Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. október 1978 alþjóölegu reglum um skráningu umferöarslysa. Er aö sjálfsögöu nauösynlegt aö samræmi sé á slikri færslu svo samanburöur geti átt sér staö. Alls konar á- verkar, svo sem minni háttar skrámur, rispur eöa smá mar, sem veldur manni engum vand- ræöum meö aö komast leiðar sinnar, og eiga sé staö viö ýmis störf, koma aö jafnaöi ekki til athugunar læknis, nema i sam- bandi við umferöarslys, vegna þess aö lögreglan vill fá umsögn læknis um áverkann. Slikir áverkar koma á skrár Borgar- spítalans, en eru ekki talin til meiðsla i skráningu Umferöar- ráðs;þessháttarslys flokkastþar sem eignatjón. Komi leyndir áverkar i ljós seinna er æskilegt að það komi fram á skýrslum, og er ætlast til þess i skýrsluformi Umferðarráös. Þau slys koma þá ekki fram fyrr en í ársskýrslu. A slysavaröstofu kunna aö koma fleiri en þeir, sem aöild eiga aö slysi, sem lögregla hefur haft afskipti af. Þau slys koma ekki á skrár Umferöarráðs. Aö þvi er varöar mismun á fjölda slysa i skrám Borgar- spitala og Umferöarráös ber þvi aö hafa eftirfarandi i huga: A skrár Umferbarráös koma einungis slys, sem lögregla hefur haftafskipti af, enda hafi ökutæki áhreyfingu á opinberum vegi eöa svæöi, sem opið er almennri umferö, átt aöild að þvi. Slys meö meiðslum, sem ella væri hægt að tengja ökutæki, falla ekki undir skilgreiningu Umferöarráös á umferöarslysi og koma þvl ekki á skrár þess. Slik slys geta hins vegar flokkast undir umferðarslys á skrám Borgar- spitalans. Þar eru og talin þau til- vik, þegar maöur hefur veriö fluttur til læknis til meöferöar, en áverki er ekki þaö mikill aö hann flokkist undir minni háttar meiðsl. Er þvi ekki óeðlilegt þótt á skrám Borgarspitalans komi Umferðarslys eru flelri en þau sem koma á skrár Umferðarráðs • Umferðarráð skráir einungis slys, sem lögregla hefur haft afskipti af •Ekki óeðlilegt, þótt niðurstöður sem byggjast á mismunandi forsendum, séu ekki samhljóða Umferðarráð hefur sent blaðinu eftirfarandi vegna fréttar og viðtals við Hauk Kristjánsson yfirlækni slysadeildar Borgarspitalans 29. sept. sl.: 1 Þjóðviljanum 29. september er fjallaö um skráningu umferðarslysa i grein meö fyrir- sögninni,,Umferðarslys margfalt fleiri en taliö er?” Er þar látið aö þvi liggja aö UmferöarráÖ eöá starfsmenn þess leyni staö- reyndum um fjölda umferöar- slysa og slasaöra hér á landi, sbr. upphafsorö greinarinnar: ,,Eru umferðarslysin miklu fleiri hér á landi en virðist vera samkvæmt tölum Umferöarráös?” Vegna greinar þessarar þykir Umferöarráði rétt aö koma á framfæri nokkrum upplýsingum um skráningu umferöarslysa. Viö undirbiíning hægri um- feröar var hafin kerfisbundin söfnun og úrvinnsla upplýsinga um umferöarslys á öllu landinu. Slik Urvinnsla haföi þó verið framkvæmd af hálfu lögreglu i einstökum umdæmum áöur, m.a. i Reykjavik. Annaðist fram- kvæmdanefnd hægri umferðar úrvinnslu gagna vegna áranna 1966-1968, en frá og meö 1969 hefur Umferðarráð annast skýrslugerö þessa. Meginuppistaöan i skýrslugerö þessari er umferöarslys sem lögreglan hefur afskipti af og gerir skýrslu um. Skýrslugerö þessi er unnin i samræmi viö alþjóðlegar reglur um skráningu umferöarslysa. Er hugtakiö um- feröarslys þar skilgreint þannig: Umferöarslys er þaö óhapp, sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aöild aö og á sér staö á opinberum vegi,einkavegi eöa svæöi sem er opiö almennn umferö. Undarfarin 10 ár hafa skráö umferðarslys oröið 6324 aö meöaltali, flest 7318 árið 1973, fæst 4821 árib 1968, en 6345 áriö 1977.1 upphafi voru slys flokkuð i þrennt, eignatjón, slys meö meiöslum og dauðaslys. Frá og meöárinu 1975 hefur slysum með meiðslum veriö skipt 1 tvo flokka: meiri háttar meiösl og minni háttar meiösl. Er þá enn stuöst við alþjóðlegar