Þjóðviljinn - 26.11.1978, Blaðsíða 18
18 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. nóvember 1978
afertendum veiivangi
Pólitískt andóf gert
að lögreglumálum
Engir þeir sem áhuga hafa á
þróun „frjálslynds” kapitalisma
vesturlanda og viöbrögðum hans
viö kreppunni geta látiö hjá liöa
aö fylgjast vandlega meö þvi sem
er aö gerast I mannréttinda-
málum Vestur-Þýskalands. Þeir
atburöir sem þar hafa orðiö
undanfarin ár eru ekki aöeins at-
hyglisveröir I sjálfu sér heldur
krefjast þeir lika sérstakrar ár-
vekni vegna þeirrar hættu aö
ýmsir Iskyggilegir siöir vestur -
þýskra yfirvalda breiöist út til
nágrannalandanna. Sú hætta er
meiri en margur kynni aö halda:
nýlega var frá þvi sagt i fréttum
aö fulltrúar Efnahagsbandalags-
rikjanna heföu ákveöiö að stofna
e.k. evrópskt „lögsagnar-
umdæmi” (espace juridique) til
aö samræma baráttuna gegn þvi
sem einhver kallaöi „Evrópu-
terrorismannSamkvæmt
þessari nýju skipun mála
á t.d. framsal manna
milli EBE-rikjanna aö ganga
alveg snuörulaust fyrir sig og
á sjálfvirkan hátt, þannig
aö ekki þurfi aö kalla saman sér-
stakan dómstól um hvert mál:
þannig getur t.d. vestur-þýska
stjórnin fengið framseldan mann,
sem staddur er I Frakklandi, án
þess að franskir lögfræðingar hafi
fjallaö um þaö, hvort hann hafi
brotiö eitthvaö af sér eöa ekki eöa
hvort framsalsbeiðnin sé pólitisk
— og þannig sleppur hún viö þá
ólgu sem varö t.d. i kringum
Klaus Croissant. Fyrir utan
slikar aðgeröir á alþjóöavett-
vangi, eru vitanlega allstórir
hópar i flestum Evrópulöndum,
sem vilja nú — eins og á tfmabili
gaidraofsókna — læra sitthvaö af
reynslu „þeirra frómu manna á
Saxlandi”. I þvi sambandi má
minna hér á landi á greinar i
„víðlesnasta blaöi landsins”, sem
varla er hægt aö skilja ööru visi
en sem hvatningu til einhvers
konar „Berufsverbots” á lslandi,
a.m.k. I Háskólanum. I sjálfu sér
er engin ástæöa til að taka nokk-
urt mark á þessum greinum, en
hitt er alvarlegt aö svo virðist
sem „blaðiö viölesna” haldi þeim
sérstaklega fram og geri málstaö
þeirra aö sinum.
Hvert tilefni
notað
Nýlega rak á fjörur Þjóöviljans
bók eina á ensku, sem nefnist
„Lög og regla og stjórnmál I
Vestur-Þýskalandi” („Law,
order and politics in West Ger-
many”) og Pengvin-útgáfan
gefur út. Höfundurinn er þýskur
lögfræöingur, Sebastian Cobler
aö nafni, og er þetta reyndar ný
og aukin útgáfa bókar, sem kom
út á þýsku fyrir tveimur árum.
Verkiö fjallar fyrst og fremst um
þau lög sem sett hafa veriö til aö
berjast gegn hryðjuverka-
mönnum i Vestur-Þýskalandi og
aödraganda þeirra og raunveru-
legan tilgang, og á þaö því einnig
sérstakt erindi til lesenda utan
þess lands, þvi aö þaö eru einmitt
þessi lög sem hætta er á aö verði
aö „útflutningsvöru”. En jafn-
framt er verkiö mjög ýtarleg
lýsing á öllum þessum málum I
Vestur-Þýskal., þrátt fyrir þær
takmarkanir sem lögfræöilegur
sjónarhóll höfundar setur því.
Aöalkenning Coblers er sú aö
þau sérstöku lög sem sett hafa
verið i Vestur-Þýskalandi undan-
farin ár i þeim yfirlýsta tilgangi
aö berjast gegn hryöjuverka-
starfsemi I landinu, séu i rauninni
alls ekki tækifærisverk, gert af
ákveönum tilefnum, eins og
haldiö er fram, heldur hafi þau
veriö lengi I undirbúningi og séu
liöur I markvissri þróun: yfir-
„Einhverjir þeirra vilja áreiöanlega ráöa sig seinna hjá þvi opinbera.
