Þjóðviljinn - 03.11.1978, Page 7
Föstudagur 3. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN ^-jSIÐA 7
Hvað varðar tengsl almennings við þá sem að
þessum málum vinna er krafan um að öll umrœða
og stefnumótun á skipulagi sé opin efst á blaði
Trausti Valsson
arkitekt
-**d!
Skipulagsmál Reykjavíkur
og höfudborgarsyædisins
Skipulagsmál eru þau mál
sem taka til stærstu þáttanna i
mótun og framtlð borga og þétt-
býlissvæöa. A höfuöborgar-
svæöinu er þörfin á samræmdri
stefnu og samvinnu svæöisins
stööugt aö veröa ljósari og hafa
sveitastjórnirnar á slöustu
árum stigiö skref sem væntan-
lega veröa til þess aö koma betri
skipan á þessi mál.
Ariö 1976 voru stofnuö Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæöinu og siöastliðiö vor geröu
sveitarfélögin með sér ramma-
samning um aö koma á fót
Skipulagsstofnun höfuöborgar-
svæöisins (S.H.).
Skipulagsstofnanir.
Aöur en ég vlk aö skipulags-
málunum sjálfum vil ég fyrst
lýsa þeim hugmyndum, sem eru
uppi eöa hafa veriö uppi um þær
stofnanir sem vinna aö skipu-
lagi.
Gert haföi veriö ráö fyrir aö
Þróunarstofnun Reykjavlkur-
borgar yröi lögö niður um leiö
ogS.H. tæki til starfa. Þetta var
vegna þess aö Reykjavlk var
búin aö ganga frá endurskoöun
á aöalskipulagi sinu og haföi
lagt þaö fram til samþykktar
hjá Skipulagsstjóra Rlkisins.
Nú hafa viðhorfin nokkuö
breyst. Tekinn er viö völdum
nýr meirihluti I Reykjavík, sem
viö afgreiöslu á aöalskipulaginu
I borgarstjórn, og fyrir kosning-
arnar I vor, haföi lýst yfir á-
greiningi á mörgum þáttum
þess. Þar sem aðalskipulagiö
hefur ekki enn veriö staöfest af
Skipulagsstjórn er eölilegt aö
nýi meirihlutinn óski aö sjónar-
miö hans, I ágreiningsmálum,
komist inn i hiö endurskoðaöa
aöalskipulag.
Vegna þessa er ljóst aö vinnu
verður að taka upp aö nýju viö
ýmsa þætti skipulagsins. Borgin
getur þvl ekki lagt Þróunar-
stofnun niöur þegar S.H. veröur
stofnuö eins og gert haföi veriö
ráö fyrir. Þr.st. getur samt sem
áöur aöstoöaö viö aö koma S.H.
á laggirnar og sá hluti gagn-
anna og starfseminnar sem
tekur til mest yfirgripandi þátta
getur flust á hina nýju stofnun.
Auk þessara atriða er ég þeirrar
skoöunar aö auka beri skipu-
lagsvinnu I Reykjavlk, þannig
aö skipulagiö geti oröiö aö
þróunarskipulagiþar sem tlma-
og framkvæmdaáætluner gerö i
nánu samstarfi viö fjármála-
skipulag borgarinnar. Hér erum
viö komnir alltof skammt á veg
og þaö jafnt þótt skipulagsskrif-
stofu borgarinnar hafi veriö
gefiö nafniö Þróunarstofnun á
slnum tlma.
Staða skipulagsmálanna.
Staöa skipulagsmálanna i
Reykjavik er mjög flókin nú. 1
gildieraöalskipulag frá 1965, en
aö hluta til er unniö samkvæmt
endurskoöuninni frá 1976 sem
ekki hefur enn veriö staðfest.
Viö þetta bætist aö nýi meiri-
hlutinn er ekki samþykkur ýms-
um atriöum I endurskoöuninni.
Ljóst er þvl aö ákveöni þarf til
aö koma skipan á þessi mál.
Jafnframt þarf aö koma til
mikil lipurö viö aö koma saman
sjónarmiöum hinna þriggja
meirihlutaflokka.
1 stuttri blaöagrein eru ekki
tök á aö fara mikiö út i skipulag
þessa verkefnis, en ég vil þó hér
á eftir fara nokkrum oröum um
helstu þætti þess og geta þess
hvár helst er aö búast viö aö
breytt sjónarmiö komi fram.
Verslunarmálin: Þaö er
skoöun mln aö verslanaþörfin
hafi veriö mjög ofáætluð, og
gæti ég fært aö því mörg rök. Ég
vil þó láta nægja aö benda á aö
hér vantaöi samræmingu viö á-
ætlanir hinna sveitarfélaganna
um verslunaruppbyggingu, en
þetta veröur eitt af helstu verk-
efnum sem þarf aö vinna I sam-
vinnu viö hina nýju Skipulags-
stofnun höfuðborgarsvæðisins.
Eg tel þetta ofmat á verslun-
arþörf valda þvi aö deiliskipu-
lag nýja og gamla miöbæjarins
er að hluta til óraunhæft.
Verndunarmálin: Ég tel aö of
skammt hafi veriö gengiö I
verndunarmálum og of mikil
hækkun á nýtingarhlutfalli hafi
veriö leyfö i gamla bænum.
