Þjóðviljinn - 02.11.1978, Síða 3
Fimmtudagur 2. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
iKjarvalsstaöir veröil
j listahús með reisn, j
j en ekki ruslakompa i
— Afstaða þeirra
borgarfulltrúa, Davfðs Odds-
sonar (S) og Sjafnar Sigur-
björnsdóttur (A) er fávisleg og
forkastanleg, sagði Hjörleifur
Sigurösson, formaður Félags
Islenskra myndlistarmanna, er
Þjóðviljinn spurði hann álits d
afstöðu ofangreindra fulltrúa til
hiisstjórnar Kjar valsstaða.
Eins og fram hefur komið I
fréttum, hafa þau Davið og
Sjöfn — meirihluti hússtjórnar
Kjarvaisstaða — lýst þeirri
ósveigjanlegu afstöðu sinni, að
listamenn skuli aöeins kveðja á
fund hdsstjórnar tíl ráðuneytis
um einstök iistræn máiefni, en
hvorki ætlaður atkvæðisréttur á
fundum né annar ákvöröunar-
réttur á Kjarvalsstöðum.
— Ég skil ekki hvað þau ætl-
ast fyrir. Þessu htísi veröur ekki
stjórnað án fullrar samvinnu
listamanna og Reykjavikur-
borgar.
Varðandi ummæli þeirra
Daviðs og Sjafnar um það
atriði, að FIM hafi fengiö
endurgreiddan sinn hlut i Kjar-
valsstööum og opnað nýjan
myndlistasal, viö ég gera
nokkrar athugasemdir.
Þeirra val — ekki okk-
ar
— Þannig var, að þetta var
fé, sem lagt var i Kjarvalsstaöi
áriö 1971 af hálfu myndlistar-
manna. Nam upphæðin tæpum
I700þtísund krónum.sem metn-
ar voru á 8,5 miljónir áriö 1975,
þegar samiö var. Viö fengum
hinsvegar aldrei neina viöur-
kenningu á þvi aö viö ættum
neitt i þessu htísi, þótt viö
hefðum lagt peninga I þaö.
Þegar btíiö var aö ganga frá
samningunum 1975, gáfum viö
segir Hjörleifur
Sigurðsson,
formaður FÍM
Hjörleifur Sigurðsson,
formaður FIM: — Stjórnmála-
menn breyta eftir hentistefnu
borgarstjórn kost á aö gefa okk-
ur viöurkenningu á því aö viö
ættum smáhlut I húsinu eöa
endurgreiða okkur féö. Var
siöari kosturinn fyrir valinu.
Þannig aö valiö var þeirra en
ekki okkar.
Viö kaupum hins vegar
FlM-salinn tilaöfesta féö, siðan
hefur þaö æxlast þannig til aö
þaö hefur veriö notaö sem sýn-
ingarhtísnæöi. Þaö er á engan
hátt sett til höftíös Kjarvalsstöö-
um. Ef menn vita eitthvað um
svona mál, vita þeir alla vega
þaö, aö litlir salir eru allt ann-
ars eölis en stór sýningarhús
eins og Kjarvalsstaðir.
Kjarvalsstaðir eru alls eldci
byggöir fyrir einkasýningar,
heldur samsýningar og yfirlits-
sýningar og einhverja sérstaka
málara, sem mála óvenju stór-
ar myndir.
Tökum ekkert mark I
á listráðunaut
— Listráðunautur getur j
aldrei komiö i stað listamanna I
meö atkvæðisrétt í htísstjórn. I
Það getur ekkert komiö í stað J
þátttöku listamanna. Htísið ■
verður ekkert myndlista- eöa I
listahtís án þátttöku þeirra. I
Hins vegar hefur verið sam- ,
komulag um, aö þaö þyrfti aö •
ráöa starfsmann aö húsinu og I
viö vildum miklu frekar kalla |
hann framkvæmdastjóra en ,
ekki listráðunhut. •
Framkvæmdastjóri ieiddi list- I
ræna starfsemi hússins en það |
er af og frá aö hann veröi ráöinn ,
án þess að það sé fullt samráð ■
meðlistamönnum og htísstjórn. I
Annars tökum við ekkert mark |
á honum. ■
Ekki ruslakompa.
