Þjóðviljinn - 04.11.1978, Side 13
Laugardagur 4. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Félagar I Blindrafélaginu undirbúa basarinn
Basar blindrafélagsíns
verður haldinn í dag
Hinn árlegi basar styrktarfé- 17, kl. 14.00’ Þar veröur margt á
laga Blindrafélagsins veröur á boöstólum m.a. prjónavörur,
morguivlaugardag, aö Hamrahllö svuntur, handavinna, kökur og
skyndihappdrætti. Blindir og sjá-
andi hafa unniö kappsamlega aö
undirbúningi I allt haust.
Agóöanum er öllum variö til
kaupa á húsbúnaöi og áhöldum I
Blindraheimiliö aö Hamrahllö 17.
Einar Gerhardsen
í Norræna húsinu
Reykjavfkurdeild Norræna
félagsins er nú aö hefja vetrar-
starfsemi slna.
Fyrsta verkefni deildarinnar er
aö efnt veröur til samkomu I Nor-
ræna húsinu sunnudaginn 5.
nóvember kl. 20:30.
Þar mun Einar Gerhardsen fv.
forsætisráöherra Noregs veröa
gestur deildarinnar og segja
endurminningar frá æsku og
bernsku sinni. Þá mun ólöf
Haröardóttir syngja Islensk og
norsk lög viö undirleik Kristfnar
Cortes. Allir eru velkomnir meö-
an húsrúm leyfir.
Þá er hugmyndin siöar I þess-
um mánuöi eöa I byrjun desem-
ber aö efna til kynningarfundar
þar sem norrænir sjóöir veröa
kynntir og möguleikar á styrk-
veitingum úr þeim.
Slöar I vetur er ætlunin aö efna
til nýs kynningarfundar og kynna
þá möguleika skólafólks til náms
á Noröurlöndum.
Þá má geta þess aö Reykja-
vlkurdeildin hefur mikinn áhuga
á aö efna til nánari samskipta
Reykjavlkur viö hinar höfuöborg-
ir Noröurlanda, en Reykjavlk
hefur veriö nokkuö afskipt I þvl
Einar Gerhardsen fv. forsætis-
ráöherra Noregs
samstarfi. Höfuöborgirnar
myndá sérstaka vinabæjakeöju.
Núverandi formaöur Reykja-
vlkurdeildar Norræna félagsins
er Gylfi Þ. Glslason, prófessor.
Punktur punktur
komma strik
í sænskri þýðingu
Sænska bókaforlagiö Forum
hefur gefiö út bðk Péturs
Gunnarssonar, Punktur punktur
komma strik, f sænskri þýöingu
Inge Knutsson. Bókin er þýdd og
gefin út meö styrk frá Norræna
þýöingarsjóönum.
A bókarkápu sænsku útgáfunn-
ar segir m.a.:
„Bók P.G. er skörp þjóöfélags-
ádeila, full af gráglettinni klmni
sem sveiflast milli þess aö vera af
ætt satlru og farsa.... Bókin
markar tlmamót I Islenskri
skáldsagnaritun og hún varö met-
sölubók á islenskum bókamark-
aöi haustiö 1976”.
Punktur punktur komma strik
hefur þegar veriö prentuö þrisvar
sinnum hjá Iöunni, og haustiö
1977 kom út skólaút-gáfa af þess-
ari geysivinsælu bók.
Innan skamms er væntanleg
hjá Iöunni önnur bók eftir Pétur,
„Ég um mig frá mér til mln”. Er
hún sjálfstætt framhald af
„Punktinum” og fjallar um ungl-
ingsár Andra.
PETUR GUNNARSSON
Punktpunkt
komma
Heilbrigðismálaráð Reykjavíkur-
héraðs tekið til starfa
Nýlega tók til starfa
heðbrigöismálaráö Reykjavikur-
héraös, sem skipaö er samkvæmt
lögum um heilbrigöisþjónustu
sem samþykkt voru á Alþingi i
mal s.l.
Skipunheilbrigöismálaráöa er i
tengslum viö nýja skiptingu
landsins I læknishéruö, sem nú
samsvarar kjördæmaskipaninni.
Heilbrigöismálaráö Reykja-
vikurhéraös er þannig skipaö aö
borgarstjórn kýs 7 fulltrúa, en
stjórnir heilbrigöisstofnana rlkis-
ins og einkaaöila tilnefna fulltrúa
frá hverri stofnun.
