Þjóðviljinn - 07.10.1978, Síða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Síða 11
Laugardagur 7. október 1978lÞJÓÐVILJINN — StlDA 11 A fimmtiu ára afmæli rúss- nesku byltingarinnar hélt ég til Leningrad að sitja æskulýðs- fyikingarþing undir forustu Júri heitins Gagarins er fyrstur manna vitnaði i Lenín úti i geimnum. A útleið gerði ég stuttan stans i Kaupmannahöfn. Ég hafði aidrei fyrr heimsótt Jazzhus Montmartre sem þá var til húsa i Store Regnegade og þvilik upplifun. Gagarfn og allt hans lið féll f skugga kvartettsins góða. Long tall Dex og kappar hans, þeir er oftast léku með honum frá þvi hann settist að i Höfn árið 1962. Kenny Drew á pianóið,Niels-Henning á bassa og Tootie Heath á tromm- ur. Ég heyrði þá aftur á leiðinni frá gerska ævintýrinu. Læri- sveinn Dexters, Johnny Griffin hafði bæst i hópinn til að gera sveifluna enn magnaðri, tónana enn trylltari; litii og stóri i vín- garði djassins. Þetta voru fyrstu kynni min af Dexter. Fáir mátu hann að verð leikum. Hann var 44 ára gamall og hafði á liðnum árum leikið með Lionel Hampton, Louis Armstrong, Billy Eckstine, Charlie Parker, Tadd Dameron svo þeir helstu séu nefndir . Að visu hafði hljómplata hans, er Blue Note gaf út, vakið athygli: Doin’Allright (BST-84077) i hópi trúaðra, en þar léku með honum m.a. Freddie Hubbard og Hor- ace Parlan góðvinur islendinga. Það er ekki fyrr en á siðasta ári að Dexter verður stór- stjarna. Loks hlaut hann þá viðurkenningu og þann sess er honum bar i djasssögunni. Þvi miður er Dexter ekkert eins- dæmi. Margur snillingurinn hlýtur ekki sanngjarna viður- kenningu fyrren i gröfinni. Dexteræði fór sem eldur i sinu um þá hjörð er áður leit ekki við öðru en rafdjass og þá helst rokkuðum. Hvað hafði gerst? Hvi hafði rafæskan tekið Dexter jafn opnum örmum og Miles Davis forðum? Ekki hafði hann breytt stil sinum hið minnsta. Ekki einusinni bætt gitar viö hljómsveit sina. Vonandi er þetta eðlilegur ávöxtur hlustun- ar tónþenkjandi ungmenna á meistara Davis og aðra raf- djassleikara. Sú hlustun hlaut fyrr eða siðar á koma þeim á spor hins ómengaða bops og þess nýtur Dexter nú. Rætur Dexters liggja hjá Lester Young, hinum svala fá- Dexters er mótaður af bopinu og kraftmeiri en Youngs, og á stundum bregöur hann fyrir sig brögðum fóstbróður sins frá Höfn, Ben Websters, meistar- ans mikla af skóla Hawkins. Einkennandi fyrir leik Dexters er tilfinning hans fyrir að segja sögu i sólóum sinum eins og Lester Young fyrrum. Hann þekkir ætið ljóð ballaðan er hann leikur og vitnar gjarnan i þær áður en leikur hefst. Til- vitnanir i ýmis lög ganga eins og rauður þráður gegnum leik hans; þar er enginn jafnoki Dexters. Þær falla alltaf eðli- lega inni sólóana og mættu margir djassmenn læra þar af honum. Armstrong heimsótti okkur er kraftar hans voru teknir að bverra. Dexter hefur aftur á móti aldrei leikið eins vel og sl. fjögur ár. Það sanna þær hljóm- plötur er hann hefur leikið inn á fyrir SteepleChase i Danmörku; ég nefni aöeins The Apartment frá 1974 (SCS-1025) þar sem Kenny, Niels-Henning og Tootie leika með og er Dexter nýkom- inn úr afvötnun, nýgiftur, nýbú- inn að eignast soninn Benji,heit- inn eftir Webster, og leikandi á Selmerinn er meistarinn arf- leiddi hann að. Þvi furðar eng- an er Dexter vitnar i brúðar- mars Mendelsohns i lagi sinu Antabus. A djassfestivalinu i Zúrich . 