Þjóðviljinn - 17.11.1978, Page 7
Fimmtudagur 16. nóvember 1978IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Hafa bókmenntaskrifarar leyfi til þess að segja
hvaða helvítis vitleysu sem er? Eru eingin
takmörk fyrir þvi hvað þeir geta leyft sér?
Er enda laust hægt að skýla sér bak við það,
að þetta séu þeirra eigin hugmyndir?
Bréf til Þorleifs
Kaupmannahöfn 1. nóv. 1978.
Komdu blessaöur Þorleifur
minn!
Ég þakka þér kærlega fyrir
úrklippurnar sem þú sendir
mér. Ég emjaöi af hlátri i tvo
daga á eftir.
Þú biöur mig aö segja þér álit
mitt á þvi sem skrifaö hefur
veriö um bókina Eldhúsmellur.
Ég ætla aö vera stuttoröur um
þau mál, en þó langar mig til aö
minnast litillega á þaö sem
Kristján Jóh. Jónsson skrifaöi i
Þjóöviljann.
Auöséö er á öllu aö hann hefur
lesiö bókina áöur en han skrifaöi
um hana, en þaö er meira en
hægt er aö segja um margan
Velvakandahöfundinn. Satt aö
segja fannst mér þessi skrif
hans vera ákaflega fyndin og
bera vott um mikla kimnigáfu.
Hann leggur mikiö kapp á aö
útskýra min „sértæku fyrir-
bæri” I bókinni og þaö sem hann
nefir „listrænarbrellur” (rimar
á móti mellur). Þetta skil ég
ekki. Jú, aö visu skil ég mæta
vel hvaö hann er aö fara, en á
móti segi ég, aö hann skilji ekki
hvaö hann er aö segja. Skrifaö
stendur:
„Eins og sjá má á þessum til-
vitnunum er afskaplega þykkt
smurt á lýsinguna á þvi hvernig
Guömundur kúgar konu sina.
Nú er ég ekki aö draga þaö i efa
aö tíl séu hjónabönd sem ganga
fyrir sig meö svona ódæmum.
Allir vita aö slikt þekkist og allir
eru sammála um hversu bölvaö
þaö er. (!) Sennilega gera
venjulegir eiginmenn þetta nú
samt ekki. Ef sú væri raunin sæi
maöur örugglega meira af
glóöaraugun i mjólkurbúöinni
heldur en dæmin sanna.”
Venjulegir eiginmenn já. Þaö
er nú þaö.
Ég veit ekki hvort ég ættí aö
fara aö telja upp öll þau dæmi
sem ég þekki persónulega
hvernig „óvenjulegir menn”
handfjatla konur sinar, bæöi
fullir og ófullir. Þetta mál er
ekkertfeimnismál ogmér finnst
timi til kominn aö konur gángi
fram og segi opinskátt frá
reynslu sinni i þessum efnum.
011 umræöa um þetta mál hlýtur
aö gera gagn. En ekki eitt
augnablik dettur mér I hug aö
halda þvi fram aö þessi lýsing
sé eitthvert „sérstakt fyrir-
bæri”.
Kristján segir: „Eöa hversu
margir trúa þvi aö sona nokkuö
gerist i lifi flestra hjóna”:
„Aöur en hún gat áttaö sig
þreif hann i handlegg hennar og
dró hana i áttína aö svefn-
herberginu. HUn streittist á
móti af öllum mætti, sparn viö
fótum og greip annarri hendinni
I huröarkarminn, en missti tak-
iö og féll á gólfiö. Hann rykkti
henni á fætur meö einu handtaki
og dró hana áfram, hún datt I
tröppunum og reyndi aö halda
sér fastri i simaboröiö, en þaö
valt um koll og hún missti aftur
handfestuna.
Siöasta spölinn inn I herbergiö
dró hann hana á gólfinu.” (tilv.
lýkur).
Fjandi er ég hræddur um aö
þaö séu margir sem trUa þvi aö
svona lagaö gerist.
Viö erum greinilega lángt frá
þviaöverasammála hvaöþetta
mál snertír, sem KJJ kallar
„lifandi og viökvæmt.”. Mér
finnst þetta ekki viökvæmt og
varla skemmtilegt, en eingu aö
siöurer mikil þörf á þviaö ræöa
um þaö af skilningi meö bæöi
augun opin.
