Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 7
Laugarda gur 7. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Á tímum hraðra þjóðfélagsbreytinga eins og við lif- um á, þegar fjölmiðlar flytja okkur daglegan skammt af hörmungum heimsins, myndast ákveðinn grundvöllur fyrir trúna á hinn sterka mann, sem kippir málunum í lag Ingolfur Margeirsson Diskótek Drottins Sverrir Haraldsson listmálari segir i viðtalsbókinni „Steinar og sterkir litir”: „Ég er með Guði, en á móti prestunum”. Halldór Reynisson guðfræði- nemi skrifar grein i blaðinu i gær, sem er meira og minna beint til undirritaðs. Aftarlega i greininni óskar hann þó eftir þvi, að blaðamenn Þjóðviljans geri hreint fyrir sinum dyrum hvað varðar kirkju og kristni. Þar sem ég tel harla ósennilegt að pennar blaðsins gangi hver á fætur öðrum inn i dálkanna og opinberi trúarlif sitt, verð ég að- eins að játa eigin syndir. Til- vitnunin i Sverri skýrir að vissu leyti afstöðu mina til þessara mála: Ég aðhyllist hina etisku hlið kristninnar þeas. kærleiks- boðorðið sér úr heimspekilegu sjónarhorni. Hins vegar af- þakka ég yfirbyggingu kristn- innar (ég vona að Reynir fyr>r* gefi þótt kúlturkomminn noti marxiska terminólógiu), og allt sem henni fylgir, hvort sem það eru prestar, kirkjubyggingar, róðukrossar eða páfadómur. Og þess vegna afþakka ég Billy Graham. Ég fór i Nes- kirkju með opnu hugarfari en ekki fullur fordómum eins og guðfræðineminn fullyrðir i grein sinni. Og ég hneykslaðist. Hins vegar fór ég ekki að ráðum frelsarans (svo við vitnum i Matteus 18.): „Og ef auga þitt hneykslar þig, þá rif það út og kasta þvi frá þér.” Ég fór heim og skrifaði grein um kvöldið i Neskirkju, Nákvæmlega eins og það kom mér fyrir sjónir. Um það sem ég sá, heyrði og upp- lifði. Billy Graham er predikari og' sálnaveiðari. Hann er afskap- lega flinkur ræðuskörungur og mikill áróðursmeistari. En hann er óttalegur lýðskrumari og skrifar alveg afleitar ræður. Ef texti hans yrði skrifaður nið- ur, efast ég um að Velvakandi mundi birta hann. t hverju fel- ast þá „töfrar” Billys? Jú, i ná- kvæmlega sömu múgsefjun- inni, og brúnskyrtungar fjórða áratugsins framleiddu. Inni- haldið er annað, en krúsin sú sama. Billy Graham boðar fyrst og fremst fagnaðarerindið og orð Krists, segir formaður KFUM i viðtali við Þjóðviljann. Og með hvaða hætti? Með ógn- um, hótunum og lyftum visi- fingri. Tesinn i ræðu Billys um- rætt kvöld var einhvern veginn þessi: Mannssonurinn er á leið- inni til jarðarinnar. Og rökin, sem styðja eiga tesann, eru: Ef þú frelsast ekki og biður með þvegna sál, þegar Jesús birtist, fer illa fyrir þér (smbr. Nóa og syndaflóðið), allir dauðir munu endurholdgast, ef þeir eru kristnir, allt hið illa mun verða upprætt, ef menn taka kristna . trú, osfrv. Hvernig kemur svo Billy þessum ógnunum sinum til skila? Með úthugsuðum lát- brögðum, með réttum þögnum, með áhrifarikri hljóðnematækni og með breytilegri tónhæð i ræðustil. Allt gömul og þekkt múgsefjunarbrögð. En — svo við vikjum að smælingjunum — menn eru auðvitað misnæmir á slikar predikanir. A suma verka slikar ræður sem hrein firring, sem jaðrar