Þjóðviljinn - 02.11.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 02.11.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1978 j--GLIGORIC HELDUR BLAÐAMANNAFUND:— ■ Fischer fær í þóknun fyrir að tefla við Gligoric Eins og flestum mun vera kunnugt fara bráölega fram ■ kosningar innan Alþjóöaskák- sambandsins (FIDE). Veröur þá kjörinn forseti sambandsins f staö Max Euwe. Hann lætur nii af störfumeftir átta ára setu, en ■J hann hefur sagt aö enginn ætti aö sitja lengur í forsetastól en tvö kjörtimabil. Frambjóöendur eru þrir. Auk Friöriks ólafssonar er um aö ræöa Narciso Rafeel Mendez frá Puerto Rico og Júgóslavann ' Svetozar Gligoric. IEru þremenningarnir nú mættir á Olympiuskákmótiö i ■ Buenos Aires. Þar munu kosn- I______________________________ ingarnar eiga sér staö á þingi FIDE. Meöal baráttumála Gligorics er bætt aöstaöa stórmeistara, bættar reglur um heimsmeist- araeinvigiö I skák og aukinn vegur iþróttarinnar i löndum þar sem nú er litiö um starfandi skákmenn. Ekki má heldur sleppa metn- aöi hans i aö fá Fischer út úr skel sinni, en þar hefur hann veriö siöan hann varö heims- meistari I Reykjavik, sællar minningar. Gligoric segist vera á þeirri skoöun aö FIDE hafi veriö held- ur ósveigjanlegt I garö Fischers miljón dollara Bobby Fischer. og þurfi lög sambandsins aö beygja sig eftir raunveruleikan- um hverju sinni. Teflt væri Gligoric. vegna skákmeistara og skák- unnenda. Honum hefur nú tekist aö fá Fischer til aö tefla viö sig aö eigin sögn i byrjun næsta árs og er þaö i fyrsta sinn I sex ár sem hann fæst til sliks. Teflt veröur i Júgóslaviu og mun Fischer fá miljón dollara I þóknun, hvort sem hann sigrar eöur ei. Sá sem fyrr fær tiu vinninga mun sigra. Ef jafntefli veröur eftir átján skákir veröur markiö aö tólf vinningum i staö tiu. Eru þetta kröfur sem Fischer setti fram fyrir þremur árum, er hann átti aö keppa viö Karpov um heimsmeistaratitilinn. FIDE samþykkti ekki kröfur Fischers og rann þvi heims- meistaratitillinn sjálfkrafa til Karpovs, þar eö Fischer vildi ekki tefla. Gligoric sagöist meömæltur þvi aö Karpov og Fischer leiöi saman hesta sina, þar eö nauö- synlegt sé aö vita hver hinn raunverulegi heimsmeistari sé. (Reuter) Héraðsskólinn á Laugarvatni fimmtugur t gær var fimmtugsafmælis Héraösskólans á Laugarvatni minnst meö hátiölegri skólasetn- ingu. Mikiö fjölmenni var viö- statt, en sérstaklega haföi veriö boöiö gömlum nemendum svo og Laugdælum ölluin. Tuttugu og fjórir nemendur settust á skólabekk áriö 1928 og munu fjórtán þeirra hafa veriö viöstaddir hátiöasamkomuna i gær. Páll Þorsteinsson haföi orö fyrir hópnum en Hlif Hlöövars- dóttir færöi skólanum gjafir frá elstu nemendum, Kortasögu Is- lands og peningaupphæö. Fyrsti skólastjóri var sr. Jakob Lárusson en haustiö 1929 tók Bjarni Bjarnason viö þvi starfi og gegndi því til 1958. Vilhjálmur Einarsson stýröi skólanum einn vetur en þá tók viö Benedikt Sig- valdason og hefur nú stýrt honum i tæpa tvo áratugi. t ræöu sinni i gær gat Benedikt m.a. um ánægjulega þróun, vaxandi aö- sókn aö skólanum, hann sækja i ár hundraö og sex nemendur. Alls hafa um 4200 nemendur setiö á skólabekk i Héraösskólanum þá hálfa öld sem hann hefur starfaö. Hátiöin hófst meö þvi aö sr. Ingólfur Astmarsson flutti bæn og þá var skólasöngurinn sunginn. Avörp og ræöur fluttu auk þeirra sem áöur var um getiö Birgir Thorlacius ráöuneytisstjóri, Jón Skólahúsiö var teiknaö af Guöjóni Samúelssyni: um allmörg ár stóö þaö burstalaust eftir bruna. R. Hjálmarsson fræöslustjóri, Jó- hannes Sigmundsson formaöur skólanefndar, Óli J. Guöbjargs- son formaöur Fræösluráös Suöur- lands, Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum menntamálaráöherra og skólastjórar Menntaskólans, Húsmæöraskólans og Iþrótta- kennarskólans á Laugarvatni fluttu árnaöaróskir. Anna J. Sveinsdóttir söng einsöng. Starf Héraösskólans á Laugar- vatni hefur breyst verulega I rás timans eins og starf annarra hér- aösskóla: nemendur hafa yngst, skólinn hefur falliö aö kröfum hins almenna fræöslukerfis, gagnfræöaskólar sem risiö hafa i smærri plássum hafa breytt aö- sókn aö honum. En sem fyrr seg- ir: nú viröast vaxandi áhugi á möguleikum heimavistarskóla af þessu tagi, og komast færri aö en vilja I ár. Héraösskólinn var upp- haf byggöakjarna á Laugarvatni, hann var upphaf skólabæjar á þeim staö og fyrir 25 árum gat hann af sér þann menntaskóla, sem nú hefur starfaö I aldarf jórö- ung á Laugarvatni. Stóraukiö ksefini í stækkaöri \iku Nú veróur víkm 64. bls. framvegis er stækkuö

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.