Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 9
Laugardagur 7. október 1978 ÞJÓÐVILJINN —S1ÐA9 1 samstarfssamningi meirihlutans I borgarstjórn var kveðiö á um aö nánara samstarf yröihaft viö starfsmennborgarinnar um stjórn stofn- ana og fyrirtækja og einnig var þar aö finna ákvæöi um stofnun fram- kvæmdaráös. Hvort tveggja var staöfest á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar: Kjörnir full- trúar eiga aö hafa eftirlit meöverklegum framkvæmdum Borgarstjórn samþykkti að stofna 7 manna framkvæmdaráð Frá umrœöum í borgarstjórn um aðild starjs- manna að stjórn stofnana borgarinnar: Sjálfstæöis- flokkur sneri við blaðinu Vill skyndilega aö fúlltrúar starfsmanna fái at- kvæðisrétt í stjórnum fyrirtækja borgarinnar Á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag var samþykkt aö kjósa 7 manna framkvæmdaráö sem hafa skal yfirumsjón meö verklegum framkvæmdum borgarinnar. Sigurjón Pétursson mælti fyr- ir tillögunni sem borgarfulltrú- ar meirihlutans fluttu sam- eiginlega, en stofnun fram- kvæmdaráös var eitt af þeim atriðum sem boöaö var i sam- st arf ssa m ni ngi flokkanna þriggja. Tillagan var svohljóðandi: Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir að kjósa sjö manna framkvæmdaráð. Undir framkvæmdaráð heyri eftirtaldar deildir og stofnanir: Gatna- og holræsadeild, bygg- ingardeild, hreinsunardeild, garðyrkjudeild, vélamiðstöð, áhaldahtis, grjótnám, mal- biksstöð og pipugerð, svo og önnur framkvæmdaverkefni, sem nú heyra undir embætti borgarverkfræðings og ekki eru sérstaklega falin öðrum stjórnarnefndum. Borgarverkfræðingur eða fulltrúihansskaleiga sætii ráð- inu með málfrelsi og tillögurétti og með sama hætti skal borgar- gtjóri eiga þar seturétt. Kjörtimabil framkvæmda- ráðs skal vera það sama og borgarráðs. Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna nefndarmanna og skal hann vera borgarfulltrúi eða vara- borgarfulltrúi. Framkvæmda- ráð skal semja nánari reglugerð um starfssvið sitt og skal hún staðfestast af borgarstjórn. Sigurjón rakti forsögu þessar- ar tillögu, en allt frá þvf 1970 hafa núverandi meirihluta- flokkar einir sér eða sameigin- lega flutt tillögur svipaðs efnis og felldi þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins, þær tillög- ur jafnharðan. Sigurjón sagði að nefndir borgarinnar væru margar og misjafnar að umfangi og taldi að til margra þeirra hefði verið stofnað af handahófi en ekki af nauðsyn. Þaðerfurðulegt, sagði Sigurjón, að einn viðamesti hlutinn af starfsemi borgarinn- ar, nær allar verklegar fram- kvæmdir, eru ekki háðar stjórn og eftirliti kjörinna fulltrúa, ef frá er talið að borgarráð fer yfir framkvæmda- og fjárhagsáætl- anir hvers árs. Þær deildir sem taldar eru i tillögunni heyra i dag undir embætti borgarverk- fræðings en samtals er varið til þessara framkvæmda rúmlega 8 miljörðum króna á þessu ári. Kjörnir fulltrúar borgarstjórn- ar hafa díki reglulegt eftirlit með þessum viðamikla hluta af fjárveitingum borgarinnar, sagði Sigurjón, eins og t.d. hafnarstjórn hefur umsjón með öllum verklegum framkvæmd- um hafnarinnar! Til samanburðar gat hann þess að á þessu ári er varið rúmlega 6 og hálfum miljarði króna til fræðslumála, menn- ingarmála, en allir þessir mála- flokkar lúta stjórn sérstaklegra kjörinna fulltrúa borgarstjórn- ar. Birgir tsl. Gunnarsson lagði fram eförfarandi bókun borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar fer borgarráð ásamt borgarstjóra með framkvæmdastjórn mál- efna Reykjavikurborgar. Samkvæmt þvi hefur borgarráð haft með höndum fram- kvæmdastjórn þeirra stofnana, sem upp eru taldar i tillögunni um framkvæmdaráð. Þannig gerir borgarráð áætlanir um verklegar framkvæmdir borgarinnar i tengslum við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni auk þess, sem borgarráð fylgist með framkvæmd þeirra áætl- ana. Starfsemi þeirra stofnana, sem i tillögunni greinir tengist meiraeðaminna öllum verkleg- um framkvæmdum borgarinnar