við geðveiki, á aðra verkar þær sem hvatning og uppörvun, eða frelsun. Og hverjir frelsast? Skyldu það vera óhörnuð ungmenni? Skyldi það vera tilviljun að móðir i Svi- þjóð hafi kært Billy Graham fyrir barnaverndarnefnd? Skyldu það vera þeir, sem veik- ir eru fyrir, og standa höllum fæti i þjóðfélaginu, bæði sálar- lega og félagslega? Svo margar spurningar, svo mörg svör, eins og ágætur leikhúsmaður sagði einu sinni. Og eitt i viðbót. Hefur Halldór Reynisson nokkurn timann hugsað út i þann möguleika, að sjálfur sjónvarpsmiðillinn hafi átt þátt i þvi, að 45 persónur gengu upp að skerminum? Islendingar horfa óskaplega mikið á sjónvarp. Og þeir trúa á það, sem birtist i sjónvarpi. Skyldi vera eitthvað samband milli þessarar staðreyndar og uppákomunnar i Neskirkju? Er það tóm tilviljun, að tvær konur hafa undanfarna daga skrifað i Morgunblaðið og farið fram á það að myndsegulböndin með Billy Graham yrðu sýnd i sjón- varpinu? Trú er i sjálfu sér alltaf fylling i eitthvað tómarúm, hvort sem það er félagslegt eða tilfinn- ingalegt tóm. A timum hraðra þjóðfélagsbreytinga eins og við lifum á, þegar fjölmiðlar flytja okkur daglegan skammt af hörmungum heimsins, myndast ákveðinn grundvöllur fyrir trúna á hinn sterka mann, sem kippir málunum i lag. Þessi maður getur svo verið allt milli himins og jarðar. Og hann getur jafnvel verið Billy Graham. Is- lenska kirkjan hefur gert mörg frumhlaup. En eitt það heimsk- asta og klaufalegasta athæfi hennar á siðari timum var að hleypa Billy inn i Neskirkju og fylla hana af sjónvarpstækjum, hlöðnum auglýsingaskrumi, festa sjónvarpsskerm undir krossinn, reisa risastóra hátal- ara við gráturnar og breyta guðshúsinu i diskótek Drottins. Væri ég sannkristinn maður mundi ég slá upp i II. Mósesbók 20. kap. 7-8: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þins við hégóma, þvi Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.” Ingólfur Margeirsson blaðamaður. Bríet Héöinsdóttir leikari Jói skó í Afríku í tilefni forsíöufréttar í Dagbladinu Sljóleiki okkar nútfmamanna gagnvart fréttaflutningi fjölmiðla hefur lengi þótt óhugnanlegt tlm- anna tákn. ótrufluð hámum við I okkur sunnuda gs steikina , á meðan hlutlaus rödd þularins segir frá drápi á svona mörgu fóléi hér og hungurdauða svona margra þar, Ijáum þessum tæp- lega hugsun, hvað þá áhyggju. Til hvers væri það svo sem er okkar afsökun. Þó má okkur öllum löngu vera ljós samsekt okkar I á- standi heimsmálanna á okkar dögum. Sú kynslóð islendinga,' sem ólst upp i skjóli á bak við heiminn, svo notað sé orðalag úr Silfurtúnglinu, er nú óðum að safnast til feðra sinna og minni okkar sem erum á hinum marg- rómaða besta aldri, nær tæpast eða ekki lengra aftur en svo að hér hefur verið neysluþjóðfélag á kostnað þriðja heimsins og tsland er aðili að hernaðarbandalagi. Skemmst er þess að minnast, að um 55 þúsund islendingar létu sér sæma að itreka ósk sína um óbreytt ástand að þessu leyti. Það skýtur þvi trúlega skökku við, að einhverjum skuli bregða þegar þær fréttir berast að þjóðin sénú farin að eignast afreksmenn Köku-. basará Bern- höfts- torfu 1 dag, laugardag