Þjóðviljinn - 21.10.1978, Page 20

Þjóðviljinn - 21.10.1978, Page 20
DtöÐVIlllNN Laugardagur 21. október 1978 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9—21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9—12 og 5—7 á laugardögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simúm: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. I BUOlfM simi 29800, (5 linurN«^ , Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtæki Verkamenn kröföust svara um framtið Togaraafgreiðslunnar |l Verdur ekki lögd niður segir Björgvin Guðmundsson stjórnarformaður BÚR Verkamenn i Togaraaf- greiðslunni lögðu niður vinnu i gærmorgun og kröfðust svara um hvort til stæði að leggja fyrirtækið niður, en um það hafa verið uppi raddir i nokkurn tima. Hofst vinna aftur fyrir hádeg- ið, eftir að kosin haföi veriö 3ja manna nefnd sem ásamt Guð- mundi J. Guömundssyni fer á fund forráðamanna fyrirtækis- ins eftir helgina til að leita svara við spurningum verka- mannanna. Forsaga málsins er sú að Haf- skip hefur hætt viðskiptum við Togaraafgreiösluna, en þau við- skipti námu nærri þriöjungi af öllum umsvifum Togaraaf- greiðslunnar. Af þessum sökum var 15-20 mönnum sagt upp um siðustu mánaðamót og siðan hefur verið á kreiki orösveimur um að Bæjarútgerðin og Sam- bandiö, sem eru stærstu viö- skiptavinir fyrirtækisins, hygð- ust draga sig út úr viöskiptum við þaö. Bæjarútgerðin er stærsti hluthafinn 1 Togaraaf- greiöslunni og á um 40% hlut i henni. Þjóöviljinn leitaði i gær til Björgvins Guömundssonar formanns stjórnar BOR og spurði hann hvort Bæjarútgerð- in hygðist hætta að landa hjá Togaraafgreiðslunni. Nei sagöi Björgvin. Það hefur ekki komið til tals hvað þá meira, og það er alrangt að upp- sagnirnar um siðustu mánaöa- mót stafi af þvi aö BÚR ætli að draga sig út úr Togaraafgreiösl- unni. Erfiðleikar Togaraafgreiösl- unnar nú eiga rót aö rekja til þess að Hafskip hætti viðskipt- um við hana. Missir um þriöj- ungs viöskiptanna veikti fyrir- tækið verulega og þvi er ekki ó- eölilegt aö reksturinn verði tek- inn til endurskoðunar, eins og reyndar oft hefur komið til tals áður. Stjórn BÚR hefur þvi fariö fram á að fá skriflega skýrslu frá formanni stjórnar Togara- afgreiðslunnar, sem jafnframt er framkvæmdastjóri BÚR um stöðu fyrirtækisins og mat hans Björgvin Guðmundsson: Al- rangt að Bæjarútgeröin sé aö draga sig út úr Togaraafgreiösl- unni. á framtið þess. Þessi skýrsla er ekki komin en ég býst við að þetta veröi rætt á fundi útgerð- arráðs sem er i næstu viku. Það er ekki óeðlilegt aö BÚR skoði- stöðu Togaraafgreiðslunnar náið þegar umsvifin minnka skyndilega en ekkert hefur ver- iö um þaö rætt að BÚR dragi sig út úr fyrirtækinu né þaö verði lagt niður. Yona að málið skýr- ist fljótt segir Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar Guðmundur J. Guðmundsson: Fyrirtækið hefur smám saman verið að drabbast niður. 1 Togaraafgreiðslunni vinna þetta 60-80 manns, sagði Guð- mundur J. Guömundsson I sam- tali við Þjóðviljann I gær, og þegar 15-20 manns er sagt upp á einu bretti væri eðliiegt að verkamenn spyrðu hvort fyrir- tækið sé að leggja upp laupana og hvort þeir megi eiga von á fleiri uppsögnum um næstu mánaðamót. Togaraafgreiðslan var öflugt fyrirtæki sem t.d. átti 11-12 byggingakrana um tima, en fyrirtækið hefur smám saman verið að drabb- ast niður og átt i fjárhags- erfiðleikum undanfarið. Þar hefur ekki verið endurnýj- aður tækjakostur og að þvi kom að Hafskip taidi sig ekki hafa nægilega trygga þjónustu og sagöi upp viöskiptum við þaö. Þeir kvarta ekki undan verkamönnunum, — ég held að einhverjir árekstrar hafi oröið milli togaralöndunar og löndun- ar hjá þeim. Ég hef trú á að þetta mál skýrist eftir helgi og eftir viðtöl- um mlnum við forráöamenn Sambandsins og Bæjarút- gerðarinnar er ekkert hæft I þvi að þessir aðilar hyggist draga sig út úr viöskiptum við Togara- afgreiðsluna, sagði Guðmundur J. Guömundsson aö lokum. —AI Tveir Saudkrœklingar i hrakningum SköT hyellirnir leiðbeindu