— Stí tillaga hefur komiö upp
aðhafa þr já fulltrtía iistamanna |
—tvo frá FIM og einn frá BIL — ■
og þr já borgarstjórnarfulltrúa I I
hússtjórn Kjarvalsstaöa. Heföu
þá listamennirnir að sjálfsögðu |
málfrelsi, tillögurétt og at- ■
kvæöisrétt. Þaö er hins vegar I
misskilningur hjá Daviö Odd- I
syni eins og kom fram I |
sjónvarpsþætti i gær aö viövild- ■
um hafa meirihluta i hússtjórn- |
inni.
Aðalmálið er, aö Kjarvals- |
stööum sé stjórnaö þannig, aö ■
þetta verði myndlista- og I
listahús meö reisn, en ekki ein- I
hver ruslakompa. Viö höfum |
reynslu fyrir þvi, aö ef emb- ■
ættis- og stjórnmálamenn eiga I
aðstjórna þessu, þábreyta þeir I
aðeins eftir einhverri henti- |
stefnu. Viö höfum enga trtí á ■
þvl, aö hægt sé að stjórna húsinu I
án okkar þátttöku, sagði
Hjörleifur að lokum. —im |
Lagalega óheimllt að veita
listamönnum atkvæðisrétt
— Ég átti ekki von á svona
harkalegum viðbrögðum strax,
sagöi Davfð Oddsson, um bann
FIM á Kjarvalsstaði, er Þjóðvilj-
inn hafði samband við hann I gær.
— Þetta er ennþá á stjórnar-
stigi, málið fer fyrir borgarráð og
borgarstjórn, og mér hefði þótt
eðiilegra að þeir heföu beðið eftir
úrslitum málsins þar, áður en
þeir lögðu bann á húsið. Það má
vera, að borgarstjórn hafi aðra
skoöun á málinu en hússtjórnin,
sem eru aðeins þrir borgar-
fulltrúar af fimmtán, sagði Davfð
ennfremur.
— Finnst þér eðlilegt að lista-
menn hafi engan atkvæðisrétt I
stjórn Kjarvalsstaða?
— Ég ér fyrir mitt leyti sann-
færður um það, aö þaö væri
óheimilt lagalega, aö veita lista-
segir Davíð Oddsson
um aðild
FÍM og BÍL að hús-
stjórn Kjarvalsstaða
mönnum atkvæöisrétt I venju-
legri hússtjórn. Þetta gat gengiö
meö samningum um tiltekið
afmarkað verkefni eins og
myndaval en hússtjórnin sér um
fjármálin fyrir borgarinnar hönd
og allt þess háttar. 1 sveitar-
stjórnarlögunum 37. grein segir
aö sllka nefnd veröi að kjósa hlut-
fallskosningu I borgarstjórn.
Þannig tel ég þetta vonlausa
tillögu sem þarna kom fram.
En burtséö frá þessu atriöi tel
ég aö forsendurnar séu breyttar.
Ég állt þaö ekki nauösynlegt, aö
ákveöin félagssamtök listamanna
séu aö „kontrólera” hverjir fari
inn I htísiö. Hins vegar var þaö
réttmætt hjá þeim á sinum tlma,
og ég sé þaö mloröiö, aö þaö er
nauösynlegt aö hafa faglega
þekkingu, sem mestu ráði I þessu
sambandi. Það er gert ráð fyrir
aö þeir hafi faglega þekkingu og
hafa þvl geysimikil áhrif I mynd-
rænum efnum. Hins vegar sé
þarna listráöunautur, sem er i
forsvari fyrir stjórnina um list-
ræn málefni. Og satt best að
segja, og sem ekki hefur komiö
fram áöur, þá var enginn
ágreiningur I stjórninni fyrstu tvo
mánuöina aö á þessum grunni átti
aö vinna. Guörún Helgadóttir var
Framhald á 14. siðu
Utanríkisráðherrar Arababandalagsins
Ræða aðgerðir gegn Egyptu
BAGDAD, 1/11 (Reuter) — Utan-
rikisráðherrar frá tuttugu og einu
Arabariki héldu áfram viðræðum
sinum i dag, en þeir undirbúa nú
ráðstefnu þessarra rfkja sem
hefjast á I Bagdad á morgun.
