Þjóðviljinn - 04.11.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.11.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þrlr listamannanna fjögurra, sem sýna i FtM-salnum. Fró vinstri: Gunar örn Gunnarsson, Bjarni Ragnar og Elfas Hjörleifsson. Skúlp- túrinn er eftir Sverri ólafsson, sem ekki var vi&staddur þegar myndin var tekin. Hundurinn Bangsi á engin verk á sýningunni, en hann er I eigu Gunnars Arnar. (Ljósm: Leifur). Fjórir sýna í FIM-salnum t dag veröur opnuö samsýning fjögurra myndiistarmanna i FtM-salnum, Laugarnesvegi 112. t>eir Bjarni Rangar, Elfas Hjörleifsson og Gunnar örn Gunnarsson sýna teikningar, flguratff málverk og coilage- myndir og Sverrir óiafsson sýnir skúlptúr. Bjarni Ragnar hefur tvisvar tekiö þátt i haustsyningu Félags islenskra myndlistarmanna. Elias kemur frá Kaupmanna- höfn, þar sem hann hefur veriö búsettur undanfarin 14 ár. Þetta er fyrsta sýning hans hér á landi, en hann hélt einkasýningu i Kaupmannahöfn fyrir fjórum árum. Gunnar örn Gunnarsson hefur haldiö 9 einkasýningar, þar af tvær I Kaupmannahöfn, og tekiö þátt i samsýningum FÍM og samsýningum i Þýska alþýöulýö- veldinu, Sviþjóö og Danmörku. Sverrir ólafsson tók þátt i sýningu Myndhöggvarafélagsins i sumar. Sýningin veröur opin daglega kl. 16 til 22, en henni lýkur sunnu- daginn 19. nóvember. —eös Fimm tríó á tónleikum hjá ICE ICE, Icelandic-Canadian Ensemble, heldur tónleika i dag, laugardaginn 4. nóv. kl. 2.30 i Austurbæjarbiói á vegum Tónlistarfélagsins. Sveit þessi hefur haldiö tónleika vföa siöan hún var stofnuö 1974 og flutt mest islenska tónlist. A tónleikunum i dag koma þeir fram Hafliöi M. Halldórsson (selló), Róbert Aitken, flauta) og Þorkell Sigurbjörnsson (pianó). Þeir leika trió eftir Haydn og Marinu, Musica seria eftir Þorkel Sigurbjörnsson, verk eftir G. Crumb sem nefnist Vox balanae (Rödd hvalsins) og frumflutt er verkiö Pólar eftir Hafliöa. I efnisskrá segir m.a.: Trió Haydns var liklega samiö árið 1790 og var seinasta trlóiö (af 31), sem hann samdi. Trióin eru öll fyrir fiölu, celló og planó, en i hinum þremur seinustu má flauta taka stööu fiölunnar. Verk Hafliöa er alveg nýtt af nálinni, samiö af tilefni þessarar heimsóknar hans til Islands. Pólar eru venjulega tveir, nema þá, þegar um jarötengda tengla er aö ræöa — þá eru þeir þrir. Bandariska tónskáldiö, George Crump, er I hópi svokallaöra „nýrómantikera” i samtima- tónlist. „Rödd hvalsins” var samiö vegna áhrifa frá segul- bandsupptökum af hvalaljóöum — og kallar vissulega fram sérkennilega sönglist. „Musica seria” var samiö aö beiöni breska útvarpsins og frumflutt I Belfast. Þetta eru nokkrar myndbreytingar um stefiö, sem cellóiö leikur I upphafi. Bohusliv Martinu, sem lést fyrir tæpum 20 árum, samdi fjölda verka I nýklassiskum anda, þar sem m.a. má greina áhrif tékkneskra þjóöalga. Náttúra og umhverfi Bjarni H. Þórarins- son í Suöurgötu 7 Sýning Bjarna Þórarinssonar stendur nú yfir i Galleri Suöur- götu 7. Einnig heldur Bjarni „sýningu i sýningunni”, eöa i hinni sérsmföuöu tösku er nefnist „Galiery”. Verk Bjarna er fjölbreytt og höföa til umhverfis (environment) ogeru unnin beint ináttúruna og ásamt henni. Þetta er fyrsta einkasýning Bjarna, en hann útskrifaöist úr Myndlista- og Handlöaskóla tslands voriö 1977. Bjarni er einn af stofnend- um Gallerls Suöurgötu 7. Sýningin er opin virka daga 16 — 22, en um helgar 14 — 22. Sýn- ingin stendur til 12. nóvember. Kammermúsik- klúbburinn: Strengja- kvartettar Beethovens í Bústaða- kirkju Kammermúslkklúbburinn hef- ur veturinn á þvl aö ljúka áætlun sinni um flutning á strengja- kvartettum Beethovens, sem hófst I hitteöfyrra. Þaö er Arco-strengjakvartett- inn sem lýkur þessum flutningi. Hann var stofnaöur 1973 af fjór- um ungum hljóöfæraleikurum frá Köln og Dusseldorf, sem allir höföu stundaö nám I skóla Wilhelms Stross i Munchen. Kvartettinn hefur siöan haldiö fjölda tónleika i heimalandi sínu og hlotiö þar góöan oröstlr. Kvartettinn kemur tvisvar fram um helgina I Bústaöakirkju. A sunnudag kl. 20.30 flytur hann strengjakvartetta nr. 4 og 6 opus 18, og á mánudagskvöld veröa flutt Strengjakvartettop. 