Þjóðviljinn - 04.11.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 04.11.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1978 AF KÚLU Því hefur stundum verið haldið fram — ef til vill með nokkrum rökum —, að fásinni sé meira á Islandi en annars staðar í hinum svo- kallaða siðmenntaða heimi. Þannig er ekki hérlendis fyrir börn neinn sirkus, tívolí eða dýragarður. Fyrir unglinga engin veitingahús til að taka fyrstu dans- og drykkjusporin og fyrir fullorðna ekkert listasafn — síðan við listamennirnir settum bann á Kjarvalsstaði —, engar óperur, ekkert sérhannað afdrep fyrir Þursaflokkinn, sem nú sýnir ballett í Þjóðleikhúsinu; boxið bannað. Raunar flestar þær gamanbjargir, sem aðrar stórborgir hafa uppá að bjóða, bannaðar þeim, sem langar til að gera sér dagamun með þvi að njóta ein- hvers annars en íslenska sjónvarpsins. Sinfóníuhljómsveitina skipa, að sögn erlendra sérfræðinga, bara menn með áhuga, og sama er víst að segja um leikhúsin, þó enginn máls- metandi sérfræðingur hafi að visu enn gerst svo djarfur að halda slíku fram á prenti, en Ijóst, að varla er hægt aðætlast til þess að full- orðnir listunnendur geri sér dagamun með því að reyna að njóta listtúlkunar áhugafólks í starf i. Hér í borginni okkar eru engin gleði-, glens- og gamanhverfi. Ekkert Sohó, ekkert Mont- parnass, ekkert Sántpálí. Engar viðunandi gleðikonur né pútnahús, en nuddstof um allt of þröngur stakkur skorinn. Sem sagt, að ef skilyrði eru óhagstæð til að drepa nokkuð hérna í höfuðborginni okkar, Reykjavík, þá er það tíminn. Af téðum ástæðum verða innfæddir himin- lif andi þegar stof nað er til einhvers í borginni, sem flokkast mætti undir til dæmis listvið- burð, og hefur áhugi á öllu slíku lengi verið landlægur í Reykjavík. Hver man ekki eftir söqunni af Jóhannesi Kjarval, þegar hann staðnæmdist fyrir utan Reykjavíkurapótek á sólbjörtum sumardegi og tók að stara uppí loftið? Fljótlega hafði þyrpst múgur og margmenni í kringum listamanninn, og horfðu allir upp í loftið hver með sínu nefi. A réttu augnabliki leysti síðan listamaðurinn vind og sagði síðan: „Þarna kom það". Allir voru auðvitað himin- lifandi, því hér hafði listrænn vindur atvinnu- manns verið leystur. Tvær flugur slegnar í einu höggi, vandinn og vindurinn leystur. Og alltaf verður okkur eitthvað til fanga í höfuðborginni. Einu sinni kom kafbátur inná höf nina, og allir Reykvíkingar fóru niður eftir aðskoða undrið, annað skipti loftpúðaskip. Ég man hvað mér fannst gaman þegar loftpúða- skipið var sett í gang og olíudrullubrákin á höf ninni f russaðist yf ir þrettán þúsund manns í sparifötunum, mest börn og gamalmenni. Það var fögur sjón og hrikaleg. Og þó að aldrei hafi hér verið sirkus, þá hafa aðrir stórviðburðir komið í hans stað. Ég gleymi því til dæmis aldrei, þegar brunaliðið flutti úr Tjarnargötunni uppí öskjuhlíð. Þá var nú líf í tuskunum. Allir sem vettlingi gátu valdið í miðbænunri/og lá við stórslysum, en aðeins tvær konur tróðust undir, og flutn- ingarnir tókust svo vel að enn er í minnum haft, enda engir amatörar þar á ferð. En margt hefur breyst síðan brunaliðið f lutti. Nú