verður haldinn kökubasar i Bernhöfts- torfunni. Fyrir honum stendur nýstofnað stéttarfélag aðstoðar- manna tannlækna. Basarinn hefst kl. 14.00. Brlet Héðinsdóttir: Er siðgæðis- vitund okkar svo komið að okkur þætti best við hæfi að hengja fálkaorðu á þennan Jóa Dagblaðsins? á öðrum sviðum en hún hefur áður státað af. I Dagblaðinu 4. október s.l. má lesa forsiðufrétt, sem ber þessu vitni. „Ungur is- lendingur, Haraldur Sigurðsson” berst nú með Ródesiuher gegn skæruliðum Nkomos og hefur fundið sig knúinn til að senda Is- lenskum fjölmiðli fréttabréf af sér, væntanlega til þess, að við landar hans megum nú gleðjast yfir enn einu islensku afreki á er- lendri grund. Haraldur þessi er, að eigin sögn, „svo heppinn aö vera valinn” til að taka þátt I hefndaraðgerð gegn skæru- liðunum, þar sem ,,við felldum..... ekki færri en 400 til 500” manns. Eftir frásögn hans að dæma, var hér alls ekki um orrustu að ræða, heldur skutu þeir, islendingurinn ungi og félagar hans, þetta fólk á flótta, án þess að það veitti nokkurt viðnám — eða eins og það hljóðar orðrétt: „Um leið og herflokkar okkar nálg- uðust skotgrafirnar lögðu „hetjurnar” á flótta og fengu kúlurnar i bakið eða rassinn”. Dagblaðið sýnir þá stöku smekk- visi að nýta þetta orðalag bréf- ritara I fyrirsögn á þessari for- siðufrétt, og raunar verður hvergi séð á flutningi blaðsins á frétt- inni, að það hafi neitt að athuga við glaðbeitta frásögn Islenska striðsmannsins af þátttöku sinni i vellukkuðu fjöldamorði. Það samræmist llklega ekki frjálsri og óháðri stefnu blaösins að leggja siðferðilegan dóm á þær fréttir, sem þvi berast, Dagblaöið er yfir slikt hafið. I augum þess eru allar skoöanir jafnréttháar, lika þær sem hlakka yfir stríðs- glæpum. Mér er ljóst, að þetta er mjög gróf ásökun, en ég fæ ekki betur séð en umrædd forsiðufrétt gefi fullt tilefni til hennar. Enda varð hún til þess, að undirrituð nrökk sem snöggvast upp úr daglegum sljóleika sinum og setti á blað þessa tilgangslausu þanka. Kom þá m.a. upp I hugann sagan af syni skóarans eftir Jökul Jakobsson, þar sem greinir frá þvi, hvernig hann Jói skó vitjar aftur sinnar heimabyggðar eftir þátttöku i fjöldamorðum hinum megin á hnettinum og frá við- brögðum landa hans. SU spurning vaknar, hvernig við ættum að taka á móti þessum Jóa skó frá Ródesiu, ef hannskyldi heiðra sitt heimaplássaftur meðkomu sinni. Væri ekki ráð, að við leituðum til þeirra ólánsömu islendinga, sem nú afplána allt að ævilangan fangelsisdóm fyrir manndráp, um svör við þeirri spurningu? En væntanlega fengi sú tillaga min litinn hljómgrunn. 1 för með Jóa leikritsins er nefnilega Kap nokkur, sem á máli Jökuls, getur breytt ásýnd heils byggðarlags. En öll vitum við, að Kap þessi er i veruleikanum búinn að vera gestur okkar islendinga lengi. Hefur honum einnig tekist að breyta svo siðgæðisvitund okkar, að okkur þætti best við hæfi að hengja fálkaorðu á þennan Jóa Dagblaðsins? I fullri meðvitund um fánýti slikra spurninga, biö ég Þjóðvilj- ann samt um birtingu. 1 REYKJAVÍK HAUST- MARKAÐUR i Herradeild JMJ VIÐ HLEMM MASTU 9ACA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.