Þjóðviljinn - 17.11.1978, Síða 5

Þjóðviljinn - 17.11.1978, Síða 5
Föstudagur 17. növember 1978 ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 iiagfc / Kristján Jóh. v" f / Jónsson skrifar um bókm&nntir Pælt en ekki Hægara pælt en kýit höf. Magnéa J. Matthiasdóttir útg. Almenna Bóka- félagið Hægarapælt en kýlt gerist á tveimur frásagnarsviöum. Ann- ars vegar er ævintýri um Prins- essuna sem Prinsinn frelsaöi tir tröllahöndum og hins vegar frá- sögn af eiturlyfjafólki 1 Kaup- mannahöfn. Þessum sögum slær saman meö þvi móti, aö persónur ár ævintýrinu fara niöur til Kaup- mannahafnar og svo skreppa vin- ir þeirra þar aftur meö þeim I heimsókn I ævintýriö. Sú spurning hlýtur að vakna hvort höfundurinn nái einhverj- um árangri meö þvl aö blanda svona saman ævintýri og raun veruleika og ég er ekki fjarri þvl aö svo sé. Þaö hefur löngum veriö álit manna aö I ævintýrum speglist dram- ur fólksins um eitthvaö feg- urra og betra en hinn gráa hversdagsleika. Jón Helgason oröar þetta laglega eins og viö má búastí ágætri grein um þjóösögur I bókinni Ritgerðakorn og ræöu- stúfar: . því aö I draumheim- um slnum bæta menn sér það upp sem þá vantar mest og þeir vildu helzt vera birgir aö I heimi veru- leikans.” Þannig er því einmitt variö meö þetta fólk sem sagan segir okkur aö hafi sest aö I kommúnu I Kaup- mannahöfn og reynt meö þvl móti aö búa sér til einkaveröld. Þar ætlar þaö aö elskast og láta sig dreyma. en þaö er einmitt þaö sem marga nútimamenn vantar mest og þeir vildu helst vera birg- ir af. t bók Magneu gerist það hins vegar þegar hversdags- grámi ævintýrisins er aö buga Prinsessuna, þá stingur hún af frá gamla hversdagslega ævin- týrinu slnu og gefur sig á vit nýj- um og ekta ævintýrum I Kaup- mannahöfn. Ævintýrið Ævintýraheimurinn I Hægara o.s.frv. er aö nokkru leyti hefö- ’bundinn. Annar hver maöur I á- lögum, tröll og drekar leika laus- um hala og þaö er stööugt verið aö ræna prinsessum. Þaö sem kemur á óvart er aö inn I ævintýr- iö slæöast skemmtilegar tilvlsan- ir til þess sem venjulega er kallaö veruleiki: ,,I kastalanum handan skógar- ins lyftir prinsessan sem prins- inn bjargaöi úr tröllahöndum snöggvast höföi og leggur viö hlustir. umkringd óhreinum pottum pönnum diskum fötum glösum gólftuskum bleijum gluggum gólfum veggjum situr hún sem prinsinn göfugi bjarg- aöi frá óvættum. hún sem átti hjartað sem hann vann. hún sem fæöir honum börn.” (6) Prinsessan flýgur burt á baki ævintýrapersónu sem tilheyrir einungis ævintýrinu og er I senn refur, indláni og rauöur örn. Hún gerir þetta eins og I draumi en heima I ævintýrinu situr prinsinn eftir meö sárt enniö. Hann fer auövitaö aö leita aö prinsessunni sinni eins og honum ber og höf- undur sögunnar gamnar sér á bókmenntalegan máta viö þaö aö láta hann ganga I gegnum hefö- bundin ævintýraatriöi meö ó- væntum málalokum. Hann fellir til dæmis þríhöföaðan risa sem hefur rænt þremur fögrum prins- essum og þegar hann hefur drýgt þessa dáö skilar hann þeim ekki heim I föðurgarö eins og venja er til þegar svona stendur á, heldur fara þau öll saman I bóliö. Hann