leitar- mönnum Tveir feðgar frá Sauðárkróki, Sævar Einarsson og Einar sonur hans, lentu i verulegum hrakn- ingum norður i Laxárdal I Skaga- firði I fyrri nótt. Höfðu þeir farið tii rjúpnaveiða um morguninn, fengu á sig hörku hrið en gripu þá til þess þjóðráðs að grafa sig i fönn. Björgunarsveitarmenn frá Sauðárkróki fundu þá feðga seinnipartdagsins, heila á húfi en Einar, sem aðeins er 15 ára gam- ail, var orðinn nokkuð þrekaður. Það mun hafa verið um 7-leytið á fimmtudagsmorguninn, sem þeir feðgar lögðu af stað upp i Gönguskörö og noröur á Laxár- dalsheiöi. Veður var gott til að byrja með en gekk svo I; stórhrið. Bragi Skúlason, formaður Björgunarsveitarinnar á Sauðár- króki sagði okkur aö um 3-leyti hefði Guömundur Helgason, bif- reiðastjóri á Sauðárkróki komið utan af Skaga og sagt sér aö hann hefði séð bil þeirra Sævars mann- latísan norður á heiðinni. Veður var þá orðið mjög slæmt og búið að vera það siðan fyrir hádegi. Er ekkert bólaöi á þeim feðgum um miðaftansleytiö, fór Bragi Skúla- son út á Laxársdalsheiði, við ann- an mann. Var þá bfllinn enn mannlaus og engan heldur að finna á Skiðastöðum, sem er næsti bær utan við heiöina en i eyði. Var þá veður skánandi og raunar ekki leitarveður fyrr. Björgunarsveitin varnú kölluð út hófu um 20 mennleitkl. 7. Nokkru seinna heyrðu leitarmenn skot- hvell og gengu á hljóðið. Um klukkutima seinna kom svo ann- að skot og nú skammt frá leitar- mönnum, sem fundu þá feðga þar sem þeir höfðu grafið sig i fönn er óveðrið reið yfir, og höfðu nú legið þar i 7 klst. Var Einar þá orðinn ærið þrekaður en þó ókalinn. —mhg Landsráðstefna her stö ðv aandst æðinga hefst í Sigtúni kl. 13.30 í dag Frá samráösfundi riklsstjórnarinnar með fulltrúum aöila vinnumarkaöarins f gær. Rætt um tilhögun samráðs í gær var haldinn fundur fulltrúa launa- fólks, atvinnurekenda og rikisvalds til samráðs i kjara- og efnahagsmál- um. Að hálfu rikis- stjórnarinnar sátu fund- inn fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra. Fundinn sátu fulltrúar frá Alþýðusambandi ís- lands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og frá Vinnuveit- endasambandi íslands og Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Gert er ráð fyrir, að full- trúar fleiri hagsmuna- samtaka taki þátt i starfi þessu á næstunni. Til þessa fundar var boðað i samræmi við samstarfsyfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar, en þar segir meöal annars: „Rikisstjórnin leggur áherslu á að komið veröi á traustu sam- starfi fulltrúa launþega, atvinnu- rekenda og rikisvalds, sem miði m.a. að þvi að treysta kaupmátt launatekna, jafna lifskjör og trýggja vinnufrið. Unnið veröi aö gerö þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar, sem marki m.a. stefnu i atvinnuþróun, fjárfestingu, tekjuskiptingu og kjaramálum. Jafnframt verði mörkuö stefna um hjöðnun verð- bólgu i áföngum og ráðstafanir á- kveðnar, sem nauðsynlegar eru 1 þvi skyni, m.a. endurskoöun á visitölukerfinu, aðgerðir I skatta- málum og ný stefna i fjárfesting- ar- og lánamálum.” Verkefni þessa fyrsta fundar var fyrst og fremst að ákveða nánari tilhögun samráðs á sviði kjara- og efnahagsmála á næst- unni. Landsráðstefna Sam- taka herstöðvaandstæð- inga hefst i Sigtúni kl. 13.30 i dag. Á dagskrá ráðstefnunnar i dag eru m.a. skýrsla miðnefnd- ar,starf og stefna á komandi ári, starfsáætl- un SHA, útgáfumál, baráttuleiðir og laga- breytingar. A ráðstefnunni verða rædd mál, sem hafa mikla þýöingu fyrir starf samtakanna á næstunni. Má þar t.d. nefna Þjóðaratkvæða- greiðsiu um herinn og Nató, og mun Arni Hjartarson reifa það mál i framsöguerindi. Þá flytur Gils Guðmundsson framsöguer- indi um Einangrun herstöðvar- innar og friðlýsingu N-Atiants- hafs. Þriöja framsöguerindiö mun fjalla um Verkalýðshreyf- inguna gegn hernum og Nató.og mun örn Erlendsson flytja það. Ráðstefnan stendur yfir i dag og á morgun, og er ráðstefnugjald kr. 3000-. Arni Hjartarson Gils Guðmundsson örn Erlendsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.