Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJJNN Laugardagur 7. október 1978 Eitt af megin deiluefnum sósialista alla tiö um allan heirn hefur veriö skipulag hrey fingarinnar. Þaö hefur klofiö hreyfingu vinstrisinna og verkalýös meira en nokkurt annaö einstakt mál. Þetta er i sjálfu sér ekkert undarlegt þvi hér er um aö ræöa þaö grund- vallar vanda m ál hvernig baráttunni veröi sem best hagaö hverju sinni — hvernig markmiöinu veröi náö. Þvi er á þetta minnst hér að umræöa islenskra sósialista um þessi mál hefur verið ákaflega fátækleg og ófrjó undanfarin ár. Annars vegar hefur verið kreddufullt stagl hinna ýmsu „flokksbyggjandi” smáhópa sem hafa litið lagt til málanna annað en gagnkvæmar ásakanir um svik við hið eina og sanna flokksmódel leninismans. Hins vegar sjálfsánægja Alþýðu- bandalagsins með sitt „lýðræðislega punktakerfi” sem sýnir sig helst i þvi að Ragnar og Lúðvik skiptast á embættum formanns flokksins og formanns þingflokksins á niu ára fresti. Um hlutverk fjölda- hreyfinganna — verkalýðs- hreyfingar, kvennahreyfingar, Samtaka herstöövaandstæöinga ofl. — hefur iitiö verið rætt þótt i orði séu allir sammála um að það eigi að vera sem mest. Á borði hefur afstaða hinna ein- stöku samtaka þó að mestu ein- kennst af áhuga þeirra á að sveigja þessar hreyfingar inn á sina „einu réttu linu”. Enn minna hefur þó verið rætt um félagsleg samskipti þeirra einstaklinga sem mynda islenska vinstrihreyfingu og er það að visu ekkert sérislenskt vandamál. Þar hefur — aö visu á ómeðvitaðan hátt — veriö fylgt reglu Kennedys um að félagarnir eigi ekki að spyrja hvað hreyfingin geti gert fyrir þá, heldur hvað þeir geti gert fyrir hreyfinguna. Hreyfingin hefur engar félagslegar skyldur gagnvart félögunum — þeir mega vera þakklátir fyrir að fá að seija máigögnin og dreifa áróðri hinnar útvöldu forystu. Sú sama forysta hefur alls ekki gert sér grein fyrir þvi að annað kunni að liggja að baki þátttöku fólks i pólitisku starfi en áhugi á fundarsetum, fræða- lestri og blaðasölu. Henni virðist ekki detta i hug að félag- arnir komi til starfa I þeirri von að geta brotist út úr félagslegri einangrun sem er hlutskipti svo margra i þessu mannfjandsam- lega þjóðfélagi. Enda þekkjum við öll mýmörg dæmi um fólk sem hefur komið áhugasamt til starfa en hrökklast burt að nokkrum tima liönum staöráðið i að koma aldrei framar nálægt þeirri hrútleiðinlegu skepnu pólitik. Og Jósep kom... Eins og áður segir er þetta ekkert sérislenskt vandamál, hvað þá nýtilkomið. Þær Alex- andra Kollontaj og Clara Zetkin brydduöu upp á umræðum um þessi mál á fyrstu árum Októberbyltingarinnar og seinna komu til liðs við þær menft á borð við Wilhelm Reich og Ernst Bloch. En allar til- raunir þessa fólks til að hafa áhrif á starfsstil flokkanna urðu Umsjón: Hallgerdur Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Steinunn H. Hafstaö Þröstur Haraldsson: Er lýdrædiö of tímafrekt Hugleiöing um sósíalismann, karlaveldiö og einkalíýiö í síðasta tölublaði Stúdentablaðsins birtust tvær mjög athyglisverðar greinar sem báðar eiga það sam- merkt að f jalla um karlfrelsi / kvenfrelsi og vera skrifaðar af karlmönnum, þó þær séu að öðru leyti ólíkar. Önnur þeirra er hugleiðing Þrastar Haralds- sonar um sósíalismann, karlaveldið og einkalífið en hin er eftir Kristján Pétur Sigurðsson og heitir ,,Um karlmennsku og kynlíf". Umsjónarmenn Jafnréttis- síðunnar hefðu helst kosið að endurbirta báðar grein- arnar en sökum plássleysis urðum við að láta okkur nægja að birta grein Þrastar Haraldssonar sem á tvímælalaust erindi til allra þeirra sem kalla sig sósíalista. fyrir barðinu á Jósepi nokkrum Stalin sem drap þennan frjó- anga i fæðingu eins og ýmsa fleiri. Nú á siðustu árum hefur orðið nokkur umræða um þessi mál og má þakka það vexti hinnar nýju kvennahreyfingar. 