1975 leysti Aleks Rieí i village Vanguard 1976. Sú hljómplata, Homecoming (PG34650) var kjörin ein af 5 bestu hljómplötum útgefnum á siðasta ári. Dexter átti aðra i þeim hópi: Soph i sticated Giant (Col.JC34989). Dexter var að sjálfsögðu kosinn tenórsaxafón- leikari ársins i þessum kosning- um, alþjóðlegu gagnrýnenda- kosningum Down Beats. I fyrra varð hann i öðru sæti sem djass- leikari ársins i lesendakosning- um sama blaðs. Það kæmi eng- um á óvart þótt hann yrði kosinn djassleikari ársins 1978L og eitt er vist, stórbrotin tónlist hljóm- ar af sviði Háskólabiós 18. októ- „ber n.k. V.L. Það fer ekki á milli mála að Dexter er sá djassleikari er Is- land heimsækir er dýpst spor hefur markað i djasssöguna að einum þó undanskildum, Meist- ara Armstrong er blé's á sama stað og Dexter mun gera, fyrir nærri 14 árum. En Tootie af hólmi og þrjár hljóm- plötur voru hljóðritaöar: Swiss Nights 1 og 2 (SCS-1050 og 1090), sú þriðja kemur út á næstaári og þar syngur Dexter biúsinn góða: Jelly, Jelly. Columbia hljóðritaði Dexter með Woody Shaw/Louis Hayes kvintettnum mælta snillingi tenórsaxafóns- ins. Dexter er hlekkurinn er tengir Young og John Coltrane og Sonny Rollins einsog Dizzy Gillespie tengdi Roy Eldridge og Miles Davis. Coltrane og Rollins lærðu mikið af Dexter, þó sér i lagi Coltrane. Still Garðbú- ar kynna skáta- starfið Vetrarstarf Skátafélaganna er að hefjast um þessar mundir. Skátafélagið Garöbúar sem starf- ar i Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi hefur ákveðið að gefa ibúum hverfisins kost á að kynn- ast starfi félagsins um helgina. Kynningin fer fram i skáta- heimilinu við Háagerði, i kjallara barnaheimilisins Staðarborgar, og að Hólmgarði 34 i risi milli kl. 14 og 18 i dag og á morgun. 1 heimilinu verða skátar með ýmsa kynningarfundi, sýna fönd- ur, syngja,og börnum gefst kostur á að innrita sig i félagið. Gestum verður veitt kakó og kex. Skátafélagið Garðbúar verður 10 ára i febrúar næstkomandi og þá eru einnig 20 ár liðin frá þvi að skátastarf hófst i hverfinu. ___________________ekh Nýjung hjá Stjórnunarfélaginu Nám- stefna um fjármála- stjórn Stjórnunarfélag íslands mun gangast fyrir námstefnu um „Fjármála- stjórn fyrirtækja'' 12. októ- ber n.k. Námstef nuha Id er nýjung í starfsemi Stjórnunarfélagsins, en til þessa fundarforms er stofnað í því skyni að gefa sérfræðingum og áhuga- mönnum á ákveðnu sviði tækifæri til að hittast, kynnast nýjungum i sínum fræðum, fræðast um vandamal starfsbræðra í öðrum fyrirtækjum og ræða sameiginleg vanda- mál. Á þessari fyrstu nám- stefnu Stjórnunarfélagsins verður fjallað um fjár- málastjórn í fyrirtækjum og hefur sérstaklega verið boðið til hennar forstjór- um, íramkvæmdastjórum, f jármálastjórn i fyrirtækj- um. Efni þetta á einnig í ríkum mæli erindi til bankastjóra, starfsmanna hagdeilda, löggiltra endur- skoðenda og annarra þeirra sem veita fjár- magni til eða hafa eftirlit með fjármunum fyrir- tækja. Þó að efni það sem tekið er til umfjöllunar á námstefnunni sé sérhæft og höfði éinkum til ákveð- inna starfsmanna innan fyrirtækja, þá er námstefnan eins og önnur fundahöld Stjórnunar- félagsins opin öllum sem áhuga hafa. Námstefnan verður haldin að Hótel Sögu fimmtudaginn 12 október n.k. og hefst kl. 10.00. Þátt- tökugjald er 14.500 krónur, og hafa 50 einstaklingar þegar bókað sig á nám- skeiðið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.