setja
starfshóp í samskiptamál
rikisins og dagblaðanna
strax í næstu viku, sagði
Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra í sam-
tali við Þjóðviljann i gær.
Svavar sagði að hann myndi að
sjálfsögðu bjóða fulltrúum allra
blaðanna til viðræðna um sam-
skiptamál þeirra og rikisins.
Ætlunin væri að ræða ekki ein-
ungis um verðlagsmál heldur um
ýmis önnur atriði t.d. viðskipti
blaðanna við Póst og sima sem
þau greiddu fyrir á hæsta verði
þrátt fyrir að þau væru griðar-
mikil að vöxtum. Minnti ráð-
herrann einnig á að Blaðaprents-
blöðin, þar á meðal Visir, hefðu i
vetur komið sér saman um
ákveðnar tillögur i þessum efnum
og væntanlega gætu þær orðið út-
gangspuntkur i viðræðum stjórn-
valda við útgefendur blaðanna
allra.
—ekh
A þessu svæði vill TBR gera útitennisvelli og borgin vill hagnýta þá fyrir skautasvell á vetrum.4
SkautasveU hjá TBR?
A fundi sinum fyrir nokkru
féllst borgarráð á erindi Tennis-
og Badmintonfélags Reykjavikur
þess efnis, að félagið fengi að
stækka lóð sina við Gnoðavog og
utbúa þar tvo útitennisvelli.
Borgarráð beindi þvi einnig til
TBR að athuga, hvort unnt væri
að gera skautasvell á völlunum
yfir vetrartimann.
Blaðamaöurhafði samband við
Garðar Alfonsson umsjónarmann
iþróttahúss TBR. Sagði Garðar,
að kostnaðaráætlun frá þvf i vor
hljóðaði upp á 12 miljónir, en
ekki sagðist hann vita hvenær i
byggingu vallanna yröi ráðist.
Garðar sagði ennfremur, að hug-
myndin um skautasvell á völl-
unum hefði ekki verið rædd meðal
forráðamanna TBR, en sér fynd-
ist ekki ósennilegt að þennan
háttinn mætti hafa á. A teikning-
unum væri ekki gert ráð fyrir, að
vellirnir yröu yfirbyggöir og þvi
yrði tennis vart leikinn á þeim
nema yfir sumarmánuðina.
„Það verður að vera algjört
samráð milli okkar og borgar-
innarum það, hvernig að skauta-
svelli á völlunum verður staðið”,
sagði Garðar að lokum.
Þegar þessir vellir komast i
gagnið verða þeir einu löglegu
útitennisvellirnir hér á landi.
Félagar i TBR eru nú um 900 og
er iþróttahús félagsins fullnýtt.
Garðar Alfonsson
Háskólinii
1. des.
kosningar
Kosningar til hátiðarnefndar 1.
desember meðal stúdenta i
Háskóla tslands fara fram á
stúdentafundi i veitingahúsinu
Sigtúni við Suðurlandsbraut
laugardaginn 21. október 1978.
Nefndin skal skipuð 7 mönnum, er
kosnir skulu leynilegri lista-
kosningu.
Framboðum ásamt meðmælum
10 stuðningsmanna og tillögum
um markmið og tilhögun hátiðar-
haldanna skal skilað kjörstjórn
fyrir kl. 12.00 mánudaginn 16.
október á skrifstofu Stúdentaráðs
Háskóla Islands.
Fundurinn hefst kl. 14.30 stund-
vislega með framsöguræðum.
Fær hver listi 30 min. til ráð-
stöfunar. Að þvi loknu hefjast
almennar umræður og kosningar,
er standa munu til kl. 17.30. —
Kjörstjórn 1. des. kosninga 1978.
Skipulags-
stofnun höfuð-
borgarsvæðis
helsta máliö á aðalfundi Samtaka
sveitarfélaga á höfuöborgarsvædinu
i dag kl. 2 hefst á Seltjarnarnesi
aðalfundur Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu.
Samtökin voru stofnuð i april 1976
og eiga 9 sveitarfélög aðild að
þeim: Hafnarfjörður, Garðabær,
Bessastaðahreppur, Kópavogur,
Seltjarnarnes, Reykjavik, Mos-
fellshreppur, Kjósarhreppur og
Kjalarneshreppur. Allir kjörnir
sveitarstjórnarmenn á þessu
svæði, rúmlega 70 talsins, eiga
sæti á aðalfundinum.
filgangur samtakanna er að
beita sér fyrir samstarfi um
skipulag og þróun byggðar á
höfuðborgarsvæðinu og vinna að
öðrum hagsmunamálum sveitar-
félaganna.