eru uppákomur á við loftpúðaskipið, gosbrunninn, barnadaginn, sjómannadaginn og sautjánda júní ekki lengur það eina sem hægt er að hlakka til. Gerð hef ur verið gang- skör að því að svala gleðiþorsta borgarbúa eftir öðrum leiðum. ( staðinn fyrir dýragarð handa börnum hefur Hallærisplanið verið fundið, unglingar eru hættir að drabba og drekka, farnir að kveða rímur, róa í gráð- iðog nudda punginn framí andlátið, eins og sú sérstæða íþrótt er nefnd. En í staðinn fyrir glens og gamanhverfi, gleðimenn, konur og pútnahús fyrir f ullorðna fólkið, er litast við að dreifa líf sleiða almennings með stórskemmti- legum vörusýningum i veglegustu húsakynn- um. Sýningar eins og landbúnaðarsýning, sem hundraðþúsund manns sáu, bílasýningin, iðn- sýningin, og nú allra síðast húsgagnasýningin veita almenningi í landinu slíka fróun að félagsfræðistofnun Háskóla íslands hefur séð ástæðu til að taka fyrirbrigðið til rannsóknar. Húsgagnasýningin er stórmerkileg fyrir margt. Merkust er hún jpó f yrir (ef f rá er tal- inn aðgangseyririnn) KÚLUNA. Kúlan er sér- hannað svefnherbergi, þar sem hugsað er fyrir öllum sérþörfum nútíma Islendings, kostar f imm og hálfa miljón, er loðin að innan og rennur út. f kúlunni er að finna „íslenska drauminn" um alsæluna í þessu lífi. í henni miðri er flet, og við höfðalagið þrettán- hundruð takkar f yrir lífsgæðin sem kúlan hef- ur uppá að bjóða. Segja má að sjálf ur móður- kviðurinn sé harla fábrotinn í samjöfnuði við þessa alsælukúlu, því i henni er vínskápur, stereógræjur, ísskápur, fjarstýrt Ijósakerfi, sjálfvirkur hlandkoppur og • hámark un- aðarins, sjónvarp, sem hægter að hafa í gangi allan sólarhringinn og sérstakur súref nistakki fyrir þá sem vilja njóta útivistar í kúlunni. Þroskaleikföng eru ekki í kúlunni né bókaskáp ur, en allt sem hugurinn girnist. Mér er tjáð að ástæðuna fyrir því að ekki skuli vera innifal- inn í katípunum á kúlunni kvenmaður handa körlum, eða karlmaður handa konum, sé að finna í málshættinum „Sjálfs er höndin hollust". Kúlan er það sem koma skal, og tökum því undir orð þjóðskáldsins: Hættum nú að velta vöngum vondu yfir lífi og fúlu Hverfum nú til hvilu og göngum hver til sinnar einkakúlu. Flosi. Danskir tannlæknar athuga tennur fyrrverandi fanga Hópur danskra tannlækna á vegum Amnesty International munu á næstunni rannsaka tann- pyntingar á pólitiskum föngum og munu þær rannsóknir fara fram á Rikissjúkrahúsinu og Tann- læknaháskólanum i Kaupmanna- höfn. A undanförnum tveimur árum hafa læknanir rannsakaó þrjátiu og fjögur fórnarlömb frá Spáni og Chile. Þrátt fyrir að fólkið hafi fyrst komið undir hendur tannlækn- anna löngu eftir að pyndingar höfðu átt sér staö, mátti enn sjá glögg merki þeirra. Tennurnar höfðu kvarnast, brotnað og jafn- vel dottiö úr, og báru sumir merki þess aö hafa mátt þoláö raf- magnspyntingar. Pyntingarnar sem um ræöir eru framkvæmdar á þann hátt aö rafmagnsleiöslum er komið á tennur, varir, tungu, eyrnasnepla og kjálka förnarlambsins svo sársauki í tannholdi verður óbærilegur. Þrir fangar frá Chile skýröu frá þvi aö silfurfyllingar hefðu dottið úr tönnum þeirra eftir