Leiörétting á þessu veröur eöli-
legri þegar haft er l huga aö þörf
á verslunar- og skrifstofuhús-
næöi er ofmetin.
Umferöarmálin: Samkvæmt
núverandi skipulagshugmynd-
um stefnir I verulegan vanda I
umferöarmálum og I miklar
byggingar á hraöbrauta og um-
feröarmannvirkja. Helstu ráö
til aö snúast gegn þessum vanda
eru: aö draga úr aukningu at-
vinnuhúsnæöis vestan Kringlu-
mýrarbrautar, aö auka ibúa-
fjölda á sama svæöi (og þá helst
fólk sem hefur þar vinnu) — og
aö auka hlut almenningsvagn-
anna I flutningaþörfinni.
tbúöamálin: Undirbúningur
nýrra byggöasvæöa hefur dreg-
ist úr hömlu og er mikil hætta á
aö byggingariðnaöurinn standi
uppi verkefnalaus eftir 2-3 ár.
önnur hliö íbúðarmálanna er
sú, hversu dýrt þaö er fyrir
borgina að reisa stööugt ný
hverfi á meðan ibúum fjölgar
lltiö eöa ekkert.
Betri nýting á gömlu húsnæöi
og núverandi byggingarsvæöum
er þvi eitt stærsta hagsmuna-
mál borgarinnar I dag. önnur
notkun á hinu stóra svæöi sem
flugvöllurinn er nú á, hlýtur aö
koma til athugunar I þessu sam-
bandi.
Skipan skipulagsmálanna
Ein meginforsenda þess aö
sem bestur árangur náist á sviöi
skipulagsmálanna er sú aö
stofnanir þær sem aö þeim
vinna samræmist sem best
þeim verkefnum sem fyrir
hendi eru hverju sinni. Skipu-
lagsstofnun höfuöborgarsvæöis-
ins er augljóslega sá sam-
ræmingaraðili sem vantaö
hefur viö hliö skipulagsaöila
hvers sveitarfélags um sig.
önnur meginforsenda þess aö
skipulagsstarf megi heppnast er
aö traust rlki milli þessara
þriggja aöila: stjórnmála-
manna, skipulagsmanna og al-
mennings. Þetta á bæöi viö er
tekur til höfuðborgarsvæöisins
— þ.e. aö öll sveitarfélögin geti
boriö fullt traust til Skipulags-
stofnunarinnar — og i Reykja-
vlk aö allir flokkar geti boriö
traust til Þróunarstofnunar og
treyst þvl aö hennar starf sé
unniö á faglegum grundvelli en
ekki litað af flokkspólitiskum
sjónarmiöum.
Hvaö varðar tengsl almenn-
ings viö þessa aöila þá er krafan
um aö öll umræöa og stefnumót-
un á skipulagi sé opin efst á
blaöi. Vona ég aö þessi ritsmlö
stuöli aö þvl aö koma slikri um-
ræöu af staö.
Nauösynlegur þáttur þess aö
aukiö traust geti myndast á
milli almennings og skipulags-
’og stjórnmálamanna er aö
dregnir séu upp þeir valkostir
sem tii eru viö lausn tiltekinna
mála. Þaö er aöeins meö
samanburöi á slikum valkostum
sem ófaglært fólk getur áttaö
sig á hvaöa gildi hinar ýmsu
skipulagshugmyndir hafa,
enda er þetta hvarvetna oröiö
útbreitt erlendis. Sé þessara at-
riöa gætt sem gerö hafa verið
aö umræðuefni hér aö framan,
en hægt aö llta bjartari augum
til framtiöarinnar I þróun skipu-
lagsmála, en veriö hefur.
Verkaiýðsmálaráð Alþýðubandalagsins Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins
Benedikt Davlösson
Haraldur Steinþórsson
Asmundur Stefánsson
Svavar Gestsson
Lúövik Jósepsson
Snorri Jónsson
Ársfundurinn hefst á morgun nAnsiíKÁ.
Laugardagur 4. nóvember, 14 30 umræöur I T Víl A I? lí 16.00 Kaffihlé LiiiNU/ArvD/n, 18.30 Umræður og hópstarf 10.00 Setning: Benedikt Davlösson 18.00 Frestun furidar. 10.15 Vísitala og verötrygging launa: Haraldur’ Steinþórsson og Asmundur Stefánsson n.15 umræöur Sunnudagur 5. nóvember, 12.00 Matarhlé 13.30 Rikisstjórn, flokkur og verkalýöshreyfing: HÓTEL LOFTLEIÐUM Svavar Gestsson Efnahagsmálin og staöa launafólks: kl. 10.00 Kjaramálin og framlenging kjarasamn- Lúövik Jósepsson. inga: Snorri Jónsson 10.30 Umræöur 12.00 Sameiginlegt borðhald á Hótel Loftleiðum 13.30 Alþýðubandalagiö og verkalýöshreyfingin: Benedikt Daviösson 14.00 Umræöur 15.00 Hópstarf, umræöur og ályktanir 18.00 Fundarslit. Ráðstefnustaðir: Fyrri dagur: LINDARBÆR Slöari dagur: HÓTEL LOFTLEIÐIR