Þjóðviljinn - 07.11.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA3 1 Rauðsokkahátíðin „Frá morgni til kvölds": Mikil aðsókn og frábær stemmning Rauðsokkahátíðin „Frá morgni til kvölds" var haldin í Tónabæ á laugar- daginn var, og þótti tak- ast með afbrigðum vel. Aðsókn var mjög góð all- an daginn og um kvöldið var f jölmennt og f jörugt ball. Hátiðin hófst kl.10 um morguninn með umræðum i hópum. Rætt var um ýmis mál- efni sem varða börn og ungl- inga, og var þátttaka i um- ræðunum meiri en búist hafði veriö viö. Eftir hádegi hófst dagskráin með bókakynningu. Lesið var úr fjórum nýútkomn- um kvennabókum: Dægurvisu, Vetrarbörnum, Le og Úr sálar- kirnunni. Þvinæst var flutt sam- felld dagskrá um hjónabandið. Var hún i léttum dúr og vakti mikla kátínu, einkum samsöng- ur tveggja karlrauðsokka, sem sungu af innlifun: Við gefumst aldrei upp þótt móti blási... Alþýðuleikhúsið kom I heim- sókn og sýndi Vatnsberana, barnaleikrit Herdisar Egils- dóttur. Margir foreldrar komu með börn sin gagngert til aö sjá leikritið, sem bendir vissulega til þess aö I Reykjavik sé þörf fyrir barnaleikhús. Sýningin vakti mikla hrifningu. Siðdegis- dagskránni lauk siðan með upp- lestri úr óprentuðum verkum sex skáldkvenna. Um kvöldið var nýútkomin söngbók Rauðsokka, ,,Syngj- andi sokkar”, óspart notuö til fjöldasöngs. Þá var einnig flutt söngdagskrá sem hlaut frábær- ar viðtökur, og loks var dansað af miklu fjöri til kl. 2 eftir mið- nætti. Barnagæsla var i kjallara Tónabæjar allan daginn. Þar Veggspjald Rauðsokkahátiðar- innar, hannað af Hjördfsi Bergsdóttur. voru börnunum sýndar kvik- myndir og ýmislegt fleira gert til aö hafa ofan af fyrir þeim. Mikill fjöldi barna kom á hátið- ina og virtust þau skemmta sér alveg jafnvel og fullorðna fókið, ef ekki betur. Það var einróma álit þeirra sem þátt tóku I gleöskapnum á laugardaginn, að þarna hefðu Rauðsokkar hitt I mark. ih Leiötogafundurinn í Bagdad: Samþykktí ekkí refci- adgerðir gegn Egyptum Bagdad. 6/11. í gær lauk i höfuðborg íraks fundi æðstumanna Arabarikja og kom það mjög á ó- vart, að ekki hafði sam- ist þeirra i milii um refsiaðgerðir gegn Egyptalandi. I ályktun fundarins voru Egyptar hvattir til þess að hætta friðarviðræðum við Israel og undirrita ekki sérfriöarsamn- inga, en ekki var getið um refsi- aögerðir og ekki var Sadat forseti gagnrýndur i skjali þessu. Samt er talið að samiö hafi ver- ið með leynd um ýmsar ráðstaf- anir til að eyðileggja samkomu- lag Israels og Egyptalands og gaf utanrikisráðherra traks, Hammadi, það reyndar i skyn á blaðamannafundi i gær, en vildi ekki láta uppskátt um þær. Þessi málalok þýða, að Saudi- Arabia og önnur ihaldssöm riki hafa endanlega ráðiö ferðinni á ráðstefnunni. Búist hafði verið við þvi að Egyptaland yrði lýst I viöskiptabann og stofnaður öflug- ur sjóður til að efla arabiska heri I grannríkjum Israels. I yfirlýsingunni var Camp David samkomulaginu visað á bug vegna þess að þaö tryggði ekki réttlátan friö og gengi á rétt Palestinuaraba. Sadat forseti hafði daginn áður hafnað tilboði um 50 miljarða dollara aöstoð frá öðrum Arabarikjum, sem hann fengi á næstu 10 árum ef hann hætti við friðargerðina við Israel. Frá Washington berast þær fregnir að stutt sé i að ganga frá samningi Israela og Egypta. ísraelar hafa I fyrsta sinn fallist á að tengja friðarsamninginn bein- Sadat linis við allsherjarsamkomulag um sjálfstjórn Palestinuaraba á vesturbakka Jórdariar og Gasa- svæðinu. Keisarinn afhenti hers- höföingjum völdin Teheran.6/ll. iranskeisari hefur brugöist viö miklum óeirðum í höfuðborg sinni meö því aö setja tíu manna hershöfðingjast jórn og víkja frá þeirri stjórn tæknikrata sem setiö haföi um nokkra hríö. Sagöi keisarinn í útvarpi aö //uppsteyt/ öryggisleysi og blóðsúthellingar" heföu stofnað sjálfu sjálfstæöi landsins í hættu. Azhari, yfirmaður herforingja- ráðsins, veröur forsætisráöherra, og hefur keisarinn lofaö þvi að stjórnin sitji til bráðabirgöa. Enn var ókyrrt i borginni i gær og skothrið heyröist hér og þar, en mest urðu átökin i gær þegar kveikt var I fjölda bygginga, meðal annars mörgum bankaúti- búum og upplýsingaráðuneytinu. 