Og svo skil ég ekki heldur
þann veikleika sem bókin á
greinilega aö hafa f för meö sér
vegna þess aö hUn fjallar um
efnisemetv. „hendirekkimeiri
hluta fólks.”.Var Sólon Islandus
kannski fulltrúi sinnar
samtiöar? Var Kristrún 1
Hamravfk samnefnari allra
Vestfirskra kellinga? Var Salka
Valka kona eins og almennt
geröistí þá daga? Geröist þaö á
hverjum dagi i gamladaga aö
tik bjargaöi reifabarni frá
dauöa meö þvi einu aö UtbUa
sjálfa sig sem hitaveitu? Eöa
hafa islenskir bændur leikiö sér
aö því frá aldaööli aö sundriöa á
hreindýrum yfir Jökulsá? Aö
visu veit ég ekki hversu
vestfirskir sigmenn eru iönir viö
aö hánga f hvannarótum
framan i Hornbjargi; en hitt get
ég fúllyrt, aö þaö er ekki nema
þriöjihver Islendingur sem
getur stokkiö upp hæö sina I öll-
um herklæöum.
„Þaö þýöir ekkert aö skrifa
leikrit um daglegt lif ef þaö er
ekki eitthvaö sérstakt,” sagöi
virtur leikstjóri viö mig eitt
sinn. Ætli sé ekki eitthvaö til i
þvi. Hvaö finnst þér?
Annars veit ég ekki um hvaö
ég hef veriö aö skrifa ef þaö er
ekki hversdagsleikinn.
Helduröu aö þaö getí veriö aö
hvunndagurinn sé eitthvaö
ööruvisi i kringum Þjóöviljann,
en Onnu Dóru og Guömund?
En ef ég á aö draga þetta
saman i eitt orö þá finnst mér
umsögnKJJbera vottum kalla-
dramb af verstu gerö. Aö visu er
þetta eitthvert þaö versta orö
sem nú á dögum er hægt aö
segja um karlmann, þaö flagn-
ar yfirleitt af okkur skinniö
þegar viö fáum þessa ein-
kunn. En allt um þaö. Þaö
eiga aö vera óvenjulegir
menn sem lemja konur
sinar og koma fram viö þær
á hliöstæöan hátt og Guö-
mundur aflaskipstjóri gerir
viö sina konu. Þaö hefur laung-
um þótt töluveröur ruddaskap-
ur, einkum i augum þeirra sem
telja sig merkilegri en annaö
fólk, ef einhver karlmaöur er
svo ólánsamur aö hafa gaman
af þvi aö lemja konu sina. Þá er
viökomandi illmenni og ruddi og
ekki húsum hæfur.
En þeir burgeisar sem
hneykslast hvaö mest út af
þessu, nota aöra aöferö. Miklu
finni. Þar kemur litli puti ekki
nálægt. A þeim bæjum er notuö
sú aöferö aö bæla konuna and-
lega; hún er lftillækkuö og
auömýkt, sál hennar er troöin
niöur I svaöiö og likami hennar
er geröur aö eiturlyfjabúri. Allt
er þetta framkvæmt meö hendi
kunnáttumannsins. Eingir mar-
blettir. Ekkert glóöarauga.
Ég veit ekki hVaöa skilning
fólk leggur i' lif iö, ef þessi fyrir-
bæri ættu aö kallast sértæk.
Þeir sem halda þvi fram, lifa á
einhverju vakúm tilverustigi,
lyktarlausu og bragölausu, þar
sem vindurinn fær ekki einu
sinni aö njóta sin.
Jesús Kristur á himnum!
Mig hefur leingi grunaö aö
þaö fólk.sem ekki hefur kynnst
islenskum sjávarplássum og
þeim smábæjarmóral sem þar
svifur yfir sjómannafjölskyld-
um, eigi kannski erfitt meö aö
skilja til fulls hvaö ég er aö
skrifa um.
KJJ segir:
„Anna Dóra hefur engar hug-
myndir, hún hefur engan vilja,
— annan en þann aö taka
Fanneyju opnum örmum og
þetta finnst mér dæmalaust
ótrútegt. Hún hlær bara og
skemmtir sér þegar Fanney
lýsir fyrirlitningu sinni á lifs-
hlutverki hennar meö þvi' aö
kalla hana eldhúsmellu.”
Hafa bókmenntaskrifarar
leyfi til þess aö segja hvaöa
helvitis vitleysu sem er? Eru
eingin takmörk fyrir þvi hvaö
þeir geta leyft sér? Er
endalaust hægt aö skýla sér bak
viö þaö, aö þetta séu þeirra
eigin hugmyndir?
Þaö sem KJJ segir þarna er
helber lýgi og ekkert annaö.
Anna Dóra haföi fullt af hug-
myndum. Og kannski vildi hún
allt annaöenaö „taka Fanneyju
opnum örmum”. Þetta heföi nú
veriö kallaö prump i minni
sveit.