óg daglegri fjármálastjórn hennar. Borgarverkfræðingur og skrifstofustjóri hans sitja alla fundi borgarráðs og náin samráð eru milli hans og borgarráðs um allar ákvarðan- ir. Við teljum stofnun fram- kvæmdaráðs þvi með öllu óþarfa. Framkvæmdaráðið eykur kostnað við yfirstjórn borgarinnar> gerir stjórnkerfið flóknara og ákvarðanatöku seinvirkari. Það dregur og úr möguleikum til árangursrlkrar fjármálastjórnar. Við greiðum þvi atkvæði gegn framkominni tillögu.” Björgvin Guðmundsson sagði að borgarverkfræðingur væri einn valdamesti embættismað- ur borgarinnar og hann teldi óeðlilegt hversu frjálsar hendur hann hefði varðandi ákvarðana- tekt. ,,A meðan borgarstjóri var pólitiskur leiðtogi, tóku hann og borgarverkfræðingur margar afdrifarikar ákvarðanir á bak við borgarráð,” sagði Björgvin. Við teljum rétt að kjörnir menn en ekki einhver embættismaður ákveði röðun verklegra framkvæmda. Björg- vin taldi að nauðsynlegt væri að greina þessi verkefni frá verk- efnum borgarráðs þar sem þar gæfist ekki timi til þess að sinna þessum miklu verkefnum eins og skyldi. Sigurjón Pétursson benti borgarfulltrúum á að leita i fundargerðum borgarráðs sið- ustu mánuðina og þá myndu þeir komast að raun um að i sárafá skipti hefði verið fjallað um verklegar framkvæmdir, sem helminguraf ráðstöfunarfé borgarinnar færi þó til. Birgir tsl. Gunnarsson sagði aðborgarráðsmenn gætu sjálfir sérumkennt ef borgarráð f jall- aði ekki nægilega um verkiega þættí borgarinnar. Hann sagði að lokum að framkvæmdaráð væri silkihúfa ofan á annars gott stjórnkerfi sem skilað hefði miklum árangri. Að umræðum loknum var til- lagan samþykkt með 8 atkvæð- um gegn 6. Búast má við að kos- ið verði i ráðið á næsta fundi borgarstjórnar. __ai Eins og skýrt hefur verið frá i Þjóðviljanum fór starfsmanna- félag SVR fram á það bréflega I sumar að fá að tilnefna áheyrnar- fulltrúa á stjórnarfundi SVR. Urðu deildar meiningar um hvernig ætti að svara erindi þeirra f stjórninni, og lögðust þau Sigriður Asgeirsdóttir og Sveinn Björnsson, fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eindregið gegn þvi að erindi starKmannafélagsins yrði svarað játandi. Lögðu þau til að borgarráð fjailaði um máiið þar sem það væri ,,prinsip”-mál og stjórn SVR ekki bær um að taka afstöðu i þvf. Tillaga Sjálfstæðis- fiokksins var felld og samþykkti meirihlutinn I stjórn SVR að verða við tilmælum starfsmanna- félagsins og hefur fulltrúi frá starfsmönnum setið stjórnar- fundi siðan með málfreisi og til- lögurétt. Ekki þótti fulltrúum Sjálf- stæðisfiokksins i stjórn SVR þetta góð málaiok og hafa eftir þvi sem fram kom i umræðum i borgar- stjórn á fimmtudag klifað á þvi siðan að slikur fulltrúi starfs- manna eigi sér enga stoð I sam- þykktum um stjórn SVR. Af þvi tilefni þótti rétt að taka slikt heimildarákvæði inn I reglur um stjórnSVR og lá tiliaga þess efnis fyrir borgarstjórn i fyrradag. Adda Bára Sigfúsdóttir mælti fyrir tillögunni og tiilögu sama efnis um fulltrúa starfsmanna i stjórn Borgarbókasafnsins, en á borgarstjórnarfundinum lágu fyrir nýjar reglur um safnstjórn. í samræmi við yfirlýsta stefnu Adda Bára sagöi eölilegt aö fulltrúar meirihlutans vildu taka jákvætt I beiöni starfsmanna SVR og vitnaöi i samstarfssamning Alþýöubandalags, Alþýöuflokks ogFramsóknarflokks frá i sumar þar sem segir aö flokkarnir muni beita sér fyrir þvi að borgarstjórn hafi samvinnu og samráö við borgarbúa og starfsmenn borgar- innar um stjórn Reykjavikur. Taldi hún eölilegt að staöfesta þessa ákvöröun stjórnar SVR með þvi að setja svohljóðandi ákvæði i samþykktir stjórnar- innar: ,,9 deild Starfsmanna- félags Reykjavikurborgar (þ.e. starfsmannafélag SVR. Innsk. Þjv.) hefur rétt til að kjósa einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tUIögurétt I stjórnina.” Þá mælti Adda fyrir sam- svarandi breytingartillögu við samþykktir um stjórn Borgar- bókasafnsins svohljóðandi: „Enn fremur hafa starfsmenn Borgar- bókasafnsins rétt til að kjósa 1 fulltrúa sem situr fundi stjórnar með málfreisi og tillögurétti.