Ráöiö skipa auk varamanna:
Fyrir Landspitala: Davlö A
Gunnarsson, aöst.frkv.stj.,
Landakotsspitala: Logi
Guöbrandsson, framkv.stj.,
Kleppsspitala-. Tómas Helgason,
prófessor, hjúkrunardeild
Grundar: Gisli Sigurbjörnsson,
forstj., hjúkr.d. Hrafnistu: Pétur
Sigurösson, form. stj. Hrafnistu,
gistiheimili R.K.I.: Kjartan
Jóhannsson, yfirlæknir, borgar-
stjórn Reykjavikur: Adda Bára
Sigfúsdóttir, veöurfræöingur,
Margrét Guönadóttir, prófessor,
Siguröur Guömundsson,
frkv.stjóri, Jón Aöalsteinn Jónas-
son, kaupmaöur, Páll Gislason,
yfiríæknir, Markús örn Antons-
son, ritstjóri. Margrét S. Einars-
dóttir, ritari.
Formaöur ráösins er héraös-
læknir Reykjavlkurhéraös, Skúli
G. Johnsen.
Helstu verkefni hins nýja ráös
eru: Aö hafa meö höndum stjórn
heilbrigöismála I héraöinu.
Gera tillögur og áætlanir um
framgang og forgang verkefna á
sviöi heilbrigöismála.
Annast skipulagningu á starfi
heilbrigöisstofnana héraösins.
Meö reglugerö um heilbrigöis-
málaráö frá 8. júnl s.l. er kveöiö
svo á, aö heilbrigöismálaráö skuli
gera árlegar fjárhags- og
framkvæmdaáætlanir vegna
undirbúnings fjárlaga svo og
áætlanir til lengri tlma um skipan
heilsugæslu og sjúkraþjónustu I
héraöinu.
Nokkrar tölulegar upp-
lýsingar
1. Rekstrarkostnaöur áriö 1977
var kr. 12.206.535.000
2. Stofnkostnaöur áriö 1977 var
kr. 881.171.509
3. Starfsmannafjöldi samsvarar
3838 mannárum.
4. Fjöldi sjúkrarúma I héraöinu
2300 (57,5% allra sjúkrarúma i
landinu).
5. Legudagafjöldi á sjúkrastofn-
unum I héraöinu 700.000 ( 54% af
heildarlegudagaf jölda á
landinu).
RÍKISSPÍTALARNfR
Lausar stöður
Skrifstofa rikisspítalanna
STARFSMANNASTJÓRI óskast til
starfa á Skrifstofu ríkisspitalanna
frá 1. desember n.k. eða eftir
samkomulagi. Nauðsynlegt er, að
umsækjendur hafi lokið háskóla-
prófi i lögfræði eða viðskiptafræði
Háskólapróf i öðrum greinum gæti
einnig komið til greina. Nauðsynlegt
er einnig, að umsækjendur hafi
reynslu i félagsstörfum og eigi
auðvelt með að umgangast fóik.
Umsóknir er greini aldur, námsferil
og fyrri störf, ber að senda Stjórnar-
nefnd rikisspitalanna, Eiríksgötu 5,
fyrir 20. nóvember n.k.
Kópavogshælið
ÞROSKAÞJÁLF ARAR óskast til
starfa nú þegar. Upplýsingar veitir
forstöðumaður heimilisins i sima
41500.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000
Starf
forstöðumanns
Við dagheimilið Viðivelli i Hafnarfirði er
laust til umsóknar. Til greina kemur ein
heil staða eða tvær hálfar stöður. Fóstru-
menntun æskilegust en önnur uppeldis-
fræðileg menntun eða reynsla kemur
einnig til greina. Upplýsingar um starfið
veitir forstöðumaður i sima 53599 á dag-
heimilinu og félagsmálastjóri i sima 53444
á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til 20. nóv. n.k.
Félagsmálastjórinn i Hafnarfirði
Vélstjórar
Landhelgisgæslan vill ráða vélstjóra með
sem mestum réttindum. Upplýsingar á
skrifstofunni, Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu laugardag og sunnudag.
Blaðberar óskast
Suðurströnd, Sæbraut, Selbraut —
Tjarnarból, Tjarnarstigur (sem fyrst)
DtOBVUmiU
SíðumúLa 6. simi 81333