Þjóðviljinn - 26.11.1978, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. nóvember 1978
Sunnudagur 26. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Teikningar og texti: Ingólfur Margeirsson
Gömlu húsin í Stykkishólmi
Norska húsið
Petta veglega hús er elsta húsiö í Stykkishólmi í
lét reisa húsið, en f lutti aldrei inn í húsið þar sem hann
drukknaði árið 1831. Mágur hans Arni Thorlacius bjó
þarna fyrstur, en húsið hefur alltaf verið notað sem
íbúðarhús, og var búið í því alveg þangað til í fyrra.
Sýslan hef ur nú keypt húsið og er ráðgert að þar verði
komið upp byggðasafni. Húsinu hefur verið haldið
mjög vel viðog endurnýjað á síðari árum. Mikið hef ur
verið unnið í því að innan, nýjir gluggar hafa verið
settir í allt húsið og sett á það nýtt þak. Fyrir f raman
húsið liggja tveir kvarnarsteinar frá einokunartíman-
um, en þeir áttu að vera í myllu á Mylluhöfða, sem
aldrei var reist.
Hjaltalínshús
Hjaltalinshús var hús Sæmundar Halldórssonar og
rak hann verslun í norðurenda hússins. Upphaflega
byggði Sören Hjaltalín húsið fyrir 1874, eða suður-
endann eins og tröppurnar segja til um. Suðurendinn
hefur verið íbúðarhús alla tíð. A sömu lóð norðan-
verðir stóð lítið hús, sem hét Steenbackshús.
I bakgrunni má sjá Kúldshús, sem upphaf leqa stóð í
Flatey, en var flutt til Þingvalla. Árið 1860 lætur svo
séra Eiríkur Kúld flytja húsið til Stykkishólms.
Eiríkur var kvæntur Þuríði, dóttur Sveinbjarnar
Egilssonar.
Stykkishólmur er gamall og fallegur
bær. Þótt nýju húsin hafi sprottið upp
á siðari árum, standa gömlu húsin
enn með fullri reisn og setja ómiss-
andi svip á bæinn. Blaðamaður Þjóð-
viljans átti leið um Stykkishólm fyrir
nokkru og fékk hinn gamla, góða
Hólmara, Jóhann Rafnsson til að lýsa
sögu nokkurra gamalla húsa þar i bæ.
Veiðarfærahús
Upphaflega stóð þarna mikið og veglegt
veiðafærahús eða sjávarhús, en það
brann er Tangsverslun eða Grams-
verslun brann 1912. Þetta hús var síðan
reist ári ef tir og er enn I f ullri notkun.
Kirk j an
Kirkjan var reist árið 1879. I
þessari fallegu trékirkju
hangir merk altaristafla,
sem Arngrímur Gíslason
málaði 1881. Arngrímur
málaði margar altaristöf lur
um dagana og eru allar á
Norðurlandi nema þessi
eina, en Sören Hjaltalín
keypti hana á sínum tíma og
gaf kirkjunni.
Egils-
staðir
Þetta hús hefur einnig verið
nefnt Þorvaldarhús og
Settuhöll, og var sennilega
byggt 1867. Elstu myndir af
húsinu eru f rá árinu 1868, en
þær tók Sigfús Eymunds-
son. Egill Sveinbjarnarson,
(tvöfaldur tengdasonur
Arna Thorlaciusar), sem
gjarnan nefndi sig Egilssen,
lét reisa húsið, en margir
fullyrða, þar á meðal
Lúðvík Kristjánsson, að
enskt verslunarfélag hafi
byggt húsið yfir Egil. Húsið
var byggt sem íbúðarhús og
er í mikilli niðurníðslu
núorðið, og býr þar enginn.
j, ifmzmz ..,
Pakkhúsið eða Tangverslun
Pakkhúsið var reist 1880, en byggt í
áföngum. Upprunalega stóð Tangverslun
eða Gramsverslun fram á sjávarbakk-
anum, en verslunin brann árið 1912 og
flutti þá i pakkhúsið. Sagt er, að menn
hafi staðið og grátið er brennivlnsf lösk-
urnar sprungu í eldinum. Leonard gamli
Tang var danskur verslunarmaður og
síðar bættist sonur hans Riis í verslunina
og hét þá verslunin Tang — og Riis.
Ágúst Þórarinsson (bróðir Arna prests
Þórarinssonar) tók síðar við versluninni
og eru tréskífurnar utan á pakkhúsinu
frá hans tíma. Sigurður Ágústsson sonur
hans rak síðar verslunina, en nú er búið
að leggja niður búðina, og byggja nýja,
en skrifstof urnar á ef ri hæðinni eru enn í
notkun.
Madömu
Guðrúnarhús
Þetta litla og fallega hús byggði
sú merka kona Guðrún Svein-
bjarnardóttir. Guðrún var dóttir
Sveinbjarnar Egilssonar, en til
gamans má geta að á sínum tima
bjuggu þrjár dætur hans i Stykkis-
hólmi, Kristín, Þuríður og Guðrún,
og sonur hans Egill. Madame
Guðrún var mjög trúuð og segja
sumir, að hún hafi kunnað Biblíuna
utanað. Hún giftist ung og óað-
spurð, og sá ekki brúðgumann fyrr
en á brúðkaupsdaginn, en þá var
hún 18 ára gömul. Var stofnað til
ráðahagsins að vilja foreldra
hennar, og skildi Guðrún við mann
sinn, að foreldrum sínum látnum.
Það þótti einkennilegt, að Guðrún
skyldi ekki reisa hús sitt norðar á
hólnum, þar sem gamli bærinn stóð,
og bæjarstæði var betra. Um sama
leyti byggði Sveinn Jónsson tré-
smiður hús sitt á þeim stað, og
notaði m.a. timbur úr nýrifinni
Helgafellskirkju, þar á meðal
glugga. (Hann endurbyggði kirkj-
una 1903).
Vildi Guðrún ekki byggja við hlið
Sveins og á að hafa sagt eftir-
farandi setningu: „Mér stendur ógn
af eldibröndunum úr Helgafells-
kirkju."
Guðrún reyndist sannspá. Árið
1970 brann Sveinshús, en var endur-
byggt og brann aftur 1919. Guðrún
var mikil listakona og á seinni árum
saumaði hún í stramma og
blómsturskörfur. Saumaði hún þá
gjarnan kvæði inn i körfurnar, sem
hún hafði sjálf ort.
Bakaríið
Upprunalega var húsið reist sem
barnaskóli, eða árið 1896. Var kennt
I húsinu til 1909-10, en þá var sýslu-
mannsbústaðurinn keyptur og
notaður sem skólahús. Einar
Vigfússon hefur þarna fyrstur
manna bakarastörf, en áður hafði
danskur bakari búið í Stykkishólmi.
Einar bjó í húsinu allt til dauða-
dags, á fjórða tug aldarinnar.
Byggingin er enn I f ullri notkun sem
bakarí og sölubúð.