Þjóðviljinn - 17.11.1978, Page 6

Þjóðviljinn - 17.11.1978, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. nóvember 1978 GILS GUÐMUNDSSON UM FLUGSLYSIÐ: Þjóðin I upphafi fundar sameinaðs þings í gær minntistforseti þingsins Gils Guðmundsson þess hörmungaratburðar er fslensk flugvél fórst á Sri Lanka. Fer ræða hans hér á eftir: Sorgarfregn hefur borist. Islensk flugvél fórst síðdegis í gær við Coiombo-f lugvöll á Sri Lanka. I flugvélinni voru 250 manns, áhöfn og farþegar. Um 200 þeirra fórust, þar af 8 íslendingar, og margir eru slasaðir. er Islenska þjóðin er harmi slegin við þessi tíðindi. Flugþjónusta er ung atvinnugrein (slendinga, sem vaxið hefur og dafnað á skömmum tíma. Sókndjörf og traust flug- mannastétt hefur aflað þjóðinni vegs og virðingar. Á tímum hraða og örra sam- skipta á öllum sviðum hefur flugið orðið ómetanleg lyftistöng til framfara. Okkur, sem byggjum fámenna ey langt frá öðrum þjóðum, er þjóðbraut loftsins brýn nauðsyn. Nú hefur varpað sorgarskugga á glæstan slegin feril íslensks flugs. Þjóðin á mikils að sakna, þegar slíka harma ber að höndum. Fjöldi einstaklinga og f jölskyldna á um sárt að binda, margir hér á landi, en miklu f leiri meðal fjarlægra þjóða. Við alþingismenn vottum þeim öllum samúð í nafni íslensku þjóðarinnar. Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast hinna látnu, óska hinum slösuðu velfarnaðar og votta ástvinum þeirra allra samúð með því að rísa úr sætum. harmi Þingsályktunartillaga Garðars Sigurðssonar: Brú yffr Ölfusá Nýlega lagöi Garðar Sigurðsson fram á Alþingi þingsályktunartillögu um smíði brúar yf ir ölfusá við óseyrarnes. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta nú þegar hefja allan nauðsynlegan undirbúning að smíði brúar yfir ölfusá við ós- eyrarnes, þannig að hönn- un brúarinnar liggi fyrir og framkvæmdir við brúargerðina geti hafist strax og aðalframkvæmd- um við Borgarfjarðar- brúna er lokið". Meö frumvarpinu fylgir greinargerö flutningsmanns þar sem segir: Þrjú sjávarþorp eru á suöur- ströndinni, Þorlákshöfn vestan ölfusár, en Eyrarbakki og þingsjé Stokkseyri austan ár. Þorláks- höfn var til skamms tima litil og opin fyrir haföldunni, en er nú komin i allgott horf og öryggi skipa i höfninni allt annaö og betra en var. Útgerö hefur veriö stunduö um mjög langan tlma frá Stokkseyri og Eyararbakka, þrátt fyrir erfiö hafnarskilyröi. Meö kröfum um meiri sókn, lengri róöra, meiri og f jólbreyttari veiöarfæri og bættan aöbúnaö og vinnuskilyröi stækkuöu bátarnir og þeir minni uröu siöur samkeppnisfærir. Þar meö dugöu ekki lengur hafn- irnar á Eyrarbakka og Stokks- eyri, svo fiskibátar þeirra landa nú og hafa gert um langt skeiö nær öllum afla sinum i Þorláks- höfn og aflanum og afuröunum ekiö á milli — vegalengdin fram og til baka er á annaö hundraö km. Meö tilkomu skuttogaranna var unnt aö reka fiskiönaöinn eins og verksmiöjuiönaö — hráefniö berst jafnt til vinnslustöövanna allt áriö um kring, skapar betri og öruggari rekstarmöguleika og jafnari og tryggari vinnu fisk- vinnslufólks. Þessi þróun hefur oröiö i nær öllum verstöövum landsins, en hefur ekki náö til þorpanna austan Olfusár, þau eru nú oröin hafnlaus I nútimaskiln- ingi. Brú yfir ölfusá viö Óseyrarnes mundi tengja saman þorpin báö- um megin ár og skapa auk þess mikla möguleika fyrir alla byggöina I vesturhluta Arnes- sýslu neöanveröri. Brú yfir Olfusá viö óseyrarnes losaöi aö mestu leyti þorpin austan ár undan niöurdrepandi oki hafnleysisins — kæmi i staö tveggja hafna, aö svo miklu leyti sem þaö er unnnt án hafnargeröa. Timabundiö atvinnuleysi hefur rikt I þessum þorpum báöum, einkum á Eyrarbakka — og miklir erfiöleikar steöja þar aö fiskvinnslunni af fyrrgreindum ástæöum. Brýna nauösyn ber til aö tryggja aukiö og jafnara hráefni til þessara sjávarþorpa. Aö lokum má geta þess, I tengslum viö þá