myröir lika indælan dreka sem á þaö sameiginlegt með risanum að hafa ekkert gert honum og er þar að auki grænmetisæta. Niöur- staðan af sögu prinsins er tvi- mælalaust sú, aö hann sé heldur skitslegur prins og mun ómerki- legri en prinsessan. Hún vex aö viti og þroska viö þaö að drifa sig úr ævintýrinu og lýsingin á henni er þannig aö manpi dettur helst I hug húsmóöir sem hefur hlaupiö frá „prinsinum” sinum I blokkinni I Breiöholtinu og hallaö sér aö þvl ljúfa llfi. Kaupmannahöfn Ævintýriö sem talað var um hér á undan er býsna vel skrifaö og sá hluti sögunnar sem gerist I kommúnu I Kaupmannahöfn er ekki siöri. Fólkiö lokar sig inni I sfnum þrönga heimi eins og I ævintýrinu og þaö má segja aö þaö komi vel fram hve vond sú hugmynd er. Þaö er nefnilega þannig aö þó maöur gefi skit I eignarréttinn þá heldur kaupmaðurinn áfram aö heimta peninga fyrir brauöiö og bjórinn og þaö kostar sitt aö fá sér I plpu og sýran er llka dýr og allt- af endar þetta þannig aö annaö hvort verður maöur aö fá sér eitt- hvaö aö gera eöa þá aö ástunda fagurt og friösælt llferni meö þvl aö lifa á öörum. Meö tilliti til þessa er endir sögunnar mjög rökréttur. Þetta fóik hefur hlaup- ið út og skellt huröum I fýlu útl samfélagið og hyggst skyndílega fara aö lifa I nokkurs konar einkasamfélagi eöa ævintýri. Þaö kemur aftur meö rófuna milli fót- anna þegar skóinn kreppir og þaö 1hefur sannreynt aö fjandans „samfélagiö” er I Kaupmanna- höfn lika. Elsa og Sjö halla sér aö „lögmætum” viöskiptum en prinsessan aö ólögmætum. 1 bókinni er mjög lltiö um gagn- rýna úrvinnslu á þessum lifshátt um og þvi jafnvel gefiö undir fót- inn aö svona sé nú llfiö og það sé nú þaö. Engu aö siöur er þetta mjög greinargóö lýsing og höf- undurinn virbist státa af stað- góðri reynsluþekkingu á söguefn- inu. Ég held aö þaö sé einsdæmi I Islenskum bókmenntum ab fá svona glögga og vel geröa sögu úr þessum geira mannllfsins. Fólk meö reynslu af þessu tagi hefur satt aö segja ekki látiö mikiö til sin heyra á opinberum vettvangi. Þess er jafnframt aö geta að bók- in er m jög sérstæö aö þvl leyti aö I henni er ekta „slang”. Aftast er svo oröalisti fyrir þá sem eru fá- fróðir og hann kom mér satt aö segja að mjög góðum notum viö lestur bókarinnar. Raunar er öll bókin mjög vel skrifuð og ein- staklega mikil myndvlsi I lýsing- um. Þaö vottar kannski á köflum fyrir tilgerð i stll en þaö er hverf- andi. Þvl veröur ekki á móti mælt að þeim tima er vel variö sem fer I aö lesa Hægara pælt en kýlt spjaldanna á milli. Kristján Jóh. Jónssoi Móöir mín hús- freyjan Hjá Skuggsjá er komin út bókin Móöir min — húsfreyjan, annaö bindi, sem GIsli Kristjánsson hef- ur ritstýrt og séö um útgáfu á, svo sem einnig var um bók meö sama heiti, er út kom I fyrra. Fimmtán höfundar eiga efni I þessari bók, börn þeirra mæöra, sem um er ritaö. Eftirtaldir þætt- ir eru i bókinni: Sólveig Þóröardóttir frá Sjö- undá eftir Ingimar Jóhannesson, Jóhanna Kristin Jónsdóttir frá Alfadal eftir Jóhannes Dav- íösson, Steinunn Frimannsdóttir frá Helgavatni eftir Huldu A. Stefánsdóttur, Hanslna Bene- diktsdóttir