Ráöherrarnir ræöa um sameig-
inlegar aögeröir á hernaöarlegu,
stjórnmálalegu og fjárhagslegu
sviði. Efst eru þeim I huga viö-
ræður þær sem nú fara fram á
milli lsraelsmanna og Egypta, en
flest rikin hafa lýst andstööu sinni
viö Camp David-fundinn. Var
rætt um aö efla herstyrk viö
Iandamæri Israels.
Einnig hefur verið hreyft þeirri
hugmynd aö veita Egyptum fjár-
hagsaöstoö sem næmi niu
miljöröum dollara, svo þeir gætu
horfiö frá viöræðunum við ísra-
elsmenn. Enn er þó deilt um þaö
atriöi. Egypska dagblaöið A1
Gomhouria sagði I dag aö slik
fjárhagsaöstoö yröi aldrei þegin.
Til umræöu hefur veriö aö her-
menn frá Irak leysi þá sýrlensku
hermenn af hólmi sem nú eru á
Golan-hæðum. Ekki er vitað
hvort Jórdanir óski eftir hern-
aöarlegri aöstoö, en þó virðast
allar likur benda til þess.
Jafnvel er búist viö aö
Arabaríkin gripi til refsiaögeröa
gegn Egyptum, vegna Camp
David-fundarins og afleiðinga
hans, en ákvörðun hefur ekki enn
veriö tekin um þaö atriði.
Einn talsmaður Palestínu-
manna sagöi að taka yröi til um-
fjöllunar aögeröir gagnvart
Egyptum og þá hvort reka ætti þá
úr Arababandalaginu.
Einnig var rætt um hvort flytja
ætti aðalbækistöövar bandalags-
ins frá Kairó til annars Arabarlk-
is.
Utanrlkisráöherrarnir eru ekki
enn orðnir sáttir um mörg atriði,
og halda fundir þeirra áfram I
kvöld.
SKAGFJORÐ
tölvudeild
Kristján Ó. Skagfjörð h.f
óskar að ráða eftirtalið
starfsfólk í tölvudeild:
1. Tvo forritara/kerfisfræðinga
Nauðsynleg reynsla:
— þekking á PDP-11 tölvum eða sam-
bærilegum tölvum.
— forritunarkunnátta i t.d. Fortran 4,
Basic, PL-1, Cobol eða Assambler.
— reynsla i kerfissetningu, t.d. i
bókhaldi (viðskipta- og fjárhags-
bókhaldi, launa- og birgðabókhaldi).
2. Tölvuviðgerðarmann
Nauðsynleg reynsla:
— starfsreynsla við viðgerðir á tölvum
eða skyldum rafeindabúnaði.
Æskileg reynsla:
— hönnun á rafeindatækjum, t.d. að-
lögunarbúnaði fyrir tölvur.
3. Ritari (hálfsdagsvinna)
Nauðsynleg reynsla:
— enskukunnátta,
— vélritunarkunnatta,
— skipulagshæfileikar.
• Kristján Ó. Skagfjörðhi. býður:
i— góða starfsaðstöðu, þar sem flutt
verðurbrátt i nýtt og rúmgott húsnæði,
— starf með ungu og áhugasömu fólki.
— möguleika á aukinni þekkingu i þjón-
ustugrein, sem er i örri þróun,
— góð laun fyrir rétta manneskju.
# Kristján Ó. Skagfjörð h.f.:
— selur og veitir þjónustu á tölvubúnaði
frá Digital Equipment Corp., Datasaab
o.fl.
— tölvudeild, er aðeins þriggja ára, en er
nú þegar orðin annar stærsti tölvusölu-
aðili landsins.
— leggur höfuðáherslu á að efla sem mest
Umsóknum um störfin skal skilað á skrif-
stofu okkar fyrir 25. nóvember 1978, á þar
til gerðu eyðublaði sem þar fæst. Allar
nánari upplýsingar veitir deildartjóri
tölvudeildar, Frosti Bergsson.
SKRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF
TÖL VUDEILD
Hólmsgötu 4, sími 24120, Reykjavik