umræöu, sem fariö hefur fram vegna mikillar hættu á stórum jaröskjálftum á Suöurlandi, aö núverandi brú yfir ölfusá er á einu mesta hættu- svæöinu, en ekki eru heimildir um skjálfta þar sem gert er ráö fyrir aö hin nýja og mikilvæga brú risi. Ekki er aö efa aö ibúar á Eyrarbakka og Stokkseyri munu fylgjast vel meö framgangi máls- ins, en þaö veröur væntanlega tekiö á dagskrá f Sameinuöu þingi á næstunni. sgt Fyrstu um- • ræðu um fjárlög lokið t gær lauk formlega fýrstu um- ræöu fjárlaga. Var málinu visaö til fjárveitinganefndar sem mun hafa þaö til drvinnslu og meö- feröar á næstunni. Hennar blöur þvi langt og strangt starf á næstunni, en rétt er aö geta þess aö hún hefur þegar starfaö mikiö aö verki sinu. Fjárveitinganefnd skipa niu menn, formaöur nefndarinnar er Geir Gunnarsson. sgt HELGI ÓLAFSSON skákmeistari: F orseta Skáksambands lslands svarað og misskilningur leiðréttur Ætlunin með þeirri grein, sem hér birtist er sú, að leiðrétta og skýra frá atburðum, sem gerðust á ólympíumótinu í Buenos Aires. Misskilningur leiðréttur. Þaö hefur aldrei veriö ætlun min, aö úthrópa Einar S. Einars- son, forseta Sí, sem einn allsherj- ar þrjót, meö öllu óferjandi og óalandi. Ég sé enga ástæöu til aö halda fram rangindum, sem spruttu af misskilningi milli min og Sigurdórs Sigurdórssonar blaöamanns Þjóöviljans. Aö draga aöra keppendur inni þetta mál kom aldrei til greina, þess vegna er þetta leiörétt. Einar S. Einarsson hefur lagt fram mikiö starf I þágu skákhreyfingarinnar, þaö veit alþjóö. Hinsvegar reynd- ist hann slikur kafbátur I sam- skiptum sinum viö undirritaöan aö seint mun fyrirgefiö. óheilindi. Fyrir ólympiumótiö geröi Skáksamband íslands samning viö Morgunblaöiö. Þessi samn- ingur var meö mjög liku sniöi og þessir sömu aöilar geröu meö sér fyrir ólymplumótiö I Haifa 1976. Mér er ekki kunnugt um greiösl- ur, sem Morgunblaöiö lét af hendi fyrir þetta tiltekna mót, en I Haifa greiddi Mbl. 200 þúsund krónur, fyrir einkarétt á fréttum frá mót- inu. Sú grein þessa samnings, sem aö mér og Þjóöviljanum snéri var þaö ákvæöi, aö engir keppenda Islands, sendu dag- lega fréttir af mótinu. Þeir máttu þó senda vikulega pistla til þeirra blaöa, sem þeir önnuöust slik skrif fyrir. Mér er kunnugt um aö Dagblaöiö haföi beöiö Jón L. Arnason fyrir fréttarritarastörf, en Einar S. Einarsson gripiö i taumana og afstýrt sliku. Einar S. Einarsson haföi hins- vegar ekki tal af mér vegna þessa áöur en lagt var af staö. Út i Arg- entinu gaf hann mér hinsvegar upp þá ástæöu, aö hann heföi staöiö I þeirri trú aö ég væri ekk- ert viö Þjóöviljann riöinn. Hvern- ig hann fékk þá niöurstööu er mér hulin ráögáta. (Helgi hefur veriö skák- og iþróttafréttamaöur Þjóöviljans um 2ja ára skeiö. Innskot Þjóöviljinn) Fyrir mótiö i Buenos Aires geröi ég samning viö Þjóöviljann um fréttaflutning, sem ég hygg aö hafi gengiö snuröulaust fyrir sig. Þegar út var komiö, sendi ég þegar i staö fyrstu fréttir af mót- inu. Af ástæöum, sem ég tel ekki rétt aö tilgreina hér, kom ekki bofs frá þeim „Morgunblaös- mönnum” i Buenos Aires, eftir fyrsta dag keppninnar. A öörum degi keppninnar hringdi Einar S. Einarsson I mig og fór aö ræöa um fréttaflutning frá mótinu. Margt af þvi sem hann lét sér þá um munn fara var heldur óskemmtilegt, en þetta var aö- eins byrjunin. Þessi eltingarleik- ur hans hélt svo linnulaust áfram uns þar kom aö ég gat ekki oröa bundist, eins og fram hefur komiö á siöum Þjóöviljans. Eins og gefur aö skilja haföi þetta mjögslæm áhrif á mig. Ég fór á ólympiumótiö, staöráöinn i aö ná góöum árangri. Bæöi haföi ég undirbúiö mig vel fyrir mótiö og þvi ekkert til fyrirstööu aö ná settu takmarki. Meö hinu eillfa kvabbi Einars, sem sýndi furöu- legt skilningsleysi á hlutverki sinu, var skákin oröin aö aukaat- riöi hjá mér, en baráttan viö Ein- ar aö aöalatriöi, og þaö sem öllu