1 dag voru vigorð eins og „Keisarinn drepist” máluð á veggi i mótmæiaskyni viö skipun hersforingjastjórnar. Flestar verslanir voru enn lokaöar og útlendingar héldu sig innan dyra. Oliuiðnaður landsins var enn lamaður af sex daga löngu póli- tisku verkfalli og flug og sima- þjónusta lá enn niðri vegna verk- falls. 1 gær var meöal annars ráöist á breska sendiráðiö i Teheran. Hinn útlægi trúarleiðtogi Khomeini, sagði i viðtali I Paris i gærkvöldi að þaö væri ekki að furða; Iranska þjóöin bæri rót- gróið hatur til Breta einkum fyrir að hafa neytt keisarann upp á Persa á sinum tima. Bandalag íslenskra listamanna: Allsherjar listbann „Bandalag islenskra lista- manna lýsir yfir eindregnum stuðningi við aðgerðir FIM og mun beita sér fyrir allsherjar listbanni allra aðildarfélaga sinna á Kjarvalsstaði, ef sam- komulag næst ekki innan skamms tfma”—segir i ályktun sem samþykkt var einróma á sameiginlegum fundi stjórnar BÍL og formanna aðildarfélag- anna 4. nóv. s.l. i ályktuninni seg- ir ennfremur: Bandalag islenskra listamanna harmar, að I annað sinn á skömmum tima skuli risa á- greiningur um stjórnskipan myndlistarhúss Reykvikinga að Kjarvalsstöðum. Það er skoðun Bandalagsins, að ekki sé unnt að reka menningar- stofnun á við Kjarvalsstaöi svo vel sé án virkrar og ábyrgrar stjórnarþátttöku listamanna. Þessi sjónarmiö voru viðurkennd I samningi um Kjarvalsstaöi, sem ráðamenn Reykjavikurborgar gerðu viö samtök listamanna I desember 1975, en þar var kveðið á um, að listráö, skipað 3 pólitisk- um fulltrúum og 4 fulltrúum lista- manna, skyldi fara meö þau mál, er snertu listræna starfsemi húss- ins. Meirihluti núverandi hús- stjórnar Kjarvalsstaöa hefur hins vegar gert það aö tillögu sinni, aö stjórnunaraöild listamanna skuli framvegis einskorða við mál- frelsi og tillögurétt tveggja full- trúa á stjórnarfundum, og rök- styöja tillöguna meö þvi, aö myndlistarmönnum hafi verið greidd út hlutdeild þeirra l bygg- ingu Kjarvalsstaöa. Þessum rök- stuðningi mótmælir Bandalagið eindregið og bendir I þvi sam- bandi á, aö gerólík lögmál hljóta að gilda um stjórnun menningar- mála annars vegar og hlutafé og eignarétt hins vegar. Þaö skal tekið fram að verði tillaga meiri- hluta hússtjórnar Kjarvalsstaða samþykkt I borgarstjórn, verður enginn listamaður i samtökum listamanna tilnefndur til ráðu- neytis hússtjórninni. Að gefnu tilefni vill Bandalagið þakka þeim ráöamönnum Reykjavikurborgar, sem stuðl- uðu að lausn deilumála i desem- ber 1975, svo og þeim, sem hafa lýst sig fúsa til þess sama nú. Bandalagið skorar á þessa sömu aðila aö beita sér fyrir þvi, að samningar náist sem fyrst við samtök listamanna um stjórn Kjarvalsstaða. Hæstí vinningurinn í desember verða hæstu vinningarnir dregnir út. 9 fimm milljón króna vinningar eða samtals 45 milljón krónur á eitt númer. Endurnýjaðu strax í dag til aö glata ekki vinnings- möguleikum þínum. 11. flokkur 18 @ 1.000.000.- 18.000.000,- 18 — 500.000,- 9.000.000.- 324 — 100.000- 32.400.000- 783 — 50.000,- 39.150.000,- 9.333 — 15.000,- 139.995.000,- 10.476 238.545.000.- 36 — 75.000.- 2.700.000.- 10.512 241.245.000,- Við drögumlO.nóvember HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.