1 norska timaritinu Kontrast hafa til að mynda birst tvær greinar sem stuöst verður við i þvi sem hér fer á eftir. önnur þeirra er eftir Ase Westberg og Erik Rudeng og nefnist „Afleiðingar kvennabaráttunnar fyrir karl- inn, timann og einkalifið” (hún birtist reyndar i siðasta 1. des. blaði stúdenta), hin er eftir Paul Hedlund og nefnist „Vanliöan i pólitikinni”. Eyða í marxismanum Þau Asa og Eirikur rekja upp- haf þessa vanda til þeirrar stað- reyndar að i ritum þeirra Marx og Engels er eingöngu fjallað um heföbundið verksvið karl- mannsins utan heimilisins, möo. framleiðsluna. Þar er ekki gert upp við verkaskiptingu auðvaldsins að þvi leyti sem hún reisir háa múra á milli einkalifs og opinbers lifs. Siöari tima sósialistar hafa ekki gert upp viö þennan aðskilnað, heldur þvert á móti viðhaldið honum innan hreyfingarinnar. Þetta er ma. gert með þeirri kredduföstu túlkun marxismans að gera ráð fyrir hreinum aðskilnaði „grundvallar” og „yfirbyggingar” þjóðfélagsins. Það segir sig sjálft að pólitikin fjallar að mestu leyti um grund- völlinn en einkalifið lendir i yfirbyggingunni. Þar af leiðir að allri athygli er beint að breytingum á hinum efna- hagslega grundvelli en einka- lifið lokað inni á heimilunum og fær að biöa þar þangað til „eftir byltingu”. Fram til þessa hefur einkalifiö veriö talið i verka- hring konunnar en körlum ætlað að vasast i pólitikinni. Karlarnir hafa svo mótaö allt pólitiskt starf á sinn hátt. Það þýðir ma. að þeir hafa lagt sitt timaskyn til grundvallar i starf- inu. Reistar hafa verið kröfur um starf sem einungis þeir geta uppfyllt sem geta varið öllum sinum tima I það. Þau benda á að einhver hljóti aö þvo skyrturnar af þessum uppteknu leiðtogum, elda matinn oni þá og annast börnin þeirra—þeir hljóta að hafa konu „sér að baki” sem sinnir þeirra dag- iegu þörfum. Afleiðingin af þessari kröfu- hörku og timapressu verður sú að einungis örfáir standast hana og geta fylgst með i öllu starfi. Aðrir íylgjast með úr fjar- lægð—koma boöskapnum á framfæri og standa i hinu daglega puði meðan leiö- togarnir „móta stefnuna” —i versta falli hætta þeir störfum fyrir hreyfinguna og fá andúö á pólitik. Þetta býður heim hættu á fámennisveldi. Þeir veröa allsráöir I hreyfingunni sem standast kröfurnar —funda- garparnir, framagosarnir og þeir eldhúgar sem álita það köllun sina aö „fórna sér” fyrir hreyfinguna og enda jafnvel i einhvers konar meinlætastefnu. Svona leiötogar hætta smám saman að skilja venjulegar þarfir félaganna fyrir mannleg samskipti, hlýju, kynlif o.s.frv. Þetta veröur i þeirra augum aö óæskilegum hvötum sem best er aö losa sig við. Þvi er jafnvel fylgt eftir með boöum að ofan um að svona skuli menn haga sér i áfengismálum, kynlifi...—öllu skal hagaö i sam- ræmi viö hina grafalvarlegu stéttabaráttu. Þegar hinir óbreyttu standast svo ekki kröfurnarsem leiötogarnir gera til þeirra veröa þeir siðar- nefndu bitrir i lund og eiga erfitt með að finna til samstöðu með félögunum. Slíkir menn eru ekki vænlegir til að koma á mann- legra samfélagi sem hlýtur þó að vera markmið sósialiskrar hreyfingar. Þessir leiðtogar átta sig heldur ekki á þvi aö þegar öll kurl koma til grafar veröa það þeir s^m hægast fara sem ráða ferðinni, i þeim skiln- ingi að samhæfð forystusveit getur litið aðhafst án stúðnings virkrar fjöldahreyfingar—hún getur i mesta lagi framkvæmt valdatökuna. Áhrif þingræðisins Paul Hedlund segir að það sé fleira sem valdi þvi að starfs- still sósialista dragi svo mjög dám af starfsstil borgaralegra stjórnmálaafla. Hann bendir á að það sé fyrst og fremst hið borgaralega þingræði sem ákvarði um hvað pólitik fjalli og hvað ekki, og móti þvi allt starf sósialista. Þeir þurfa jú stööugt aö hafa klára afstöðu til þeirra hluta sem efstir eru á baugi hverju sinni i störfum þingsins og fjölmiðlum. Þetta hefur þau áhrif að hraðinn i starfi sósial- iskra samtaka ákvarðast af þvi sem er að gerast i hinu „opin- bera lifi”. Þetta gerir hreyfingunni mjög erfitt fyrir með að skirskota til fólks á grundvelli þess hvernig þaö upplifir tilveruna i heild. Tilfinningar þess verða útundan og koma engum við nema þvi sjálfu. Það er aldrei höfðað til þeirra heldur einungis til skiln- ings á efnahagslegum