Þjóðviljinn - 26.11.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.11.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. nóvember 1978 LOGI KRISTJANSSON, BÆJARSTJÓRI, NESKAUPSSTAÐ: Stjórnmál á sunnudegi • isi MJnnsta einingin þarf að vera starfhæf Góðir félagar. Hrepparnir, minnstu einingar samfélags okkar þegar heimilun- um sleppir, eru taldir hafa verið til frá fyrri hluta 10. aldar, en elstu þekkt lög um sveitarstjórn- armáleru frá 1096.1 Grágás elstu lögbók íslendinga segir aö hver hreppur skyldi hafa 20 lögskylda bændur, þingfarakaupsbændur hið minnsta. í þessum þætti Grágásar segir m.a. svo: „Ef maöur... kemur i annan hrepp meö bú sitt, þá á hann kost á að kjósa sig i annan hrepp með bú sitt, ef hinir eru þó 20 eftir, enda lofi hinir er fyrir sitja”. Samkvæmt skattbændaskrá frá 1311 voru skattbændur 3812 1 land- inu. Samkvæmt þvi hafa hreppar i landinu ekki getað verið fleiri en 190, en hafa áreiðanlega verið miklu færri, þar eö margir hrepp- ar hafa eflaust haft mun fleiri skattbændur en 20. Ekki er nú vit- aö, hve bændur hafa haft márga heimilismenn, en vafalitið hafa flestir skattbændur haft um eða yfir 20 manns i heimili. Hafa þvi löghreppar sennilega haft um eða yfir 400 ibúa og sumir hreppar . trúlega miklu fleiri. Skattbændatal hreppanna hefur vissulega breyst af ýmsum sök- um meö tið og tima. Regla sú úr Grágás, sem áður er getiö, um skilyrði þess, aö skattbóndi gæti flutt I annan hrepp, sem sé, aö eftir væru þó ekki færri en 20 skattbændur i hreppnum, hefur tæpast reynst nægileg til þess að tryggja, aö hreppar væru ætið löghreppar. Af þessum ástæðum gekk dóm- ur á Alþingi áriö 1583 þess efnis, aö sýslumenn meö skynsömustu manna ráði mættu samanskikka tveimur eöa þremur I einn hrepp, svo ekki yrðu færri I hrepp en 20, og enginn eigi minna fé en 10 hundruð, svo sem lögbók votti. Af þessu er ljóst, aö forfeður vorir hafa skiliö það, aö hreppar uröu aö fullnægja ákveönum lág- marksskilyrðum til þess, að þeir gætu innt hlutverk það af hendi, sem þeim var ætlað lögum sam- kvæmt. Samkvæmt manntali á Islandi 1703 voru 163 sveitarfélög I land- inu þá. Ibúar reyndust þá vera 50- 358 eöa rúmlega 300 Ibúar aö meöaltali I hverju sveitarfélagi. Hrepparnir voru þá eins og nú mjög misjafnir aö Ibúatölu. Hreppar með færri en 100 ibúa voru þó miklu færri en nú er. Samkvæmt hagskýrslum skipt- ust íbúar landsins 1977 þannig á milli sveitarfélaganna: 1977 (1965) Færri en 100 Ibúar....47 (40) 100—200Ibúar......... 71 (68) 200—500ibúar......... 60 (78) 500—1000 ibúar....... 17 (22) 1000—2000 ibúar...... 14 (9) 2000 Ibúar og fl..... 15 (10) 224 227 Ef tölur frá 1977 eru bornar saman við tölur frá 1965 kemur glöggt I ljós að stærstu sveitarfé- lögin hafa stækkaö en þau smæstu eru nú um 10% fleiri. 1 gildandi sveitarstjórnarlögum nr. 58, 29. mars 1961 er heimild til að sameina hreppa þegar þess er óskað af hlutaðeigandi hrepps- nefndum og samþykkt af sýslu- nefnd. Þá segir I 5. gr. þessara lagæ ,,Nú hefur íbúatala hrepps verið lægri en 100 samfellt I fimm ár, og er þá ráðuneytinu heimilt eftir tillögum sýslunefndar, aö sameina hreppina þeim ná- grannahreppi I sömu sýlsu, sem sýslunefnd telur eftir atvikum best henta.” Þar er ennfremur heimild til aö skipta upp hreppum ef hvor um sig hefur eigi færri Ibúa en 200 eftir skiptinguna. Og ráöuneytinu er skylt að skipta upp hreppi með blandaöri byggö ef 2/3 hlutar hreppsbúa annaö hvort dreifbýl- isins eöa þéttbýlisins óska þess. Eina forsendan er aö þéttbýliö hafi 300 íbúa hið minnsta en dreif- býliö 200. t þessum lögum er ekki að finna einn einasta starfkrók um lágmarksstærð sveitafélaga þó að f iögum þess séu talin upp fjöidi verkefna sem sveitarfélög- um er skylt aö