18 nr. 1, Grosse Fuge op. 133, B-dúr og kvartett op.132 i A-moll. I Arco-strengjakvartettinum eru þeir Manfred Leverkus fiöla, Gabor Sinay fiöla, Stanislaus Matters lágfiöla, Hermann Backes hnéfiöla. MEGAS Á sunnudag verða haldnir merkilegir hljóm- leikar í hátíðasal AAennta- skólans við Hamrahlíð. Þar mun AAegas spila í félagi með Björgvini Gíslasyni (gítar), Guð- mundi Ingólfssyni (hljómborð), Lárusi Grímssyni (hljómborð), Pálma Gunnarssyni (bassi) og Sigurði Karls- syni (trommur). Af nafnalista þessum má sjá aö um merka menn er aö ræöa, en þeir hafa staöiö framarlega I tónlistarmálum svo lengi sem elstu ungmenni muna. A hljómleikum þessum sem Tónlistarfélag MH stendur fyr- ir, veröur flutt verk Megasar sem hann nefnir „Drög aö sjálfsmoröi”. Höfundur vonast Drög að Megas SJÁLFSMORÐI til aö áheyrendur leggi ekki eiginlega merkingu I textann, m.a. vegna þess aö sjálfsmorös- tilraun söguhetjunnar leiöir ekki til dauöa hennar. Mann- eskjan sem fjallaö er um er Reykjavikurbarn, sem runniö hefur á svelli llfsins. Þykir vlst aö hér sé um höfuö- tónlistarverk Megasar aö ræöa. Hefur hann unniö aö þvi á undanförnum tiu árum. Hluti þess hafur birst I bókum hans, annaö hefur hann flutt á tónleik- um, en meiri hluti sjáifsmorös- draganna heyrist nú I fyrsta sinn á opinberum vettvangi. Upphaflega var verkiö samiö fyrir stærri rokkhljómsveit en þá sem spila mun á sunnudag. Var þá gert ráö fyrir blásturs- hljóöfærum, fiölum og flóknari áslætti. Nú hefur hann hins veg- ar breytt þvi smávægilega meö tilliti til aöstæöna. Ætlunin er aö hljóörita hljóm- leikana og gefa þá út á „live” plötu I byrjun næsta árs. Yröi reyndar um plötur aö ræöa, þ.e.a.s. tvöfalt albúm vegna lengdar verksins. Ekki er þetta I fyrsta skipti sem plata er tekin upp á hljóm- Verkið flutt og hljóðritað á hljóm- leikum á sunnu- daginn leikum hérlendis, en hins vegar er þetta I fyrsta sinn sem tekiö er upp meö tuttugu og fjögurræ rása kerfi. Taliö er nauösynlegt aö hljóö- rita verkiö á þennan hátt, vegna þess hve viöamikiö þaö er. Stúdlóupptaka yröi of kostnaöarsöm fyrir hinn Is- lenska markaö, vegna smæöar hans. Veröur þetta I sjötta sinn sem gefin er út hljómplata meö Meg- asi. Sexmenningarnir hafa nú æft sleitulaust i fimm vikur. Verk þetta er mikiö nákvæmnisverk, en Megas skrifar ætlö I nótum. Af þvi sem hér aö framan stendur, ætti flestum aö vera ljóst aö hijómleikar þessir eru einn merkasti menningarviö- buröur I höfuöborginni sem fólki gefst nú kostur á. Eins og fyrr segir veröa þeir haldnir nú á sunnudaginn, S.október I hátiöasal Mennta- skólarts viö Hamrahllö. ‘Fyrri hljómleikarnir hefjast kl.16.00 en þeir slöari kl.21.30. Flutningur verksins tekur rúma tvo klukkutima, en þvi veröur skipt I ,tvo hluta meö hiéi. Búis t ,er viö sex hundruöum jgesta á hvora hljómleika. Aö- gangseyri er reynt aö stilla I hóf, og veröur hann kr.3.500.- Miöar eru nú seldir i Mennta- skólanum viö Hamrahliö. Ef ekki veröur uppselt, veröa miö- ar seldir viö innganginn, en fólki er ráölagt aö tryggja sér miöa sem fyrst. (E.S.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.