Þjóðviljinn - 26.11.1978, Síða 11
Sunnudagur 26. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
las þau sam viskusamlega,
rumdi, maulaöi haröfisk uppúr
plastpoka, spuröi loks: Hvernig
liöur heima hjá þér Gunni minn?
Bubba er heilsugóö og Sigga
stækkar? öllum liöur vel. Já, þaö
er afbragö. Æ, nú man ég þaö sem
ég var aö reyna aö muna, viö
þurfum aö gera kynningarþátt
um blak! Gætir þú ekki tekiö þaö
aö þér Gunni minn? Þú hefur
áhuga á iþróttum þykist' ég
muna, þú lékst i körfuboltaliöi há-
skólans, var þaö ekki? Ekki þaö
nei? Badminton lékstu þó? Ekki
þaö heldur? Skelfing getur mig
misminnt.
Svo fór hann aö kveöa Núma-
rlmur, uppáhaldsrimurnar sinar,
tiu minútur á öllu útopnuöu, sem
dugir tilaö lama mannýgt naut.
Hann ætlaöi aldrei aö þagna.
Loks þegar hann geröi smáhlé
spuröi ég: Björn, aö öllu gamni
slepptu, viltu láta gera þessar
myndir sem ég er aö stinga uppá
eöa viltu þaö ekki?
Karlinn góndi á mig einsog naut
á nývirki. Hvort ég héldi I raun og
veru aö þetta væri spurning um
hans vilja eöa áhuga? En ekki
hvaö? sþuröi ég. Peninga Gunni
minn, hinn þétta leir Gunni minn.
Svo fór hann aftur aö kveöa rim-
ur. Kannastu viö þessa rimu?
Ekki þaö! Jarpsrlma viljuga er
þaö Gunni minn. Ég læröi hana
sex. vetra, hef ekki gleymt henni
siöan, finar bókmenntir og yndis-
leg tónlist. Fólk kann þvl miöur
alltof litiö svonalagaö i dag.
Margir fleiri heföu oröiö úti á
fjallvegum hér áöur ef ekki heföu
veriö blessaöar rimurnar aö orna
sér viö. Geröu nú fyrir mig þátt
um blak Gunni minn, ha?
Ég get þá eins gert þátt unr
harakiri, sagöi ég.
Kallinn hætti þá aö japla á
haröfiskinum, skaut upp sinum
gráu refsaugum, sagöi: Hara-
kiri? Þaö væri kannski ekki svo
vitlaust, gera þætti um þessar
austurlensku iþróttagreinar,
harakiri, júdó, jóga og hvaö þaö
nú heitir alltsaman. Mætti ekki
taka þaö upp inni stúdiói? Mundi
þaö ekki falla ágætlega innl
. páskadagskrána? Góö hugmynd
* Gunni minn. En fyrst kemur röö-
in þó aö blakinu. Þú sýnir einfald-
lega blakliö aö leik, skýtur inni'
viötali viö formann blaksam-
bandsins. Þeir eru allir fyrir viö-
töl þessir fuglar. Ég er hér ein-
hversstaöar meö simanúmeriö
þótt ég muni ekki nafniö á for-
mannsbleölinum. Afleitir meö
þaö Iþróttaleiötogarnir aö
hrlngja, jafnvel um miöjar nætur,
gera glamm, nauöa, nöldra. Þeir
kunna lika aö hóta greyin. En
mest að nöldra. Blakiþróttin sé i
uppgángi meöal allra siöaöra
þjóöa, segja þeir, hvaö þaö eigi aö
þýöa aö hér sé einasta sjónvarps-
stööin I heimi þarsem blakiþrótt-
in njóti ekki jafnréttis áviö aörar
iþróttagreinar, sé hreinlega
hundsuö. Þessi fagrei og göfuga
Iþrótt. Sjónvarpsstööinni beri siö-
feröileg skylda, bla, bla, blak! Þú
veist ekki hvaö yfir mig gengur
Gunni minn. Viltu nú ekki gera
fyrir mig þótt ekki væri nema
einn þátt um herjans blakiö?