leysa og/eða ætlað að sjá um. 50% sveitafélaganna I landinu getur ekki vegna fámennis veitt ibúum slnum viöunandi þjónustu hvað þá heldur bætt við hana og tekið við auknum verkefnum. Nokkrir hinna smærri hreppa njóta þess aö vera I nágrenni þéttbýlis og geta Ibúarnir sótt þjónustu þangaö. í öðrum tilfell- um hafa sveitafélög tekiö höndum saman um lausn þeirra verkefna sem þau gátu ekki leyst af eigin rammleik. Má I þvi sambandi nefna byggingu og rekstur félags- heimila, skóla og heilsugæslu- stöðva. í þeim tilfellum hafa þeir málaflokkar sem einhverju máli skipta færst undir stjórn sam- starfsnefnda og valdsvið hrepps- nefndanna orðið litið sem ekkert. Þaö aö meir en 50% sveitafélag- anna eru vegna fámennis ekki fær um að veita fbúum sinum al- menna þjónustu krefst þess að þau verði sameinuð og gerð að stærri og sterkari heildum. Ýmislegt mælir með stækkun sveitarfélaganna Ýmislegt fleira mælir meö stækkun sveitarfélaganna, en það að stór sveitafélög séu sterkari til sóknar og varnar I velferðarmál- um þegna sinna, til dæmis á sviði heilbrigðis- og fræðslumála. Ég vil þar nefna eftirfarandi: 1. Stærri sveitafélög eru for-, senda aukinnar valddreifingar. 2. Fjölmenn sveitarfélög eiga þess kost að ráða fasta starfs- menn til að vinna að málefnum slnum, auk þess sest sérhæft starfsliö að og þau verða fýsilegri til búsetu. 3. Ibúar þessara byggðarlaga sem leitað hafa menntunar ann- arsstaðar eiga meiri möguleika að fá atvinnu við sitt hæfi innan stærri byggðarlaganna en þeirra smærri. 4. Stærri sveitafélög geta hag- nýtt sér nýjustu tækni t.d. tölvur við stjórn sveitafélagsins, og náð þannig betri vinnu og meira ör- yggi á þessum sviðum. Mér er ljóst aö ýmsir erfiðleik- ar geta verið á sameiningu eins og t.d. misjöfn útsvarsbyröi, efnahagsástæður og mismikil og góð þjónusta við þegnana. Allt eru þetta þó þættir sem vel eru yfirstiganlegir ef vilji er fyrir hendi til sameiningar. 1 þvi sam- bandi þarf að sjálfsögðu að taka tillit til landfræðilegra ástæöna og viöskipta og atvinnuhátta. Skoð- anir þeirra sem eru á móti sam- einingu virðast mótast af tilfinn- inga-sjónarmiðum og Ihaldssemi einni saman.Það sem helst heyr- ist er að hrepparnir séu heppileg- ar félagsheildir. Þeir voru það allt fram undir lok ungmennafé- laganna og góðrar kirkjusóknar en eru það ekki lengur, enda er flóttinn úr hreppunum og I „menninguna” eins og sagt er. Þá hefir heyrst aö Ibúar minni sveitafélaga væru virkari I störf- um sveitafélaganna og þar rlki meira lýðræöi. Þeirri fullyröingu að Ibúar 200- 300 manna byggöar taki virkari þátt i stjórn sins byggöarlags en Ibúar 2000-3000 manna byggðar vísa ég á bug. 1 fyrsta lagi eru umsvif þess smáa óveruleg og i ööru lagi vantar hjá þeim starfs- liö til að veita Ibúunum upplýs- ingar til að þeir geti mótað sér skoöanir. 1 þessu sambandi má benda á að hreppsnefndarfundir eru almennt lokaðir en bæjar- stjórnarfundir opnir. Reynsla frænda okkar Dana hefur llka sýnt og sannað að eftir sameiningu sveitarfélaganna komst á aukið og virkt lýðræði I minni sveitarfélögunum. Þau minnstu þar eru nú meö 5000 ibúa. Einn þátt á ég ónefndan og það er afstaða löggjafavaldsins. Þar viröist lltill áhugi fyrir málinu. Llklega á andstaða af hálfu sveitarstjórnarmanna fyrir lögbundinni sameiningu veru- legan þátt I aögerðarleysi þing- manna á þessu sviði. Hinu er þó ekki að leyna aö öðru eins er nú stjórnað ofan frá til sveitarfélaga og því að minnsta þjónustuein- ingin sé fær um aö sinna vel- BORGARSPITALINN Lausar stöður Aðstoðarlæknar Tvær stöður aöstoðarlækna á Röntgendeild Borgarspltal- ans eru lausar til umsóknar, Umsóknir skulu sendar yfirlækni sem jafnframt gefur frekari upplýsingar. Hjúkrunarfræðingar Grensásdeild