Helsta málið á aðalfundinum er
umræða um stofnun skipulags-
stofnunar fyrir höfuðborgarsvæð-
ið og er búist við aö tekin verði
ákvörðun i málinu á fundinum, en
nánara samstarf sveitarfélag-
anna i skipulagsmálum hefur
verið á döfinni undanfarin tvö ár.
Auk þess „fara fram venjuieg
aðalfundarstörf. Rætt verður um
starf samtakanna og fjárhags-
áætlun fyrir næsta ár og kosning
stjórnar fer fram. Stjórn samtak-
anna skipa nú eftirtaldir menn:
Stefán Jónsson Hafnarfirði,
formaður, Markús Orn Antonsson
Reykjavik, Olafur Jónsson Kópa-
vogi, Kristján Benediktsson
Reykjavik, Rikharð Björgvinsson
Kópavogi, Þorbjörn Broddason
Reykjavik, Jón Guðmundsson
Mosfellssveit, Kjartan Jóhanns-
son Hafnarfirði og Sigurgeir
Sigurðsson Seltjarnarnesi.
—eös
Leiðrétting
við leikdóm
1 leikdómi um sýningu Þjóð-
leikhússins ,,A sama tima að
ári”, sem birtist i Þjóðviljanum
sl. þriðjudag slæddist sú mein-
lega villa inn i fyrirsagnir og
texta að Björn Björnsson væri
höfundur leikmyndar. Leik-
myndina gerði Birgir Engilberts
og er hann beðinn velvirðingar á
mistökunum.
Svavar Gestsson: Skipaður
verður starfshópur i samskipta-
mál biaða og rikis I næstu viku.
Fá eftirágreiddir starfsmenn borgarinnar launauppbót
Óréttlátt að bæta ekki vísi-
töluna 1.-10. sept.
segir formadur borgarráðs Reykjavíkur
Ekkert þak hjá borginni 1. jan.
Meirihluti borgarstjórnar
Reykjavikur telur óréttlátt að
borgarstarfsm enn sem fá
greidd laun sin eftirá skuli ekki
fá veröbætur fyrir fyrstu 10
daga septem ber m ána ðar
meðan hærri visitalan var i
gildi.
Þetta kom fram i svari
Björgvins Guðmundssonar
borgarráðsmanns við fyrir-
spurn frá Birgi Isl. Gunnarssyni
um launagreiðslur borgarinnar
i septembermánuði.
Björgvin sagði að borgin heföi
fylgt fordæmi rikisins eins og
raunar Kópavogur hefur einnig
gert, þannig að ekki var dregið
af launum fyrirframgreiddra
starfsmanna 1. október, þó þeir
befðu skv. bráðabirgðalögunum
og nýrri visitölu fengið ofgreidd
laun.
Þá hefur þeirri reglu rikisins
einnig verið fylgt að greiða
eftirágreiddum starfsmönnum
borgarinnar ekki visitölubætur
fyrir fyrstu 10 daga september-
mánaðar áður en ný og lægri
visitala tók gildi. „Meirihluti
borgarstórnar telur þó að hér sé
um rangláta reglu að ræða”,
sagði Björgvin Guðmundsson,
,,og telur rétt að hugað veröi að
þvi hvort greiða eigi umræddum
starfsmönnum uppbótá laun sin
fyrstu 10 daga mánaðarins, en
Garðar Alfonsson
það myndi kosta borgina 2,3
miljónir króna”.
Ef eftirágreidd laun fyrir
september yrðu greidd á sama
hátt og fyrirframgreidd laun
myndi það kosta borgina um 7
miljónir króna.
1 svari Björgvins við fyrir-
spurn Birgis um visitöluþakið
sem bráðabirgðalögin gera ráð
fyrir, kom einnig fram, að engin
áform eru uppi um að breyta frá
fyrri samþykkt borgarstjórnar
um greiðslu fullra visitölubóta
eftir áramót. Meirihluti borgar-
stjórnar ákvað i sumar að taka
samningana i gildi i áföngum,
þannig að eftir næstu áramót
yrðu greiddar visitölubætur á
laun borgarstarfsmanna. Þessi
ákvörðun stendur óhögguð þrátt
fyrir bráðabirgðalögin.
Starfsmenn borgarinnar sem
skv. lögunum myndu bera
skertar visitölubætur eru um
37« talsins og mismunur
áskertum og óskertum visitölu-
bótum er talinn munu nema 73
miljónum króna á árinu 1979.
—AI