frá Grenjaöarstaö eft- ir Guöbjörgu Jónasdóttur Birkis, Björg Þ. Guömundsdóttir frá Höll eftir Sigurö S. Haukdal, Hllf Bogadóttir Smith frá Arnarbæli eftir Sigrlöi Pétursdóttur, Svan- hildur Jörundsdóttirfrá Syðstabæ eftir Guörúnu Pálsdóttur, Aöal- björg Jakobsdóttir frá Húsavlk eftir Guörúnu Gisladóttur, Jakob- Ina Davlösdóttir frá Hrisum eft- ir Daviö ölafsson, Sigrlöur Jóns- dóttir Bjarnason eftir Hákon Bjarnason, Ásdis Margrét Þor- grlmsdóttir frá Hvftarbakka eftir Þorgrlm V. Sigurösson, Kristin Siguröardóttir frá Skútustööum eftir Hall Hermannsson, Þórdis Asgeirsdóttir frá Knarrarnesi eftir Vernharö Bjarnason, Dóra Þórhalldóttir frá Laufási eftir Þórhall Asgeirsson, Grethe Harne Asgeirsson eftir Evu Ragnarsdóttur. 1 Móöir min — húsfreyjan.sem út kom I fyrra, var eingöngu sagt frá konum i sveitum landsins, bændakonum, en I þessari bók er sagt frá konum úr ýmsum starfs- stéttum. Þær eru bændakonur, prestakonur, kennara- og kenni- mannakonur, læknakonur og inn- an fleiri stétta, sem allar hafa gegnt skyldum sinum og hlut- verkum meö heiöri og sóma allt upp I fremstu raðir og embætti þjóöfélagsins. En hvar I stétt eöa stööu, sem þessar mæöur stóöu, er þeim þó öllum sameigin- legt, aö þær voru meginstoöir heimilanna og máttarfaömur þjóöarinnar. Bókin er 255 blaösiður + 16 myndaslöur. : ; ■ Auglýsingasíminn er 81333 Skálateigsstrákur heldur sínu striki Jóla- og kökubasar Kvenfélag Karlakórs Reykjavlkur heldur sinn árlega jóla og kökubasar aö Hallveigarstööum laugardaginn 18 nóv. n.k. kl. 2 e.h. Margt góöra muna til jólagjafa. Skálateigsstrákurinn heldur sinu striki er framhald endur- minninga Þorieifs Jónssonar fyrrum bæjarfulltrúa I Hafnar- firbi, útgeröar- og sveitarstjóra á Eskifirði og framkvæmdastjóra I Stykkishólmi, sem Jóhannes Helgi hefur skráö. Þorleifur held- ur sinu striki I frásögninni og dregur hvergi af sér. Sviö minn- inga hans spannar allt tsland, — sunnan, vestan, noröan og aust- an, — 70 kaflar um menn og mál- efni, þar á meðal þjóökunna stjórnmálamenn og aöra framá- menn, en einkum þó þaö, sem mestu varöar, alþýöu manna, Is- lenskan aöal til sjós og lands. Þorleifur kemur hér vel tii skila stjórnmáiaafskiptum slnum og viöskiptum viö höfuöfjendurna, krata og templara. Hann segir frá mjög svo sérstæöum mál- flutningsstörfum sinum I Hafnar- firöi, útgeröar- og sveitar- stjórnarstússi á Eskifiröi og I Stykkishólmi, aö ógleymdum margþættum störfum i þágu Geirs Zoega á striðsárunum. Skálateigsstrákurinn heldur sinu striki er tæpitungulaus og hreinskilin minningabók, annálað vestfirskt hispursleysi Jóhannes- ar Helga og austfirskt oröfæri sögumanns falla I einn og sama farveg, — Skálateigsstrákurinn Þorleifur Jónsson er margfróöur og afspyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans veröur margs vlsari um mannllf á Is- landi á öldinni, sem nú er aö llöa. Skálateigsstrákurinn heldur sinu striki er 220 blaösíöur aö stærö meö nafnaskrá og mynd- um. útgefandi er Skuggsjá. Káputeikningu geröi Auglýsinga- stoifa Lárusar Blöndal. Þorleifur Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.