Kannski kemur þá annar á móti
um harakiri, ef hægt er aö koma
þvi viö inni stúdlói. Þú kannt bet-
ur skil á þvi en ég. Svo eitthvað
þjóölegt innámilli. Gllmuþættirn-
ir njóta mikilla vinsælda, einkum
hjá framsóknarmönnum til
sveita. Þeir kunna auövitaö ekk-
ert aö gllma þessir peyjar, en þaö
er ahnaö mál. Hnefaleikar eru
bannaöir meö lögum, ekki þýöir
aö nefna þá. Fjölbragöaglíman er
lika haröbönnuö. Þó er hún meö
vinsælasta efni vestan hafs og
minnilikamsmeiölngar I henni en
fótboltanum er mér tjáö. Ekki er
þaö nú samt drengileg Iþrótt
Gunni minn. Islenska gllman er
hinsvegar bæöi þjóöleg og
drengileg, sé hún rétt glimd. Galli
aö þeir skuli ekki kunna aö glima
þessir peyjar. Sá feitasti bolar
hina alla niöur, ha! Sér er nú hver
gllman! Er þetta kannski þróunin
á öllum sviöum? Kemur blakiö
eftilvill I staöinn fyrir glimuna og
hestaatiö? Væri það æskileg þró-
un? Hvaö heldur þú Gunni minn?
Þú hefur enga skoðun á þvi. Þaö
er nefnilega þaö. Kannski fer þaö
svo aö þessar austurlensku
iþróttir ryöja sér til rúms, þaö er
aldrei aö Vita. Heimurinn tekur
örum breytingum. Fjarlægöirnar
skreppa saman. Allt veröur þetta
aö sjást á skerminum hvaö meö
ööru. Annars veröa formenn sér-
sambandanna vitstola. Liggja I
mér nótt sem nýtan dag. Hvort
ekki sé timi til kominn aö Sjón-
varpsstööin beini myndavélum
sinum aö þeirra göfugu Iþrótta-
greinum! Ég segi þetta ekki til
þess aö láta vorkenna mér Gunni
minn, heldur afþvi þiö úngu
mennirnir eigiö aö gera ykkur
grein fyrir þvi aö min staöa er
siöur en svo'' eftirsóknarverö.
úmm HAUKU8 SiMONARSON
VATNÁ
Stundum neyöist maöur tilaö
vera heyrnarsljór. Þá er sagt aö
maöur sé hálfviti. Stundum nenn-
ir maöur ekki aö hlusta á þetta
nöldur og biöur menn aö koma
seinna, allt hafi sinn tima. Þá er
maöur kallaöur skepna. Þaö er úr
vöndu aö ráöa Gunni minn. Betra
aö kunna aö humma framaf sér.
Vera kurteislega heyrnarsljór.
Viö skulum svo sjá til meö þess-
ar hugmyndir þfnar. Ég er sam-
mála þvi aö aldrei er of mikiö
fjallaö um alþýöuna. Gleymum
þvi ekki eitt augnablik aö af henni
erum viö komnir. Of af henni eig-
um viö aö læra. Ef ekki væri al-
þýöan væri heldur ekkert sjón-
varp. Þessvegna er þaö skylda
okkar aö veröa jákvæöir og upp-
byggilegir. Ég sé margt jákvætt
og drengilegt á þessum blöðum
sem þú færöir mér Gunni minn.
En þar stendur lika sitthvaö sem
varla mundi gleöja alþýöuna,
launamartninn á götunni sem
skilvislega borgar sitt áskriftar-
gjald. Þaö vil ég segja þér einsog
er.
Ég spuröi þá karlinn aö þvi
hreinskilnislega hvort hann vildi
ekki losna viö mig af deildinni. Ég
væri greinilega handónýtur
starfsmaöur, hugmyndir mlnar
einskisveröar, aöeins kostnaöur
af þvl aö hafa mig ránglandi um
gángana, vinna min endaði hvort-
eö væri öll i ruslafötunni.
Hann fékk tár i augun, sagöist
Birtur kafli
úr nýrri
skáldsögu
eftir
Ólaf Hauk
Símonarson
ekkert skilja i þvi hvernig mér
dytti önnur eins fjarstæöa I hug,
hjá sér væri alit geymt. Engu
gleymt! Ef ekki i ár þá á næsta
ári. Ef ekki á næsta ári þá á þar-
næsta ári. Þú ert úngur enn Gunni
minn, þú átt eftir að starfa hér
lengi, marga áratugi ef Guö lofar,
eins lengi og þú kærir þig um. A
hinn bóginn Gunni minn, fram-
kvæmdaféö er þrotið i ár, engir
peningar til þess aö leggja I nýjar
framkvæmdir, tómt mál aö tala
um. Hinsvegar eru góöar hug-
myndir alltaf vel þegnar. Þaö er
aldrei of mikið af frjórri umræöu.