slikar pyntingar. Sögöu tannlæknarnir aö yfir- leitt væru tepnur i föngum I lélegu ástandi. Má þar kenria úm fyrr- nefndum pyntingum, en einnig svefnleysi, martröðum, tauga- veiklun og hræöslu. (In- formation). Olympíuskákmótið 7. umferð: íslendingar í basli með Argentínumenn Sovéska sveitin er að síga framúr — einstök heppni yfir sveitinni Þvi miður, það gekk ekki nógu vel i 7. umferðinni þegar við mættum Argentinumönnum. Guðmundur sem tefldi á 1. borði Sovétmenn eru að síga framúr Sovétmenn sigruðu Búigara 3:1 i 7. umferð og eru þar með komnir með 20 vinninga og orðnir lang efstir. Þaö er næsta öruggt að þeir vinna þetta óiympiumót sem og öll önnur sem þeir hafa tekiö þátt I. Næstir þeim koma svo Danir meö 18.5 vinninga, eftir að þeir geröu jafntefli 2:2 við Ungverja i 7. umferö. Jafnir Dönum að vinningum eru Bandarlkja- menn, sem sigruöu Júgóslava 2.5:1.5 i 7. umferð með 18.5 v. í 4. sæti eru Englendingar meö 18 vinninga en þeir gerðu jafntefli við Rúmena 2:2 i 7. um- ferð. I 5. til 6. sæti eru svo Búlg- arir og Júgóslavar með 17.5 v. gerði jafntefli við Emma, Helgi tapaði fyrir Hase, fór skakkt I byrjunina og náði aldrei að rétta tafliö við eftir það. Margeir hélt hinsvegar uppi heiðri tslands og sigraöi Campora, en Jón L. á biðskák við Grynberg, sem er Jóni töpuð, nema kraftaverk komi til og þvl eru likleg úrslit 2.5 gegn 1.5 Argentinumönnum I vil. En talandi um kraftaverk eöa heppni, þá liggur viö að maður trúi vart slnum eigin augum um þá óskaplegu heppni, sem er yfir sovésku sveitinni, sem nú hefur örugga forystu á mótinu eftir 3:1 sigur gegn Búlgörum i 7. umferð. Hvað eftir annaö I þessu móti, hafa sovésku skák- mennirnir verið meö tapaöar stööur en náð jafntefli á ein- hvern óskiljanlegan hátt og eins hefur þeim á stundum tekist aö kreista út vinning úr steindauð- um jafnteflisstööum. Það er vart um annaö meira rætt hér meðal skákmanna en þessa miklu heppni sem er yfir Sovét- mönnunum. Islendingunum liður öllum vel hér, og liðsandinn gæti ekki veriö betri. Hér er komiö vorog hitinn þetta um 30 stig á hverj- um degi. Aöstæðurnar á keppnisstað hafa ekkert batnað, síöur en svo. Og svo hefur mönnum hér ofboðið þessi keppnisaðstaða, og eitt dagblaðanna sá ástæðu til aö taka málið fyrir i leiðara. —Hól. Margeir Pétursson hélt uppi heiðri islensku skáksveitarinn- ar I 7. umferð, var sá eini sem hiaut sigur. Danska sveitin vekur I mesta athygli á ÓL Það fer ekkert á milli mála, að danska sveitin á ólymplu- mótinu I skák, hefur vakið mesta athygli og árangur hennar er næsta ótrúlegur. Allir meðlimir sveitarinnar eru titil- lausir menn, svo til alveg óþekktir, en samt leggja þeir hverja stórþjóðina af annari að velli og eru nú i 2. sæti á eftir Sovétm önnum. Það hefur margur stór- meistarinn fengiö að lúta lágt gegn þessum óþekktu Dönum og sannarlega hefur mörgum þeirra sviðið sárt undan. Fróö- legt verður aö fylgjast meö Dönunum I næstu umferðum, en eftir þvi sem þeir færast ofar á stigatöflunni, mæta þeir erfiöari andstæðingum. Hól. OLYMPIU- SKÁKMÓTIÐ Frá Helga Olafssyni <&>

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.