Þjóðviljinn - 07.11.1978, Page 6

Þjóðviljinn - 07.11.1978, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Þriöjudagur 7. nóvember 1978 Síðbúið flugtak Sinfóníutónleikar í Háskólabíói 2.11.78 Prókofféff: Klassíska Sinfónian Mozart: Sinfonia Concertante Brahms: Sinfónía nr. 1. Hinn búlgaski hljómsveitar- stjóri Russlan Reytscheff var hér fyrir hartnær ári og stjórn- aöi þá pianókonsert Jórunnar Viöar og 5. sinfóniu Tsjækoffsk- Is meö töluveröum bravúr, alla vega siöarnefnda verkinu. 1 þetta sinn var eins og dofnað heföi milli áhafnar og for- manns. Sinfóniuhljómsveitin lék undir getu mestallt kvöldiö og sýndi varla eftirtektarveröa spretti fyrr en I Brahms, eink- um siðustu tiu mlnútur áöur en tónleikagestir fóru heim til sin. Stingi svo kunnugir saman nefj- um um hvaö veldur, aö hljóö- færaleikarar og gestastjórnend- ur eru svona mistækir. Mér er þaö hulið. „Symphonie Classique” Prókoféffs, sem á aö heita eftir- lætisgrallarastrik allra hljóm- sveitarmanna, virtist fremur spiluö af kvöö en gleði. ósam- taka innkomur og óþægilega falskar háar nótur (þristrikaða a-iö i 5. takti Larghettokaflans var ekki eina dæmi um fótastrik fyrstu fiðlu I þokkafullu ballerinuhlutverki) trufluðu ánægju hlustenda og leiddi ó- þarflega oft hugann frá þvi sem vel var gert. Hraðamat og styrkleika- breytingar Raytscheffs voru heilbrigð og skynsöm gegnum öll verkin, en ekki þó svo sann- færandi, að maöur ryki upp á stólbök af hrifningu. Eilitlar ýkjur hér og þar heföu kannski mátt bjarga stemmningunni. Sinfónia Concertante Mozarts i Es-dúr fyrir fjóra blásara og hljómsveit reyndist — eins og hætt er viö aö hún verki á aöra en ódrepandi tréblástursáhang- endur — fremur langdregin. Svona verk er óhemju viökvæmt og erfitt aö bera á borð fyrir kröfuharöa ádiófila nútimans. I ár eru einmitt liöin 200 ár slöan Mozart samdi þetta verk fyrir vini og kunningja I tréblásturs- iön. Það heföi veriö bæöi meira viöeigandi og skemmtilegra aö halda upp á aldarafmæliö meö flutningi Kammersveitar Reykjavikur i Hamrahliöar- salnum, heldur en að heyra það i kuldalegu gimaldi Háskóla- biós, þar sem einleikararnir voru hálfpartinn i hvarfi frá á- heyrendum aftan við hljóm- sveitina. Þeir Stephensenbræð- ur á óbó og horn, Hafsteinn Guðmundsson á fagott og Sigurð- ur I. Snorrason á klarinett léku viöa mjög vel, einkum i einleik, og frömdu aðskiljanleg nettleg- heit, til dæmis slapp Stefán frá nokkrum djöfullegum hornrun- um með brilljans. En manni fannst nokkuð greinilegt, að meiri samæfing heföi getað skipt sköpun hvað heildarsvip verksins varöar og dregiö úr doöa þess. Svo ekki sé minnzt á hreinleika i intónasjón. Hljómsveitin lullaöi i gegnum fyrstu þrjá þætti Brahmssin- fóniunnar án frekari tiöinda. Þaö var ekki fyrr en i siöasta þætti, Finale Grande, fram- lengingu Brahms á „Freude, schönne Götterfunken”, aö sin- fóniuhljómsveitinni (eða var það Raytscheff?) þóknaðist að hefja sig til flugs. Helgi Vilhjáimur Frumvarp í efri deild: Tveggja lækna stöd á Eskifirði Þingmennirnir Helgi Seljan og Vilhjálmur Hjáimarsson hafa laft fram I efri deild frum- varp til breytinga á lögum um heilbrigöisþjónustu þannig aö á Eskifiröi veröi starfrækt heilsu- gæslustöö tveggja lækna — svo- kölluö H2 stöð. 1 þvl skyni veröi nýtt heimild i núgildandi lögum, um aö annar tveggja lækna stöövarinnar sitji á Reyðarfiröi. 