En slik umræöa veröur aö byggj-
ast á gagnkvæmu trausti. Ykkur
ætti aö vera-þaö jafn vel ljóst og
mér aö viö veröum aö velta fyrir
okkur hverjum eyri. Viö erpm
lamaöir af fjármagnsskorti.
/Deildin er höfö i svelti Gunni
minn! óvinirnir leynast viöa,
ekki bara I nefndum og ráðuneyt-
um, heldurlika hér fhúsinu. Hér i
stofnuninni Gunni minn! Ég veit
þú skilur mig og veist um hvað ég
er aö tala. Þaö eru ákveðnar per-
sónur hér i húsinu sem ekki hika
viö aö bregöa fæti fyrir verðug
verkefni, ef þaö er ég sem vil ráö-
ast i þau. Sömu menn ausa fjár-
mununum I dellukökur um geö-
bilaöa fógeta, eöa eitthvaö þaöan-
af vitlausara. Þessir menn eru
ekki aö vinna alþýöunni Gunni
minn, þeir eru aö fullnægja
valdafikn sinni og glórulausri hé-
gómagirni. Þessvegna veröur
þeim ekki annaö fyrir aö aö draga
upp vesælan fógeta, sem liklega
hefur aldrei veriö til, og gera úr
tetrinu makalausan delerant full-
an meö blóöþorsta og kynóra.
Heiiaspuni frá upphafi til enda,
ekki korn af sögulegum stað-
reyndum, eintómt hismi! Ekki
eru þessir menn aö vinna alþýö-
unni? Svei mér ef þaö er ekki
stórhneyksli Gunni minn! Okkur
er haldiö niöri þér og mér, þaö
er útvarpsráö, fjárveitinganefnd
ogblööin! Viö megum ekki hreyfa
okkur þá koma hagsmunaklúbbar
af ölluih stæröum og geröum yfir
okkur einsog gammár. Okkur er
gert aö gleypa hráa hringavit-
leysuna úr allskónar pólitiskum
pótentátum. Viö erum ofurseldir
hinu pólitiska valdi. Þetta veistu
Gunni minn, þetta vitum-viö báö-
ir. Þú ert úngur og óþolinmóöur.
Þannig eiga úngir menn iika aö
vera. En raunveruleikinn er
haröur skóli Gunni minn. Þaö út-
heimtir seiglu aö mjaka veröld-
inni úr staö. Heinjurinn viröist
seint ætla aölæra. Viö reynum aö
bægja frá okkar dyrum hér i
þessu húsi mesta ófögnuðinum.
Viö stuggum ofstækismönnum
burt eftir þvi sem viö megnum.
Viö vinnum okkar verk i hljóöi.
Annaö getum viö ekki gert einsog
málin standa. Þaö er ekki skiln-
Ingur fyrir myndum einsog þú ert
að lýsa hér á þessum blööuih, þvi
miöur. Þær mundu aöeins vekja
upp mestu öfga- og afturhalds-
draugana. Okkur yröi þrýst aft-
urábak um mörg skref. Viö verö-
um aö gæta þéss aö gefa aldrei á
okkur höggstaö. Þeö er enginn
grundvöllur fyrir þvi hér á landi
að sjónvarpsstöö sé sjálfstæöur,
skapandi aöili. Fólk vill bara
framhaldsmyndaþætti frá Bret-
landi. Alþýöan gerir ekki meiri
kröfur. Þvi miöur. Þó vitum viö
báöir aö Islensk kvikmyndagerö
veröur aö byrja á byrjuninni. Lif-
inu hér i landinu einsog þaö er i
raun og veru. Viö eigum alþýö-
unni skuld aö gjaida. Þaö sem
skiptir máli, einsog þú oröar þaö
svo fallega hér á blööunum, eru
hin raunverulegu lifsskilyröi
vinnandi fólks. Þaö er auðvitaö
þetta sem viö þurfum aö gera
myndir um. En þvi miöur er þaö
ekki vinnandi vegúr einsog málin
standa. Ég hef hvaö eftir annaö
látiö aö þvi liggja á útvarpsráös-
Framhald á bls. 22
Er eitt mest selda sjónvarpstækið á islandi sökum gæða og
verðs.
20 tommu tækin CTP-215 kosta nú kr. 448.000.
Staðgreiðsluafsláttur lækkar tækið í kr. 433.000.
Einnig má borga 200.000 við afhendingu, og síðan 38.000 á
mánuði.
Tækíd sem
allirgeta eignast
Vilberg & Þorsteinn
Laugavegi 80. Símar 10259 —12622
■