reglur um skráningu umferöarslysa. Samkvæmt reglum þessum er dauöaslys skilgreint svo, að maöur telst dáinn af völdum umferðarslyss, ef hann deyr af afleiöingum þess innan 30 daga. Látist hann siðar flokkast slysiö því undir mikil meiösli. Slys meö meiðslum skiptast i tvo Qokka: Mikil meiösli teljast t.d. beinbrot, heilahristingur, inn- vortis meiösl, kramin llffæri, alvarlegir skuröir og rifnir vefir. alvarlegt lost (taugaáfall), sem þarfnast læknismeðferðar og sér- hver önnur alvarleg meiösli, sem hafa í för með sér nauösynlega dvöl á sjúkrahúsi. Litil meiösl teljast hins vegar annars flokks meiösl, svo sem tognun, liö- skekkja eða mar. Fólk, sem kvartar um lost (taugaáfall), en hefúr ekki oröiö fyrir öörum meiðslum, ber ekki aö telja með, nema það hafi greinileg einkenni lost (taugaáfalls) og hefur hlotiö læknismeöferö samkvæmt þvi. Skilgreining þessi leiöir til þess að þaö er ekki skráösem slys með meiöslum, þótt maður sé fluttur til læknis (á sjúkrahús) og fái aö fara heim án aðgerðar; eöa þótt viðkomandi veröi fyrir tauga- áfalli eða kvarti undan m eiöslum, ef ekki kemur til læknisrheð- feröar. Sama gildi um þaö, ef maður hruflast, en fer ekki til læknismeðferðar. Er gerö grein fyrir þessari flokkun f árs- Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umfieröarráös. skýrslum Umferöarráös; þar er og gerö grein fyrir skiptingu i meiri háttar og minni háttar meiösl, sem upp var tekin 1975. Um það hvort slys telst meiri háttar eöa minni háttar fer eftir lýsingu læknis hverju sinni. Við lögreglurannsókn er jafnan aflað upplýsinga lækna um meiösl slasaöra, meöal annars meö þvi að færaþá, sem hugsanlega hafa hlotið áverka, til læknis eöa slysavaröstofu. Yfirleitt fæst um- sögn læknis straxeöa viöfyrsta tækifæri eftir slysið. 1 Reykjavik eru upplýsingar Borgarspltalans tölvuunnar. Upplýsingar liggja þá ekki alltaf fyrir viö gerö mánaðarlegrar skýrslu Umferöar- ráös. Skýrslugerö slysadeildar Borgarspitalans greinir ekki i sundur hversu alvarleg slösun er, aö minnsta kosti ekki meö þeim hætti aö skýrslur falli aö hinum fram fleiri „umíeröarslys” en samkvæmt þrengri skilgreiningú Umferöarráös á þvi hugtaki. Þegar framanritaö er haft i huga er ekki óeðlilegt, þótt niöur- stöður skýrslugeröar, sem byggjast á mismunandi forsend- um, séu ekki samhljóða. öllum er ljóst, m.a. Umferöarráöi, að umferðarslys eru fleiri en þau sem á skrár þesskoma. Mörg slys eru aldrei tilkynnt lögreglu. Sum slys koma einungis til kasta vátryggingarfélaga, önnur lækna, og önnur komast aldrei á neinar skrár. Þau gögn, sem gleggstar upplýsingar eru taldar gefa, eru skýrslur lögreglu, og byggjast alþjóblegar skýrslur um umferöarslys að jafnaöi á slikum gögnum. Fullyröa má, aö hér á landi eru tiltölulega fleiri umferðarslys tilkynnt lögreglu en viðast annars staðar, enda hefúr lögreglan hér afskipti af slysum, sem tiltölulega litiö eignatjón hafa i för með sér og lögregla er- lendis mundi ekki hafa afskipti af. Ætla verbur þvi, aö upplýsingar um persðnuleg slys séu gleggri hér á landi en annars staöar, þótt þær verði aldrei tæmandi. Umferðarráö hefur með greinargerö þessari leitast viö aö skýra þann mun sem er á skýrslum Umferðarráðs og Borgarspitala um umferöarslys. Æskilegt er aö þeir sem um þessi mál fjalla, ræöi þau sin á milli, enda samstarf nauösynlegt. Af hálfu Umferöarráösveröur aö þvi stefnt. Hvort sem tölur Umferðarráðs eða Borgarspitala eru nær hinu rétta er ljóst aö umferðarslys eru þjóðfélagslegt vandamál.sem landsmenn þurfa að vinna gegn. Til þess er þörf sameiginlegs átaks allra landsmanna, leikra og læröra, þ.á m. lögreglu og lækna, aö ógleymdum starfsmönnum fjölm iðla. Er Umferöarráö fúst til samstarfs viö alla aöila i þeirri baráttu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.