1 framsöguræðu sinni rakti Helgi óskir heimamanna um þetta mál og gat þess að Ibúa- fjöldi svæðisins væri rétt viö þau mörk, sem i upphafi heföi verið miöað viö, viö setningu laganna. Hann benti á nauðsyn bættrar aöstöðu bæöi á Eskifirði og Reyöarfiröi og lagöi sérstaka áherslu á þaö, aö þótt báðir læknarnir störfuðu á Eskifirði, þá byggi annar þeirra á Reyðarfiröi. Þingmennirnir Bragi Nielsson og Oddur ólafs- son, sem báöir eru læknar, lýstu yfir fylgi viö tveggja lækna stöö á Eskifiröi I um- ræðunni. —sgt Frumvarp Soffíu Guðmundsdóttur og tveggja annarra þingmanna Alþýðubandalagsins: Ríkið taki að nýju þátt í rekstri dagheimila Eins og fram kemur í blaðinu í dag hafa þrír þingmenn Alþýðubanda- lagsins lagt fram í neðri deild frumvarp um breyt- ingu á lögum um byggingu og rekstur dagvistarheim- ila fyrir börn. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. 3. máisgr. 2. gr. laganna oröist svo: Riki og sveitarfélögum er skylt að stofna og starfrækja dag- vistarheimili fyrir börn eftir þvi sem þörf krefur i hverju byggöar- lagi. Riki og sveitarfélög skulu leggja fram fé til byggingar og rekstrar dagvistarheimila fyrir börn svo sem fyrir er mælt I lög- um þessum. 2. gr. 3. gr. laganna oröist svo: Aöilar, er njóta rikisframlags til byggingar og rekstrar dag- vistarheimila, eru: sveitarfélög og áhugafélög, svo og húsfélög fjölbýlishúsa, starfsmannafélög og aðrir þeir aöilar, sem reka vilja dagvistarheimili i samræmi við markmiö þessara laga. 3. gr. 4. gr. laganna oröist svo: 011 dagvistarheimili fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til skólaskyldualdurs skulu njóta styrks úr rikissjóði til byggingar og rekstrar samkvæmt lögum þessum, svo og skóladagheimiii Ellert Schram: Vaxtaaukakj ör á dómkröfum I gær var til fyrstu umræöu I neöri deild frumvarp Ellerts Schram um dómvexti. Frum- varpiö gerir ráö fyrir aö dómari geti ákveöiö vexti af dómkröfu jafnháa innlánsvöxtum af vaxta- aukalánum eöa öörum sambæri- legum kjörum sem taki sem fyllst tillit til varöveislu á verögildi fjármagns. Hér er um þaö aö ræða að menn geti ekki i skjóli hins seinvirka dómskerfis i landinu skotiö sér undan að greiöa meginverömæti skulda sinna. 1 fjarveru flutnings- manns talaöi Friörik Sophusson fyrir frumvarpinu. Þeir þing- menn sem til máls tóku viö um: ræöuna lýstu sig fylgjandi frum- varpinu I meginatriöum. Þvi var aö lokinni fyrstu umræöu vísað til annarrar umræöu og allsherjar- nefndar. —sgt Soffía Kjartan fyrir börn á skólaskyldualdri, enda uppfylli dagvistarheimili þær kröfur (þau skilyrði), sem nánar kveöur á um I reglugerö. 