Ég man ekki eftir þvl aö Onnu
Dóru væri sérlega skemmt þeg-
ar Fanney lýsir lifshlutverki
hennar meö þvi aö kalla hana
eldhúsmellu. t þessu oröi felst
ekki fyrirlitning eins og KJJ
finnst, sem sönnum karlmanni.
Heföi hann lesiö bókina örlltiö
betur, heföi hann komist aö þvi,
aö mellur þurfa ekki alltaf aö
selja likama sinn. Til dæmis er
hægt aö selja sál sina fyrirbær-
um eins og pólitiskum flokkum,
dagblaöi, tölvu eöa einföldum
fólksvagni. (Þaö getur svo sem
vel veriö aö hægt sé aö fá út úr
þvi kynferöislegt kikk, ég veit
þaö ekki).
Núnú, svo þessi gamla skrýtla
um borgaralegar hugmyndir
um kommúnista. Æi, æi....
Annars skiptir þetta ekki svo
miklu máli, menn veröa aö hafa
sinar skoöanir hvort sem þeir
eru aö skrifa um bókmenntir
eöa ekki. En óneitanlega er
dálltiö atriöi aö skilja þaö sem
skrifaö er um.
Ég hef þetta ekki leingra aö
sinni. Ég skrifa þér kannski
fljótlega og segi þér frá ein-
hverjum Marsbúa sem skrif aöi i
Mogga undir þremur háum og
taldi mig vera aö troöa ofan i sig
einhverri stefnu. En þaö hlýtur
aö vera eitthvaö sem þeir boröa
á Mars.
Bestu kveöjur
Guölaugur Arason.
Þröstur Olafsson hagfræðingur
Um vísitölu-
bindingu launa
Mikil og harösvfruö atlaga er
nú gerö aö visitölunni og þeim
erfiöleikum sem hún er sögö
valda fslensku efnahagsiffi. Virð-
ast þar flestir leggjast á sömu
sveif ogteija hana upphaf og enda
alls ills. Fæstir hafa haft tilburöi I
þá átt aö færa skynsamleg rök
(yrir hindrunum hennar á leiö Ut
Ur feninu. Flestir segja sem svo,
aö hún sé veröbólguhvetjandi og
benda gjarnan á þá fásinnu aö
hækkun á brennivini leiöi af sér
almenna launahækkun i landinu.
Aörir segja aö hún heröi á skrUf-
unni og hraöi veröbólguþróuninni
. Ýmsar fleiri skoöanir eru á lofti
sem ég nenni ekki aö tiunda. 1
umræöunum um veröbólguna
glitra engu færri viskudropar en i
skrifum vaxtaspekinganna.
Eitt er þaö mein sem viröist
hrjá marga stjórnmálamenn
meira en annaö, en þaö er erfiö-
leikinn aö greina milli orsaka og
afleiöinga. Þetta kemur gjarnan
fram I þvi aö umræöur þeirra
hafa hvorki upphaf né enda og
þar af leiöandi enga framvindu,
þaö er gripiö niöur i málefniö af
takmarkaöri skynsemi, og þvi
miöur oftar af tilfinnanlegu
þekkingarleysi, og siöan er for-
dæmt eöa hrósaö eftir þvi hvaö
stjórnmálamennirnir halda kjós-
endur sina vilja heyra. Þetta er
kanski mesti meinbugur á fyrir-
bærinu stjórnmálamaöur á ofan-
veröum áttunda áratug aldarinn-
ar. Vanmat hans á kjósendum
gerir hann aö fanga eigin for-
dóma, og rænir hann um leiö
hæfileikanum aö kryfja mál til
mergjar, hann fleytir kerlingar i
staö þess aö kljúfa öldurnar. En
þetta var fremur útúrsnúningur,
sem visitölutetriö leiddi mig í, af
þvi aö óviöa er meiri ruglingur á
orsökog afleiöingu en i umræöum
um visitöluna.
Af hverju hefur veriö komiö á
kerfi þar sem kveöiö er á um aö
greiöa verölagsuppbætur á laun
til samræmis viö breytingar á
visitölu framfærslukostnaöar i
einhverri mynd? Astæöan er aö
sjálfsögöu sú, aö meö visitölu-,
bindingu á aö reyna aö viöhalda
kaupmætti launa þótt verölag
breytist. Kerfiö er þvi varnartæki
verkalýösfélaganna gegn verö-
hækkunum, sem varnartæki er
þaö afleiöing áöurgenginna verö-
hækkana. En þaö eitt afsannar
ekki fullyröingar um veröbólgu-
hvetjandi áhrif visitölukerfisins.