Staða aðstoöardeildarstjóra og staða hjúkrunarfræöings. lljúkrunar- og Endurhæfingadeild, Heilsuverndarstöö Ein og hálf staða hjúkrunarfræöings. Skurðlækningadeild. Tvær stöður hjúkrunarfræöinga. Geödeild Nokkrar stööur hjúkrunarfræðinga. Gjörgæsludeild Þrjár stööur hjúkrunarfræöinga. Reykjavik 24. nóvember 1978 BORGARSPÍTALINN Þessi mynd var tekin á föstudaginn viö upphaf ráöstefnu Alþýöubandalagsins um sveitarstjórnarmál. Formaður Alþýðubandalagsins, Lúðvik Jósepsson.setti ráðstefnuna, en við fundarstjóraborð má sjá þá Þór Vigfússon, Reykjavik, Loga Kristjánsson, Neskaupstaö, og Sigurjón Pétursson, Reykjavik. — Ljósm. Leifur. Úr ræðu um umdæmaskiptinguna, sem flutt var á ráðstefnu Alþýðu- bandalagsins um sveitarstjórnarmál feröarmálum þegnanna. Hér mega sjónarmið ihaldsamra odd- vita ekki ráða ferðinni. Landshlutasamtökin, — ný stjórnsýslueining? Ýmsir þeir er telja að sveitar- félögin geti ekki tekiö viö auknum verkefnum hafa viljað gera landshlutasamtökin að nýrri stjórnsýslueiningu. f Skúli Alexandersson ritaði dag- skrárgrein um þetta sjónarmiö á slöast liðnu ári og varaði við ann- mörkum þess. Þess i stað vildi hann stofna héraðsþing og kjósa til þeirra á lýðræðislegri hátt en nú er gert til þinga landshluta- samtakanna. Ég er sammála Skúla hvað varöar kosningu til þinga landshlutasamtakanna, en ég er ekki sammála þvl að nauö- synlegt sé aö setja á fót nýja stjórnsýslueiningu til að sinna ýmsum sameiginlegum hags- munamálum fyrir heilt hérað eöa kjördæmi. Ég er ósammála Skúla af eftirfarandi ástæðum: I fyrsta lagi tel ég að sveitarfélög eigi að byggjast upp neðan frá. Minnsta einingin þarf að vera starfhæf. 1 ööru lagi tel ég að jafn fámenn þjóö og okkar hafi ekkert aö gera við nýja stjórnsýslueiningu (nýtt bákn) á milli þeirra tveggja sem fyrir eru þ.e.a.s. rlkis og sveitar- félaga. 1 þriðja lagi færðu 2—3 stjórnsýslueiningar I landshlut- unum þjónustuna litiö nær stærsta hluta íbúanna; fyrir þá gæti verið jafn hagkvæmt að sækja þjónustu til Reykjavíkur. í fjórða lagi styrktu stærri sveitarfélög hin frjálsu hags- munasamtök þeirra, landshluta- samtökin, og gepðu kosningu á þing þeirra mun lýðræðislegri. Ég er þeirrar skoðunar að landshlutasamtökin eigi aö starfa áfram I þeirri mynd sem þau eru nú. Þau geta tekiö aö sér að hleypa af stokkunum ýmiskonar sameiginlegum þjónustu-fyrir- tækjum fyrir sveitarfélög víös- vegar um fjórðunginn. Sýslufélög og sýslumannsembætti verði lögð af Ég hef ekkert minnst á einn þátt stjórnsýslunnar, en það eru sýslufélögin, enda eru þau nú varla mikið meira en fjárhalds aöilar fyrir minnstu sveitarfélög- in. Þar I gegn fer þó ekki nema 0,2% af umsvifum rikis og sveitar- félaga og ég tel óhætt að leggja sýslufélög og sýslumannsemb- ættin niður. Dómsvaldinu og lög- reglustjórnarstörfum má koma fyrir á skynsamlegri og hagnýt- ari hátt. Einnig vil ég minna á þann möguleika, sem ég hef áður bent á, en það er að koma á fót I héruðunum þjónustumiöstöövum, þ.e.a.s. samstarfi opinberra aðila, sem yrðu þá gerðar að minnstu stjórnsýslueiningunum án þess að leggja hreppana niður sem félagslegar heildir og störf- uðu hreppsnefndir þá áfram sem sllkar. Þetta gæti verið mála- miðlunin, sem „hægfara bylt- ingarsinnar” gætu sæst á. Ég hef hér drepið á nokkur þau atriöi sem hafa verið til hliðsjón- ar viö umræður um þetta mál, sem skoöanir eru vissulega mjög skiptar um, þ.e. sameiningu og stækkun sveitarfélaganna. A þessari ráðstefnu mun okkur væntanlega gefast tóm til aö móta tillögur að stefnumörkun Alþýðu- bandalagsins I þessum málum, og ég vænti þess að það takist, þar sem mér hefur fundist gæta nokkurs hiks I þessum málum til þessa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.