** Sa mst ar f sne f ndir æskilegri Birgir tsl. Gunnarsson tók næstur til máls og fjallaði um þau ýmsu form samstarfs milli stjórnenda fyrirtækja og starfs- manna sem tiökast hérlendis og erlendis. Hann taldi meginástæöu þess aö samstarf af þessu tagi ekki hefur þróast hér til jafns viö nágrannalöndin vera þá, aö sam- tök launþega og atvinnurekenda virtustekkihafa áhuga á þessum málum. Birgir taldi samstarfs- samningstarfsmanna ogstjórnar Sementsverksmiöju rikisins til fyrirmyndar i þessum efnum og sagöi aö i honum væri kveöið á um ÖU hugsanleg atriði samstarfs þessara aöila. Hann sagöi aö samstarf borgarstjórnar og starfsmanna borgarinnar hefði ekki veriö i föstu formi fram til þessa en minnti á sameiginlega fundi borgarráðs með starfs- mönnum, en slikir fundir hafa veriö haldnir aö fumkvæði Starfs- mannafélags Reykjavikur- borgar. Hann sagöi að eölilegt væri aö finna samstarfinu ákveöinn farveg og taldi samstarfsnefndir heppilegra form til árangurs en aðild aö stjórn fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Birgir taldi illa aö málum stað- iö af hálfu meirihlutans og hér væri um svo mikilvægt mál aö ræða, að ýtarlegar umræöur i borgarstjórn og borgarráöi væru nauösynlegar áöur en fariö væri aö ákveöa eitt I stjórn SVR, og annaö i öörum stofnunum, svo sem stjórn Veitustofnana. „Úr þviaö meirihlutinn hefur kosiö aö láta samstarfið fara fram meö aöildstarfsmanna að stjórnfyrir- tækja borgarinnar,” sagði Birgir Isleifur, „þá teljum við Sjálf- stæðisflokksmenn aö skrefiö eigi að stiga til fulls meö þvi aö fulltrúar starfsmanna eigi aö hafa fullan atkvæðisrétt og taka fulla ábyrgð á stjórn fyrir- tækjanna”. Lagði hann siðan fram breytingartillögur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins þar sem kveöiö var svo á að fulltrúar starfsmanna i stjórnum Borgarbókasafnsins og SVR skyldu vera tveir i hvorri stjórnog sitja þar meðsömu rétt- indum og skyldum og aðrir stjórnarmenn, þ.m.t. atkvæöis- rétt. Sinnaskipti Sjálfstæðisflokksins Björgvin Guðmundssonfagnaði sinnaskiptum Sjálfstæöisflokks- manna, sem á undanförnum ár- um hafa kolfellt allar tillögur um aöildstarfsmanna aö stjórn fyrir- tækja borgarinnar. „Hlutverk Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til veriö aö berja niður slikar til- lögur”, sagöi Björgvin, „en nú hefur blaöinu veriö snúiö við. Ég vona aö þar séu heilindi á bak við og ekki sýndarmennska ein.” Siöan lýsti Björgvin þaö skoðun sina aö rétt væri aö fara hægt I sakirnar og veita starfsmönnum aukinn rétteftir þvi hvernig sam- starfiðþróaöist.Hann minnti á aö ein höfuöröksemd Birgis ísl. Gunnarssonar gegn aöild og atkvæðisrétti starfsmanna hefði hingað til verið sú aö þaö stæöist ekki samkvæmt sveitarstjórnar- lögunum. Adda Bára Sigfúsdóttirsagði að ekkert i samþykktum stjórnar SVR hefði bannaö stjóminni að heimila aöild starfsmanna aö stjórnarfundum, og þó ýmsir launþegar og atvinnurekendur heföu hingaö tilekki haft áhuga á auknu samstarfi eftir þvi sem Birgir Isl. heföi sagt, þá heföi starfsmannafélag SVR haft þann áhuga og meirihluti borgar- stjórnar væri einnig hlynntur sliku samstarfi. Þess vegna væri málið komið á dagskrá hér og nú. Adda itrekaði aö ekki þyrftu sömu reglur aö gilda um allar stofnanir og fyrirtæki borgarinn- ar og eðlilegast væri aö prófa* ýmsar leiðir. Adda sagöist hafa setið i Stjórn sjúkrastofnana frá upphafi og þar sætu 2 fulltrúar starfsmanna meö fullum réttínd- um, þ.ám. atkvæöisrétti. Eg man aldrei eftir þvi aö skorist hafi i odda milli starfsmanna og fulltrúa borgarinnar i atkvæöa- greiöslu”, sagöi Adda, „enda er samstarf þessara aðila ekki fólgiö Framhald á 18. siöu Reykjavikurborg ver á þessu ári rúmlega 8 miljörðum króna I ýmsar verklegar framkvæmdir sem ekki heyra beint undir stjórn kjörinna fulltrúa borgarinnar, heldur undir borgarverkfræðingsembættið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.