Margt hefúr af fræöimönnum
veriörannsakaö og ritaöum visi-
tölubindingu og ætla ég ekki aö
gera þvi skil hér. Tvær niöurstöö-
Þröstur Ólafsson.
ur viröast almennastar: „I fyrsta
lagi veröur visitölukerfiö naum-
ast skoöaö sem sjálfstæöur verö-
bólguhvatur, þvi þaö þarf utanaö-
komandi breytingar — annaö
hvort verWiækkun eöa launa-
hækkun til aö hrinda þvi af staö.
„(Jón Sigurösson) Þetta eru aug-
ljós sannindi sem þó segja ekki
alla söguna. Hvaö um vixlverk-
anir verölags og kaupgjalds?
Kalla ekki veröbætur á laun sem
óháöar eru framleiöniaukningu
fyrirtækjasjálfkrafa á aöra verö-
hækkun? Og þá kem ég aö seinni
niöurstööunni sem segir aö sýna
megi fram á „aö visitölubinding-
in (hafi) veröbólgumagnandi
áhrif, áhrif, sem ekki kæmu
fram, ef ekki væri neitt samband
milli iauna og verölags.” (Jón
Sigurösson). Þetta er rétt svo
langt sem þaö nær, gallinn er
bara sá aö þaö nær ansi skammt.
Auövitaö er samband milli launa
og verölags, þetta samband er
fyrir hendi hvort heldur sem um
er aö ræöa visitölubindingu eöa
ekki. Eöa til hvers halda menn aö
verkalýösfélög séu ? Þaö má
hugsanlega finna þessu sambandi
annan farveg, en þaö veröur
alltaf fyrir hendi meöan verka-
lýösfélög gera skyldu sina. An
visitölubindingar kallar hækkun
framfærslukostnaöar fram kröf-
ur um hærri laun sem oft eru mun
hærri en sem nam leiöréttingu
samkvæmt visitölu, vegna þess
aö verkalýösfélögin spá um leiö I
veröbólguþróunina á komandi
samningstimabili. Rannsóknir á
visitölubindingu eftirstriösár-
anna bæöi á tslandi og erlendis
hafa eindregiö stutt þá skoöun aö
vlsitölubætur komi I staöinn fyrir
launahækkanir I ööru formi en
ekki sem viöbótarhækkun. Kostir
og gallar visitölubindingar eru
margir og af öörum toga spunnir
en sem veröbólguhvatar. An þess
aö ætla aö telja þá alla til hér, þá
eru kostir kerfisins ekki veiga-
minni en gallar þess, sem einkum
liggja 1 ósveigjanleika kerfisins
gagnvart stjórnvöldum viö beit-
ingu ýmissa hagstjórnartækja. og
gerir hagkerfiö á vissan hátt viö-
kvæmara gegn utanaökomandi
sveiflum. Kostír þess — ef kosti
skal kalla — þá auöveldar þaö
samninga til lengri tlma, bætir
samningsstööu láglaunafólks og
getur dregiö úr veröbólgu, ef
kröfugerö verkalýösfélaga bein-
ist aö verölagsþróun sem ekki er
enn oröin. Margt má fleira tima
til en læt þetta nægja.
Niöurstaöan er þvi þessi: Þaö
er ekki vlsitölukerfiö sem ber
ábyrgö á verölagsþróun undan-
farinna ára, heldur önnur utanaö-
komandi áhrif sem koma af staö
þenslu i hagkerfinu. Meira um
þaö seinna.
Þröstur Ólafsson.
SKIPAUTG€RB RÍKISINS
M.s. Hekla
fer frá Reykjavik föstudaginn
24. þ.m. vestur um land til
Akureyrar og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: Patreks-
fjörö (Tálknafjörö og Bfldudal
um Patreksfjörö), Þingeyri,
tsafjörö (Flateyri, Súganda-
fjörö og Bolungarvik um tsa-
fjörö), Siglufjörö, Akureyri og
Noröurfjörö. — Móttaka alla
virka daga nema laugardaga
til 23. þ.m.
SKIPAUTGCRÐ RtKISINS
M.s. Esja
fer frá Reykjavik þriöjudag-
inn 21. þ.m. vestur um land i
hringferö og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: tsafjörö
(Boiungarvik um tsafjörö),
Akureyri, Húsavik, Þórshöfn,
Bakkafjörö, Vopnafjörö,
Borgarfjörö eystri, Seyöis-
fjörö, Mjóafjörö, Neskaup-
staö, Eskifjörö og Reyðar-
fjörö.
Móttaka alla virka daga nema
laugardaga til 20. þ.m.