4. gr. 5. gr. laganna oröist svo: Eðvarö Rikisframlags njóta þau dag- vistarheimili, sém reka starfsemi sina a.m.k. fjóra mánuöi ársins samfellt. Heimilt er ráöuneytinu aö veita dagvistarheimili styrk, enda þótt það starfi skemur en fjóra mán- uði ef sérstakar aöstæður krefj- ast. 5. gr. 8. gr. laganna oröist svo: Rekstrarkostnaöur dagvistar- heimila greiðist sem hér segir: Riki og sveitarfélög greiða samtals 60%, sem skiptast jafnt milli þessara aöila, en foreldrar greiða 40% af rekstrarkostnaði. Rekstrarstyrkir rikisins skulu greiðast ársfjórðungslega sam- kvæmt áætluðum rekstrarkostn- aöi, og skal meöalrekstrarkostn- aður samsvarandi dagvistar- heimila um allt land lagður til grundvallar við greiðslu. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Frumvarp Helga Sejjan ofl. í_ efri deild: Menningarsjóöi félags- heimila verði sett stjórn Helgi Seljan hefur nýlega flutt i efri deild frumvarp um menn- ingarsjóö félagsheimila, ásamt þeim Alexander Stefánssyni, Braga Nielssyni, og Stefáni Jóns- syni. Helstu nýmæli frumvarps- ins eru þau aö sjóönum yröi sett stjórn, en hann heyrir nú undir embættismenn ráöuneytisins. Lagt er til aö auk fulltrúa ráöuneytisins, sem veröi for- maöur skipi stjórnina fulltrúar Bandalags islenskra leikfélaga og Sambands islenskra sveitar- félaga. 1 framsöguræðu fyrir frum- varpinu lagöi Helgi áherslu á þaö aö hér væri gert ráö fyrir fulltrúum annarsvegar þessaöila sem mesta ogblómlegasta menn- ingarstarfsemi ræki Ut á lands- byggöinni og þess sem ætti stærsta rekstaraöildina aö félags- heimilunum. Eins er I frumvarp- inu gert ráö fyrir aö árlega veröi birt hverjir hljóta styrk úr sjóön- um td. ifréttabréfiráðuneytisins. Frumvarpinu var mjög vel tekið og hlaut það góðan stuðning i upphafi. —sgt Til fyrstu umrœöu í neðri deild FRAMKVÆMDA- SJÓÐUR ÖRYRKJA Jóhanna Siguröardóttir mælti i gær fyrir frumvarpi slnu I neöri deild um Framkvæmdasjóö öryrkja. Jóhanna flutti langa og ýtarlega ræöu þar sem hún rakti ástandiö i málefnum þroska- heftra og öryrkja. HUn sagði ma. aö ekki væri nóg aö gert þótt sett væru lög og reglugeröir um sérkennslu og þjálfun öryrkja ef ekki væri jafn- framt séö fyrir fjármagni til framkvæmda. Þess vegna heföi henni þótt eðlilegt og vænlegast til þess aö framkvæmdar yrðu þær úrbætur sem lög og reglu- gerðir gera ráö fyrir aö marka þessum þætti ákveöinn tekju- stofn. Þaö væri heldur ekki úr lausulofti gripiöaö skattleggja til þessara þarfa áfengi og tóbak, þar sem þessi efni yllu bæöi sjúkdómum og slysum, sem leiddu til örorku. Þingmennirnir Einar Agústson og Matthfas Bjarnason voru báöir á þeirri skoöun aö veita ættifé til þessara mála á fjárlögum en ekki aö marka þeim sérstaka tekju- stofna. Matthias visaöi einnig til nýsettra laga um endurhæfingu og lýsti eftir fregnum af reglu- gerö þar um. Gunnar Thoroddsen lýsti sig fylgjandi frv. I megin- atriöum. Sighvatur Björgvinsson fagnaði þessu frumvarpi og kvaö oft skorta á aö Alþingi geröi sér grein fyrir kostnaöi sem hlytist af samþykkt laga og nefndi hann grunnskólalögin sem dæmi. Frumvarpinu var svo visaö til annarrar umræöu og nefndar, eftir aö Jóhanna Siguröardóttir haföi talaö aftur og Itrekaö nauösyn þess. —sgt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.