lög- málum eins og verðbólgu, kaup- mætti og atvinnuleysi. Stækkum samhengið En hvernig á að draga einka- lifið inn i pólitikina? Hefur ein- staklingsbundin upplifun ekki heldur takmarkað erindi inn I pólitiskt starf? Þessu siðar- nefnda svarar Páll neitandi og segir sem svo að tilfinningarnar hafi áhrif á pólitiska starfshætti okkar. Hann segir aö hreyfingin verði að setja einkalifið i stærra samhengi, gera þaö að gildum þætti i heildarskilningi okkar á þjóðfélaginu. Það verður að gera fólki ljóst samhengið milli einkalifs og framleiðslu. Raunar heldur Páll þvi fram aö i velferöarþjóðfélögum Norður-Evrópu sé þaö rikis- valdið sjálft sem starfi hvað ötulast að þvi að gera hin ýmsu svið einkalifsins pólitisk (með dagvistarstofnunum, almanna- tryggingum, æskulýðsstarfsemi ofl.) Þvi allt okkar lif sé i mun ríkari mæli háö ýmiss konar lagasetningum og rikisstofn- unum en það var fyrir örfáum áratugum. Þessu verður hreyf- ingin að mæta, segir Páll, meö þvi að veita fólki yfirsýn yfir einkalifið og setja þaö i sam- hengi viö réttar baráttukröfur og—aðferðir, ef hún á að geta mætt sifellt viðtækari afskiptum hins kapitaliska rikisvalds af einkalifinu. Að þessu leyti hefur kannski miðað lengra i sósial- iskri hreyfingu á hinum Norður- löndunum en hér, en ég vil biðja menn að lita i kringum sig og aðgæta hvort þeir veröi varir við einhverja stefnumótun i þessum málum her á landi sem með réttu getur talist sósial- iskur valkostur við hefðbundna borgaralega félagsmálapólitik. Ljósiö í myrkrinu. Eins og áður segir er það fyrsta sem stingur i augu þeirra sem koma til starfa i sósialiskri hreyfingu hversu drepleiðinleg hún er og hversu mjög hún mótast af starfsgetu pólitiskra atvinnumanna, hinna fórnfúsu leiðtoga. Asa og Eirikur benda á að þetta eigi ekki viö einn anga þessarar margumræddu hreyf- ingar: hina nýju kvennahreyf- ingu. Þau segja að það sé athyglis- vert að sósialisk hreyfing eigi sér aragrúa kenninga um af- stöðuna til rikisvaldsins en ekki eina einustu um innra lif hreyf- ingarinnar, félagsleg og tilfinn- ingaleg samskipti félaganna. EI hreyfingin beri gæfu til að snúa sér að slikri kenningasmið geti hún dregið lærdóma af reynslu kvennahreyfingarinnar og á- rangri hennar siðustu árin i að skapa róttækan kvennakúltur sem nær ekki eingöngu til skipu- lagsmála heldur ekki siður til samskiptaforma og menningar- legrar sköpunar félaganna inn- an vébanda sjálfrar hreyfingar- innar. Það viðurkenna allir sósialist- ar að siðan Rauðsokkahreyfing- in varö til fyrir 7-8 árum hefur hún náð meiri árangri á sviði hugarfarsbreytingar almenn- ings en nokkur annar hluti vinstrihreyfingarinnar. Þó hef- ur hún ekki alið upp neina út- valda leiðtoga sem færir eru um að teyma lýðinn á hina réttu braut sósialismans og jafnrétt- isins. Ekki guma rauðsokkar heldur af harðsnúnu „lýðræöis- legu miðstjórnarvaldi”, — þvert á móti er skipulag þeirra sveigjanlegt, laust i reipunum, og — þaö sem mestu máli skipt- ir — það býður upp á frjálst starf félaganna eftir þvi sem áhugi þeirra og hæfileikar standa til. (Það segir sina sögu aö helsta gagnrýni maóistanna úr Eik, sem yfirgáfu hreyfing- una fyrir nokkru, beindist ein- mitt gegn þessu lausa skipu- lagi.) Það hefur heldur ekki heyrst um neina persónulega togstreitu einstaklinga um völd og metorð innan hreyfingarinn- ar. Asa og Eirikur vilja þakka þetta árangursrika starf eink- um þvi að konur gefi sér tima til aö hugsa, spyrja spurninga og öðlast reynslu án þess að stjórn- astaf hagkvæmnissjónarmiðum og án þess að standa i stöðugu kapphlaupi við timann. Einnig benda þau á að konur hafi sett markið á persónulega frelsun á öllum sviðum en ekki afmarkað baráttuna við eitt eða tvö sviö, eins og karlmenn gera i krafti hins eilifa timaskorts. Þetta hefur leitt tilfinningarnar til valda til jafns viö skynsemina og rökhugsunina sem eru alvöld bar sem karlar ráða rikjum. Hvað ber að gera? Nú geta menn sagt sem svo að Framhald á bls. 13.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.