máli skipti. Enda fór svo aö siö- ustu umferöirnar tefldi ég án nokkurs áhuga. Starf mitt sem fréttaritari Þjóöviljans var langt frá þvi aö vera erfiöisvinna. Hún lá einungis I þvi aö safna upplýsingum um úrslit og aö hafa eyrun opin fyrir þvi sem var aö gerast á mótinu. Siöan var þetta sent slmleiöis heim og þar vann Sigurdór úr efn- inu af mikilli prýöi. Nú hefur þaö sjónarmiö komiö fram aö Skáksambandiö (Morg- imblaöiö?) væri ekki aö senda mig á mótiö til aö stunda frétta- störf, ekki frekar en Ingvar As- mundsson færi aö kenna 1 fjöl- brautarskóla !! Þessu vil ég svara til aö þaö stóö ekki á þeim Skáksambandsmönnum, aö leita til Margeirs Péturssonar varö- andi upplýsingar um einstakar skákir og fleira. Þá vil ég upplýsa þaö, aö Þjóö- viljinn tók þátt I feröakostnaöi minum hvaö viökom vasapening- um, en Skáksamband tslands sá ekki ástæöu til aö útdeila neinum slikum peningum til keppenda ef undan eru skyldir tveir dagar I New York. Hinsvegar var þvi svo fyrir komiö, aö bæöi Högni Torfa- son og Einar S. Einarsson fengu fulla dagpeninga meöan á mótinu stóö. Þaö kostar aö sjálfsögöu pen- inga aö taka þátt I ólympiumót- inu I Argentinu, en þaö er hins- vegar algert óyndisúrræöi aö leita eftir einokunarsamningum viö Morgunblaöiö. Þaö er hæpinn hagnaöur fyrir skáklistina, aö láta eitt dagblaö sjá um allan fréttaflutning af mótinu. Gjaldkeramálið Menn rak I rogastans er þeir sáu forsiöu Þjóöviljans þann 10. nóv. sl. Ég hef áöur leiörétt mis- skilning þess efnis aö aörir kepp- endur hafi átt i útistööum viö Ein- ar S. Einarsson. Ég tek þaö einnig fram aö Friörik ólafsson er ekki I þeim hópi, ef undan eru skyldar 4 umferöir. Hann fór til Buenos Aires til aö keppa aö stööu forseta FIDE og þegar þvi markmiöi haföi veriö náö, var enginn timi til aö huga aö taflmennskunni. Enda fór svo aö Guömundur Sig- urjónsson tók aö sér stööu fyrir- liöa Isl. karlasveitarinnar. Allt sem ég hef látiö eftir mér hafa um stööu gjaldkera FIDE stendur, enda allar upplýsingar frá mjög áreiöanlegum aöilum. Til eru þeir sem taliö hafa best aö láta umræöur um þetta mál kyrr- ar liggja. Þvi vil ég svara til, aö þaö væri furöulegur blaöamaöur sem þegir þegar slikir atburöir eiga sér staö I kringum hann. Þá er þaö oft viöleitni hjá mönnum 1 sviösljósinu aö vilja stýra penna blaöamanns inná siöurnar, meö öörum oröum, aö skrifa sjálfir um sig I blööin. Aö lokum þetta. Agreiningur á sér alltaf staö, hvar sem er I mannlifinu. Opinskáar umræöur eru oft nauösynlegar til betri samvinnu og hennar er greinilega ekki vanþörf hér. — Akureyri 15. nóvember. Helgi ólafsson. Vidbót yiö leiðréttan misskilning l L Undirritaöur blaöamaður Þjóöviljans, sem tók á móti fréttum frá Helga Ólafssyni af óL-mótinu á Argentlnu vill gjarnan bæta fáeinum oröum viö ieiöréttingu Helga ólafs- sonar um misskilning þann, sem á millum okkar varö. Eftir aö Helgi haföi sagt mér frá frarnkomu Einars S. I hans garö vegna fréttaritarastarfans og þess striös sem hann átti I viö forseta Sl, kom fréttin um gjaldkeramáliö, sem var 100% rétt, eins og Helgi segir i grein- inni hér aö ofan. Þá I leiöinni spuröi undirritaöur hvort Einar S. væri hættur aö jagast I honum fyrir fréttaskrifin. Helgi svaraöi orörétt (þaö er til á segulbandi) Já, þaö er nú fyrir þaö fyrsta vegna þess aö hann er búinn aö fá alla uppá móti sér.... Þarna kemur misskiln- ingurinn. Helgi átti hér viö aö menn væru orönir á móti Einari i fréttaritaramálinu, en undir- ritaöur tók þetta svar sem svo, aö Einar væri búinn aö fá alla uppá móti sér almennt. Astæöan fyrir þvi aö ég dró þessa álykt- un, eru kynni mln af forseta Skáksambands Islands. Mistök min af voru aö draga þessa eðli- legu ályktun, I staö þess aö spyrja Helga nánar úti þetta svar. S.dói J “• ■ mmmmmmmmm m wmmmmmmmm m mmmmmmmmm m wj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.