Ætli þeir veröi ekki hissa?” (A spjöldunum eru vigorð andstæöinga
kjarnorkuvera)
völdin hafi einungis notað aögerö-
ir hryöjuverkamanna sem átyllu
til aö fá i skyndi samþykkt lög,
sem búiö var að undirbúa og
semja löngu áöur. Þegar vestur -
þýskri flugvél var rænt og henni
flogiö til Mogadisjú á Sómalilandi
1977 keyröi stjórnin i gegnum
þingiö neyöarlög, sem heimiluöu
algera einangrun „hryöju
verkamanna” sem sátu I fang-
elsum, og var tilgangur laganna
aö sögn aö koma I veg fyrir aö
orösendingar gætu fariö milli
þessara hryöjuverkamanna og
flugvélaræningjanna. En aö sögn
var þetta tækifæri notaö, þegar
allir voru I uppnámi út af flug-
vélarráninu.
Varhugaverðar
hugmyndir
Þessi lagasetning er þvi i
rauninni ekki afleiöing af hryöju-
verkastarfsemi i Vestur-Þýska-
landi eftir I968,heldur á hún sér
miklu eldri rætur, og rekur
Cobler upphaf hennar og þróun.
Þegar vestur-þýska sambands-
lýöveldiö var stofnaö 1949 voru
Tölva stjórnarskrárréttarins geymir uppiýsingar um hugarfar
eimiestarstjóra — en hermdarverkamenn munu fara sinu fram...
Coblers höföu þessi lög veriC
óralengi I undirbúningi — þau
voru þó svo haröneskjuleg og-
brutu svo þverlega i bága viC
mannréttindi að stjórnin haföi
ekki taliö óhætt aö leggja þau
fyrir þingiö, þvi aö óvist var hvort
þau fengjust samþykkt, og þvi
gömlu refsilögin frá timabili
nasista látin halda sér aö mestu,
en Bandamenn komu þvi þó til
leiðar af augljósum ástæöum aö
úr þeim voru numin öll ákvæöi er
snertu öryggismál rikisins. Þá
var eftir eyöa, og heföi vafalaust
mátt fylla hana samkvæmt fyrir-
myndum gamalgróinna lýöræöis-
rikja I Vestur-Evrópu, en vestur-
þýska löggjafarvaldiö kaus hins
vegar að nota ýmsar átyllur til aö
segja aftur I lög ákvæöi af
svipuöu tagi og numin höföu veriö
burt. Vitanlega var oröalag og
still þessara nýju lagagreina ööru
visi en áöur haái veriö, en Cobler
rekur hvernig ýmsar meginhug-
myndirnar áttu rætur sinar aö
rekja til blómaskeiðs þriöja rlkis-
ins. Ein þeirra var hugmyndin
um „nýja varnarlinu gegn
glæpum”, en I henni felst aö ekki
eigi aö biöa meö lögregluaögeröir
þangaö til lögbrot hafi veriö
framiö heldur ráöast gegn öllu
þvi sem e.t.v. gæti siöar valdiö
lögbrotum, t.d. „varhuga-
veröum” hugmyndúm. Öþarfi er
aö fjölyröa um afleiöingar af
slikum viöhorfum.
Fyrsta átyllan sem vestur -
þýska löggjafarvaldið fékk til aö
setja ný lög um öryggismál rikis-
ins var Kóreustrlðiö, og sam-
þykkti þingiö í kjölfar þess lög,
þar sem m.a. róttæk þjóöfélags-
gagnrýni var flokkuö sem
„ofbeldi”. Þessi lög voru siöar
notuö til aö banna kommúnista-
flokk landsins. En þaö var þó
einkum eftir 1968 sem löggjafar-
valdiö hófst handa viö aö semja
ný og siaukin lög um öryggismál
rikisins, og gaf hryöjuverkastarf-
semi Baader-Meinhof hópsins þvi
þá hinar bestu átyllur sem þaö
gat fengiö. Menn skyldu þó ekki
halda aö þaö eitt hafi vakaö fyrir
mönnum þegar hér var komið
sögu, aö fylla meö þýskri
nákvæmni upp i þær eyöur, sem
skapast höföu I lögum landsins
1949; þjóöfélagsástandiö var
nefnilega breytt og ný kreppa I
aösigi og kraföist þetta einhverra
aögeröa frá yfirvöldunum. En i
staöinn fyrir aö ráöst beint aö
vandamálinu gripu þau til alls
kyns múgæsinga I kringum
hryöjuverkastarfsemi og stööugt
fullkomnari „neyöarlög”: I
nýársræöu sinni 1975 nefndi t.d.
kanslari Vestur-Þýskalands
hryöjuverkastarfsemi Baader-
Meinhof hópsins fyrst af öllum
erfiöleikum landsins — á undan
kreppu og atvinnuleysi. Meö þvi
aö leggja þannig rétta áherslu á
hryöjuverkastarfsemina I fjöl-
miölum var hægt aö draga at-
hygli manna frá öörum og
reyndar brýnni erfiöleikum og
neyöarlögin komu einnig þeirri
hugmynd inn hjá almenningi aö
yfirvöldin væru á veröi og veittu
honum fulla vernd.
„Samúð” og
málfrelsi
Þetta er þó ekki allt og sumt. 1
öllum rikjum eru vitanlega til
fullkomin lög til aö beita gegn
misihdismönnum, sem stela
vopnum, kasta sprengjum,
kveikja I stórverslunum, fremja
mannrán eöa brjótast inn i
banka, og var Vestur-Þýskaland
engin undantekning frá þvi,
þó svo aö Bandamenn heföu
látiö taka öryggislög nasista
úr gildi. Neyöarlögin beinast
þvi ekki fyrst og fremst gegn
hryöjuverkamönnum heldur gegn
þeim sem taliö er aö hafi „sam-
úö” meö þeim. Hætt er viö aö
slíkt oröalag veki nokkra
furöu, en þaö sem einkennir
neyöarlögin f Vestur-Þýskalandi,
hvort sem þau fjalla beint um
hryðjuverkastarfsemi, „Berufs-
verbot” gegn mönnum meö
varhugaveröar skoöanir eöa
annaö, er einmitt notkun mjög
óljósra orða: t.d. ,,styöja”,,,hafa
samúö með”, „verá hlynntur”,
„skapa áhuga hjá öörum”, „af
ásettu ráöi”, „trufla”, „vinna
Lögreglumenn mynda fólk á
fjöldafundi róttækra.
fyrir”, „lfklegt i vissum kring-
umstæöum” o.þ.h. En i reynd er
merkingin skýr: öll önnur afstaöa
en aö æpa hástöfum þaö sem er
opinber sannleikur getur dæmst
brot gegn þessum lögum. Þannig
getur sérhver tilraun til aö fjalla
um hryöjuverkamálin frá öörum
sjónarmiöum en þeim, sem yfir-
völdin boöa, talist „stuöningur”
viö hryöjuverkamenn, — jafnvel
efasemdir um opinberar fréttir
um hin dularfullu „sjálfsmorð” I
Stammheim-fangelsinu geta
talist lögbrot.
Þegar svo er komiö er mál-
frelsiö vitanlega illa sett, og viö
þetta bætist svo aö allir þeir, sem
brjóta lögin á þennan hátt, eiga á
hættu „Berufsverbot”, þ.e.a.s.
þeir eiga á hættu aö fá ekki neitt
starf I opinberri þjónustu og
kannske ekki hjá einkafyrir-
tækjum heldur, þvi að þau eru
einnig farin aö taka upp „Berufs-
verbot”.
Þetta loðna oröalag laganna
nær ekki aöeins til skoöana
manna, heldur er þaö notaö til aö
skilgreina ólöglegt ofbeldi, og eru
afleiöingarnar lika augjósar á þvi
sviöi: allt andóf af hverju tagi
sem er getur talist „ofbeldi”.
Þannig var t.d. setuverkfall ibúa i
borg einni til aö mótmæla far-
gjaldahækkun strætisvagna
dæmt „ólöglegt ofbeldi” og for-
sprakkar þess fengu fangelsis-
dóm. Þegar málin eru komin á
þetta stig er vitanlega hægt aö
banna venjulegt verkfall á þeim
forsendum að þaö sé „ofbeldis-
aögerö”.
Meira að segia
Amnesty
Ekki veröur séö aö þessi lög,
sem skeröa málfrelsi og rétt
manna til verkfalla og annarra
mótmælaaögeröa af þvi tagi,tor-
veldi hryöjuverkamönnum starf-
semi sina á neinn hátt, en þau
hafa aörar afleiöingar: megin-
atriöi þeirra viröist vera þaö að
gera pólitisk átök aö einföldu
vandamáli laga og reglu — aö
gera alla pólitiska andófsstarf-
semi aö lögreglumálum. Þau tor-
velda mjög allar fjöldaaögeröir
hvort sem þaö eru mótmæli gegn
eyðileggingu gamalla borgar-
hverfa, barátta gegn kjarnorku-
verum, mótmæli gegn veröhækk-
unum eöa annaö. Jafnvel
stuöningur viö þjóöfrelsis-
hreyfingar I fjarlægum löndum
getur veriö mönnum hættulegur:
Amnesty International sendi opiö
bréf til Scheels forseta til aö
kvarta undan þvi aö almenningur
þyröi ekki aö styöja samtökin,
jafnvel ekki i baráttuherferö gegn
pyndingum, af ótta „Berufsver-
bot”. Það kom skömmu siöar I
ljós aö þessi ótti var ekki ástæöu-
laus, þvi aö lögreglan fylgdist þá
vel meö öllum þeim, sem unnu
meö Amnesty International.
Þessum neyöarlögum viröist þvi
beint gegn allri stjórnmálastarf-
semi, i viöustu merkingu þess
orös, sem eru utan ramma hinna
rótgrónu stjórnmálaflokka
Vestur-Þýskalands, og þarf
naumast aötaka þaö fram aö þaö
eru svo til eingöngu vinstri menn
Framhald á bls. 22